Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Er ekki í lagi?

Örn Ólalfsson, bókmenntafræðingur í Kaupmannahöfn fann hjá sér þörf til að mótmæla grein, sem ég skrifaði um hættuna vegna innrásar íslam í íslenskt samfélag í Mbl 13. júlí sl. Þó að Erni sé frjálst að hafa hvaða skoðun sem er finnst mér eðlilegt að gera þá kröfu til lærdómsmannsins að lesa grein mína gaumgæfilega áður en  henni er mótmælt. Ég tel grein hans fulla af órökstuddum fullyrðingum og röngum staðhæfingum byggðum á hæpnum og einhliða heimildum.

Hann tekur í fyrstu undir með mér að íslam sem stjórnmálahreyfing sé öfgafullri en nasismi Hitlers og segir pólitískt íslam vera hægri megin við nasismann. Hann gengur út frá að nazismi hafi verið hægri stefna þegar hún var sannarlega vinstri stefna eins og fasismi og kommúnismi eru enda nafnið dregið af heiti á flokki Hitlers, Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei. Sambærilegi flokkurinn á Ítalíu, fasistasflokkurinn undir stjórn Mussolíni, átti samleið með nasistum og kommúnistum. Mussolíni var penavinur Leníns og aðdáandi. Stalín neitaði í fyrstu að trúa því að Hitler hefði ráðist á Sovétið og greip ekki til andspyrnu fyrr en eftir viku. "Þeir sem voru skoðanabræður og samherjar!"

Allir þessir flokkar eins og íslam aðhyllast miðstýrða ríkisforsjá með afar
takmörkuðuðu frelsi einstaklingsins. Þar gengur íslam lengst og krefst algjörar kúgunar undir vilja Allah og handhafa hans sem er spámaðurinn Múhammeð eða eftirmaður hans, kalífinn, sem enginn hefur verið frá falli Ottoman veldisins. Átökin núna í múslímska heiminum ganga ekki síst út á að endurreisa kalífatið, allsherjarríki íslam og hver verði eftirmaður Múhammeðs.

Örn segir mig ranglega leggja alla múslíma að jöfnu. Þvert á móti segi ég 80% múslíma vera ekkert verri eða betri en 80 % nasista voru á tímum Hitlers sem voru langflestir sómakærir Þjóðverjar. Þeir höfðu ekki burði til að andmæla ómennskunni enda þá að hætta lífi og limum eins og margir múslímar eru þó að gera og verðskulda áheyrn okkar og stuðning.  Í greininni
hvet ég til þess að múslímum sé hjálpað úr hinu skelfilega helsi sem íslam er
og þeir líða fyrir eins og allir mega sjá sem fylgjast með öðru en blindum
vinstri fréttaveitum sem finna skyldleika íslam við vinstri stefnu og telja sér
skylt að leyna sannleikanum og hampa lyginni. Dómgreindarleysi vinstri
menntamanna er afar furðulegt. Hryllingur íslam blasir við öllum sem vilja vita betur eins og hryllingur kommúnismans átti að blasa við öllum en svokallaðir (vinstri)menntamenn neituðu að sjá.

Ætli Örn hafi verið einn þeirra sem að jafnaði svaraði því svo þegar kommúnismanum var hallmælt að kannski væru þeir nú ekki  enn orðnir algóðir í Sovétinu en ekki væru þeir nú betri í Ameríkunni? Staðreyndum um hrylling kommúnismans var jafnan vísað út í mýri. Eins er núna. Fréttir berast núna daglega af ca 10 mannskæðum hermdarverkum í nafni íslam, en 310 mannskæð hermdarverk múslíma voru skráð í Ramadan mánuði ( þar af 28 sjálfsmorðssprengjuárásir) með um 1651 látnum og 3048 limlestum en á sama tíma var ekki eitt einasta fólskuverk gert í heiminum í nafni neinnar annarar trúar. Þó að þessar staðreyndir liggi fyrir leyfir Örn sér að leggja ofstækisfulla bókstafsatrúarmenn í íslam að jöfnu við slíka menn  í kristni eða meðal gyðinga. Hvað á svona dómadagsbull að þýða? Getur Örn komið
með yfirleitt nokkur slík hermdarverk kristinna eða gyðinga í nútímanum í nafni trúar sinnar, segjum frá 11.september 2001 hvað þá að þau yrðu 21.405 eins og skráð mannskæð hermdarverk í nafni íslam eru þessi tæplega 12 ár og ættu þó kristnir menn að hafa vinninginn vegna meiri fjölda þeirra?

Sýn Arnar á "gullöld íslam" er alröng eins og hjá flestum sem hafa trúað slökum bókum, en því miður almennt viðurkenndum í háskólasamfélaginu, um þetta efni. Bókmenntafræðingurinn hefði átt að vera búinn að átta sig á að sannleikann er ekki að finna í öllum bókum. Öllu skiptir að lesa andstæðar skoðanir en þær eru margar eftir merka fræðimenn um þessa ímynduðu gullöld en þar kveður heldur betur við annan tón. Íslam slökkti fljótlega þá blómlegu menningu sem ríkti fyrir daga íslam víða í Mið-Austurlöndum, Persíu og á Indlandsskaganum. Þar sem hámenning heimsins ríkti
áður er nú glundroði og eymd en það sem er verra er að afrek þessara þjóða
fyrir daga íslam er eignuð þessari frumstæðu lágmenningu. Þetta er eins og, að ef nasistar hefur sigrað, hefðu þeir stært sig af menningu Evrópu, sem hefði lifað eitthvað áfram en smám saman kafnað.

Fullyrðingar Arnar um að trúfrelsi hafi ríkt í íslömskum löndum og ríki enn eru fráleitar. Kóraninn býður að kuffar ( "ekki múslimum" á arabískum og er lýsing á lægsta formi mannlegrar tilveru) bjóðist þrennt þegar íslam hefur náð völdum:

1.   
Gerast múslímar

2.     
Láta lífið  

3.     
Fá stöðu dhimmis fyrir "menn bókarinnar" en svo eru kristnir menn og gyðingar kallaðir.

Dhimmi er 3. flokks borgari sem greiðir afar íþyngjandi skatt , jizya og er algjörlega háður duttlungum múslíma í umhverfinu og getur misst allan rétt jafnvel vegna smáyfirsjóna einhvers dhimmis í samfélaginu og gat á gullöld íslam misst hausinn bótalaust og án refsingar fyrir múslímskan drápsmanninn. Fyrstu dhimmiar í gyðingaþorpinu Khaybar fengu að halda lífi árið 628 gegn því að þeir greiddu helming tekna sinna í jizya. Var það furða þó menn kysu að ganga íslam á hönd?

Hvaða fréttir hefur Örn um trúfrelsi í múslímskum heimi nútímans? Og hvaða
lýðræðisást stýrir Egyptum þessa daganna þegar kannanir sýna að 75% þeirra vilja Sharíalög sem eru algjörlega andsnúin lýðræði? Lýðræði í skilningi
vesturlanda er óhugsandi í Egyptalandi. Þar er aðeins grundvöllur, fyrir
harðstjórn, herstjórn eða guðræði og þar til lausn fæst á hver af þessum stjórnarformum verður ofan á mun ríkja þar áfram glundroði og blóðsúthellingar.Ég segi bara eins og Spaugstofupersóna: Er ekki í lagi?


P.S. þessi grein var skrifuð í síðustu viku og send Mbl til birtingar. Vegna tafa á birtingu hennar hefur hún verið dregin til baka. Umfjöllun um mál líðandi stundar þola ekki alltaf bið.


 



 



 


Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband