Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024
31.5.2024 | 14:47
Trunt trunt og tröllin á pöllunum
Þjóðsögurnar geyma frásagnir um menn sem leiddust til fylgilags við tröllin og misstu mennskuna, bæði að innræti og útliti. Einn lenti í bland við tröllin á grasafjalli og kom til sama grasafólks næstu þrjú árin. Fyrsta árið var hann fámáll, ábúðarmikill og sagðist trúa á guð. Annað árið var hann svo tröllslegur að þeim stóð stuggur af honum og svaraði ekki spurningum um trúna. Þriðja árið kom hann í síðasta skipið og var þá orðinn hið mesta tröll og illskeyttur mjög. Aðspurður sagðist hann trúa á trunt trunt og tröllin í fjöllunum.
Þjóðsögurnar eru næmar á mannlegt eðli. Lærdómurinn hér er sá að það er mannskemmandi að lenda í félagsskap illra afla. Þess finnast víða merki. Guðhræddir menn fara að trúa á illar vættir og taka upp fas leiðtoganna. Líka þó þeir hafi verið hjartahreinir og hrekklausir fyrir. Þjóðsögurnar greina hins vegar ekki frá því að tröll hafi komið til byggða og orðið mennskunni að bráð.
Nú er liðinn meira en aldarfjórðungur frá því að ég leiddi til lykta dómsmál fyrir Hæstarétti Íslands þar sem látið var reyna á hvort gjafakvótakerfið svokallaða stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Allir fimm dómarar Hæstaréttar í máli nr. 145/1998 fimmtudaginn 3. desember voru sammála um að kvótalögin brytu í bága við 65. og 75. grein stjórnarskrárinnar, þ.e. gegn reglum jafnræðis og atvinnufrelsis. Þetta voru sem sagt ólög. Slík eru ekki hafandi nema örstuttan tíma þegar neyðarréttur getur vikið almennum reglum til hliðar um stund.
Fólkið í landinu, sem þó þekkir yfirleitt ekki stjórnarskrána, þar sem skólakerfið stendur dyggan vörð um vankunnáttuna, var að yfirgnæfandi meirihluta sammála dómurunum. Almenn skynsemi dugir oftast til að greina hvað er rétt eða rangt. Flestir sáu fyrir sér í desember 1998 að fiskiveiðistjórnarlögunum yrði snarlega breytt. Þau höfðu enda þegar haft afar skaðleg áhrif á þjóðarhag um 14 ár og mál að linnti.
Nú eru liðin 40 ár síðan ólögin nr. 821983 tóku gildi með þeim breytingum einum síðan sem hertu á óréttlætinu. Í hartnær fjörutíu ár hefur verið mér vaxandi undrunarefni að ekki er búið að leiðrétta þetta augljósa óréttlæti. Mér hefur verið fyrirmunað að skilja af hverju Alþingi hefur ekki tekið á sig rögg. Hver ágætismaðurinn á fætur öðrum hefur sest í löggjafarsætin en það er aðeins á valdi Alþingis að breyta lögum og eyða ólögum. Ég hef oftlega tekið til máls á opinberum vettvangi um þetta og einu sinni gengið svo langt að senda með öðrum öllum sitjandi þingmönnum bréf en ekki fengið neitt svar nema drungalega dauðaþögn.
Svo var það eina nóttina fyrir skemmstu að ég vaknaði upp af djúpum svefni og setningin Trunt trunt og tröllin í fjöllunum hraut af vörum mér. Mér varð allt ljóst eins og hendi væri veifað. Ég grandlas Þjóðsögur Jóns Árnasonar fyrir fermingu mér til mikillar skemmtunar. Mér varð ljóst í svefnsslitrunum að draumavitundin hafði verið að vinna úr þessum merka þjóðararfi. Meðvitundin vann svo aðeins með þetta og hnikaði til tveimur síðustu orðunum: Trunt trunt og tröllin á pöllunum!
Flestir sem taka sæti á Alþingi fara þar inn með hreint hjarta og finna jafnvel til ánægjulegs stolts þegar þeir sverja þess eið að halda stjórnarskrána og virða í öllum sínum störfum fyrir umbjóðendur sína, fólkið í landinu. Þegar þingmaður tekur sæti á Alþingi í fyrsta sinn undirritar hann einskonar trúarjátningu, drengskaparheit að stjórnarskránni, undireins og búið er að viðurkenna að kosning hans sé gild. Drengskaparheitið er svohljóðandi: Ég undirskrifaður/uð, sem kosin(n) er þingmaður til Alþingis Íslendinga, heiti því, að viðlögðum drengskap mínum og heiðri, að halda stjórnarskrá landsins.
Fyrsta árið á þingpöllunum er trúarjátningin, æðsta boðorð hvers þingmanns, honum ofarlega huga um leið og hann gætir þess þó enn betur að vera samstiga flokksfélögum sínum og þá sérstaklega flokkströllunum, sem ganga valdsmannlega um pallana og hafa vigt langt umfram nýgræðinginn. Eftir fyrsta árið talar hann enn af virðingu um stjórnarskrána. Eftir annað árið kemur hún ekki upp í umræðunni og í lok þriðja árs trúir hann á trunt trunt og tröllin á pöllunum. Þjóðsagan er sem sagt býsna fundvís á hvernig þrýstingurinn brýtur niður góðan ásetning. Og hin æðsta skylda víkur yfir ofurvaldi tröllanna.
Hér skal það áréttað að skyldan við stjórnarskrána ríkir yfir hagkvæmninni þó að það væri hagstæðara fyrir heildarhagsmuni landsins að hafa hana að engu, sem það er þó alls ekki. Leidd hafa verið að því rök ótal sinnum að heildarafli landsmanna sé aðeins um helmingur þess sem hann gæti verið og reynslan fyrir daga kvótans og skrapdaga bendir til. Kvótakerfið ber sök á því að við förum á mis við 200 milljarða króna aflaverðmæti upp úr sjó árlega. Þetta gerðu um 400 milljarða króna útflutningsverðmæti sem skilaði sér margfalt inn í þjóðartekjurnar. Þjóðartekjur á mann gætu hækkað um tugi prósenta við skynsamlega nýtingu. Svo ekki sé talað um gróandi þjóðlíf um land allt og gæði þess að búa í réttlátu þjóðfélagi. Ef margfaldað er með 40 verður heildartjón í tekjum af ólögunum ljóst.
Með því að virða stjórnarskrána gæti heillandi framtíðarsýn Hannesar Hafstein í Aldamótaljóðinu um næstsíðustu aldamót loksins ræst að fullu.
Kraftinn hún finnur: Öfl í æðum funa,
ólgandi fossa kynjamögnin duna.
Auðlindir sjávar ótæmandi bruna.
Ónotuð frjógnótt beiskju vekur muna.
Fyrir hvern er fjallkonan (við) að færa þessa fórn að nýta ekki frjógnóttina, auðlegðina, í hafinu, ólgandi kraftinn í náttúru landsins? Nú er mál að lúta ei lengur tröllum.
P.S. Þessi grein birtist í Mbl í dag 31.maí 2024
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir