28.5.2016 | 11:07
Hvenær varð ég hægri öfgamaður ?
Eftirfarandi orðsending fór frá mér áðan til stjórnanda Harmageddon á Bylgjunnni, Frosta Logasonar, vegna útsendingar þar sem ég var að heyra á netinu og mun vera ca 2 daga gömul:
Það var óneitanlega sérkennilegt fyrir mig að heyra þig lýsa mér sem hægri öfgamanni á Harmageddon og að það hafi verið lýti á þeirri annars ánægjulegu uppákomu að fá Hege Storhaug til landsins að í kringum hana hafi verið slíkir fósar sem ég! Hægri öfgamenn !!!
Því þessi spurning: Hvað réttlætir þessa einkunargjöf?
Er það sú staðreynd að ég hef kynnt mér íslam kannski betur en flestir menn hérlendis og bý yfir verulega meiri þekkingu á þessari hugmyndafræði en t.d. þið Harmageddonar, sem setjið alla trú undir einn hatt og skiljið ekki ennþá að íslam er fyrst og fremst stjórnmálakerfi? Er það það sem gerir mig að hægri öfgamanni? Og sú staðreynd að ég hef ekki legið á vitneskju minni um þessa hættulegu hugmyndafræði fyrir vestræna menningu, einstaklingsfrelsi og mannréttindi? Er það hægri öfgamennska ? Var það kannski líka hægri öfgamennska að vera á móti kommúnsima og fasisma?
Er það kannski vegna þess að ég fór í stríð við ríkisvaldið vegna gjafakvótakerfisins, hélt því fram að fiskveiðistjórnarlögin stríddu gegn stjórnarskránni og fékk algjöran sigur í Hæstarétti fyrir þeim sjónarmiðum? Var Valdimarsdómurinn svonefndi hægri öfgamennska og sú staðreynd að ég flutti mál mitt sjálfur fyrir Hæstarétti án lögfræðimenntunar vegna þess að ég hafði ekki efni á því að greiða meiri peninga fyrir þessa baráttu? Er það þetta sem gerir mig að hægri öfgamanni að þola ekki óréttlæti?
Var það kannski hægri öfgamennska að mér blöskraði drykkjan á börnum og unglingum niður í 11-12 ára aldurinn á almannafæri snemma á tíunda áratug síðustu aldar og stofnaði samtökin Stöðvum unglingadrykkju og stýrði þeim kauplítið í tvö ár, barðist á móti landasölu og eftirlitslausum útihátíðum, stofnaði foreldraröltið með öðrum, varaði við eiturlyfjasölumennsku m.a. á Uxahátíðinni, greiddi fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku landaframleiðenda og eiturlyfjasala og sagði Vestmannaeyingum til syndanna fyrir eftirlitslausa barnadrykkju á þjóðhátíð? Var það hægri öfgamennska að ráðast gegn því ástandi að Ísland var orðið þekkt sem land drukknu barnanna eins og Ríó var þekkt sem borg myrtu barnanna? Var það hægri öfgamennska að eiga kannski stærri hlut að máli en flestir aðrir að Ísland er nú til fyrirmyndar fyrir það hve lítið hlutfall barna ánetjast áfengi á unga aldri ? Á þessum tíma var ég kallaður Valdimar JóhanNESS (samanber Eliot Ness) og útnefndur maður vikunnar á Stöð2. Er það hægri öfgamennska að taka slaginn gegn barnadrykkju?
Var það kannski hægri öfgamennska að fyllast eldmóði vegna möguleika skógræktar á Íslandi og ráðast í að gera ca 10 myndir um skógrækt til að sýna í sjónvarpi 1989-90 með Gísla Gestssyni í tengslum við átakið Landgræðsluskóga 1990 Og standa fyrir 3-4 klukkustunda beinni fjáröflunarútsendingu á Stöð2 af sama tilefni? Var það kannski hægri öfgamennska að taka ekki greiðslu fyrir þetta þó að ég hafi fengið greitt fyrir að vera einn stjórnenda átaksins? Var það kannski vegna hægri öfgamennsku að plöntum á trjám jókst úr ca 1 milljón í 10 milljón plöntur á ári þó að fjöldi þeirra hafi dalað aftur? Er það hægri öfgamennska að vera á móti landeyðingu og vilja sjá landið aftur klæðast gróðri?
Var það kannski vegna hægri öfgamennsku minnar sem ég var frumkvöðull að því að þjóðin safnaði fyrir kaupum á uppstoppuðum geirfugl í London 1971, stýrði átakinu og fór til London, keypti hann fyrir heilt húsverð og kom með hann heim með Finni Guðmundssyni, fuglafræðingi? Var það kannski hægri öfgamennska að taka ekki neina greiðslu fyrir og greiða úr eigin vasa kostnað m.a. fyrir ferðina til London fyrir utan farmiðann, sem Flugfélag Íslands gaf okkur? Er það kannski hægri öfgamennska að vilja varðveita þjóðararfinn?
Var það vegna hægri öfgamennsku minnar sem ég stjórnaði fjáröflun með öðrum til að byggja Vog?
Var það vegna hægri öfgamennsku minnar sem ég gékk ungri vinkonu dóttur minnar til stuðnings í göngu samkynhneigðra niður Laugarveginn fyrir nokkrum árum eða í druslugöngunni niður Skólavörðustíginn með litla druslu (dótturdóttur mína) á herðunum?
Var það vegna hægri öfgamennsku sem ég stofnaði ásamt nokkrum öðrum fréttaskýringarþáttinn Kastljós í RUV 1973 og hélt þar áfram störfum með samverkamanni mínu Vilmundi Gylfasyni á þriðja vetur þegar við vorum orðnir einir eftir af upphafsliðinu utan fréttamanna RUV. Við vorum þá látnir fara vegna þess að útvarpsráð þoldi okkur ekki að taka á Kröflumálinu en allir flokkar sem áttu fulltrúa í útvarpsráði voru samsekir í Kröflumálinu sem var meiriháttar klúður. Við Vilmundur voru mjög nánir samstarfsmenn og vinir. Var hann kannski líka hægri öfgamaður?
Var það vegna þess að ég er hægri öfgamaður sem ég var fenginn til að stýra Alþýðublaðinu og Alprent þegar þetta var allt komið á hvínandi kúpuna? Eða var það kannski vegna þess að ég er snargalinn hægri öfgamaður að mér tókst að rétta þetta allt við og safna sjóðum áður en ég skilaði af mér?
Er það kannski ljóður á ráði mínu að ég skuli ekki láta mér nægja að vera bara í mínum ruggustól eins og hæfir manni sem er að verða 75 ár? Er það kannski þetta sem gerir mig að hægri öfgamanni?
Er það vegna hægri öfga minna að ég get ekki fallist á fordæmingu á kristni eða yfirleitt nokkrum trúarbrögðum þó að ég sé trúlaus sjálfur? Ég leyfi mér hins vegar hiklaust að fordæma þá sem nota t.d. kristni til að réttlæta fólskuverk sem eru nánast óþekkt nú á dögunum en eru mörg dæmi til um í sögunni. Sjálf kristnin snýst ekki um fólskuverk en það gerir íslam. Það er stóri munurinn sem aðeins þeir blindu sjá ekki eða þeir sem ekkert eða lítið vita um málin. Núna varð ég kannski hægri öfgamaður af því að ég leyfði mér að hafa skoðun, sem þú ert ekki sammála?
Ja hérna Frosti minn. Nú vil ég gjarnan bæta ráð mitt svo ég geti fallið unga fólkinu, sem er að erfa landið, í geð. Þú sem ert svo duglegur við að móta afstöðu fólks getur eflaust af glöggskyggni þinni veitt mér ráðleggingar.
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 196
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 416
- Frá upphafi: 195412
Annað
- Innlit í dag: 184
- Innlit sl. viku: 386
- Gestir í dag: 179
- IP-tölur í dag: 177
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Ég vissi ekki annað en þú hafir verið talinn vera Krati á þínum sokkabandsárum. En svo þarf að búa til merkimiða af vinstri elítunni á þá sem ekki er hægt að sækja á með öðrum hætti. Þá er notað hægri öfgamaður, rasisti o.s.frv.
Óneitanlega sérkennileg staða fyrir fólk eins og þig sem er að berjast fyrir almennum mannréttindum og lýðfrelsi allra að vera kenndur við öfgar hvort heldur það á að vera til hægri eða vinstri. Gjörsamlega fráleitt.
Jón Magnússon, 28.5.2016 kl. 11:46
Þú ert frábær í þínum málflutningi sem ég styð að fullu. Reyndu að láta ekki óupplýsta rolluhjörðina fara of mikið í taugarnar á þér.
Það virðist vera einhver sjúkleg afneitun í gangi varðandi islam og fólk grípur til uppnefninga og svívirðinga í rökþroti sínu.
Karl Löve (IP-tala skráð) 28.5.2016 kl. 12:00
Sæll jafnan Valdimar: - sem og aðrir gestir, þínir !
Frosta Logasyni - sem og öðrum ungæðislegum Harmageddonum verðum við víst að virða til vorkunnar: reynsluleysi og lítt grundvallaðar hugmyndafræðilegar skoðanamyndanir, sem byggjast all oft, á hinum raunverulega öfgafullu, s.s. No- Bordwr´s og ámóta klúbbum, Valdimar.
Lævísi og undirferli: eru jú, helztu meginstoðirnar, í óhugannlegum viðhorfum Múhameðskra / og hefir verið, allt frá öndverðu, þessarrar illskeyttu kenningar.
Enn - sem oftar, vil ég ítreka þakkir okkar margra, sem kunnum að meta sívökula og óeigingjarna varðstöðu þína, sem aldrei mun fullþökkuð verða, síðuhafi góður.
Með beztu kveðjum - sem oftar, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2016 kl. 12:01
Sæll Valdimar! Góð áminning til unga mannsins og sýnir óvandaða umfjöllun hans um þig. Ætli það sé liðin tíð að fjölmiðlamenn kanni feril þeirra sem þeir bera þungum sökum,sem ég tel alla öfga hugmyndafræði vera.Að svo mæltu þakka þér fyrir upplýsandi baráttu þína gegn því að við leyfum Islam að þróast hér og festa rætur.
Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2016 kl. 12:16
Jón
þakka þér fyrir þessi orð. Staðreyndin var sú að ég taldi mig vera vinstri Sjálfstæðismann eða hægri Krata öll árin þar til Alþýðuflokkurinn var lagður niður og kratar almennt gengu í björg kommúnisita í Samfylkingunni og hins vegar gékk ég formlega úr Sjálfstæðisflokknum sem ég gékk í að Alþýðuflokknum látnum þegar Sjálfstæðisflokkurinn sveik lit í kvótámálinu og fór gegn sínum eigin prinssippum.
Mér þótti vænt um báða þessa flokka sem lyftu þjóðinni upp úr skítnum á Viðreisnarárunum þegar þar réðu ríkjum sómamennirnar Bjarni Benediktsson og Gylfi Þ Gíslason en við báða þessa menn átti afar góð samskipti á blaðamennskutíma mínum.
Valdimar H Jóhannesson, 28.5.2016 kl. 12:45
Vona þú birtir svar Loga þegar það kemur. Menn eiga ekki að komast upp með að uppnefna fólk án þess að þurfa að gera grein fyrir hvernig þeir komast að sinni niðurstöðu.
Ragnhildur Kolka, 28.5.2016 kl. 12:46
Óskar
eins og áður en gott að eiga Hauk í horni sem þú ert. Gallinn er svo sá að það eru ekki aðeins hinir ungu og reynslulitlu sem eru hættulegir. Reynsluboltarnir sem ættu að vita betur á þingi virðiast nú því miður líklegir til að samþykkja stjörnugalið útlendingafrumvarp sem galopnar fyrir innflutningi þessa liðs. Þarna gæti verið unnið voðaverk sem aldrei verður bætt fyrir.
Valdimar H Jóhannesson, 28.5.2016 kl. 12:49
Helga
éag er alveg sammála þér að allar öfgar eru af hinu slæma. Það eru miklar öfgar þegar öllum sem taka þátt í umræðunni á málefnalegum forsendum eru úthrópaðir fyrir að hafa andstæðar skoðanir við þá sem maðúr kynni sjálfur að hafa. Umræðu vettvangur er til þess fallinn að vera einhvers konar markaðstorg hugmynda þar sem bestu hugmyndirnar síðan verða ofan á. Umræða vereðu að vera sífellt í gangi. Sagan hefur sinn framgang og forsendur breytast .með aukinni vitneskju.
Valdimar H Jóhannesson, 28.5.2016 kl. 12:53
Valdimar. Ég hef aldrei skynjað þig sem öfgamann í neinu heldur mjög fróðan mann varðandi t.d. um Íslam og margt fleira. Viðtöl við þig á Útvarp Sögu segja sína sögu en þar eru heldur engar öfgar. :-)
Valdimar Samúelsson, 28.5.2016 kl. 12:55
Ragnhildur
það mun ekki standa á því. Það er engin illindi í mér gagn Frosta og ég líti á þetta sem fljótfærni hjá honum þar til annað kemur í ljós. Hann og félagi hans Þorkell Máni hafa þó haft um mína persónu afar niðrandi orð áður og kennt við mig ýmsa lágkúru sem ég kannast ekki við í fari mínu. Ég er tilbúinn til að fyrirgefa það ef þessu fer nú að linna af þeirra hendi.
Valdimar H Jóhannesson, 28.5.2016 kl. 13:03
Valdimar nafni
sumu fólki þýkir það bera vott um öfga að segja frá öfgum og ég hef vissulega ekki legið á skoðun minni um hrylling íslam. Þar þykist ég vera að viðra staðreyndir sem öllum ætti að vera kunnar.
Valdimar H Jóhannesson, 28.5.2016 kl. 13:06
Þakka þér fyrir þessa mjög svo fróðlegu samantekt um margt gott og þarflegt sem þú hefur komið að með atorku þinni í gegnum tíðina, Valdimar, og gangi þér allt í haginn. Takk einnig fyrir ræðu þína á fundinum í fyrrakvöld; þú ert, að ég hygg, fremstur manna hér á landi í þekkingu á islam, og það er ekki lítils virði. Þá þakka ég þér einnig þátt þinn í forlaginu Tjáningarfrelsið, sem gefur út metsölubók Hege Storhaug: Þjóðaplágan Íslam.
Jón Valur Jensson, 28.5.2016 kl. 14:58
Jón Valur
þakka þér fyrir þessi orð. Við erum afar samstilltur hópur sem stöndum að útgáfu bókarinnar og ég þykist vita það núna að það verði ekki talið okkur til hjnóðs nema hjá þeim sem ég met hvort sem er ekki mikils. Neikvæðir dómar illa hugsandi fólks eru eiginlega bara hrós!
Valdimar H Jóhannesson, 28.5.2016 kl. 16:55
Í þessum magnaða pistli kemur ýmislegt fram sem ég bara vissi ekkert um og þó þekki ég Valdimar Johannesson. Hann er ekkert að monta sig af afrekum sínum í daglegu tali.
Magnús Þór Hafsteinsson, 28.5.2016 kl. 21:45
Frosti Logason skrifar þetta á FB síðu mína:
Jæja blessaður Valdimar Johannesson
þetta er langur og ítarlegur pistill og kann ég þér bestu þakkir fyrir að gefa þér tíma í að senda mér þessar línur.
Ég er ekki viss um að ég hafi sagt berum orðum að þú, persónulega, værir hægri öfgamaður.
...
En það er óneitanega mína skoðun að sá hópur ykkar sem stóð fyrir annars ágætri heimsókn Hege Storhaug til landsins ber með sér yfirbragð hægri öfgamennsku og er það fyrst og fremst vegna málflutnings ykkar í ræðu og riti.
Það kann að vera sárt að heyra en er nú engu að síður sannleikurinn.
Og þá er rétt að undirstrika að í þessu tilfelli er hægri öfgamennska ekki það sama og hægri öfgamennska. Hér er ekki átt við nýnasimsa, heldur er hér átt við mjög íhaldsamar, þjóðerniskenndar, kristilegar skoðanir sem þið hafið viðrað við öll möguleg tækifæri.
En þetta er auðvitað glæsileg afrekaskrá sem þú tíundar hér að ofan og það verður ekki af þér tekið að þú hefur látið til þín taka fyrir margvísleg góð mál.
Og nú tek ég það fram að ég ber virðingu fyrir ákveðnum eiginleikum í fari ykkar allra. Jón Magnússon, Magnús Þór, Margrét Fridriksdóttir og þú hafið öll margt gott til brunns að bera. En íhaldsama kristna þjóðerniskenndin og barátta gegn fjölmenningu er ekki þar á meðal.
Valdimar H Jóhannesson, 28.5.2016 kl. 22:38
Ég svaraði Frosta svona:
Sæll Frosti Logason
Jú þú hélst því fram bókstaflega að ég væri hægri öfgamaður og endurtekur það svo hérna í yfirlýsingu þinni hér að ofan. Þú segir síðan að hægri öfgamennska sé ekki það sama og hægri öfgamennska en það á víst að verða til þess fallið að draga eitthvað í land en er auðvitað bara eins og hvert annað bull þó að þú segir svo að þetta þýði að við sem stöndum að því að gefa út bók Hege Storhaug og fengum hana til landsins séum ekki nýnasistar !!! Á ég að þakka þér fyrir þetta örlæti?
Það er oft gripið til svona merkimiða í vinstri sinnuðum fjölmiðlum og til þess gert að gera lítið úr þeim sem eru merktir með þessum hætti. Helst er á þér að skilja að við séum mjög íhaldssamir, með sterkar kristilegar skoðanir og séum ákafir þjóððernissinnar og að við viðrum þessar skoðanir við öll tækifæri.
Nú þarf ég að spyrja þig. Þarf alla þessa þætti til svo hægt sé að fullyrða að einhver sé hægri öfgamaður eða er hver þáttur út af fyrir sig nægilegur fyrir einkunnargjöfina? Myndu þjóðskáldin okkar öll vera flokkuð til hægri öfgamanna? Eru allir trúaðir kristnir menn hægri öfgamenn eða er nóg að fara í kirkju svona endrum og eins eða gildir þetta einnig fyrir hindúa, búddatrúarmenn, ásatrúarmenn, múslíma? Gildir þetta fyrir alla íhaldssemi? Og hvernig flokkar þú íhaldsemi? Er það t.d. íhaldssemi að halda fram einstaklingsfrelsi, málfrelsi, tjáningarfrelsi og öðrum almennum mannréttindum? Er mannréttindayfirlýsing SÞ íhaldsstefna? Er trú á frjálst markaðskerfi og samkeppni íhaldsstefna?
Ég tel sjálfan mig frjálslyndan vegna þess að ég trúi á frjálsa samkeppni, markaðskerfi, alþjóðlega verslun, samvinnu sjálfstæðra þjóða en er á móti til dæmis sovét Evrópu (Evrópusambandið) sem margir vinstri menn virðast trúa á. Ég vil halda í þjóðríkin í Evrópu og ber afar hlýjan hug til þeirra flestra. Ég á sjálfur rætur í tveimur löndum, Danmörku og Íslandi. Ég þykist vera heimsborgari, tala 3 tungumál afar vel en get bjargað mér á tveimur í viðbót. Ég hef ferðast um heim allan síðan ég fyrst fór á ferðina í apríl 1946, hef dvalið í fjórum heimsálfum og á tengingar við fólk víða um heim.
Síðast og ekki síst: Telur þú Hege Storhaug hægri öfgamann, þó að hún hafi unnið á Klassekampen sem var nánast kommúnistískt blað, hafi verið ákafur femínisti og hefur barist ákaft fyrir réttindum múslímskra kvenna? Ef hún er hægri öfgamaður þá er ég það líka, því að skoðanir okkar á þeim málum sem hún tekur til umræðu í bók sinni Þjóðaplágan íslam falla nánast alveg saman. Þá stend ég stoltur við að vera kallaður öllum slíkum nöfnum sem þér finnst sæma að nota. Raunar skiptir mig engu hvaða nöfnum þú kallar mig eða hana. Þau skaða ekki mig eða hana. Þau skaða þig.
Valdimar H Jóhannesson, 28.5.2016 kl. 22:42
Flott svar hjá þér. Hverju skildu þeir nú svara?
Er femínistinn og vinstri baráttukonan Hege Storhaug, sem hefur kynnt sér Islam af vandvirkni og mikilli yfirvegun þá líka "hægri õfgamanneskja" ?
Þessi pólitíska rétthugsun er tilræði við tjáningarfrelsið og lýðræðið !
Við þurfum hugað fólk eins og Valdimar Jóhannesson og Hege Storhaug en við þurfum líka að sameinast í einu pólitísku afli sem þorir á móti þessum straumi !
Við þurfum afl eins og Íslensku Þjóðfylkinguna ÍÞ, sem nú stígur óhikað fram á sviðið
Gunnlaugur I., 28.5.2016 kl. 22:59
Já, sjálf hefur Hege Storhaug margtekið það fram á fundinum i Foshóteli og í viðtölum á útvarpsstöðvum, að hún kemur úr hreyfingu vinstri manna og femínista. Hún vanmetur ekki kristindóm, en ég heyrði þó ekki betur á Fosshóteli en að hún hafi sagzt ekki vera kristinnar trúar. Hún er líka ennþá mikill femínisti og trúrri kvenréttindum en margir vinstri mennirnir í Noregi. Hún á ennfremur marga múslimska vini, í Pakistan og Noregi, og á létt með að umgangast múslima, eins og kemur í ljós í ýmsu sem hún rekur af viðskiptum sínum við þá.
Frosti Logason er líklega sá fordómafulli hér á síðunni, a.m.k. gagnvart kristindómi. Hann mætti þó hafa í huga, að margir kristnir menn hafa verið vinstri sinnaðir -- hjálpar það honum, undarlegt nokk, til að kategórísera þá sem "hægri öfgamenn"?
Og hvað er það sem gerir "þjóðerniskenndar" skoðanir nauðsynlega "hægrisinnaðar" eða "öfgahægri" í huga Frosta? Varð Stalín t.d. allt í einu hægri maður við það að ýta undir þjóðernishyggju Rússa eftir innrás nazista í land þeirra? Hann ýtti reyndar svolítið einnig undir orþódoxu kirkjuna þá, á stríðsárunum, vildi virkja hana með sér í vörn landsins, en varð hann þar með hægri maður?
Hvað er að því að vera þjóðernissinnaður, Frosti? Þarftu að ganga með þýzk-nazistíska hugmynd í kollinum til að geta hugsað þá hugsun til enda? Er þér ekki nóg að hugsa til íslenzks veruleika? Og var ungmennafélagshreyfingin (eldri öllum nazisma) ekki alíslenzk og eins konar hliðar- og samstarfs-hugsjón með samvinnuhreyfingunni? (og ekki voru kaupfélögin kapítalismi!). Þetta tvinnaðist t.d. saman hjá Jónasi frá Hriflu, enda varð hann snemma ritstjóri Skinfaxa, málgagns ungmennafélaganna, sem hann ritstýrði 1911-1917. Jónas átti einna stærstan þátt manna í því að stofna tvo stjórnmálaflokka, og var hvorugur þeirra hægri flokkur - ekki stofnaði hann til Sjálfstæðisflokksins og þaðan af síður til íslenzks nazistaflokks, heldur voru þetta Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn (sjá nánar hér: Jónas Jónsson, samantekt um hann eftir mig).
Þú átt bágt að vera svona uppsigað út í kristindóm, Frosti, og vittu, að það er skaðræði vestrænum samfélögum að hafa elt kommúnista og nazista í því að falla frá kristnum viðmiðum varðandi manngildi ófæddra barna. Stór hluti vandræða Svía og fleiri þjóða kemur til af allt of lítilli tímgun þjóðarinnar, og þar eiga siðlausar fósturdeyðingar stóra sök. Afleiðingarnar eru að koma í hausinn á þessum þjóðum núna og á næstu 2-4 áratugum.
Jón Valur Jensson, 28.5.2016 kl. 23:41
Tek undir með Gunnlaugi Ingvarssyni hér:
Við þurfum afl eins og Íslensku þjóðfylkinguna, ÍÞ.
Jón Valur Jensson, 28.5.2016 kl. 23:43
Frosta Logason, borgar sig ekki að eyða svo miklu sem einu orði á. Alger bjálfi í fréttamennsku og lítið annað en gasprari, er kemur að vitrænni umræðu. Algert núll í þeim geira. Ekki halda niðri í þér andanum, Valdimar, ef þú væntir viðbragða frá þessari marglyttu.
Halldór Egill Guðnason, 29.5.2016 kl. 05:37
Sæll Valdimar - Vægast sagt fróðlegt - það færi betur á því að fleiri væru jafn skeleggir og baráttuglaðir og þú - og ekki myndi það spilla fyrir ef fólk kynnti sér málin jafnvel og þú. Bestu kveðjur - Ólafur
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 29.5.2016 kl. 08:15
Halldór Egill
Það er líka gott stoff í Frosta eins og mörgu fólki. Alveg ástæðulaust að afskrifa hann. Hann er ákafur í sínum stóra sannleika og sést ekki fyrir en oft verður góður hestur úr göldum fola. Smá glannaskapur í orðræðunni skaðar ekki sterkan málstað og gefur honum jafnvel tækifæri til þess að koma fram. Opin umræðuvettvangur eru öllum fyrir bestu en auðvitað þarf að slá á staðhæfingar og fullyrðingar sem eru alveg út í hött eins og kalla mig og mína líka öfga hægrimenn. Nú þarf að beina sjónum sínum að RUV sem leyfir sér endalausa slíka orðræðu. RUV er ekki prívat málgagn nokkurra starfsmanna og samherja þeirra.
Valdimar H Jóhannesson, 29.5.2016 kl. 11:10
Þú ættir ekki að eyða miklu púðri í Frosta, hann er sjálfur öfgamaður og uppfullur af pólitískum rétttrúnaði, það skín í gegnum allt sem frá honum kemur, ef hann er ráðþrota á móti aðila sem er ekki með "réttu" skoðanirnar þá notar hann þessa klassísku leið sem pólitíska rétttrúnaðar fólkið notar sem er að úthrópa viðkomandi sem rasista eða fasista og þess háttar og síðan notar hann líka þá heigulsháttar leið sem mikið af fjölmiðla fólki notar þegar það er orðið rökþrota í viðtölum, þá er skellt á viðkomandi í símanum, hann rakkaður niður og síðan er síðasta "rétta" orðinu komið fyrir einhliða í lokin þar sem viðmælandi getur ekki rökrætt á móti, þar sem búið er að loka á hann.
Halldór (IP-tala skráð) 29.5.2016 kl. 11:51
Þakka svarið, Valdimar. Algerlega sammála.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 30.5.2016 kl. 01:12
Já, svo sannarlega er RUV er ekki prívateign nokkurra starfsmanna og samherja þeirra, þótt þeir hagi sér þannig!
Jón Valur Jensson, 1.6.2016 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.