Leita í fréttum mbl.is

Tjáningarfrelsið óvinsælt hjá Samfylkingunni

 

Eftir rúma viku eða nánar tiltekið 11. maí nk kl 20 munu Íslendingum gefast kostur á að hlýða á tvo afar þekkta sérfræðinga um hugmyndafræðina íslam á Grand Hótel.

Annars vegar Kandamanninn Christine Williams, sem ætlar að fjalla um samstarf sitt á vegum stjórnar Kanada við hófsama múslíma meðal annarra til þess að finna leiðir til að nútímavæða íslam. Bók eftir hana undir heitinu „The Challenge of Moderizing Islam“ kemur senn út og verður fyrirlestur hennar á þeim nótum.

Með henni kemur Bandaríkjamaðurinn Robert Spencer ,sem er afar þekktur fyrir skrif sín um íslam. Hann hefur verið Christine Williams innan handar við samningu bókarinnar og skrifar formála bókarinnar, en sextán bækur eftir hann um íslam hafa komið út. Bæði rita þau á vefsíðuna Jihad Watch, sem fjallar mikið um útrás íslam inn í hinn vestræna heim og um núning íslamskrar hugmyndafræði við opin og frjálslynd vestræn lönd. Erindi Roberts Spencer mun fjalla um íslam og framtíð evrópskrar menningar.

Nú þegar þessi viðburður er farinn að spyrjast út eru ótrúlega umsagnir farnar að berast á netinu.Vísir.is, DV.is og Grapevine.is hafa fjallað um hann með slíkum ólíkindum og ósannindum að erfitt er að finna neitt sem gæti staðist samanburð. Robert Spencer er lýst sem neo-nazista, múslímahatara og sakamanni sem hefur gerst margbrotlegur við lög. Ekkert af þessu á við rök að styðjast, heldur er hreinn tilbúningur og verður væntanlega svarað við betra tækifæri, - kannski í réttarsölum.

Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Ómarsson, hvetur til þess að efnt verði til mótmæla við Grand Hótel vegna fundarins og telur sér augljóslega ógnað með tjáningarfrelsinu. Þarf nokkurn að undra að Samfylkingin er endanlega að lognast út þegar ungu vonarstjörnur flokksins eru ekki beisnari en þetta að þola ekki málflutning sem þeir halda að þeir gætu jafnvel verið andsnúnir og byggja kannski ekki á neinu öðru an ósönnum fréttum óvandaðra, fáfróðra og barnalegra miðla eins og vísis.is, dv.is og grapevine.is.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Allt er óvisælt hjá samfylkingunni (stórtS?)

Eyjólfur Jónsson, 3.5.2017 kl. 01:39

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Öll tilvist Samfylkingarinnar hefur frá upphafi byggst á lygi og blekkingum, hræsni og yfirborðsmennsku. Lygin byrjaði með Ólafi Ragnari og Jóni Baldvin á rauða ljósinu sem logaði nefnilega aldrei og var slíkt nú kallað svarta ljósið í gamla daga.

Halldór Jónsson, 3.5.2017 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband