5.7.2022 | 13:26
Pestarbæli í alræði illskunnar
Okkur Íslendingum er tamt að hrósa happi vegna góðs heilbrigðiskerfis og telja okkur njóta eins besta heilbrigðiskerfis heims og það í þokkabót án þess að þjónustan setji okkur í stóran efnhagslegan vanda þegar heilsan bilar. Eftir reynslu mína af samskiptum við Læknavaktina, Austurveri, set ég stórt spurningamerki við þessa almennu mynd af heilbrigðiskerfinu. Reynslan af Læknavaktinni á dögunum var slík að mér dettur helst í hug einkunnargjöfin: Pesturbæli í alræðiskerfi illskunnar.
Ég leitaði á náðir þessarar stofnunar með dóttur mína á fertugsaldri. Ég hafði alla ástæðu til að ætla að hún væri fárveik ein heima hjá sér þó að hún hefði ekki háan hita. Við móðir hennar urðum mjög áhyggjufull þegar okkar varð ljóst ástand hennar upp úr hádegi þennan dag. Við leituðum strax þeirra úrræða sem okkur voru færar. Bráðaþjónustan vildi ekki taka við henni, ekki var unnt að fá heimsókn læknis og heilsugæslan í hverfinu hafnaði fleiri heimsóknum þennan daginn en benti á að Læknavaktin tæki við þeim sjúklingum eftir kl 17, sem ekki tækist að komast að hjá ofangreindum aðilum.
Mér var ráðlagt að koma um hálftíma áður en þjónustan hæfist til þess að komast hjá margra klukkutíma bið ef kannski hundrað manns væru komnir á undan í röðina. Slík bið var sannarlega ekki vænlegt fyrir heilsu dóttur minnar þannig að við mættum góðum hálftíma áður en þjónustan hófst. Ég studdi dóttur mína inn í Austurver og að lyftunni upp til Læknavaktarinnar, sem var greinilega merkt. Hvernig sem ég hnoðaðist á takkanum gat ég ekki kallað lyftuna til mín þannig að ég studdi sjúklinginn upp stigaganginn og létti þegar ég kom með hana upp á pallinn. Við vorum fyrst á staðinn. Prýðileg biðstofa blasti við í gegnum glervegg. Þarna myndi biðin verða bærileg.
Hurðin reyndist hins vegar harðlæst og sama hvernig ég ólmaðist á henni fékk ég ekkert nema illskulegt augnráð starfskonu í afgreiðslunni innan við hinar læstu dyr. Ég barði hraustlega í hurðarglerið þannig að buldi vel í, sem varð til þess að þessi kona, greinilega alls óskyld Florence Nightingale, opnaði rifu á hurðinni og sagði að henni hentaði ekki ónæðið af sjúklingum á biðstofunni. Við yrðum bara að bíða þarna á stigapallinu, þar sem dóttir mín hafði lagst út af og hrissist og skalf í hóstaköstum. Alveg tilgangslaust var að höfða til hins betri manns hjá þessum opinbera starfsmanni. Hér verður engin undantekning gerð svaraði heilbrigðisstarfsmaðurinn kuldalega alveg ósnortinn af sjúklingnum sem lá þarna fyrir hunda og manna fótum.
Í hálftíma lá dóttir mín fárveik á hörðum, óhreinum flísunum, meðan þröngur stigagangurinn fylltist af mismunandi veiku fólki, sem hóstaði smitefnunum hvert framan í annað. Ósköp leiðinlegt hefði verið og jafnvel truflandi að fá þennan auma lýð inn í biðstofuna. Hér hafa starfsmenn forgang en ekki þeir, sem vegna veikinda neyðast til að leita þeirrar þjónustu, sem almenningur greiðir fyrir að fullu, bæði með beinum greiðslum og sköttum sínum.
Heilbrigðisþjónustan er ekki ölmusa sem þóttafullir starfsmenn veita, - starfsmenn sem gleyma því að hlutverk þeirra er að þjóna en ekki drottna. Heilbrigðiskerfinu veitir greinilega ekki af því að samkeppni verði aukin innan þess eins og var hér áður fyrr þegar heimilislæknar kepptust við að veita sem bestu þjónustu svo sjúklingar leituðu til þeirra og þeir nutu vinsælda sinna og þjónustulundar.
Til þess að allrar sanngirni sé gætt má geta þess að þegar dóttur mín loks komst í hendur lækninum, konu, fékk hún prýðilega og fagmannlega umönnun. Margir dugandi læknar , eins og þessi kona, finnast eflaust innan heilbrigðiskerfisins. Þeir myndu njóta sín betur í samkeppnisumhverfi, - tossarnir síður. Hin dauða hönd ríkisrekstrar er jafn slæm í heilbrigðisþjónustunni eins og í öðrum þjónustugreinum. Engin einkarekin heilbrigðisstofnunum myndu láta viðskiptavininn leggja í skítnum utandyra enda yrði hún fljótlegsa jafn illa farin og skjólstæðingarnir. Þar að auki myndi aukin samkeppni leiða til sparnaðar og meiri framfara í þessu sem öðru.
Þessi færsla birtist í Mbl 5.7.22
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Þekki marga með svipaðar sögur og meira að segja hefur fólk
látist á biðstofum vegna áhugaleysis starfsfólks.
Sorglega sannur pistill og góður.
Sigurður Kristján Hjaltested, 5.7.2022 kl. 15:31
1/4 af starfsliðinu eru millistjórnendur...
Ásgrímur Hartmannsson, 6.7.2022 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.