22.10.2019 | 10:58
Hamfaragos yfirvofandi ekki hamfarahlýnun
Ásetningur er eflaust góður hjá langflestum, sem láta að sér kveða í baráttunni gegn ætlaðri hnattrænni hlýnun af mannavöldum. Hann kann samt að varða veginn til glötunar. Ógæfulegt er að hlusta ekki á marga meðal fremstu vísindamanna heimsins sem hafna því alfarið að nokkur loftlagsvá sé í gangi eða í vændum. Meira en 500 slíkir víða um lönd sendu aðalritara SÞ bréf þess efnis 23. september sl. Á sama tíma einblíndu nær allir fjölmiðlar heimsins á 16 ára sænskt stúlkubarn sem fékk enn aftur áheyrn frammi fyrir öllum heiminum til að flytja sefasjúka heimsendaspá, sem enginn fótur er fyrir
Heimspressan flytur ekki ekki fréttir af málflutningi vísindamannanna nema í skötulíki heldur dynur áróður um hamfarahlýnun í síbylju á almenningi eins og endanlegur sannleikur. Sefjunin er komin á slíkt stig, að forsætisráðherra þjóðarinnar hvæsir á varaforseta Bandaríkjanna þegar hann bryddar upp á málum sem hann telur varða sameiginlega hagsmuni, að þeir skiptu engu máli, heldur sé stóri vandinn bráðnum jökla heimsskautsins og gefur til kynna að hans eigin stjórnvöld séu hluti vandans!
Vísindamennirnir vara eindregið við skaðlegum og óraunhæfum ásetningi um CO2 -hlutlasusan heim árið 2050. Þeir neita því að CO2 sé mengunarefni heldur nauðsyn öllu lífi á jörðinni. Ljóstillífun sé blessun og aukið CO2 náttúrunni gagnlegt. Þeir segja veðurfarsmódelin stórgölluð og nálgist ekki að vera nothæf sem stjórntæki. Þeir benda á að Litlu ísöld hafi lokið um miðja 19. öld og því sé tímabil hlýnunar eðlilegt. Hlýnun sé þó hægfarari en hafi verið spáð.
Engar tölulegar upplýsingar styðja að hlýnun jarðar valdi auknum fellibyljum, flóðum og þurrkum hvorki að fjölda né styrkleika en fréttir í þá veru dynja í sífellu á almenningi. Minnkun á losun CO2 er hins vegar jafn skaðleg eins og hún er kostnaðarsöm. Smá dæmi: Vindmyllur drepa fugla og skordýr. Pálmolíuekrur skaða fjölbreytileika regnskógarins. Alþjóðastjórnmálin eiga ekki að hindra að næg, örugg og ódýr orka sé fyrir hendi um heim allan.
Sérstakur kafli er svo hvernig við erum að fara með börnin okkar með því að innræta þau með hræðslu og kvíða fyrir framtíðinni. Þeim er það ekki holt veganesti.
Krampakennd miðstýrð þróun í samgöngumálum með miklum fjárútútlátum við innviðabyggingu og innleiðingu rafmagnsbíla með mismunun miðað við aðra bíla í stað þess að leyfa eðlilega samkeppni um bestu lausnir er ógæfuleg. Enginn neitar því að mengun er til skaða. Rétt væri að skoða nánar mengun af NOX, SOX og sóti frá dísilbílum, mengun vegna framleiðslu og eyðingar rafhlaðna hjá rafbílum og aukna svifryksmengun frá þeim vegna 60% meiri þyngdar en annara sambærilegra bifreiða. Eðlileg samkeppni á jafnræðisgrundvelli um bestu lausnir stýrir best þróun samgangna en ekki alræðiskennd miðstýring.
Eyðilegging fyrri fjárfestinga í framræstu mýrlendi eða dæling koltvísýringi niður í berglög til að binda CO2, er hrein firra og jafnvel til skaða ef þessir 500 vísindamenn hafa lög að mæla á. Hins vegar er ástæða til að fagna aukinni skógrækt þó að hún sé drifin áfram á röngum forsendum loftlagsöfga.
Íslensk stjórnmál ættu að horfa til íslenskra hagsmuna og þeirrar vár, sem er raunveruleg. Ísland er eitt eldfjallavirkasta land heimsins. Rúmlega tvær aldir eru liðnar frá síðasta hamfarargosi, Skaftáreldum, sem lagði fimmta hluta þjóðarinnar í gröfina. Mannskæðast var sprengigos í Öræfajökli á 1362 sem eyddi heilu héraði, fólki, fénaði og bæjum en gosið í Eldgjá árið 934 var mesta gosið frá landnámi. Spurningin er ekki hvort , heldur hvenær og hvar næsta stórgos verður.
Hvernig er Ísland búið undir næsta hamfaragos ? Kannski verður ekkert flug mögulegt í marga mánuði eins og hefði verið í Skaftáreldum. Vonlaust að fá skip vegna þess að aðrar þjóðir væru einnig í vanda vegna hamfaranna. Hvað með matvæli, eldsneyti, lyf, gjöreyddar byggðir, aðhlynninu þúsunda með alvarleg lungnavandamál vegna brennisteinsmengunar, fjölda látinna, hrun í landbúnaði, almennt efnahagshrun sem gerði hrunárin fyrir áratug að gósentíð í samanburðinum? Og kannski engrar hjálpar að vænta að utan því aðrir væru ekki aflögufærir. Eða raunverulegri ísöld um heim allan með 3 kílómetra þykkum jökli yfir öllu landinu? Þetta síðasttalda er næsta víst. Ekki hamfarahlýnun.
Hér er strengur á fréttatilkynningu vegna bréfs 500 menninganna:
https://clintel.nl/wp-content/uploads/2019/09/ED-brochureversieNWA4.pdf
Þetta blogg birtist í Morgunblaðinu 22. október 2019
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Góð grein nafni. Ég held að þetta eigi að vera stóra spurningin þessa daganna. Hvað getur við brauðfætt marga ef alvöru hamfarir yrðu af veruleika. Fólk er orðið svo gegnsósa og trúir engu öðru en að heimurinn muni bræða úr sér að lofthita vitandi að í Yellowstone svæðinu bíður með alvöru Tortímingargos og eins er með Öræfajökull. Nokkrir félagar mínir í bandaríkjum eru raunsæir og hafa því fjárfest í landi í Miðameríku en þeir líta á uppskeruskort í norðvestur ríkjunum í BNA sem stærsta ógnin. Núna er 2 metra snjór í S Dakota eftir slæmt sumar en þetta kalla heimskir Global Warming. Þakka slóðina og vonum að hún síist inn hjá SÞ.
Valdimar Samúelsson, 22.10.2019 kl. 12:01
Valdimar ég sé að engin Íslenskur vísindamaður hefur skrifað undir með þessum 500 alþjóða vísindamönnum. Gæti þetta verið tilviljun eða eru þeir líka í vörn með skoðanir sínar.
Valdimar Samúelsson, 22.10.2019 kl. 12:37
Sæll Valdimar
ætli skýringa á því gæti ekki verið sú að þeir eru vandfundnir íslenskir vísindamenn sem eru fúsir til að hætta hagsmunum sínum með opinberri afstöðu í þessa veru. Það er svo miklu þægilegra að fljóta með straumnum. Allir alþjóðlegir sjóðir sem veita styrki til vísindaranmnsókna eru svo í höndunum á póltískum aðilum sem eru háðir þessum sjónarmiðum, sem hefur grasserað í heiminum eins og hættuleg sótt.
Valdimar H Jóhannesson, 22.10.2019 kl. 13:32
Þarna er á listnum íslendingur, Rögnvaldur Hannesson, en hann er undir Norska fánanum á þessu skjali, líklega vengna þess að hann starfar þar sem prófessor.
Sveinn R. Pálsson, 22.10.2019 kl. 13:41
Já leitt að segja þetta er sannleikurinn og ekki bara í loftlagsmálum heldur líka sem eitt dæmi eru fornleifarannsóknir á Norðurslóðum þá vilja styrkendur ráða hvað á að standa í rannsóknar skýrslum samanber Patriciu Sutherland með Baffins eyjarnar og Hudson svæðið. :-)
Valdimar Samúelsson, 22.10.2019 kl. 14:17
Sveinn
þakka þér fyrir góða ábendingu og gleðilelgt að sjá íslenskt nafn meðal þeirra huguðu úr háskólasamfélaginu sem þora að fara gegn hinni glóbölu sefjun. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort einhverjir hér starfandi í háskólasamfélaginu koma fram undir nafni á næstunni. Þeir munu flykkjast að og þykjast alltaf hafa verið á móti sefjuninni þegar straumarnir fara að falla í þá átt.
Valdimar H Jóhannesson, 22.10.2019 kl. 14:27
Takk fyrir góða pistil. Vonandi að þessi rannsókn á bæði IPCC og fleiri deildum innan S.Þ. verði til að stoppa rangfærslur og oft hreinar falsanir sem frá þeim hefur komið.
Haukur Árnason, 22.10.2019 kl. 18:06
Sæll Valdimar,
Góður púntur hjá þér: "Minnkun á losun CO2 er hins vegar jafn skaðleg eins og hún er kostnaðarsöm." Nú og takk fyrir allar þessar upplýsingar, en rétt eins og Bilderberg Group er og hefur verið á bakvið ESB, þá er Rómarklúbburinn (Club of Rome) á bakvið allan þennan svokallaða loftslagsáróður af mannavöldum fyrir banka- og fjármálaelítuna (Committee of 300). KV. Þorsteinn
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 24.10.2019 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.