21.11.2010 | 22:43
Við erum þjóðin
Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa skellt skollaeyrum við háværum kröfum íslenskra kjósenda í áratugi um breytta stjórnarskrá. Þeir hafa haft tækifæri til þess alveg síðan 1944 að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að hafast mikið að.
Við stöndum nú í rústum okkar unga lýðveldis m.a. vegna óhafandi starfsemi stjórnmálaflokkanna. Þeir hafa í allt of miklum mæli fyrst og fremst verið að sinna flokkshagsmunum sínum en hafa gleymt hagsmunum þjóðarinnar. Augljós krafa þjóðarinnar er að stjórnmálaflokkarnir haldi sig fjarri stjórnlagaþinginu. Nú á þjóðin leik.
Nú vill þjóðin setja leikreglurnar sem stjórnmálaflokkarinar eiga að fylgja. Það er ekki stjórnmálaflokkanna að setja reglurnar sem þjóðin á að fylgja í sína þágu en gegn hagsmunum þjóðarinnar. Valdið á að stafa frá þjóðinni, - ekki frá stjórnmálaflokkunum eins og raunin hefur verið. Það er t.d. þjóðarinnar en ekki stjórnmálaflokkanna að ákveða hvort stórkostlegum upphæðum af almannafé skuli varið til starfsemi flokkanna. Þjóðin á að láta sig það varða hvort spilltir kjördæmastjórnmálamenn taka ákvarðanir gegn þjóðarhagsmunum til þess að þjóna pólitískum hagsmunum sínum heima í kjördæmi eins og það er kallað en slík vinnubrögð hafa einkennt íslensk stjórnmál alla tíð.
- Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki sinnt ákalli þjóðarinnar um afnám kvótakerfisins.
- Stjórnmálaflokkarnir hafa hunsað niðurstöðu dómssóla, íslenskra og erlendra um óréttmæti þess.
- Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki sinnt ákalli þjóðarinnar um jafnan atkvæðarétt.
- Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki sinnt ákalli þjóðarinnar um að gera landið að einu kjördæmi.
- Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki sinn ákalli þjóðarinnar um persónukjör.
- Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki sinnt ákalli þjóðarinnar um skíra þrískiptingu valdsins.
- Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki sinnt ákalli þjóðarinnar um heiðarleika í skipum embætta.
- Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki sinnt ákalli þjóðarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Stjórnmálaflokkarnir telja að valdið stafi frá þeim.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Þjóðin hefur átt leik í tugum kosninga til stjórnlagaþings frá lýðveldisstofnun. Alþingi er stjórnlagaþing. Stjórnmálaflokkarnir eru á kjósendamarkaði og það er þjóðin sem hefur haft minni áhuga á breytingum á stjórnarskrá en stjórnmálaflokkarnir.
Gera verður athugasemd við orðalag eins og það að við stöndum á rústum okkar unga lýðveldis. Við gerum það ákkúrat ekki. Íslenska lýðveldið stendur eins og stjórnarskráin.
Þeir sem telja sig vera þjóðina verða að átta sig á að vilji þjóðarinnar kemur fram með ákveðnum og formbundnum hætti í kosningum. Vandinn er sá að þjóðin hefur ekki haft áhuga á eða viljað hlusta á varnaðarorð eða tekið undir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá.
Mesti vandinn er sennilega sá að þjóðin vill ekki horfa á neitt sem getur verið leiðinlegt eða erfitt. Hún vill ekki að hlutirnir séu málaðir og sagðir í samræmi við staðreyndir og hún neitar að horfa á eigin hlut í þeirri kreppu sem var fyrirsjáanleg strax árið 2006 þó að bankarnir hefðu ekki farið á hausinn. Það hafð aldrei neitt með stjórnarskrána að gera. Miklu frekar viðbrögð og viðhorf þjóðarinnar.
Ég minni þig á að þú bentir á það strax árið 2003 að við værum að fara rangt að í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Þú hafðir rétt fyrir þér en þjóðin hlustaði ekki, af því að það var leiðinlegt að horfast í augu við sannleikann.
Ég er hræddur um að þjóðin sé ekki enn tilbúin til að horfast í augu við staðreyndir mála sem koma raunar stjórnarskránni ekkert við þó ég geti verið sammála þér um nauðsyn breytinga á henni varðandi þjóðaratkvæði og náttúruauðlindir.
Jón Magnússon, 22.11.2010 kl. 10:25
Jón
auðvitað er rétt hjá þér að það er of sterkt til orða tekið þegar ég skrifa að við stæðum nú í rúsum okkar unga lýðveldis. Hins vegar er landið afar illa farið með allt bankakerfið fallið á hliðina ásamt með sparisjóðum og í raun gjaldþrota seðlabanka, þúsundir heimila á vonarvöl, Alþingi, stjôrnsýslu, ríkisstjórn og hæstarétt rúin trausti og þjóð sem horfir ringluð í kringum sig og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Sparifé margra landsmanna horfið í flauminn.
Vandinn sem við eigum við að etja er kannski að einhverju leyti vegna þess að þeir sem vöruðu við, bæði hérlendis og erlendis ( í þeim hópi vorum við báðir),- fengu að heyra það ekki aðeins hjá þjóðinni heldur einnig þeim leiðtogum sem höfðu verið valdir til að leiða þjóðina að þetta væri ömurlegt svartagallsrauns. Leiðtogarnir fóru um heiminn eftir að þeim var orðið það ljóst að allt stefndi í óefni til að prédika að hér væri allt í himnalagi. Hér heyrðust setningar eins og þessi af munni fjármálaráðherra á Alþingi : "Sjáið þið ekki veisluna piltar". Varaformaður stærsta stjórnmálaflokksins vildi senda erlenda bankamenn, sem vöruðu við, í endurmenntun. Hvernig átti þjóðin að geta áttað sig. Litlar mjóar raddir vöruðu við, skrúðmælgisflaumurinn flæddi yfir allt velsæmi.
Við vitum það báðir að íslenska velferðarkerfið stenst ekki og jafnframt að þjóðin neitar að skilja það að skera verður niður þjónustuna. Ekkert forystuafl í landinu virðist vera fært um að fá þjóðina til leggjast á árarnar og róa alla í sömu átt til þess að komast á sléttan sjó aftur.
Það er kannski of mikið sagt að þetta séu rústir. En getum viðl ekki verið sammála um að þetta gæti endað með algjörum rústum ef þjóðin fer ekki að bretta upp ermarnar og áttar sig á því á hvaða ferð við erum. Ef þjóð fæst til leggjast á árarnir eigum við góða og farsæla framtíð. Eins og nú er umhorfs í íslensku þjóðlífi er því mkúr ekki ástæða til þess að vera bjartsýnn. Ný stjórnarskrá ein og sér mun ekki skipta öllu máli, en hún gæti með öðru, ef vel tekst til með að fainna nýjan sáttmála, orðið til þess að fylkja þjóðinni fram á veginn. Það er minn draumur, - þess vegna er ég að bjóða mig fram.
Valdimar H Jóhannesson, 22.11.2010 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.