16.2.2011 | 13:24
Þá féllu „stjórnlagaþingmenn“ á prófinu
Nú þegar það hefur verið fullreynt að Hæstiréttur hefur ógilt kosninguna til stjórnlagaþings er ljóst að enginn hefur verið kosinn til setu á þinginu. Kjörbréf þeirra 25 manna, sem voru taldir hafa náð kosningu áður en Hæstaréttur úrskurðaði kosninguna ógilda, eru því ógild. Allir 521 sem buðu sig fram til kjörs á stjórnlagaþingi hafa því sömu stöðu. Þeir hafa allir lýst yfir vilja sínum til þess að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar en val um það hverjir þeirra skyldu annast verkið hefur ekki farið fram þannig að mark væri á því takandi.
Langfelstir þeirra sem buðu sig fram til setu á stjórnlagaþingi voru sammála um að skerpa þyrfti á þrígreiningu ríkisvaldsins, þ.e. að auka og treysta sjálfstæði löggjafavalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Flestir voru sammála um það að ógæfa Íslands stafaði m.a. af lélegri stjórnsýslu sem m.a. ætti rót sína að rekja til skorts á aðgreiningu valdaþátta ríkisins.
Kosningin til stjórnlagaþingsins var eitt allsherjar klúður, bæði hvað varðar fyrirkomulag og framkvæmd. Um það hljóta allir að vera sammála. Stjórnsýslan féll enn einu sinni á prófinu. Þó að málið sé vont gæti það enn versnað ef einhverjum skyldi detta það til hugar að skipa þá 25 menn,sem höfðu fengið ógild kjörbréf. Þá væri áfram unnið í þeim anda að aðgreining valdaþátta samfélagsins væri aðeins til málamynda.
Ef Alþingi dettur til hugar að skipa þessa 25 í einhvers konar stjórnlaganefnd er augljóslega verið að hafa úrskurð Hæstarétt að engu. Þá er Alþingi að taka yfir dómsvaldið. Ef einhverjum þessara 25 manna dytti til hugar að taka sæti í slíkri nefnd hafa þeir fallið á prófinu og hafa sannað að þeir eiga ekkert erindi til að endurskoða stjórnarskránna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Ég er sammála þér um það að því miður féllu þeir sem töldu sig hafa verið kjörin á stjórnlagaþing á prófinu þegar þau létu sér detta í hug að Alþingi ætti að skipa þau í stjórnlaganefnd og síðan áfram. Hvað er gert í lýðræðisríki ef kosning er ógild? Það er kosið aftur.
Ef vilji er fyrir að halda stjórnlagaþing á annað borð, sem mér hefur raunar alltaf fundist hið mesta óráð undir þeim formerkjum sem sett voru, þá á að kjósa aftur. Eðlilegt er þá að hlíta ráðum herra forsetans yfir Íslandi og hafa þá kosningu með þeim hætti sem venjulegt fólk skilur og vill taka þátt í.
Jón Magnússon, 16.2.2011 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.