Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Þetta sem helst nú varast vann varð þó að koma yfir hann

Fundur Siðmenntar sl laugardag á Hótel Sögu, sem hafði að markmiði að hvetja til málefnalegrar og gagnrýnnar umræðu um íslam á Íslandi mistókst herfilega. Vitleg umræða um efni málþingsins fór ekki fram og því fékkst ekki svar við spurningunni og auglýstu viðfangsefni fundarins: “Þurfum við að óttast íslam?”

Niðurstaða fundarins var: Nei við þurfum ekki að óttast íslam.- Sú niðurstða fékkst með þvi að bjóða aðeins þeim að taka til máls, sem hafa slíka skoðun. Þegar fulltrúi Siðmenntar var spurður á fundinum af hverju engum yfirlýstum andsæðingi íslam hafi verið boðið að vera einn ræðumanna var svarið að Siðmennt hefði ekki áhuga á slíkum sjónarmiðum. Andstæðingar íslam væru ekki viðræðuhæfir!!!

Með þessu svari dæmdi fulltrúi Siðmenntar samtök sín úr leik sem verðugan þátttakenda í samfélagsumræðunni. Siðmennt er ekki vettvangur fyrir vitrænar umræður heldur aðeins vettvangur fyrir trúboð ákveðinna viðhorfa. Siðmennt hefur valið sér að vera boðberi relatívisma þar sem öll trúarbröðg eru lögð að jöfnu og að öll mennings skuli aðeins dæmd á eigin forsendum en ekki almennum siðferðilegum viðmiðum. Öll trúarbrögð eru jafn forkastanleg að mati Siðmenntar,- jafnt þau sem boða ofbeldi og kúgun sem þau sem boða kærleika og jöfnuð.

Hafi tilgangur Siðmenntar hins vegar verið sá að greiða fyrir jihad á Íslandi, þ.e. fyrir innrás íslam með allri sinni ómennsku, er sennilegt að tekist hafi að herða sannfærða í trúnni. Valið á ræðumönnum gaf mér ekki miklar vísbendingar fyrirfram þar sem ég þekkti þá ekki nema Ibrahim Sverri Agnarsson, formann Félags múslíma en taldi víst að einhver þeirra hefði burði til viðtrænnar umræðu um málefnið frá þeirri hlið sem Sverrir býr ekki að. Það var ekki ætlun Siðmenntar að leita svara úr þeirra átt. Þess vegna varð þetta “halleluja-fundur” af þeirri gerð sem Siðmennt telur sig vera í baráttu gegn. Fundargestir voru flestir “hallelujah-fólk” andstætt hugmyndum þeirra um sjálfa sig. Slíkt heyrðist á undirtektum og klappi. Fundurinn skilaði til mín aðeins þeirri niðurstöðu, að Siðmennt hefur ekki burði til að standa fyrir málþingum af þessu tagi. Valið á ræðumönnum og framganga fulltrúa Siðmenntar leiddi þetta í ljós.

Dapurlegt var að horfa upp á málflutnings Ibrahim Sverris varðandi framvarðarsveit hreins íslam, ISIS, nú um stundir. Hann lýsti því að vísu yfir að ISIS-menn væru glæpasamtök en hroðaleg hryðjuverk þeirra væru mjög orðum aukin og eiginlega ekkert til að gera mikið veður út af og myndir af hryllingsverkum þeirra bara photosjoppaður tilbúningur!. Hann lýsti sig andvígan aðferðum þeirra við aftökur með því að skera fórnarlömb sín á háls en ekki var á honum að heyra að hann hefði athugasemdir við aftökur þeirra almennt. Ennþá dapurlegra er þó sú staðreynd að fundargestir létu sér vel líka þessi málflutningur að grimmilegustu hryðjuverkum sem heimurinn hefur séð um áratugaskeið og kannski síðan á dögum framrásar mongóla undir stjórn Genghis Kahn er einfaldlega sópað undir teppið. Fullyrðingar Sverris á öðrum vettvangi að ISIS njóti ekki stuðnings múslíma almennt eru einfaldlega rangar. Viðhorfskannanir PEW leiða í ljós óhuggulega mikinn stuðning og gerir því miður að engu þær hugmyndir að yfirleitt séu múslímar hófsamir í þeirri vitfirrtu hugmyndafræði sem íslam er.

Þá var alveg eiginlega bráðfyndið að heyra hann lýsa því að ekki væri hægt að fjalla um fjöldamörg ofbeldisfull fyrirmæli í kóraninum vegna þess að allur kóraninn yrði að skoðast í heild og í samhengi við allt heila regluverk íslam en það er svo svakalega stórt að enginn væri fær að tjá sig um það nema með ströngu námi í tuttugu ár! Hann sjálfur hafi hins vegar náð þessu á örskotstundu árið 1972 þegar hann fór beint úr eiturlyfjavímu á fljúgandi teppi sem síðan hafi borið hann um tilveruna. Sem sagt Ibrahim Sverrir er ekki fús til þess að ræða kóraninn við þá sem ekki eru á fljúgandi teppi eða hafa stúderað delluverkið í tuttugu ár. Ég sjálfur hef verið að lesa mig til um þetta í hálfan annan áratug en verð ekki viðræðuhæfur fyrr en eftir all mörg ár ef ég herði mig í náminu nema ég sé fær um að koma mér á fljúgandi teppi í eiturlyfjavímu! Ætli Siðmennt sé ekki sammála þessu?

Ég nenni ekki að fjalla um framsögu Guðrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, doktorsnema í mannfræði, nema til þess að upplýsa að málflutningur hennar var full af delluklissjum sem leiðir hugann að andlegri fátækt Háskóla Íslands þar sem hún mun vera í doktorsnámi. Fræðimaður sem einblínir á Edward Said um Mið-Austurlandsfræði er ekki á traustum ís enda bar málflutningurinn þess merki.

Að lokum þetta: Það er stórundarlegt þó að ekki sé meira sagt að Siðmennt skuli vilja halla sér að sennilega hroðalegustu trúarbrögðum heims sem nú eru stunduð. Engin önnur trúarbrögð mér kunnug komast í hálfkvisti við þau í hryllingi, fáránleika og afskræmingu í mannlegum samskiptum. Þá berst Siðmennt fyrir auknum aðskilnaði ríkis og kirkju eins og kristin trú raunar boðar sjálf t.d. “Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.” (Markús 12,17). Íslam er hinsvegar regluverk fyrir múslíma veraldlegt og trúarlegt án allrar aðgreiningar. Er ekki allt í lagi að visa í Passíusálm þó að verið sé að fjalla um “siðmenntinga”? : “ Þetta sem helst nú varast vann varð þó að koma yfir hann.”

 

 

 


Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband