Leita í fréttum mbl.is

Forkostuleg rök

Öldungis var forkostulegt að heyra viðtal við ungan leikhúsmann, Þorleif Örn Arnarson, í morgun á Rás 2 sem var síðan nánast endurtekið í kastljósi allra vinstri manna í kvöld. Hann lýsti ástæðu þess að hann sagði sig frá því að leikstýra verki í Wiesbaden sem er verið að vinna að og byggir á bók Salmann Rushdie, Söngvar satans. Þetta verk komst á dagsskrá hjá leikhúsinu eftir morðin á leiðandi starfsmönnum háðs- og ádeilublaðsins Charlie Hebdo í París í janúar á síðasta ári, eftir að blaðið hafði hæðst að Múhameðsdýrkun múslíma og fáránlegum ofsa hins múslímska heims, sem gengur af göflunum við öll tækifæri þegar vegið er að trúnni sem á þó meira skylt við alræðis hugmyndafræði af ætt kommúnisma og nasisma en trúarbrögð eins og þau eru almennt skilgreind.

Jú hinn „frjálslyndi og réttsýni“ ungi maður sagðist hafa hætt við vegna þess að hann óttaðist að uppsetning verksins yrði vatn á myllu hægri öfgamanna.Var á honum að heyra að slíkir væru verri en allir aðrir til samans !!!

Hvernig mátti þetta vera? Jú múslímar myndu mótmæla uppsetningu verksins og hafa í frammi háreisti við leikhúsið. Þá myndi það hræðilega gerast að þýskir,hægri öfgamennirnir kæmu til þess að verja málfrelsið. Ekkert vildi hann síður en stuðning slíkra ómenna.

Ekki var á honum að heyra að mikil ástæða væri til þess að vera með mikla rellu þó að alkunna sé mikill hluti múslíma sé þeirrar skoðunar að Rushdie sé réttdræpur vegna þessarar bókar. Rushdie hefur þurft að fara huldu höfði í nær þrjá áratugi eftir að klerkastjórnin í Íran gaf út fatwa, trúarlegan úrskurð, þess efnis að múslímum væri skylt að drepa Rushdie hvar sem til hans næðist.Ofjár stæði hverjum þeim til boða sem ynni það þarfa verk. Síja múslímar ráða ríkjum í Íran. Sunní múslímar láta ekki sitt eftir liggja í þessum efnum. Rushdie er m.a. á dauðalista al-Kajda.

Þorleifur taldi að Charlie Hebdo hefðu haft fullan rétt til þess að hæðast að Múhameð eins og nánast öllum öðrum tabúum. Því er ég auðvitað sammála. Þannig virkar málfrelsið að engin hugmyndafræði,- síst af öllu trúarbrögð hafa kröfu til þess að vera varin fyrir gagnrýni og umfjöllun, hvað þá almennum upplýsingum um staðreyndir sem varðar trúarbrögðin eða hugmyndafræðina. Einstaklingar eiga rétt á friðhelgi um einkahagi svo fremarlega sem sömu einkahagir ganga ekki á svig við friðhelgi annarra.

Hins vegar taldi Þorleifur að Jótlandspósturinn hefði ekki haft siðferðislegan rétt til að birta Múhameðsteikningarnar 2005 sem er alveg stórfurðulega afstaða manns sem ætlar sér að lifa með almennum rétti til tjáningar. Réttlæting unga mannsins fyrir þessari stórfurðulegu afstöðu var sú að Jótlandspósturinn væri ekki þekktur fyrir að ögra öllum þekktum tabúum.

Þorleifur Arnarson hefur fullan rétt til þess að hafa allar þær skoðanir sem hann vill á hverju sem er. Hann hefur fullan rétt til þess að segja sig frá hvaða verki sem er. Það er líka réttur allra annarra að gera gys af skinhelgi af þessari stærðargráðu.

Hann eins og svo margir vinstri menn hafa snúið skilgreiningu á umburðarlyndi alveg á haus. Að hafa umburðarlyndi var upphaflega hugsað út frá þeim hæfileika manna að láta sér lynda skoðanir annarra, - viðurkenna rétt þeirra til að hafa þær skoðanir sem þeir þróuðu með sér. Nú er hins vegar nánast búið að skilgreina umburðarlyndi eins og skyldu manna aða hafa ekki skoðanir né tjá þær sem gætu komið einhverjum í uppnám. Samkvæmt þessu ætti ég að láta það eftir mér að komast í hamslaust uppnám vegna arfavitlausra skoðana Þorleifs en honumn bæri að láta ekki í ljósi skoðanir sem hann vissi eða ætti að vita að gætu komið mér í uppnám.

Má ég svo að lokum lýsa aðdáun minni á þeim leikhúsmönnum í Wiesbaden sem ekki ætla að láta rökin hans Þorleifs stöðva sig í því að hafa skoðanir á straumum samtímans og láta þær í ljósi. Slíkt hugrekki er þarft núna þegar hinn vestræni heimur er að láta kúga sig til þöggunar. Það er lítill vandi að þykjast vera umburðarlyndur ef aðeins eru sagðir hlutir sem engan styggir nema þá sem engin hætta stafar af, - í þessu tilviki svonefndum hægri öfgamönnum í Wiesbaden og víðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég verð nú að viðurkenna það að mér þótti allt frekar ruglingslegt sem frá manninum kom og þegar upp var staðið fannst mér ekkert "meika síns" (eins og krakkarnir segja) af því sem hann sagði.

Jóhann Elíasson, 21.4.2016 kl. 06:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Liggur ekki bara einföld ástæða þess að þessi ungi leikhúsmaður vill ekki setja nafn sitt við verkið? Þekkir hann ekki bara jafn vel til múslina og flestir aðrir og óttast að verða settur á dauðalista þeirra? Að hann óttist að fá á sig dóm fatwa?

Hægri öfgamenn eru mun betri andstæðingar en múslímar, svona út frá heilsufarslegu sjónarmiði og lífslíkum.

Gunnar Heiðarsson, 21.4.2016 kl. 13:06

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Gunnar

auðvitað er full ástæða til þess að óttast um líf sitt við að komna að einhverju jafn eldfimu og Söngvum satans eftir Rushdie sem hefur þarft að fara huldu höfði í nær 30 ár. Ekkert að því að forða sér frá augljósum hættum en að snúa öllu á haus eins og þessi ungur maður gerir er bæði hættulegt og fráleitt.

Betra að þegja en ráðast á þá sem hafa dug í sér til að ganga gegn íslömskum öfgum. Auðvitað kalla öfgar á öfga og meðal þeirra sem hafa snúist til varnar fyrir vestræna menningu leynast öfl sem eru óæskileg og skemma fyrir. Menn mega ekki láta slíkt villa sér sýn í heildarmyndinni.

Valdimar H Jóhannesson, 21.4.2016 kl. 13:51

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var alls ekki ætlun mín að ráðast á einn né neinn, Valdimar.

Síðasta setningin í fyrri athugasemd minni er háð á þá sem ekki þora, ekki árás á þá sem þora.

Það er hins vegar rétt að þessi leikhúsmaður er ekki meiri bógur en svo að þegar hann guggnar á að leikstýra verki sem byggt er á Söngvum satans, þá telur hann sig þurfa að búa til skýringu á hugleysi sínu.

Gunnar Heiðarsson, 21.4.2016 kl. 18:21

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég eins og Jóhann E fannst vont að skilja Þorleif en hann talaði kriss kross svo ég lét hann eiga sig en skil betur eftir að lesa grein þína Valdimar svo vægt sagt þá var hann smá ruglaður hefir sjálfsagt ætlað að vera háfleygur :-) 

Valdimar Samúelsson, 21.4.2016 kl. 18:29

6 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Gunnar

ég taldi þig ekki vera að ráðast á neinn. Ég var eiginlega að taka undir með þér en ekki að finna að því sem þú sagðir.  Ég hef enga ánægju að því að velta þessum unga manni upp úr þeirri rökleysu sem hann hefur í fram í þessu tilviki en það er vont fyrir málstaðinn að láta svona bulli ósvarað. Þorleifur hefur gert góða hluti en í þessari umræðu eru honum afar mislagðar hendur. Honum er aðeins til gagn að bent sé á það svo hann geti þroskast til betri umræðu. Okkur verður öllum á. Það er aðeins mannlegt.

Valdimar H Jóhannesson, 21.4.2016 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband