Leita í fréttum mbl.is

Óheyrileg sóun vegna kjördæmaskipunar

Á kosningafundi á Siglufirði  vorið 2003 hélt ég einn frambjóðenda því fram að gerð Héðinsfjarðarganga væru óðs manns æði. Þau kostuðu 6-7 milljónir króna á hvern íbúða á Ólafsfirði og Siglufirði. Fyrir vexti og rekstrarkostnað af framkvæmdinni gæti hver og einn einasta íbúi þessara tveggja bæja komist einu sinni í mánuði með flugi fram og til baka til New York á því verði sem flugfélögin auglýsa með flugvallarsköttum um aldur og ævi eins lengi og land byggist. Kostnaðurinn við gerð ganganna tveggja samsvaraði meira en verðmæti allra fasteigna í bæjunum.

Á þessum tímapunkti voru farnar að renna tvær grímur á fjárveitingavaldið og sumum að verða það ljóst hvílíkt reginbrjálæði það væri að gera svo dýr samgöngumannvirki fyrir svo fámenn byggðarlög sem í þokkabót væru að dragast  saman jafnt og stöðugt vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna. Einnig þar sem ljóst er að sjálf göngin munu enn fækka íbúum bæjanna beggja vegna þess m.a.að nú verður unnt að samnýta ýmislegt það sem aðskilnaður bæjanna leyfði ekki áður og vegna þess að nú verður auðveldara að veita þjónustu t.d. við Siglufjörð lengra að.

Íbúum Flateyrar, Suðureyrar við Súðandafjörð og Ísafjarðar fækkaði verulega eftir að göng tengdu bæina saman. Það stefnir því allt í það að allir íbúðar Ólafsfjarðar og Siglufjarðar gætu farið á Saga-klass til New York einu sinni í mánuði fyrir kostnaðinn við gerð ganganna.

En frambjóðendum var mikið í mun að fá atkvæði fólksins í þessum tveimur bæjum og hétu því að ekki yrði hætt við þessar framkvæmdir. Sá frambjóðandinn, sem seinna varð samgönguráðherra,  hélt því fram að gerð ganganna væri arðbærasta framkvæmdin sem þjóðinni stæði til boða!

Tveimur mánuðum eftir kosningarnar ákvað ríkisstjórnin að hafna öllum tilboðum sem höfðu borist í verkið  og bar fyrir sig þennslu í efnahagslífinu og frestaði framkvæmdum um óákveðinn tíma. Einhver skynsemisvottur kannski að síast inn. Nýkjörnir þingmenn kjördæmisins höfðu hinsvegar allir gefið loforð fyrir delluna og komu framkvæmdum í gang með góðu og illu og notuðu öll meðöl nema umhyggju fyrir heildarhagsmunum þjóðarinnar til að koma verkinu af stað.  Pólitísk framtíð þeirra var í húfi.

Þetta er eitt af hörmulegustu dæmum um það tjón sem kjördæmaskipan á Íslandi kemur okkur í sem Þjóð aftur og aftur. Þeim mun ekki linna fyrr en kjörnir fulltrúar þurfa að standa reiknisskil frammi fyrir öllum landsmönnum vegna þess að landið er eitt kjördæmi. Þá þyrfi frjáveitingavaldið að skoða heildarhagsmuni landsins en þeir eru m.a. þeir að nýting landsgæða og mannlíf sé sem best um land allt. Þá þurftum við kannski ekki að lesa fréttir um ráðherra sem láta undan þrýstingi kjördæmisþingmanna og  greiða 30 milljónir króna úr okkar sameiginlega kassa að óþörfu. Hér væri unnt að taka fjölda dæmi af þessu tagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband