Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Er Mannréttindaskrifstofa Íslands andvíg mannréttindum?

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur verið í auglýsingarherferð til þess að fá almenning til að fagna fjölbreytileikanum. Ein auglýsingin hvetur til að hvers kyns trúfrelsi sé virt og "vera ekkert að efast um vinnumóralinn“ þó „ að fólk geti bara lagst niður í tíma og ótíma og farið að biðja...“  eins og það er orðað.

 

Hvaða nauður rekur MÍ til að eyða almannafé í yfirlætislegar auglýsingar með ég-er-betri-en-þú-viðmóti? Er ástæða til þess að fagna fjölbreytileikanum vegna aukinna umsvifa íslam? Auglýsingin á augljóslega við einmitt það. Ekkert annað þekkt hugmynda- eða trúarkerfi ástundar tilbeiðslu með því að leggjast niður í tíma og ótíma og taka umhverfi sitt í gíslingu.

 

Ein af helstu grunnstoðum MÍ er Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna árið 1948 sem Ísland á aðild að eins og vel flest lönd innan SÞ. Undanskilin eru 56 ríki innan  OIC, Samvinnustofnunar íslamskra ríkja. Þau hafa neitað að skrifa undir mannréttindayfirlýsinguna en undirrituðu í þess stað árið 1990 „Kaíróyfirlýsinguna um mannréttindi innan íslam“.

 

Með þessu undirstrikuðu múslímsku ríkin óánægju sína með Mannréttindayfirlýsingu SÞ og að þau gætu ekki átt aðild að henni. Þau mótmæla inngangsorðum hennar sem segir m.a.: “.. viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum,..”

Og þeir mótmæltu fyrstu grein: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.“

Báðar ofangreindar staðhæfingar eru í algjörri mótsögn við grundvallarreglur íslam, sem fellst ekki á, að almennt séu menn bornir til virðingar hvað þá að mannkyni öllu sé ætlað að njóta  óafsalanlegra réttinda. Þeir sem ekki eru múslímar hafa ekki slík réttindi hvað þá að þau geti verið undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum!

Í íslam er Allah grundvöllur allra mannréttinda. Þau eru öll háð skilyrðislausri hlýðni  á lögum Allah eins og þau koma fram í sharíalögum, Kóraninum og hadíðum. Þessi skilningur fór ekkert framhjá leiðtogum múslíma hjá SÞ 1948 en þá gátu þeir ekki látið til sín taka. Þeir töldu Mannréttindasáttmála SÞ byggja á kristnum og gyðinglegum gildum sem múslimar myndu aldrei fallast á.

Fræðimenn íslam segja yfirlýsingarnar alls ólíkar en þeir segja frið aðeins getað ríkt meðal múslíma en ekki við þá, sem ekki eru múslímar. „Hinir trúlausu“ geta aðeins öðlast frið í samskiptum við múslíma með því að taka íslamstrú eða með uppgjöf og hlýðni (fá stöðu dhimma, 3. flokks borgararéttindi í samfélagi undir stjórn múslíma).

Múslímar sem streða á vegum Allah við að koma heiminum undir íslam eru að sinna helgri, trúarlegri skyldu (Jihad). Þar af leiðandi eru það ekki þeir, sem eru árásaraðilarnir heldur hinir  trúlausu sem hindra þá í jihad. Sá sem vill halda í sið sinn eða trú er sekur um glæp með því að meðtaka ekki hina sönnu trú, íslam, og er réttlaus.

Þarft er að rifja upp fáein atriði í sharíalögum sem Kaíróyfirlýsingin byggir á: Konur hafa ekki sömu réttindi eins og karlar. Múslímar hafa meiri réttindi en aðrir. Dauðasök er að ganga af trúnni. Vitnisburður manns sem ekki er múslími er ógildur fyrir sharíadómsstóli. Höggva skal hendur af þjófum, grýta ótrúar konur og aflífa samkynhneigða. Kona, sem er nauðgað, er sek nema hún geti leitt fram fjóra múslímska menn, sem vitna um verknaðinn. Öll lög verða að byggja á kóraninum, hadíðum og sirah (opinberri ævisögu Múhammed). Allar efasemdir um íslam er dauðasök. Múhammed er hin fullkomna fyrirmynd sem öllum múslímum ber að fylgja. Saga hans er vægast sagt ófögur.

Auglýsing MÍ býður tvo kosti. Annað hvort vill MÍ vinna gegn Mannréttindasáttmála SÞ með því að stuðla að framgangi íslam hér á landi eða hitt sem er miklu líklegra, að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera og vita nær ekkert un íslam. Einu má gilda hvor skýringin á við. Afleiðingin er sú sama og boðið upp á vandamál til framtíðar á kostnað þess almennings sem mun líða fyrir delluverkið.

  


Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband