Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015
13.5.2015 | 15:42
Hver siglir á fíflaskipinu?
Árni Matthíasson blaðamaður Mbl vitnar í skemmtilega allegóríu um fíflaskipið sem ýmsir hafa notað í gegnum tíðina til að lýsa kjánum sem eru að ana út í einhverja vitleysu eða gá ekki að sér oft vegna gáfna- og þekkingarskorts eða málefnalegrar forstokkunar og ofstækis. Oft er skipinu ekki valin neinn áfangastaður. En af því að Árni er tæknilega sinnaður nútímamaður vill hann setja okkur fíflin, sem hann vill þagga niður í, upp í fíflarútu sem æki með okkur út í buskann og endaði úti í móa þar sem við ættum heima. Rútan þarf ekki að vera stór segir Árni af því að við erum ekki stór hópur. Honum er líka léttir í því að hugsa til þess að við séum komnir af léttasta skeiði svo að dauðinn muni fljótlega þagga niður í okkur.
Árni segir það réttilega að fíflaskipið hefur verið látið ná til ýmissa hópa alveg frá tímum Plato sem fyrstur er sagður hafa notað þessa líkingarsögu. Sagan er sérlega gagnleg til aða þagga niður í andstæðingum ef rökin vantar. Þeir eru sagðir vera í fíflaskipinu. Þarf frekari rök? Ef svarið er já þá eru önnur til sem Árni notar einnig fimlega í grein sinn, - að hengja merkimiða á andstæðinginn og ætla honum ýmsar kenndir sem koma þó ekkert því málefni við sem til umfjöllunar er. Þannig segir hann okkur öfgamennina, sem höfum farið hamförum vegna moskunnar á vegum Íslands í Feneyjum og æsum okkur yfir múslímum, einnig á móti nýjungum í listsköpun, á móti réttindum samkynhneigðra og kynfrelsi kvenna. Hann segir okkar keppast við að skrifa vanstilltar bloggfærslur og klappa hver öðrum á bakið fyrir að hafa nú aldeilis sýnt múslimum / hommum / femínistum / listamönnum í tvo heimana í einskonar haturshópefli.
Ég get ekki svarað fyrir allan hópinn en þessir merkimiðar eiga ekki við mig, - engir þeirra.Og þó einhver merkimiðinn ætti við skipti það bara engu máli um umfjöllunarefnið. Merkimiðinn að vera á móti múslímum sem er þó annar aðal útgangspunktur Árna á ekki einu sinni við um mig. Ég er á móti sumum múslímum alveg eins og ég er á móti sumum kristnum mönnum. Árni ræður greinilega ekki við það frekar en margur að skilja á milli íslam og múslíma. Múslímar eru alls konar fólk, gott og vont eins og gengur og gerist með allt fólk jarðarainnar. Íslam er hugmyndafræði. Múslímar eru fólk sem var svo óheppið að fæðast inn í samfélag þar sem íslam drottnar af miskunnleysi yfir mannfólkinu í öllum sínum hrikalega ljótleika. Ég er 100 % andvígur íslam en flestir múslímar eiga alla mina samúð því að hlutskipti þeirra er sannarlega ömurlegt.
Svo er alltaf spurninginn hver er á fleyi hinna andlegu heilu og hver er á fíflaskipinu á leið sinni í fíflaparadís? Eru það Árni, Goddur og undansláttar- og bætiflákamennirnir eða einhverjir aðrir? Ég veit hvert svar mitt er án þess að þurfa að grípa til merkimiða. Merkimiðar liggja þó á lausu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.5.2015 | 10:18
Vankunnáttan er hættuleg
Endurreisnin átti upptök sín á Norður-Ítalíu á 14. öld, fyrst og fremst í Firenze (Flórens) en einnig í borgríkjum eins og Feneyjum, sem stóðu þá í miklum blóma. Forsendur endurreisnarinnar voru eflaust margar. Aðflutningur grískra fræðimanna vó þar kannski þyngst. Þeir voru á flótta undan grimmilegri innrás múslímskra Tyrkja. Tyrkirnir og aðrir múslímar höfðu herjað á byzantíska ríkið, hið kristilega gríska ríki einnig nefnt Austur-rómverska ríkið, í átta aldir áður en Býzantíum hvarf endanlega inn í söguna með falli Konstantínópel árið 1453.
Þrengt var jafnt og þétt allar aldirnar að kristnum mönnum í gríska heimsveldinu sem teygði sig um tíma frá Balkanskaganum um öll Mið-Austurlönd langleiðina að Atlantshafsströnd Norður-Afríku. Fyrsti stóri ósigurinn var við Yarmouk í ágúst árið 636, rétt við núverandi landamæri Sýrlands, Jórdaníu og Ísrael. Orrustan breytti gangi sögunnar. Þá hófst hernám íslams á öllu svæðinu frá Spáni í vestri til Indlands í austri með blóðbaði, sem hefur staðið að mestu í tæpar 14 aldir með smáhléum.
Hinir grísku kristnu fræðimenn áttu rætur sínar ekki síður í grískri fornaldarheimspeki en kristninni. Flótti þeirra undan villimennsku hins frumstæða, ómenntaða íslams fór vaxandi allar aldirnar eftir því sem íslam óx ásmegin. Eðlilega flúðu þeir inn í hinn kristna heim og þá ekki hvað síst þegar á leið til Ítalíu sem var annað höfuðvígi kristninnar. Rómverjar höfðu alltaf mikil tengsl við gríska menningu sem aldrei höfðu rofnað. Þar var skilningurinn hvað mestur á grískri arfleifð. Kristnin sjálf var með annan fótinn í grískum menningarheimi. Þar stóð vagga kristninnar.
Með grísku fræðimönnunum komu höfuðrit grískrar heimspeki og menningar, hin tæra hugsun almennrar rökhyggju og skynsemi og færðu nýtt blóð inn í gróskumikil samfélögin t.d. í Feneyjum þar sem auður hafði myndast með verslun og siglingum. Með þeim kom einnig ýmsilegt það besta sem samfélögin, sem þeir flúðu frá, höfðu upp á að bjóða. Menning heimsins reis hvað hæst í Mið-Austurlöndum áður en íslam lagði gullaldarmenninguna þar í rúst smám saman allar aldirnar til okkar daga og heldur því verki áfram eins og ljóst ætti að vera öllum.
Ímyndaðar gullaldir íslams voru aldrei til en hámenningin sem var til á þessum svæðum fyrir daga íslams hvarf ekki á sama augabragði og íslam náði völdum heldur var smámsaman murkað úr menningunni lífið eins og auðséð er hvar sem litið er um hinn múslímska heim, einnig þar sem olían vellur fyrirhafnarlaust fram. Vesturlönd hafa liðið hagsmunaöflum að koma afbakaðri sögu múslíma á framfæri, - sögu sem er röng í öllu sem skiptir máli og orðið löngu tímabært hreinsa til, m.a. í Háskóla Íslands.
Allar aldirnar þar til Ottóman-veldið féll í fyrri heimsstyrjöldinni þoldu flest löndin í sunnanveðri Evrópu og þó sérstaklega við Miðjarðarhaf endalausar skærur af hálfu múslíma og þá ekki hvað síst Ottómana sem Evrópubúar óttuðust og hötuðu og báðu góðan guð að forða sér frá. Herskáir múslímar í dag eru með endalausar heitingar að farga öllum þeim sem ekki eru múslímar og leggja allan heiminn undir íslam, - ekki síst höfuðvígi kristninnar að þeirra mati, Róm, en London og Washington eru einnig iðulega nefnd hjá froðufellandi sjeikum. Feneyjabúar háðu mannskæð stríð við hin myrku öfl íslams eins og fleiri ríki Ítalíu, stundum með sáru tapi. Dante lýsir dvöl Múhameðs í helvíti og í myndlist þess tíma sést fyrirmynd allra múslíma dvelja á sama stað.
Þetta er sagan í mjög stuttu máli sem þarf að hafa í huga þegar skoðuð er sú snargalna ákvörðun yfirvalds íslenskra lista og menningar að heiðra »menningararf íslams« í Feneyjum með því að opna þar mosku í nafni íslenskrar listar inni í aflagðri kirkju í trássi við staðfasta ákvörðun yfirvalda þar að leyfa ekki byggingu mosku í borginni.
Því verður ekki trúað að illur vilji búi hér að baki. Þessi fráleita og hættulega ákvörðun fyrir hagsmuni Íslands sýnir mikla vanþekkingu á Íslandi á sögunni og hugmyndafræði íslams. Stjórnvöld, fjölmiðlaheimurinn, kirkjan og háskólasamfélagið vita nánast ekkert um íslam eða sögu þess nema afar afbakaðar upplýsingar sem eru verri en engar. Vita ekki að íslam er fyrst og fremst stjórnmálakerfi sem miðar að því að ná heiminum undir þetta fráleita alræðiskerfi sem er varhugaverðara en kommúnisminn og fasisminn samanlagðir. Ég vil þó ekki leysa stjórnvöld undan ábyrgð. Enginn getur verið svo blankur að hann viti ekki að þetta er eldfimt efni. Þess vegna ber að vanda sig en ana ekki áfram í ábyrgðarleysi. Hagsmunir Íslands krefjast þess að ofangreindir aðilar taki hausinn upp úr sandinum og kynni sér þá ógn sem steðjar að Íslandi. Vankunnátta er hættuleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.5.2015 | 15:00
Heilög María: Della og eymd.
Ég hef lengi verið sammála því að styðja eigi listir í landinu vegna samfélagslegs gildis lista almennt, - ekki einungis til að fegra mannlífið heldur einnig vegna þess að listsköpun ýmis konar leiðir til aukinnar sköpunar samfélagsins sem aftur leiðir til framfara og aukinnar velsældar. Þó að tengingin sé ekki ávalt augljós þá er hún engu að síður til staðar við nánari skoðun. Listalífi landsins er mikilvægt að ýta undir velvilja landsmanna. Þeim og raunar landsmönnum öllum liggur þó mikið við að farið sé með gát með þá skattpeninga þjóðarinnar, sem varið er til listalífsins.
Vandséð er hvernig hægt hefði verið að haga sér hörmulegar við val á aðkomu Íslands að Feneyjartvíæringnum en raunin er núna. Svona vinnubrögð eru beinlínis til þess fallinn að fæla almenning frá stuðningi við listir af almannafé. Valinn er erlendur maður sem hefur hæpna tengingu við listalíf þjóðarinnar, - maður sem ekki hefur vakið hér neina athygli og vandséð hvaða erindi peningar almennings hafa til að styrkja.
Stundum hefur tekist vel til við val á íslenskum listamönnum og þetta tækifæri orðið þeim mikil lyftistöng. Ánægja t.d. að hugsa til Ragnars Kjartanssonar sem varð m.a. vegna þess að stórri alþjóðlegri listastjörnu. Þegar svo tekst til hefur skattfé almennings greinilega verið vel varið og vegur íslenskrar menningar aukist.Og í þokkabót skila stórauknar tekjur listamannsins peningum aftur í ríkiskassann og framlagið endurheimtist.
Yfir allan þjófabálk tekur þó með viðfangsefni þessa útlenska listamanns, sem við höfum engar skyldur við. Hann er farinn í pólitíska herferð á okkar kostnað til að legga íslamskri útþennslustefnu lið, hann hefur gengið jihad á hönd. Stjórnvöld í Feneyjum hafa hafnað því að múslímar megi byggja sér mosku í Feneyjum en nú á að vinna gegn þeim með íslenskum skattpeningum með því að reisa mosku innan í aflagðri krikju og það í nafni íslenskrar listar.
Afsökunin fyrir þessu fáránlega uppátæki er sterk áhrif íslamskrar menningar í Feneyjum eins og segir í frétt um þessi ósköp. Það má nú aldeilis segja að íslam hafi haft mikil áhrif með m.a. margra alda ófriði tyrkneska ofbeldisríkis Ottómana, sem herjaði á alla Evrópu og uppskáru hatur og ótta. Þessi kirkja sem hét Santa Maria della Misericordia og væri hægt að þýða með viðeigandi afbökun: Heilög María: Della og eymd.
Er ekki kominn tími til þess að standa í lappirnar gegn íslömsku jihad sem nú er í blóðugri útrás viða um lönd og velta fyrir sér örlögum 270 milljónum manna af ýmsum öðrum trúarbrögðum sem hafa orðið fórnarlömb þessa hryllings í tæpra 14 alda sögu þessa hugmyndakerfis. Það hefur reynst heiminum hættulegra en kommúnisminn og nasisminn samanlagðir. Framlag Íslands er ekki í þágu umburðarlyndis heldur í þágu forheimskunar.
Moska í íslenska skálanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.5.2015 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir