Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Hvað er moska?

Margir líkja moskum við tilbeiðsluhús kristinna manna, gyðinga, hindúa eða búddista án þess að skilja, að moska þjónar ekki aðeins tilbeiðsluþörf múslíma heldur er hún stjórnstöð fyrir allt veraldlegt og andlegt líf múslíma. Íslam gerir ekki greinarmun á veraldlegum og trúarlegum þáttum lífsins. Samkvæmt íslam er lífið sjálft aðeins hluti trúarlífsins en önnur trúarbrögð líta svo á að trúin sé hluti lífsins. Frelsi einstaklings er víðsfjarri eðli íslams. Reglur íslams ráða yfir öllu lífi og hegðun manna. Skyldan til undirgefni við Allah er skilyrðislaus.

Moskan er skóli, dómstóll, æfingastöð, samkomuhús en ekki eingöngu tilbeiðslustaður.Allar moskur heimsins eru að fyrirmynd fyrstu moskunnar, mosku Múhameðs í Medína. Þar kvað Múhameð upp dóma, hverja skyldi lífláta, hvernig haga skyldi árásum og stríði. Moskan var geymslustaður vopna, æfingastöð fyrir stríðsmenn Múhameðs og bardagasveitirnir voru sendar þaðan til að ræna, rupla, drepa og hneppa í þrældóm, kúga heiminn undir Allah og Múhameð, - undir yfirráð íslams.

Allar moskur gegna sama hlutverki sem moska Múhameðs í Medína. Verkefni moskunnar er oft hulið almennum múslímum. Alkunna er þó að ýmislegt fer fram innan moskanna sem brýtur gróflega gegn þeim samfélögum sem hafa leyft starfsemi þeirra. Vopn hafa iðulega fundist í moskum. Þar eru lögð á ráðin til að kúga löndin undir alræðið og kannanir sýna að í 80% af moskum í Vesturlöndum er boðað jihad, hatur, dauði og tortíming manna af öðrum trúarbrögðum eins og boðað er í helstu trúarritum múslíma, kóraninum, hadíðum og sirah.

Engum kom á óvart að sprengjuverksmiðja Hamas fannst í mosku á Gaza. Hins vegar vakti meiri athygli þegar vopn fundust í moskunni í Finnsburys Park í London. Imaminn þar, Abu Hamza, þjálfaði hermdarverkamenn og geymdi vopn í moskunni. Hann sá ekkert athugavert við þessa hegðan enda í samræmi við handbækur íslams. Aðrir imamar styðjast við sömu bækur, sama stýriverk.

Moska er merki um yfirráð íslams jafnvel í landi þar sem múslímar eru í minnihluta og ákall til þeirra að endurheimta landið undir yfirráð Allah og sharíalög. Múhameð sagði Gabríel erkiengil hafa fært honum þau skilaboð Allah að allur heimurinn væri ein allsherjar moska. Þeir sem neita þessu hafi brotið af sér gegn Allah. Múslímum er ætlað að endurvekja yfirráð Allah yfir svæðum sem hafi verið tekið frá Allah með rangindum. Þeir sem verjast þessari »göfugu« ætlun séu því í raun árásaraðilar gegn Allah og því er jihad ekki árás múslima á »kuffar (skammaryrði múslima fyrir alla þá sem ekki eru múslimar) heldur varnaraðgerðir gegn rangindum sem kuffar hafa í frammi gegn Allah og Múhameð (sem nú hefur legið dauður í ómerktri gröf í 1383 ár).

Hér er ástæða til að rifja upp orð, sem Erdogan, forseti Tyrklands gerði að sínum:. »Moskurnar eru herskálar okkar, hvelfingarnar hjálmar okkar, bænaturnarnir byssustingir og hinir trúræknu hermenn okkar.« Það eru því ekki mín orð að moska sé vígi óvinarins í landi okkar heldur orð íslamistans.

Einn helsti tilgangur með mosku er að vinna að »hijra« einstaklinga og með því að íslamísera samfélagið þar til íslam er ráðandi og getur kúgað samfélagið undir sína stjórn og þá auðvitað sérsaklega »kuffar« en ekki síður konur og börn. Hijra hét flutningur Múhameðs frá Mekka til Medína þegar staða hans breyttist frá því að vera heldur illa þokkaður götuprédikari í voldugan og grimman herkonung. Það felst í hijra að taka upp múslimska háttu t.d. fyrir konur að klæðast í slæður yfir hár og jafnvel fyrir andlit og láta hvergi sjást í hold nema kannski á höndum og á andliti. Sérstaklega jafngildir þetta að flytjast frá »jahiliyyah« (fáfræði fyrir daga íslams) til fullrar íslamiseringar, þar með talin innleiðing sharíalaga.

Trúfrelsisákvæði stjónarskrárinnar eiga ekki við um íslam vegna þess að íslam stenst ekki skilyrðin sem stjórnarskráin setur fyrir iðkun hennar hérlendis. Hér er vísað í 63. grein stjórnarskráinnar: »Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.«

Þeir, sem þekkja íslam, vita að íslam samræmist ekki góðu siðferði eða allsherjarreglu. Flestir sem ekki þekkja íslam ættu að hafa hugboð um þetta sama.Hvað boðar íslam sem ekki samræmist allsherjarreglu? Hér koma nokkur atriði: Misrétti milli karlmanna og kvenna. Misrétti milli múslíma og annarra trúarhópa. Dauðarefsingar fyrir að ganga af íslamstrú. Dauðarefsingar fyrir samkynhneigð. Limlestingar fyrir t.d. þjófnað. Dauðarefsingar fyrir að hallmæla íslam eða Múhameð. Bann á tjáningarfrelsi um íslam. Karlmönnum er leyft að eiga fjórar konur. Margt fleira ljótt má tína til.

Fari svo að moskan í Sogamýri rísi fyrir peninga frá arabískum salafistum, sem hafa verið að styrkja ISIS og Al Kaída, ber lögreglunni að stöðva boðun íslams í húsinu. Sama á við um starfsemi beggja félaga múslíma á Íslandi, nema þessi félög lýsi yfir andstöðu við þau ákvæði í trúarritum sínum sem stríða gegn allsherjarreglu (þ.e. öll íslensk lög) og góðu siðferði eins og við skilgreinum það.


 


45% múslíma í Evrópu bókstafstrúar

Almennt vilja menn trúa góðu um náungann. Þess vegna hef ég tekið undir það með mörgum að róttækir múslímar séu í miklum minnihluta a.m.k. í Evrópu. Þeir ráði þó ferðinni með ógnandi framkomu og beinlínis ofbeldi gegn hinum meinlausari. Því miður á þetta ekki við rök að styðjast. Vandamálið vegna íslam í Evrópu er miklu stærra en meira að segja ég hef viljað halda fram. Nýlega birtar niðurstöður stærstu rannsóknarstöðvar í Evrópu í samfélagskönnunum, Wissenschaftszentrum Berlin für Sozialforschung, leiða í ljós að múslímar haldnir bókstarfstrú og skelfilegum öfgum er ekki lítill minnihlutahópur.

Rannsóknir undir stjórn Ruud Koopmans, prófessors í Humboldt háskólanum í Berlín, leiðir í ljós að 40-45% múslímskra innflytjenda í Evrópu eru haldnir öfgatrúarskoðunum eða eru það sem er kallað fundmentalistar, bókstafstrúarmenn. Hér verður ekki farið í smáatriðin en neðst í greininni er linkur á viðtal við Koopmans og linkur í ritið sem gerir grein fyrir niðurstöðunum.

Til samanburðar er gerð könnun jafnframt á fúndamentalisma meðal kristinna. Þar kemur í ljós að 5-10% kristinna manna í Evrópu eru bókstafstrúar. Hins vegar reynir Koopmans ekki að meta hvaða mismunur frá almennum siðrænum viðmiðum er á bókstafstrú meðal múslíma eða kristinna manna.

Kristinn bókstafstrúarmaður, sem lætur hvert orð nýja testamenntisins hafa áhrif á sitt daglega líf, keppist við að elska óvini sína, viðurkennir að allir séu jafnir fyrir guði, heiðrar boðorðin 10, fyrirgefur þeim sem hafa brotið af sér gegn honum ef sá sami sýnir iðrun, kemur eins fram gagnvart öðrum eins og hann óskar að aðrir komi fram gagnvart sér. Engin boð eru um ofbeldi í nýja testamenntinu, sem er grundvöllur kristinnar trúar. Það verður því ekki leitað eftir ofbeldi í fúndamentinu.

Síðast í þessari upptalningu um hegðan kristna fundamentalistans er kallað „gullna reglan“: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Þessi regla er ekki til í íslam né heldur reglan sem er dregin af þeirri fyrri: „Það sem þér viljið ekki að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér ekki gjöra þeim.“ Þvert á móti

Múslímski fundamentalistinn segir: Sá sem hafnar Allah skal týna lífinu. Sá sem snýr baki við Allah skal týna lífinu . Sjá súru 4.89: “Þeir æskja þess að þér (þ.e. Múslímar) séuð trúlausir sem þeir því að þá eruð þér jafnir. Gerið þá því ekki að vinum yðar fyrr en þeir flytja sig á veg Allah, en snúi þeir af þeirri braut takið þá og drepið hvar sem þér finnið þá. Gerið engan þeirra að vini yðar eða aðstoðarmanni.”

Súra 5.51: “Þér trúaðir , - gerið ekki gyðinga og kristna menn að vinum ykkar. Þeir eru vinir hvors annars. Hver sá sem gerir þá að vini er orðinn einn af þeim. Sannlega leiðbeinir Allah ekki þeim ranglátu.”

Súra 8.12 : “Allah birti englunum vilja sinn og mælti:“Ég er með yður. Eflið hugrekki hinna trúuðu. Ég mun varpa skelfingu í hjörtu vantrúaðra. Hálshöggvið þá og höggvið af þeim hvern fingur.“

Súra 9.123:” Ó, þér trúaðir, herjið á hina vantrúuðu sem búa í grennd við yður. Látið þá kenna á hörku yðar.”

Súra 9.29: “Herjið á þá meðal fólks bókarinnar ( kristnir og gyðingar) sem trúa hvorki á Allah né hinn Efsta Dag né banna ekki hvaðeina sem Allah og sendiboðið hans hafa bannað, né viðurkenna trúarbrögð sannleikans uns þeir greiða Jizya (sérstakan skatt) með auðsýndri auðmýkt og finna fyrir undirokun sinni.”

Súra 9.5 : “Þegar hinir friðhelgu mánuðir eru liðnir drepið þá skurðgoðadýrkendur hvar sem til þeirra næst. Handtakið þá, umkringið þá og gerðið þeim hvatvetna fyrirsát með herklækjum.”

Súra 47.4 : „Þegar þér hittið trúlausa (ekki múslíma þýðandi), höggvið þá á háls þeirra og þegar þér hafið valdið blóðbaði á meðal þeirra hneppið þá vandlega í fjötra.“

Súra 48.29 : “Múhammeð er sendiboði Allah. Þeir sem fylgja honum beita hina vantrúuðu fullri hörku en eru miskunnsamir hver við annan.”

Súra 98.6 : “Þeir sem afneita (Sannleikanum) meðal manna Bókarinnar og fjölgyðistrúarmanna verði í eldi Helvítis til frambúðar. Þeir eru verstir af öllum skepnum.”

Þó að kóraninn sé svo sem nógu slæmur versna málin verulega þegar Múslímar fylgja fordæmi Múhammeðs eins og kóraninn boðar að þeir eiga gera en það er einmitt það sem ISIS men gera. Til að kynna sér líf Múhammeðs og framgöngu hans hafa Múslímar hadíðurnar og opinbera æfisögu hans, Sirah Rasul Allah. Það er ófögur lesning.

Er einhhverju saman að jafna fúndamentalistum meðal múslíma eða kristinna manna?

Nú kunna einhverjir að vilja halda því fram að þessi könnun þessa öflugusta rannsóknarseturs í Evrópu kunni að vera mistök. Könnun eftir könnun hefur þó sýnt fram á álíkar niðurstöður.

Af því að einhverjir vilja halda því fram að ISIS-samtökin eigi ekkert skylt við íslam þá er óhugnanleg niðurstaða könnunar sem sýnir að að hvorki meira né minna en 16% allra Frakka hefur litið ISIS jákvæðum augum. Takið eftir: Allra Frakka ekki aðeins múslíma. Það er raunar meiri stuðningur en nemur öllum múslímum í Frakklandi. Sennilega eru það vinstri men sem hafa tilhneigingu til þess að hafa samúð með ISIS eins og þeir hafa samúð með Hamas, sem er sama tóbakið.

Sennilega hefur þessi mikli stuðningur í Frakklandi eitthvað minnkað eftir hryðjuverkin í París. Samt er ljóst að mjög stór hluti múslíma í Frakklandi lítur að mennina þrjá sem myrtu 17 manns á skrifstofum Charlie Hebdo og í verslun gyðinga við Porte de Vincennes sem hetjur fyrir að hefna móðgunar gagnvart Múhammeð. það var tilefni árásarinnar en ekki utanríkisstefna Frakka. Starfsmenn blaðsins voru drepnir fyrir að móðga Múhammeð en gyðingarnir bara af því að þeir voru gyðingar. Tilgangurinn var einnig að blása “kuffar” ótta í hjarta. Kúffar er fleirtala af orðinu kafir, sem eru allir, sem ekki eru Múslímar. Kafir er viðurstyggilegur. Hann skal hæða, refsa, ógna, eyðileggja. Hann skal drepa og krossfesta. Hann er illur og bölvaður.

Að lokum þetta. Þrátt fyrir allt eru a.m.k. helmingur allra múslíma hið prýðilegasta fólk sem líður fyrir geggjunina. Gleymum því ekki. Megum við öll bera gæfu til þess að feta ekki í fótspor öfgamúslíma.

 

Viðtalið við Ruud Koopmans

https://www.youtube.com/watch?v=r0SonNHdSoU

Grein Ruud Koopmans

http://www.wzb.eu/sites/default/files/u6/koopmans_englisch_ed.pdf

 

 


Almennu hyggjuviti kastað fyrir róða

Ótrúlega stór hluti álitsgjafa kýs að láta almennt hyggjuvit fyrir róða þegar eitt af áleitnustu vandamálum nútímans er annars vegar, innrás íslams inn í vestræn samfélög. Þetta eru ekki síst þeir sem telja sig til vinstrisinnaðrar menntastéttar. Margir þeirra fjölluðu af mikilli fyrirlitningu í áramótauppgjörum sínum um okkur sem vörum við hættunni af jihad, útrás íslams jafnt með orði sem sverði.

Síst af öllu angra fráleitir dómar þessara manna mig vegna minnar eigin persónu. Sagan mun dæma þessa menn eins og aðrir sambærilegir hafa verið dæmdir áður og hæddu þá sem vöruðu við kommúnisma og nasisma. Þarna er sagan að endurtaka sig eins vel og sagan getur almennt endurtekið sig, sem hún verður ávallt að gera að breyttu breytanda. Almenning varðar samt að fráleitum málflutningi þessara manna sé svarað.

Ekki einasta hafna þessir menn almennu hyggjuviti og gagnrýnni söguskoðun heldur eru okkur andstæðingum íslams gerðar upp skoðanir og kenndir sem við höfum ekki almennt. Með því er vegið að okkur með ósæmilegum hætti sem ég ætla mér ekki að sitja undir fyrst og fremst vegna framtíðarhagsmuna þjóðarinnar. Okkur er ætlað glórulaust útlendingahatur, fáfræði, pólitískt eða trúarlegt ofstæki og jafnvel fasismi þegar ekkert er fjær lagi hvað flesta okkar varðar. Ekkert er fjær hugsun einstaklingshyggjumanna en alræðiskerfi heildarhyggjunar.

Með andstöðu við kommúnisma og nasisma voru menn ekki sekir um útlendingahatur. Alveg sama á við um íslam. Kommúnismi, nasismi og íslam er allt hugmyndafræði en ekki þjóðir eða kynþættir. Íslam er fyrst og fremst pólitískt alræðiskerfi alveg eins og kommúnismi og nasismi og náskylt í þokkabót. Allar þessar alræðisstefnur stefna að því að ná öllum heiminum undir sig og að setja fjötra á allt mannkyn. Íslam er hættulegast af þessum alræðiskerfum af ýmsum ástæðum, m.a. með því að geta dulbúist sem trúarbrögð þó að sú dularslæða sé býsna gegnsæ fyrir þá sem vilja sjá.

Enginn viti borinn maður er á móti hæfum útlendingum sem vilja setjast hér að. Við þekkjum fjöldann allan af dæmum hvernig kraftmiklir einstaklingar af öðru þjóðerni hafa lyft hér grettistaki. Þeir sjá oft tækifæri sem öðrum hefur yfirsést og hafa þannig gert samfélagið ríkara og betra. Öflugt tónlistarlíf landsins er að miklu leyti sprottið af þessum meiði. Sama hefur gerst á öðrum sviðum menningar- og atvinnulífs. Þessir einstaklingar eru oftast fljótir að aðlagast. Það eina sem greinir afkomendur þeirra stundum frá öðrum Íslendingum er tryggð þeirra við erlend fjölskyldunöfn sín.

Öðru máli gegnir um svokallaða velferðarfarþega sem sjá sér þann hag vænstan að setjast hérna upp á velferðarkerfið en hafa margir hvorki vilja né getu til þess að bretta upp ermar né að aðlagast þjóðinni og háttum hennar. Ekki bætir svo úr skák þegar þeir bera í ofanálag haturshug til vestrænnar menningar eins og fjöldamörg dæmi eru um meðal múslíma.

Af reynslu annarra þjóða má ráða að hugmyndafræði íslams er svo baneitruð að stór hluti múslíma, sem hafa sest að í vestrænum löndum, hefur orðið þeim mun ofstækisfyllri í þessari hryllilegu hugmyndafræði sem kynslóðum múslímskra innflytjenda fjölgar. Margir múslímar eru auðvitað ágætisfólk en mega sig ekki hræra vegna skelfilegra boða alræðiskerfisins og ógnarstjórnar innvígðra og sanntrúaðra í íslam. Þetta munstur er þekkt hjá öðrum alræðiskerfum svo sem hjá nasistum og kommúnistum.

Kommúnismi og nasismi voru að mestu leyti kveðnir í kútinn á síðustu öld að föllnum á annað hundrað milljónum manna. Þrátt fyrir hörmungar í nær 14 aldir af völdum íslams og nær 300 milljónir fallinna manna, sem ekki voru múslímar, hefur ekki tekist að vinna bug á þessari hryllilegu og manneskjufjandsamlegu hugmyndafræði. Nær 1,5 milljarðar múslíma um heim allan líða fyrir þetta ofstæki. Saga íslams er alblóðug. Hrokafullu og fáfróðu álitsgjafarnir fyrrnefndu ættu að sjá sóma sinn í að kynna sér þessa sögu og hið sanna eðli íslams.

Ég ætla þessum mönnum ekki illan vilja heldur hugsjónamennsku á villigötum. Þeir ættu að hugleiða orð T.S. Eliot: »Helmingur af skaðsemi sem verður í heiminum gerist vegna löngunar manna að finna til mikilvægis síns. Þeir óska þess ekki að valda skaða en hugsun um skaða er þeim heldur ekki áleitin. Eða þeir sjá hann ekki eða réttlæta hann af því að þeir eru í endalausri baráttu fyrir sjálfsupphafningu.«

Álitsgjafarnir ofangreindu telja sér það margir til ágætis að vera trúlausir og þess vegna fyrir neðan virðingu þeirra að lesa sér til um trúarbrögð. Þeir geta áhyggjulausir kynnt sér íslam sem er fyrst og fremst stjórnmálakerfi til þess að stýra jafnt einkalífi sem opinberu lífi þess hluta mannkyns sem hefur verið hremmdur í þessa helfjötra. Þeir gerðu betur að líta í eigin barm en væna okkur samborgara þeirra um lágkúrulegar hvatir. Jafnvel þótt þeir harðneiti að kynna sér neitt af viti um íslam þurfa þeir, sem búa yfir einhverri rökhugsun, einhverju hyggjuviti og eru færir um að lesa sér eitthvað til um annað en það sem íslenskir fjölmiðlar og þá sérstaklega Fréttablaðið og Ríkisútvarpið bjóða upp á, ekki að þvælast endalaust um í myrkrinu og fordæma þá sem hafa kjark til að segja sannleikann þó að hann sé óþægilegur.

P.S. Þessi grein var skrifuð daginn fyrir óhæfuverkin í París og send til birtingar í Mbl sama morgunin og ráðist var inn á skrifstofur Charlie Hebdo. Voðaverkin í París voru þannig ekki uppspretta greinarinnar heldur staðfesting á innihaldi hennar.

 


Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband