Leita í fréttum mbl.is

Maður " nokkur " gerir athugasemd

Allar rökræður verða úti um holt og hæðir ef einn aðilinn neitar að taka mark á staðreyndum og færa verður jafnvel sönnur fyrir því sem hverjum upplýstum manni ætti að vera innan handar að vita. Þannig er því miður háttað umræðunni um einn stærsta vanda samtímans að margra mati en það eru vaxandi árekstrar hins vestræna menningarheims við þann múslímska. Annar vandinn er svo sá að þeir sem ráðast að okkur fáum sem höfum haft döngun til þess að fjalla um vandamálið opinberlega með rökum og af einhverri þekkingu hika ekki við að reiða hátt til höggs í málefnum sem þeir hafa augljóslega ekki haft fyrir því að kynna sér af neinu viti.

Þannig er t.d. með Björn Matthíasson hér í MBL í sl. viku. Honum finnst við hæfi að fara háðslegum orðum um mína persónu með því að nefna mig Valdimar nokkurn Jóhannesson. Orðið „nokkur“ er augljóslega háðsyrði sem lýsir þó honum frekar en mér. Hann sleppir þó að kalla mig öllum þessum venjulegu skammaryrðum: rasisti, fasisti, hægri öfgamaður, útlendingahatari o.s.frv.

Háttvísiskortur Björns er þó ekki vandamálið hér heldur afbökun hans á innihaldi greinar minnar um vanda sem við stöndum frammi fyrir með vaxandi innflutningi fólks sem hefur mótast af hugmyndafræði íslam. Hann segir mig útmála fólk með múhameðstrú sem varasama glæpamenn. Þetta er ekki rétt. Ég vakti hinsvegar athygli á reynslu nágrannaþjóða á miklu hærri glæpatíðni meðal múslímskra innflytjenda en annarra þjóðfélagshópa og afar lágri atvinnuþátttöku þeirra. Þetta eru staðreyndir sem liggja fyrir. Hvergi segi ég að allir múslímar séu glæpamenn né að enginn múslími hafi atvinnu. Ég vakti líka athygli á miklum þjóðfélagsbreytingum sem hér yrðu ef svo fer sem horfir

Björn reynir að gera þá tortryggilega sem eru andvígir innflutningi múslíma hingað í stórum stíl og vaxandi umsvifum þeirra. Almenningur í Evrópu er honum sennilega lítt að skapi. Samkvæmt mælingu bresku hugveitunnar Chatham House í tíu Evrópulöndum, Belgíu, Frakklandi, Grikklandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Póllandi, Spáni, Bretlandi, Þýskalandi og Austurríki, vilja 73% þeirra sem afstöðu tóku stöðva innflutning frá múslímskum löndum, aðeins 27% voru því mótfallnir. Yfir tíu þúsund manns tóku þátt í könnuninni.

Björn og hans nótar ættu að hugleiða hvernig stendur á þessari vaxandi andúð á fylgjendum Múhameðs um alla Evrópu. Allur almenningur finnur á eigin skinni hvar skórinn kreppir. Hann heyrir og sér endalaus hryllingsverk múslíma jafnvel þó að þau séu falin af gaumgæfni af ráðandi öflum. Almenningur veit betur en margur svokallaði menntamaðurinn sem í hroka sínum telur sig alvitra jafnvel í málum sem hann hefur aldrei kynnt sér vegna þess að hann hefur lesið nokkrar fræðibækur í alls óskyldum efnum og hefur fengið einhvern lærdómsstimpil fyrir margt löngu. Þrátt fyrir 14 alda sögu íslam sem hefur að mestu leyti verið hræðileg eru enn til þeir meðal okkar sem neita alveg að horfast í augu við staðreyndir, neita að kynna sér mannskemmandi hugmyndafræði íslam og alblóðuga sögu sem hefur lagt nær 300 milljónir manna af öðrum trúarbrögðum að velli.

Grein Tryggva Gíslason, fyrrverandi skólameistara MA, í Fréttablaðinu nokkrum dögum áður var ekki alveg jafn slæm en það er þó alvarlegt þegar slíkir menn, sem ættu að vekja traust um að rétt væri a.m.k. farið með staðreyndir, leyfa sér slíkt sullumbull. Tryggvi leggur að jöfnu kristna trú, gyðingdóm og íslam sem sýnir mikið þekkingar- og dómgreindarleysi. Sýnu verra er þó að segja að íslam merki friður. Íslam merki undirgefni dregið af rót arabíska sagnorðsins „istaslama“ sem þýðir að gefa sig á vald, gefast upp fyrir. Þetta eru upplýsingar sem allir geta aflað sér. Alvarlegasta fullyrðing Tryggva er þó þessi:

„Engu að síður standa samtök kristinna manna, gyðinga - að ekki sé talað um samtök múslíma - fyrir ofbeldi og manndrápum víða um heim, þótt alls staðar séu þar minnihlutahópar á ferð.“

Hvaða minnihlutahópar gyðinga eða kristinna manna standa að ofbeldi og manndrápum víða um heim, Tryggvi Gíslason? Þegar þetta er skrifað hefur verið tilkynnt um 30.303 opinberlega skráðar, mannskæðar hryðjuverkaárásir í nafni íslam í heiminum síðan 11. september 2001. Getur þú bent á nokkrar sambærilegar hjá kristnum og gyðingum?

Leitt er að ráðast að nafngreindum mönnum með þessum hætti en nauðsyn ræður því verki. Mikið er í húfi að íslenska þjóðin sé rétt upplýst um þá hættu sem blasir við henni. Björn og Gísli ættu að hrista af sér drungann og kynna sér málin eins og öll þjóðin. Um öll lönd múslíma eru endalausar heitingar um heilagt stríð, jihad, gagnvart Vesturlöndum. Allir múslímar standa ekki þarna að baki en fjöldi þeirra sem vilja láta til skarar stríða er kannski 50-100 milljónir með bakstuðningi um helmings allra múslíma. Framundan er hrikalegt uppgjör nema friðsamir múslimar, sem eru um helmingar þeirra, gætu staðið fyrir heildarendurskoðun íslam. Íslam er allt annað en friðsamt. Það eru ekki bara við „bullurnar“ sem eru uggandi um framtíð hins vestræna heims - heldur einnig meiri hluti íbúa hans. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Samkvæmt mælingu bresku hugveitunnar Chatham House í tíu Evrópulöndum, Belgíu, Frakklandi, Grikklandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Póllandi, Spáni, Bretlandi, Þýskalandi og Austurríki, vilja 73% þeirra sem afstöðu tóku stöðva innflutning frá múslímskum löndum,  "

Á heimasíðunni kemur fram:

"Overall, across all 10 of the European countries an average of 55% agreed that all further migration from mainly Muslim countries should be stopped, 25% neither agreed nor disagreed and 20% disagreed. - See more at: https://www.chathamhouse.org/expert/comment/what-do-europeans-think-about-muslim-immigration#sthash.hHYHN61d.dpuf"

Sjá: https://www.chathamhouse.org/expert/comment/what-do-europeans-think-about-muslim-immigration

"Þegar þetta er skrifað hefur verið tilkynnt um 30.303 opinberlega skráðar, mannskæðar hryðjuverkaárásir í nafni íslam í heiminum síðan 11. september 2001."

Samkvæmt Global terrorism database koma fram 9627 niðurstöður ef slegið er inn leitarorðið "islam" Hvaðan hefur þú þínar tölur?

Sjá:http://www.start.umd.edu/gtd/search/Results.aspx?search=islam&sa.x=0&sa.y=0&sa=Search

Jonas Kr. (IP-tala skráð) 17.2.2017 kl. 15:25

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jónas Kr

Þú ert að reyna að gera tölur mínar tortryggilegar með því að vitna sjálfur í tölur frá Chatan House. Ef þú nú bara skoðaðir þetta með yfirveguðum hætti ættir þú að skilja að ég reikna út tölur frá hugveitunni með því að kanna hvað 55% hlutfall verður hátt hlutfall af þeim sem taka afstöðu, þ.e. hvað er 55% hátt hlutfall af 55% + 20%. Mað barnaskólareikningi fæst þetta: 55% af 75% =55*100/75= 73.3333%. Ég tek það raunar greinilega fram í textanum að þarna sé tekið mið eingöngu af þeim sem afstöðu tóku.  Ég hélt nú satt að segja að ekki þyrfti að kenna neinu fullxöxnum Íslendingi sem hefur farið í gegnum grunnskóla svona einfalda hluti!

Þér finnst tölur um hryðjuverk múslíma ekki standast við einhverja upplýsingaveitu sem þú finnur með leit á vefnum. Ekki mitt vandamál. Ég hef mínar upplýsingar frá netsíðunni Thereligionofpeace  http://www.thereligionofpeace.com/

Maður heyrir stundum spörfugla efast um ágæti þeirrar síðu. Það er þeirra vandamál. Aðstandendur síðunnar gera grein fyrir hverju einasta hryðjuverki sem þeir telja til og eru reiðbúnir til frekari upplýsingagjafar.  Kynnt u þér bara málið.

Þú mættir svo sýna þann manndóm að koma fram undir eigin persónu framvegis. Ella mun ég ekki hirða um að svara þér frekar en öðrum spörfuglum sem tísta í skjóli nafnleyndar.

 

 

Valdimar H Jóhannesson, 17.2.2017 kl. 16:32

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Vel orðað Valdimar.

Spurning hvort hinir bláegðu og GGF

fari nú að átta sig á þessari ömurlegu

staðreynd sem Islam er.

Því fyrr því betra, annars endar Ísland

í sömu vandræðum og hin norðulöndin,

s.n.b. eru að vakna illa við þennan

fjölmenningardraum, sem er að enda í

algjörri martröð.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.2.2017 kl. 19:46

4 identicon

Það er gott að veita að þina þekkingu um islam kemur frá  http://www.thereligionofpeace.com/. Hatur síða

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 17.2.2017 kl. 20:10

5 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sigurður

vonandi vakna stjórnvöld á Íslandi fyrr en um seinan. Íslenskur almenningur er vaknaður að miklu leyti. Ef núverandi stjórnmálaflokkar vakna ekki munu nýir flokkar þurfa að ganga í málið.

Valdimar H Jóhannesson, 17.2.2017 kl. 21:54

6 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Salmann

það kemur ekki á óvart að allir aðilar sem gagnrýna íslam eru taldir til hatursfullra. Þú sendir stundum athugasemdir á bloggið mitt sem ég hef ekki viljað birta vegna þess hve hatursfullar athugasemdir þínar hafa verið.Þessi sleppur af því að þú ert að lýsa skoðun þinni sem þúi hefur leyfi til að hafa þó að ég sé þér ekki sammála. Vonandi nærðu því smám saman að taka þátt í eðlilegum skoðanaskiptum, þ.e. að ræða við þá sem eru þér ósammála.

Valdimar H Jóhannesson, 17.2.2017 kl. 22:01

7 Smámynd: Már Elíson

Vel útskýrt, Valdimar - Taktu til dæmis mann "nokkurn" er Jón Valur kallast. - Síðustu / niðurlagsorð þín í síðasta svari til Salmann eru einnig til "Jóns Vals. - Það má afrita þetta til hans.

Már Elíson, 18.2.2017 kl. 00:36

8 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Már Elíson

ég skipti mér ekki af samskiptum þínum við annað fólk. En ég er þér ekki sammála um Jón Val. Yfirleitt tel ég hann ágætismann.

Valdimar H Jóhannesson, 18.2.2017 kl. 01:05

9 identicon

Ég held að við verðum að fyrirgefa Salmann Tamini það þótt erfitt sé að rökræða við hann.

Hann er alinn upp í umhverfi þar sem markvisst er unnið að því að bæla niður sjálfstæðar skoðanir einstaklingsins.

Sem betur fer hafa þó komið menn frá þessum slóðum sem hafa atgervi og kjark til þess að hrista þetta ok af sér. Ætla ég þar að nefna Ísrael-Arabann, Ahmad Mansour, sem starfar í Þýskalandi og hjálpar múslimskum ungmennum til að fóta sig í lífinu.

Ahmad Mansour hefur í ýmsum viðtölum lýst umhverfinu sem hann ólst upp í.

Hörður þormar (IP-tala skráð) 18.2.2017 kl. 13:01

10 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Hörður Þormar

ég er sammála þér um það að fjöldamargir góðir einstaklingar hafa sett mark sitt á umræðuna komandi frá múslímskum löndum. Mörgum þeirra hefur tekist að skoða hugmyndafræði íslam með gagnrýnum augum og hafa þannig smokrað sér framhjá innrætingunni sem múslímsk börn eru látin sæta oft á tíðum frá fyrstu barnæsku. Salmann sem hefur verið hérna um marga áratugi eða frá unglingsárum hefur ekki tekist að tileinka sér gagnrýninn hugsanahátt á þessa óhafandi hugmyndafræði sem honum var innrætt. Hann trúir á sharíalög og vill innleiða þau,- m.a. að refsing fyrir þjófnað sé að höggva af hendur. Eftir 5-6 áratugi við gott atlæti í íslensku umhverfi virðist hann ekki hafa getað tileinkað sér nýjan hugsanahátt. Þetta sýnir mátt innrætingarinnar í bernsku en sennilega er greindin heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Valdimar H Jóhannesson, 18.2.2017 kl. 14:56

11 identicon

Á YouTube má sjá mörg fróðleg viðtöl við Ísraelsmenn og Araba á förnum vegi sem sýna viðhorf þeirra. Hér er m.a.athyglisvert svar "prófessors í palestínskum fræðum" við spurningunni,hvaðan kemur nafnið Palestina? Palestinians: Where does the name 'Palestine' come from?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.2.2017 kl. 15:12

12 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Músarindlar

sem hafið verið að senda athugasemdir undir tilbúnum nöfnum og með einhvern ómerkilegan skæting í þokkabót. Þið getið alveg sparað ykkur vinnuna. Athugasemdir ykkar verða ekki birtar nema þið komið fram undir nafni. Nenni ekki að slást við vindmyllur.

Þið gætuð grætt á því að koma fram undir nafni. Kollurinn gæti jafnvel skírst við það þannig að það væri einhver haus eða hali á röksemdafærslu ykkar. Það sem kom nú fram síðast frá aðila sem kallar sig Jós.T. er svo skelfilega aumt að það væri mér ánægja að leyfa honum að gera sig að fífli undir nafni.

Valdimar H Jóhannesson, 18.2.2017 kl. 21:26

13 identicon

 Það þar nú ekki annað en líta til Tyrklands til að sjá að islam er fascismi og ekkert annað. Islsam er fyrst og fremst stjórnmál og þegnunum srýrt með trúarbragða þvælu. Sharialögin eru þeirra stjórnarskrá og sem hentar fascistum mjög vel.
Það er leiðinlegt hvað fólk er illa upplýst um  óhugnaðinn.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 20.2.2017 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband