Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Umburðarlyndisliðið

 

Vert er að vekja athygli á málflutningi all margra vinstri manna og jafnvel þeirra sem þykjast vera á miðju stjórnmálanna þegar umræður um íslam  eru annars vegar eða þegar skoðanir eru viðraðar um úthlutun Reykjavíkur á ókeypis lóð undir mosku í Sogamýrinni við bæjardyr Reykjavíkur. Öll gagnrýni á íslam er afgreidd sem fordómar, þ.e. skoðanir sem byggjast ekki á staðreyndum og þekkingu á málefninu  heldur grundvallist oftast á illvilja eða öðrum lágum hvötum eða í besta falli á botnlausri fáfræði og heimsku.

Þetta fólk sem ég vil kalla umbuðarlyndisliðið telur sig standa á hærri hól almenns siðgæðis en við hin, sem leyfum okkur þá ósvinnu að gagnrýna. Við séum í djúpum dal lágkúrulegra hvata og eiginlega óalandi innan um siðmenntað fólk. „Við erum betri en þú“ viðmótið er ævinlega á næsta leiti , sjálfsupphafning og sjálfsdýrkun, narcissismi.

Sumir í þessu liði, sem komast svo langt að færa einhver rök fyrir yfirburðar siðmenntun sinni  viðurkenna svolkallaðan pólitískan rétttrúnað meðal sinna liðsmanna. Að það geti hent hugsjónafólk vegna ríkrar réttlætiskenndar að missa sig í pólitískan rétttrúnað og vilja því ekki fordæma heiðursmorð, grýtingar, barnabrúðkaup, umskurn stúlkubarna, skort á á tjáningarfrelsi, eða hryðjuverk en um leið er því slegið föstu að þessi vandamál séu ekki einkenni múslímskra landa heldur  mannréttindabrot sem tíðkast í þriðja heiminum. Sem sagt:  „Við þetta flotta hugsjónafólk skulum hætta pólitískum rétttrúnaði heldur bara alls ekki viðurkenna þetta sem vanda múslímskra landa. Öllum tölfræðilegum upplýsingum skulum við neita enda eru þær allar fengnar á alþjóðlegum síðum nasista og ný-nasista.“

 

 

Annað sem einkennir okkur gagnrýnendur að mati umburðarlyndisliðsins er rasismi: Þegar bent er réttilega á það að íslam ekkert frekar en tvö önnur og náskyld alræðiskerfi, þ.e. nasismi og kommúnismi, er kynþáttur er búið að finna upp nýtt hugtak, ný-rasisti, en það eru þeir sem eru haldnir fordómum á grundvelli trúar eða menningar. Allir sem gagnrýna íslam eru því ýmist nasistar, ný-nasistar, rasistar eða ný-rasistar og eru því á lægsta þrepi mannkynsins og allar hugsjónir víðsfjarri. Hugsjónirnar fyrirfinnast hjá umburðarlyndisliðinu.

 Ein úr þessu liði sem segist vera norn  segir rasismia okkar felast í því að álíta suma hópa samfélagsins réttborna til meiri þæginda, frelsis og fyrirgreiðslu en aðra. Að setja þægindi „okkar fólks“ ofar mannréttindum „hinna“. Sem sagt hún skilur jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar en við lubbarnir höfum þessa reglu að engu! Við erum ekki aðeins betri en þið, heldur miklu betri, segir nornin

 

Hún segir: “ Pólitískur rétttrúnaður er vissulega sterkur meðal hugsjónafólks. Hann felur í sér afneitun á vandamálum, mikla og hatramma tortryggni gagnvart hverjum þeim sem verður vís að fordómum og gerir það að verkum að það er varla hægt að ræða þau vandamál sem koma upp í samfélagi, til dæmis þegar árekstrar verða milli fólks með ólíkan menningarbargrunn. En pólitískur rétttrúnaður er ekki það að vera ósammála Jóni Magnússyni og öðrum þjóðernissinnum.”

 

Þegar hugsjónafólk lendir í viðræðum við okkur, dreggjar mannlífsins, er því besta ráðið að taka fram merkimiðanna, rasisti,nasisti, illmenni, fáránlingur, óupplýstur, þjóðernissinni. Ef svona dóni eins og t.d. ég upplýsi svo um staðreyndir og mikinn lestur um efnið þá er það allt ómarktækt vegna illra hvata, rangrar söfnunar heimilda frá öðrum rasistum, fasistum eða jafnvel það sem er verst, - frá gyðingum.

Ekkert fólk í heiminum hatar þetta „umburðarlynda“ lið eins og gyðinga. Taumlaust hatur á Ísrael er marktækt einkenni á þessu hatri. Vegna þess að erfitt er að neita helförinni miklu fyrir sjö áratugum þá getur þetta fólk ekki lýst yfir hatri á gyðingum en fær útrás fyrir lágkúruna með hatri á Ísrael og samstöðu með Palestínu mönnum þrátt fyrir yfirlýsta stefnu þeirra síðastnefndu að fyrirkoma Ísraelsríki og að í stofnskrá Hamas (Hamas Charter) sem ræður ríkjum á Gaza segi berum orðum að útrýma beri öllum gyðingum, - ekki aðeins í Israel heldur í öllum heiminum. Undir þetta taka bæði shia og súnní múslímar í stórum stíl og engin fordæming hjá umbuðarlyndisliðinu á slíku. Rasismi þessa liðs er nefnilega með þeim hætti að það gerir ekki ráð fyrir því að unnt sé að gera kröfur til múslíma um almenn siðmenningu. Þeir hafi ekki burði til þess að standa undir venjulegum kröfum til siðmenntaðra manna.

Öllum upplýsingum um hryllingsverk í nafni íslam í 14 aldir sem og í dag er svarað með útúrsnúningum. Þar hafa vinstri menn mikla reynslu vegna afneitunar á illum verkum í nafni kommúnisman og nasismans meðan vinstri menn viðurkenndu almennt ennþá að nasismi væri vinstri stefna eins og hann er. Þar geta þeir  einnig lært af múslímum sem hafa 14 alda æfingu í afbökun staðreynda, ósannindum og útúrsnúningi. Íslam hefur yfir að ráða þrjú hugtök um múslímskar lygar sem á að beita gegn kafir (fleirtala kuffar) sem er lægsta form náttúrunnar. Kuffar erum við sem afneitum Allah og Múhammeð og eigum það eitt skilið að deyja ef við höfnum íslam eða neitum af borga sérstakan skatt( jiziyya)  og taka stöða dhimma, sem kristnir menn og gyðingar hafa, þ.e. þeir sem fallast á að hafa 2. flokks borgarréttindi og borga verndarskatt með sérstakri auðmýkingu og missa öll réttindi um leið og einhverjum í samfélagi okkar verður á í messunni.

Þessi lygahugtök eru:

Taqiyya:  múslímskrar lygar og blekkingar í þágu trúarinnar.

Kitman:  Blekkja með því að segja aðeins hluta sannleikans .

Tawriya:  Kreatívar lygar, láta hlustanda halda að umræðuefnið sé annað en það er. T.d. „ Ég á ekki krónu með gati“ en vera samt með veskið fullt af seðlum en enga krónumynt með gati í.

 

 


Lektor á villigötum

 

Eitt helsta einkennið á umræðu á Íslandi er hvað hún er oft glórulaus og að á henni finnst oft enginn haus né hali.  Nú er upphlaup vegna yfirlýsingar oddvita Framsóknar í í Reykjavík um að endurskoða beri  úthlutun borgarinnar á  lóð undir mosku í Sogamýrinni. Lektor í stjórnmálafræði kemur fram í Sjónvarpi og blandar í umræðuna mældan ótta tiltekins fjölda Íslendinga við mikinn fjölda innflytjenda. Hún forðast að nota orðið xenofóbía, útlendingahatur, en lætur að því liggja að það liggi að baki þessari yfirlýsingu meðan minni spámenn hrópa útlendingahatur, útlendingahatur.

 Ef lektorinn, sem  ætti að hafa stöðu til þess að ræða málin af þekkingu, fellur í þessa gryfju er ekki að undra þó að fávís lýðurinn vaði delluna upp fyrir axlir. Lektorinn gerir sem sagt ráð fyrir að íslam sé „útlendingur“ og að andstaða við að byggja mosku sé vegna þess að heimóttalegir Íslendingar í sauðalitum séu hræddir við útlendinga.

Staðreyndin er sú að þekking íslenska háskólasamfélagsins á íslam, sem er raunar hugmyndafræði en ekki kynþáttur, er afar takmörkuð svo ekki sé meira sagt og kannski það sem verra er: Hún er bókstaflega röng og því hættulegt fyrir þekkinguna í landinu hvert sinn sem álitsgjafar háskólasamfélagsins kjósa að tjá sig um málefnið. Unga, fallega konan, lektorinn sem kemur fram í nafni fræðanna er vorkun. Vankunnandi en hrokafullt háskólasamfélag ól hana upp og þar er enginn til að leiðrétta hana. Menn eins og ég, sem erum þó að reyna, erum afgreiddir sem ofstækismenn og þar með ómarktækir.

Þess vegna er erfitt fyrir almenning að átta sig á eðli þessa hættulega alræðiskerfins, sem er sambærilegt við kommúnisma og nasisma og hefur reynst mannkyni miklu skeinuhættara en alræðisstefnur 20. aldar.

Ég er ekki kjósandi í Reykjavík og get því ekki stutt Sveinbjörgu Birnu en lýsi yfir ánægju minni með að hún skuli hafa kjark og vit til þess að taka þetta mál á dagskrá. Hún hefur búið í Saudi-Arabíu og hún veit eins og allir sem þar hafa verið hvers konar hryllingur íslam er og hvað er í húfi til þess að halda þessari manneskjufjandsamlegu helstefnu frá landinu. Við sjáum vítin til að varast á hverjum einasta degi  í fréttum þó að frásagnir af hryllingsverkum í nafni íslam sé orðin slík síbylja að eyrun eru að lokast og aðeins örfáar fréttir af voðaverkum komist fyrir eyru almennings.

Ef einhverjir lesendur lesendur vilja fræðast um afstöðu mína til íslam bendi ég á eldri bloggfæræslur mínar  og í þessu sambandi færslu 4. ágúst 2012 : „Er andúð á nasisma útlendingahatur“

http://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/1251864/

 


Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband