Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
20.4.2016 | 21:00
Forkostuleg rök
Öldungis var forkostulegt að heyra viðtal við ungan leikhúsmann, Þorleif Örn Arnarson, í morgun á Rás 2 sem var síðan nánast endurtekið í kastljósi allra vinstri manna í kvöld. Hann lýsti ástæðu þess að hann sagði sig frá því að leikstýra verki í Wiesbaden sem er verið að vinna að og byggir á bók Salmann Rushdie, Söngvar satans. Þetta verk komst á dagsskrá hjá leikhúsinu eftir morðin á leiðandi starfsmönnum háðs- og ádeilublaðsins Charlie Hebdo í París í janúar á síðasta ári, eftir að blaðið hafði hæðst að Múhameðsdýrkun múslíma og fáránlegum ofsa hins múslímska heims, sem gengur af göflunum við öll tækifæri þegar vegið er að trúnni sem á þó meira skylt við alræðis hugmyndafræði af ætt kommúnisma og nasisma en trúarbrögð eins og þau eru almennt skilgreind.
Jú hinn frjálslyndi og réttsýni ungi maður sagðist hafa hætt við vegna þess að hann óttaðist að uppsetning verksins yrði vatn á myllu hægri öfgamanna.Var á honum að heyra að slíkir væru verri en allir aðrir til samans !!!
Hvernig mátti þetta vera? Jú múslímar myndu mótmæla uppsetningu verksins og hafa í frammi háreisti við leikhúsið. Þá myndi það hræðilega gerast að þýskir,hægri öfgamennirnir kæmu til þess að verja málfrelsið. Ekkert vildi hann síður en stuðning slíkra ómenna.
Ekki var á honum að heyra að mikil ástæða væri til þess að vera með mikla rellu þó að alkunna sé mikill hluti múslíma sé þeirrar skoðunar að Rushdie sé réttdræpur vegna þessarar bókar. Rushdie hefur þurft að fara huldu höfði í nær þrjá áratugi eftir að klerkastjórnin í Íran gaf út fatwa, trúarlegan úrskurð, þess efnis að múslímum væri skylt að drepa Rushdie hvar sem til hans næðist.Ofjár stæði hverjum þeim til boða sem ynni það þarfa verk. Síja múslímar ráða ríkjum í Íran. Sunní múslímar láta ekki sitt eftir liggja í þessum efnum. Rushdie er m.a. á dauðalista al-Kajda.
Þorleifur taldi að Charlie Hebdo hefðu haft fullan rétt til þess að hæðast að Múhameð eins og nánast öllum öðrum tabúum. Því er ég auðvitað sammála. Þannig virkar málfrelsið að engin hugmyndafræði,- síst af öllu trúarbrögð hafa kröfu til þess að vera varin fyrir gagnrýni og umfjöllun, hvað þá almennum upplýsingum um staðreyndir sem varðar trúarbrögðin eða hugmyndafræðina. Einstaklingar eiga rétt á friðhelgi um einkahagi svo fremarlega sem sömu einkahagir ganga ekki á svig við friðhelgi annarra.
Hins vegar taldi Þorleifur að Jótlandspósturinn hefði ekki haft siðferðislegan rétt til að birta Múhameðsteikningarnar 2005 sem er alveg stórfurðulega afstaða manns sem ætlar sér að lifa með almennum rétti til tjáningar. Réttlæting unga mannsins fyrir þessari stórfurðulegu afstöðu var sú að Jótlandspósturinn væri ekki þekktur fyrir að ögra öllum þekktum tabúum.
Þorleifur Arnarson hefur fullan rétt til þess að hafa allar þær skoðanir sem hann vill á hverju sem er. Hann hefur fullan rétt til þess að segja sig frá hvaða verki sem er. Það er líka réttur allra annarra að gera gys af skinhelgi af þessari stærðargráðu.
Hann eins og svo margir vinstri menn hafa snúið skilgreiningu á umburðarlyndi alveg á haus. Að hafa umburðarlyndi var upphaflega hugsað út frá þeim hæfileika manna að láta sér lynda skoðanir annarra, - viðurkenna rétt þeirra til að hafa þær skoðanir sem þeir þróuðu með sér. Nú er hins vegar nánast búið að skilgreina umburðarlyndi eins og skyldu manna aða hafa ekki skoðanir né tjá þær sem gætu komið einhverjum í uppnám. Samkvæmt þessu ætti ég að láta það eftir mér að komast í hamslaust uppnám vegna arfavitlausra skoðana Þorleifs en honumn bæri að láta ekki í ljósi skoðanir sem hann vissi eða ætti að vita að gætu komið mér í uppnám.
Má ég svo að lokum lýsa aðdáun minni á þeim leikhúsmönnum í Wiesbaden sem ekki ætla að láta rökin hans Þorleifs stöðva sig í því að hafa skoðanir á straumum samtímans og láta þær í ljósi. Slíkt hugrekki er þarft núna þegar hinn vestræni heimur er að láta kúga sig til þöggunar. Það er lítill vandi að þykjast vera umburðarlyndur ef aðeins eru sagðir hlutir sem engan styggir nema þá sem engin hætta stafar af, - í þessu tilviki svonefndum hægri öfgamönnum í Wiesbaden og víðar.
Bloggar | Breytt 21.4.2016 kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.4.2016 | 14:58
Hættuleg vankunnátta á örlagatímum
Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Mbl gerir spurningu þingmanns Græningja í Þýskalandi, Franzisku Brantner, að sinni vegna hryðjuverkanna í Brussel: Hvers vegna hata þau okkur svona mikið? Svar Styrmis við þessari spurningu er alveg fráleitt og byggist á hættulegri vankunnáttu. Miklu varðar að þjóðin skilji að svona svör kalla á röng viðbrögð.
Styrmir á það svo sem alveg skilið að fá að hafa á röngu að standa eins og öðrum sem leyfist að tjá sig. Hann stóð fyrir því í ritstjóratíð sinni að halda Morgunblaðinu opnum fyrir alls kyns skoðunum þó að þær gengju gegn ritstjórnarstefnu blaðsins og sýndi með því gott fordæmi. Hann er eflaust því sammála að mér beri að svara honum ef ég tel hagsmuni þjóðarinnar vera í húfi.
Styrmir leitar skýringa á hryðjuverkunum í Brussel til nýlendutíma Belga í Kongó sérstaklega en einnig til nýlendutíma Evrópuþjóða almennt og grípur til tilvitnunar í bók sem sýnir litla hófstillingu í lýsingum á grimd nýlenduþjóða Vesturlanda. Því er lýst m.a. að fólk var hýtt miskunarlaust, limlest fyrir minnstu sakir og jafnvel myrt í hópum. Heilu þorpin voru brennd til grunna. Stundum var vopnuðum sveitum nýlenduherranna gert að skila inn afskornum útlim fyrir hverja byssukúlu, sem þær höfðu notað.
Það er hneykslunartónn í grein Styrmis vegna spurningar þýsku þingkonunnar í ljósi ofangreindrar lýsingar því að hann ályktar að framferði fulltrúa evrópsku menningarþjóðanna í Mið-Austurlöndum hafi verið áþekkt. Hann vekur athygli á því að seinni heimsstyrjöld hafi brotist út vegna þess að Þjóðverjar voru látnir borga svo miklar stríðsbætur eftir fyrri heimsstyrjöld og kemst svo að að þeirri stórfurðulegu niðurstöðu að þess vegna eigi þær Evrópuþjóðir, sem hlut eiga að máli, að greiða fyrrverandi nýlendum sínum bætur fyrir meðferðina á fólkinu og stuld á auðlindum þessara þjóða eins og að þarna sé eitthvað samasem merki á milli !
Það er skollið á eins konar stríð í Evrópu og því mun ekki linna fyrr en nýlenduþjóðirnar horfast í augu við eigin sögu og afleiðingar hennar, skrifar Styrmir. Fyrsti hluti setningarinnar er jafn sannur eins og seinni hlutinn er fráleitur. Hann á það sameiginlegt með mörgum sem spyrja í ráðleysi sömu spurningarinnar að honum dettur ekki hug hið augljósa svar: Þeir hata okkur því að við erum ekki múslímar og eru ekki reiðubúnir til að gefast upp fyrir íslam.
Þetta svar hefur legið ljóst fyrir í nær 14 aldir. Þetta hatur blasir við í Kóraninum og sunnah (fordæmi Múhameðs eins og það birtist í hadíðum, þ.e. frásögnum af gerðum og orðum Múhameðs og nánustu liðsmanna og sirat, sem er opinberlega viðurkennd æfisaga hans). Börnum múslíma er mörgum innrætt þetta hatur með móðurmjólkinni og því er viðhaldið í mörgum moskum. Til þess að þetta sé ljóst verður auðvitað að kynna sér íslam og sögu þess. Án þess er ályktað út í bláinn.
Þeir hata okkur af því að við erum kuffar, fyrirlitlegir trúleysingar, sem lútum ekki ennþá íslam með því að gerast múslímar eða með því að taka stöðu dhimma og borgum múslímum fyrir að fá að halda lífi með sérstökum skatti, jizya og viðurkennum lægri þjóðfélagsstöðu okkar, sem okkur leyfist ef við erum fólk bókarinnar (þ.e. kristnir eða gyðingar). Annars eru aðeins möguleg trúskipti, brottflutningur eða dauði samkvæmt bókinni.
Múslímar stunda hryðjuverk út um allan heim. Styrmir þarf að svara því hvaða nýlenduglæpi þurfi að svara fyrir í Nígeríu, Mali, Burkino Faso, Kamerún, Súdan, Kenýa, Indlandi, Filippseyjum, Tælandi, Myanmar, Pakistan, Bali, svo nokkur lönd séu nefnd þar sem hryðjuverk múslíma eru afar tíð í nútímanum. Talið er að múslímar hafi drepið hátt í 300 milljónir manna í 14 aldir af öðrum trúarbrögðum vegna jihad, útþennslustefnu í því sem þeir kalla Dar al harb ( hús stríðsins þar sem íslam ríkir ekki). Nýlendusaga Vesturlanda og múslímskra landa er eins frábrugðin og barnasaga er forhertri glæpasögu.
Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa að engu harðar staðreyndir um íslam, eðli þess og sögu. Undansláttur að hætti Styrmis er þjóðinni hættulegur á örlagatímum eins og nú eru uppi á Vesturlöndum og ætti að vera öllum ljós sem vilja kynna sér staðreyndir, jafnvel þó þær séu óþægilegar. Af því að mér er hlýtt til Styrmis Gunnarssonar vil ég gjarnan verða til þess að leiða hann út úr myrkrinu í þessum efnum.
P.S. Þessi grein birtist í Mbl nú um helgina og er svar við grein Styrmis frá síðustu helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.4.2016 | 18:41
Kastljós utan alls velsæmis vegna Semu Erlu
Vegna fáránlegra réttarhalda Kastljóss yfir fólki sem stjórnendur þáttarins telur að hafi með ómaklegum hætti ráðist að Semu Erlu Serdar, framkvæmdastjóra fulltrúrráðs Samfylkingrinnar, tel ég við hæfi að ég geri grein fyrir samskiptum mínum við þessa konu og starfsmann Kastljóss.
Okkur Semu Erlu var boðið að eiga samræður við Pétur Gunnlaugsson á Úvarpi Sögu 29. desember sl. Þar sýndi ég henni alla þá kurteisi og nærgætni sem mér var unnt nema í blálokin þegar í ljós kom að hún var fullkomnlega ónæm fyrir rökum, neitaði öllum staðreyndum en sló fram fullyrðingum sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Þá bað ég hana og aðra af hennar sauðahúsi að hætta þessu endalausa bulli. Kannski svolítið hranaleg ummæli af minni hálfu.
Í þættinum spurði ég Semu Erlu hvort hún sjálf væri múslími, sem ekkert væri athugavert við en gæti skýrt ákafa hennar við að verja óheftan innflutning múslíma til landsins. Hún neitaði því og lét ég það auðvitað gott heita. Hún sagðist vera trúleysingi. Seinna varð mér ljóst að faðir hennar er Tyrki en fyrir þáttinn vissi ég ekkert um þessa konu.
Í þættinum hélt ég því fram að tæpur helmingur múslíma í Evrópu væru bókstafstrúar samkvæmt félagsfræðilegum rannsóknum. Hún sagðist eiga undir höndum jafn góðar rannsóknir sem sýndu fram á að yfirgnæfandi meirihluti þeirra væru hófsamir í afstöðu sinni til íslam. Eftir þáttinn sendi ég henni eftirfarandi tölvupóst sem ég birti einnig á FB síðu minni:
Sæl aftur Sema Erla
þrátt fyrir mismunandi skoðanir okkar á umræðuefninu á Útvarpi Sögu í dag fannst mér gaman að hitta þig. Ég skil vel að þú telur þig tala af hærra plani en ég vegna uppruna þíns en ég fullvissa þig um að þú, eins og lang flestir, sem ekki hafið lagt ykkur eftir að stúdera íslam náið, gerið ykkur lítið grein fyrir hvers konar hugmyndafræði íslam er.
Til þess þarf ítarlega skoðun eins og ég hef lagst í á löngum tíma. Meira að segja múslímar fæddir í löndum þar sem íslam er ríkjandi eru flestir illar að sér um íslam. Þannig segir einn fremsti fræðimaður íslam á síðustu öld, Maududi, að í raun viti aðeins 0.001% múslíma hvað íslam er í raun Þetta þýðir að aðeins einn af hverjum hundrað þúsund múslímum þekkir íslam í raun!!!
Maududi sagði: Islam er ekki trúarbrögð í venjulegum skilningi þess orðs. Kerfið tekur til allra sviða lífsins; - stjórnmála,efnahagslífs, réttarkerfis, vísinda, heilsukerfis, sálar- og félagsfræði."
Ég bauðst til að senda þér upplýsingar um rannsóknir Humboldt háskólans í Berlín um afstöðu múslíma í Evrópu sem ég bloggaði um fyrir tæpu ári. Bloggið kemur hér á eftir en aftast í því eru strengir á heimildir sem ég hef fyrir bloggi mínu.
http://valdimarjohannesson.blog.is/.../val.../entry/1582169/
Þú sagðist geta lagt fram athugunar sem sýndu fram á hið gagnstæða miðað við það sem ég hélt fram. Mér þætti satt að segja vænt um að fá þær niðurstöður, sem ég er viss um að þú hefur innan handar. Ég ætla þá að kanna sannleiksgildi þeirra heimilda því að þú hefur að því er ég tel verið leiksoppi loddara og því þarft að afslöra þá. Við skulum ekki leyfa loddurum að taka umræðuna í gíslingu. Of mikið er í húfi vegna nauðsynjar heiðarlegarar umræðu sem er byggð á traustum heimildum. Ég veit að þú ert mér sammála.
Með bestu kveðjum,
Valdimar Jóhannesson - m.a. fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins og Alprents sem hvoru tveggja var í eigu Aþýðuflokksins sem Samfylkingin er að hluta til sprottin upp af.
Ég hef enn ekkert svar fengið frá Semu Erlu þó að ég ætti heimtingu á því að hún stæði við þau orð að hún hefði undir höndum rannsóknir sem sýndu fram á hið gagnstæða miðað við það sem ég hélt fram. Þeir, sem slá fram staðhæfingum eins og Sema Erla gerði, hafa um tvennt að ræða ef þeir vilja láta taka sig alvarlega. Leggja fram gögn sem þeir segjast styðjast við eða viðurkenna að þeim hafi orðið á í hita leiksins. Öllum eru fyrirgefin mistök sem geta hent alla. Við erum bara mannleg.
Eftir viðræðuþáttinn á Útvarpi Sögu urðu nokkrar umræður á FB síðu minni. Þar sagði ég m.a.
Sema Erla er nytsamur sakleysingi og eins og fleiri sakleysingjar hið besta skinn. Hún er hins vegar að koma sér á framfæri á umræðusviðinu og ber því skyldu til þess að kynna sér þau mál sem hún þykist vera sérfróð um. Hún á líka að segja satt. Samkvæmt múslímskum hefðum er hún múslími nema hún geri sérstaka ráðstafanir þar sem faðir hennar er múslími. Þegar hún segist ekki vera múslími er hún hreinlega að segja ósatt. Og það er ekki athæfi til eftirbreyttni.
Þessi ummæli mín urðu til þess að fyrir nokkrum dögum hringdi starfsmaður Kastljóssins, Helga Arnardóttir, í mig upp úr þurru og var afar hvöss í viðmóti. Hún sagði mér að samtalið væri tekið upp og sagði svo efnislega eitthvað á þá leið að ég hefði verið fundinn sekur um hatursummæli á FB síðu minni samanber færsluna hér að ofan.
Þessi aðferðarfræði Kastljóss er svona svipuð eins og að sakborningur væri gripinn á almannafæri og réttað yfir honum á staðnum án þess að hann hefði nokkuð andrými til andsvara og dómur kveðinn upp áður en hann vissi hvaðan á hann stóð veðrið. Ég, sem er sjálfur einn af stofnendum Kastljóss og var umsónamaður hans með fleirum á þriðja vetur,var þáttastjórnandi í umræðuþáttum í útvarpi allra landsmanna í 2-3 ár auk þess að vera viðriðinn fjölmiðlum á þriðja áratug, var gjörsamlega dolfallinn yfir þessum vinnubrögðum.
Ég reyndi mitt besta að svara Helgu efnislega. Hún taldi glæp minn felast í því að halda því fram að Sema Erla væri múslími og hvað ég hefði fyrir mér um slíkt. Ég sagði henni að þar sem faðir hennar væri Tyrki og því múslími væri samkvæmt múslímskum hefðum litið svo á að hún væri múslími. Hún spurði mig hvernig ég gæti fullyrt að faðir hennar væri múslími. Vegna þess að 99.7% Tyrkja eru múslímar svaraði ég. Það er tóm vitleysa sagði Helga og þóttist vita betur. Við nánari athugun kom í ljós að ég var kannski ekki alveg nógu nákvæmur. Google segir 99.8% Tyrkja vera múslíma !!
Eftir samtalið rann það upp fyrir mér að vinnubrögð Kastljósins væru fyrir neðan allar hellur. Ég hringdi í Helgu og sagði henni að ég sætti mig ekki við svona vinnubrögð og ég ætti heimtingu á því að fá að átta mig á forsendum þess að ég væri tekinn til yfirheyrslu með þessum hætti, þar sem ég hefði ástæðu til að ætla að svar mitt yrði sett fram í versta hugsanlegu ljósi. Það varð úr að Helga hringdi í mig aftur. Nú fór samtalið fram með þeim hætti að Helga fann engan flöt á því að ófrægja mig eins og hún ófrægði aðra sem höfðu ekki mínar forsendur til þess að bregðast við þessum dæmalausu árásum. Svar mitt við árásum hennar var því ekki í þætti Helgu í Kastljósi í gær.
Ég hvet alla til þess að lesa firnagóða grein Jóns Magnússonar hrl á bloggsíðu hans og FB í dag um þennan þátt. Hann orðar almennar athugasemdir um þáttinn betur en ég hefði gert enda sérfróður á þessu sviði eftir áratuga reynslu í málaferlum sem tengjast meiðyrðamálum.
Sem almennur þegn þessa lands krefst ég afsökunar starfsmanna Kastljóss á þessum vinnubrögðum. Ellegar krefst ég þess að allt Kastljósgengið verði látið víkja úr störfum fyrir RÚV. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það fer út fyrir öll þjófamörk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir