Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál

Hættulegir öfgamenn í Ýmishúsinu

Flestir virðast telja að í ákvæðum stjórnarskrárinnar um trúfrelsi felist réttur hvers sem er til þess að boða hvaða trú sem er. Svo er ekki. Í 63. greininni segir:   " Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu." Samfélag okkar er því ekki eins opið og varnarlaust gegn ofstæki og ofstopa eins og margir virðast telja. Gæta verður að því að hrófla ekki við þessum skilyrðum við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Ef grunur margra er réttur um að Wahhabi múslímar í Saudi Arabíu standi að baki hugmyndum um byggingu mosku hérlendis og stofnun Kóran-skóla ( madrössu) eða að stofnun og byggingu  þessara múslímsku stofnanna verði kostuð frá Saudi Arabíu er full ástæða til þess að bregðast hart við. Wahhabi múslímar iðka Islam í sinni öfgafyllstu og upprunalegustu mynd. Þeir halda ofstækis- og ofbeldisfullum trúarskoðunum svo mjög á lofti að horfir til vandræða um heim allan en það gera einnig fleiri hópar meðal múslima.

 

Vandræðin við Islam er hvað það er óskiljanlegt kristnum mönnum vegna dualisma, tvíhyggunnar. Þess vegna lenda margir góðviljaðir menn í þeirri gildru að líta eingöngu til notalegra setninga í Kóraninum en skoða hann ekki eða Islam í víðara samhengi. Kristnir menn líta almennt á Biblíuna sem mannanna verk og því ástæðulaust að taka mark á ýmsu t.d. í Gamla testamentinu sem samræmist ekki kenningu Jesú í Nýja testamentinu.

Múslímum stendur ekki til boða að velja og hafna. Þeir líta á Kóraninn sem orðrétt skilaboð til Muhameds frá Allah í gegnum erkiengilinn Gabríel. Allt í Kóraninum er óumbreytanlegt og getur verið lífshættulegt að hæðast að því. Okkur upplýstum vesturlandabúum þykir þetta auðvitað gjörsamlega fáránlegt en fjöldinn allur af trúuðum múslímum hafa verið innrættir með þetta frá blautu barnsbeini. Fyrir þeim er þetta svo fúl alvara (í orðsins fyllstu merkingu) að hófsamir múslimar þora ekki að æmta né skræmta nema ótrúlega hugrakkir einstaklingar sem hafa margir hverjir búið við stöðugur lífslátshótanir og þurfa að fara huldu höfði undir vernd lífvarða.

Enginn þarf að efast um að 80% múslíma er friðsamt fólk sem vill lifa í sátt og samlyndi við aðra trúarhópa en því miður fá þeir litlu ráðið eins og stendur þó að vona verði að þeim vaxi ásmeginn. Miklu skiptir að sýna þessu fólki stuðning og hvatningu.

Þegar það er haft í huga að 80% af moskum á Vesturlöndum er stjórnað af ofstopafullum imömum (foringjum) í nafni Islam er mikið í húfi að fylgst sé náið með múslímum nota sér trúfrelsið hér á landi. Lögregluyfirvöld og þjóðkirkjan mega ekki sofa á verðinum. Almenningur á heldur ekki að láta í sjálfu sér aðdáunarvert umburðarlyndi hindra sig í að skoða tilburði islamista til þess að ná Ísland undir Islam en það eru yfirlýst markmið þeirra og að koma hér á Sharíalögum.

Imami múslíma á Íslandi telst til hófsamra múslíma enda hefur hann búið hér í 40 ár. Hann hefur varað mjög við þeim mönnum sem stefna að því að hefja starfsemi í Ýmishúsinu og telur þá vera hættulega öfgamenn.


Vill þjóðin aukinn aðskilnað?

Þeir sem nú sækjast eftir sæti á stjórnlagaþing þurfa ekki að taka afstöðu til þess hvort fella eigi niður 62. grein stjórnarskrárinnar eða ekki. Greinin hljóðar svo:  Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“

 Val manna inn á stjórnlagaþing mun klárlega ekki endurspegla vilja þjóðarinnar til þessa máls. Það væri því í meira lagi hæpið að stjórnlagaþing færi að ráðgast með þjóðkirkjuna, - ekki síst þar sem enginn veit hver er hugur þjóðarinnar til málsins. Hæpið meira að segja að þjóðin viti sjálf hug sinn til málsins fyrr en ítarleg umræða hefur farið fram um það.

 Mér er til efs að þjóðin hafi almennt mikla skoðun á málinu. Ég tel að flestir séu nokkuð sáttir við stjórnlagaskipun trúmála. 63. grein stjórnarskráinnar kveður á um trúfrelsið: " Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu."

 Ég er sjálfur almennt þeirrar skoðunar að kirkja og ríki eigi að vera aðskilin. Ég er sem sagt sammála Jesú, sem segir í Markús 17/12:  "Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er."

 En vilji minn til málsins gæti sem best komið fram í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Við eigum að bera mál eins og þetta og fjöldamörg önnur undir þjóðina sjálfa. Hún á að ráða skipan mála. Engin leið er til þess að vilji þjóðarinnar til mála eins og þessa endurspeglist í kjöri fulltrúa inn á löggjafaþing. Mitt vægi í þessu máli á að vera eitt atkvæði innan um öll atkvæði þjóðarinnar.

 Ég tel ekki tímabært núna að fara í svona breytingar. Til þess þarf miklu meiri umræðu en rúm er fyrir núna. Ísland byggir á kristnum gildum, menning okkar hvílir mikið á kristni. Við þurfum að standa vörð um þau gildi, sérstaklega núna þegar mjög er sótt að þeim. Ég er kristinn maður þó að ég sé ekki trúaður.

 Ég tel hins vegar að ríkiskirkjan þurfi að fara í mikla naflaskoðun og kanna hvernig staðan hennar myndi breytast við aukin aðskilnað ríkis og kirkju. Ég óska kirkjunni alls hins besta og tel verkefni hennar mikilvægt.


Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband