Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2020
25.7.2020 | 00:41
Saga Ægisif á haus
Heldur var dapurlegt að fylgjast með fréttaflutningi RÚV í kvöld um vanhelgun Tyrkja á Ægisif, þegar henni var breytt aftur í mosku með bænahaldi múslíma í henni undir forystu Erdogan. Ægisif hefur verið ein af höfuðkirkjum kristninnar í hálft annað árþúsund eða frá árinu 537 þegar hún var vígð í Miklagarði sem var höfuðborg Austur-Rómverska keisraradæmisins, öðru nafni Býzantíska heimsveldisins. Borgin Mikligarður hét á öðrum tungumálum Konstantínópólis og var ein höfuðborga kristinna manna og grískrar menningar þar til hún varð múslímum ,Ottomönum, að bráð árið 1453 þegar hún féll loks eftir nær átta alda umsátur múslíma. Múslímarnir myrtu stóran hluta borgarbúa og seldu í ánauð, gáfu borginni nafnið Istanbúl og breyttu Ægisif í mosku og veittu hinum vestræna heimi margsháttaðar skeinur næstu aldar, sem helst ekki má nefna hjá stærsta hluta fréttamanna og háskólamanna nútímans, - jafnvel talið til kosta að vera fáfróður um þessa sögu eða snúa hanni alveg á hvolf.
Í fréttinni voru staðreyndir á haus. Óttomanar höfðu átt að hafa byggt kirkjuna sem var þar nefnd Ægisif Sofía, en heitir annað hvort Ægisif á íslensku eða Hagia Sofía á grísku og flestum öðrum tunugmálum. Ástæðan fyrir því að hún hefur íslenskt nafn er að hún var þegar velkunnug Íslendingum til forna vegna tengsla norrænna manna við Miklagarð þar sem þeir voru m.a. í þjónustu austurrómverska keisarans til að verjast óvinum keisradæmisins sem voru fyrst og fremst múslímar. Norrænu málaliðarnir voru nefndir væringar en einna frægastur þeirra var Þorsteinn drómundur, hálfbróðir Grettis, sem hélt til Miklagarðs og gerðist væringi til þess að hefna fyrir dráp Grettis en banamaður Grettis, Þorbjörn öngull, hafði áður ráðið sig í þjónustu keisarans. Menn keisarans tóku því ekki vel þegar Þorsteinn drap Þorbjörn en þarlend eiginkona Þorsteins, Spes, fékk hann keyptan úr prísundinni. Þegar þetta var að gerast hafði Ægisif verið mesta hús kristinna manna í tæpar fimm aldir og átti eftir að vera veglegasta guðshús heimsins í næstu nær fimm aldir.
Veldi Ottomana liðaðist endanlega í sundur efir fimm alda mjög blóðuga sögu við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar en í framhaldi af því var Ægisif breytt í safn 1935 í tilraun Atatürk til þess að færa Tyrkland inn í nútímann og losa landið undan hinni hörðu kló íslam og sharía laga. Eflaust er það með velþóknun fréttamanna RÚV sem Erdogan er nú sem óðast að snúa þeirra þróun við og er að endurreisa kalífat múslíma. Síðasta kalífatið var lagt niður 1923 fyrir tæpri öld en það er keppikefli ýmissa samtaka múslíma að endurreisa alheimsveldi íslam sem legði heiminn undir sinn hramm. Vanhelgun á einni af höfuðkrikjum kristinna manna nú, Ægisif, er áfangi á þeirri leið. Sennilega er það bæði vegna vankunnáttu fréttamanna RÚV eða hroka þeirra, sem útvarpshlustendur fá aldrei að heyra það samhengið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir