25.11.2010 | 10:16
Kvótakerfið er tilræði við þjóðina
Mikil er ágæfa okkur Íslendinga um þessar mundir að ekki hefur tekist að ná fram vitrænni niðurstöðu um fiskveiðistjórnunina. Fjöldi Íslendinga veit og hefur haldið því fram um árafjöld að kvótakerfið er að ræna þjóðinni feiknalegum verðmætum á hverju ári og dæma okkur til miklu verri lífskjara en við gætum haft.
Í dansinum tryllta í kringum gullkálfinn sem stiginn var hér fram að hruni var búið að sannfæra þjóðina um að hlutskipti hennar væri ekki að lifa af sjávarafla heldur af því að vera lang flottasta þjóð heims í bankaumsvifum og viðskiptafléttum um veröldina víða. Þegar aðrir sætu hræddir og bældir frammi fyrir tækifærunum væri okkur gefin sú náðargáfa að ganga ákveðin og djörf til stórra ákvarðana. Það blundaði Alexander mikli í hverjum Íslendingi.
Þrátt fyrir ónotalega lendingu úr háloftaferðum heimsviðskiptana hefur ekki ennþá fengist að ná fram vitrænni umræðu um undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Sjávarauðlindin er og hefur alltaf verið ein helsta forsendan fyrir því að lífvænlegt er í landinu. Ekkert skiptir meira máli en að auðlindin sé nýtt af skynsemi.
Samt fást menn ekki almennt til þess að horfast í augu við það að kvótakerfið, alveg óháð því hvernig veiðiheimildum er úthlutað, er að hafa af þjóðinni feiknalegar tekjur og hefur gert undanfarna áratugi.
Landað veiðimagn af þorski, sem er lang verðmætasta fisktegundin, er aðeins einn þriðji hluti þess sem það var áratugum saman fyrir daga kvótakerfisins. Það er öldungis ljóst að samdrátturinn í lönduðum afla er bein afleiðing kvótakerfisins. Allir sjómenn vita og sumir fiskifræðingar viðurkenna að þorskmagnið í sjónum er ekkert minna en það var. Feiknalegu magni er hent í sjóinn aftur vegna þess að þeir sem fá þorskinn óvart sem meðafla hafa ekki kvóta fyrir honum. Á sama tíma og fiskútflytjendur kvarta undan því að verðmætir saltfiskmarkaðir okkur séu að glatast í hendur Norðmanna hitti ég sjómenn sem segja mér frá brottkasti þorsks.
Höfum við efni á því lengur að fara svona með tækifærin. Ég held því fram að með því einu saman að nýta fiskmiðin af skynsemi gætu við snúið efnahagi landsins aftur til betri vegar. Eðlilegur þorskafli sem væri 4-500 þúsund tonn af ári myndi auka þjóðartekjurnar um tugi prósenta. Við myndum sigla upp úr öldudalnum á 3-4 árum. Sjávarbyggðin allt umhverfis landið myndi lifna við allri þjóðinni til blessunar.
Það er tilræði við framtíð þjóðarinnar að halda í kvótakerfið. Kvótastýring á fiskimiðum er ófær leið. Gjafakvótakerfið stríðir gegn stjórnarskrá landsins og mannréttindayfirlýsingu SÞ. Gjafakvótakerfið er smánarblettur á Íslendingum. Þennan blett verðum við og getum máð af okkur.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.