24.2.2011 | 11:54
Vonandi vankunnátta frekar en gyðingahatur
Þeir margir Íslendingar sem taka undir málstað múslíma endalaust og sverta málstað Israel ættu að skoða kortin sem nú birtast daglega í blöðunum af miðausturlöndum vegna ólgunnar þar. Þeir áttuðu sig þá kannski á því hve fráleitur málflutningur þeirra er. Israel sést vart með berum augum á þesum kortum enda agnarlítið land meðal risavaxinna landa múslíma.
Israel er 20.770 km2 eða rúmlega einn þúsundi ( eða 0.13%) af því landi sem gjarnan er flokkað til miðausturlanda, þ.e. lönd araba og berba ásamt með Iran og Tyrklandi. Heildarflatarmál þessara land telst vera 15.804.472 km2 ( Israel er einn fimmti af stærð Íslands). Gyðingar bjuggu dreifðir um þessi lönd fyrir stofnun Israel 1948. T.d. voru þeir um þriðjungur íbúa Bagdad og nær búseta þeirra þar alveg til herleiðingarnar til Babýlon á 6. öld fyrir Krist og áttu þeir stærsta þáttinn í gullnu öldinni í Bagdad sitt hvorum megin við kristnitökuárið okkar og er stundum ranglega eignuð Islam. Eftir árásarstríð araba gegn Israel við stofnun ríkisins 1948 flúðu nær allir gyðingar frá Irak eins og frá flestum löndum múslíma. Innan við eitt hundrað gyðingar munu núna búa í Irak.
Íbúafjöldinn í Israel mun vera um 7.6 milljónir manna eða um 1.5% af heildar mannfjöldanum í þessum löndum sem telja 494 milljónir íbúa. Hver íbúi Israel hefur því til ráðstöfunar innan við einn tíunda af því rými sem hver íbúi hefur að meðaltali í hinum löndunum. Það er því ekki skortur á landrými í miðausturlöndum, sem er rót vandans þar né tilvera Israel.
Ef tekinn er samanburður t.d. af Líbíu, þar sem allt er nú í fári, munu íbúar þar vera 6.4 milljónir manna en stærð landsins er 1.759.450 km2 . Á hvern ferkílómetra í Líbíu eru því að meðaltali 3.6 íbúar meðan 366 íbúar eru að meðaltali á hvern íbúa í Ísrael. Í þokkabót eru svo feiknarlegar olíulindir í Líbíu en engar í Israel né neinar aðrar auðlindir í jörðu. Líbía gæti verið auðugasta land heimsins þar sem smjör drypi af hverju strái. Staðreyndin er hins vegar sú að þjóðartekjur á mann eru tvöfalt hærri í Israel en í Líbíu.
Í Líbíu var til skamms tíma eitt af elstu samfélögum gyðinga utan Israel en saga þess er talin ná aftur til þriðju aldar fyrir Krist. Fasistar á Ítalíu fóru mikinn í ofsóknum gegn gyðingum í Líbíu á stríðsárum en þeim var haldið áfram af fullum krafti af heimamönnum eftir heimstyrjöldina. Þegar Líbía fékk sjálfstæði 1951 hröktust nær allir gyðingar frá landinu enda nutu þeir mjög skertra mannréttinda eins og algengast er í múslímskum löndum þar sem minnihlutahópar mega ávalt eiga von á blóðugum ofsóknum.
Í Israel hins vegar eru arabar um 20% af þjóðinni og njóta allra mannréttinda. Þeir sitja á þinginu, eru dómarar, yfirmenn í hernum og ekkert væri því til fyrirstöðu að arabi væri forsætisráðherra enda er Israel eina landið þar sem lýðræði er virt í miðausturlöndum. Það skyldi ekki vera þar sem skilur á milli gæfu og ógæfu þessara landa?
Orsök ógæfu múslímsku landanna stafar að minnsta kosti ekki af því að gyðingar hafi rænt þá landi sem sé forsenda fyrir velferð þeirra. Gyðingar voru ávalt í meirhluta á þeim svæðum sem nú heita Israel en rómverjar gáfu nafnið Palestína gyðingum til háðungar eftir að þeir hernámu landið. Það er sögufölsun að til hafi verið land múslímskra araba sem hét Palestína. Raunar var landið mjög strjálbýlt og nánast eyðimörk þegar gyðingar fóru að flytjast þangað á seinustu öld og hófu þar uppbyggingu. Uppbyggingin varð forsenda þess að arabar fóru á leita þangað frá næstum löndum í leit að lífsviðurværi sem dugnaður gyðinga skapaði.
Því miður er nær ávalt dregin upp mjög bjöguð mynd af samskiptum Israel og araba í íslenskum fjölmiðlum. Vonandi stafar það meira af vankunnáttu en gyðingahatri.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Sæll; Valdimar !
Ég má til; að koma að, leiðréttingu nokkurri.
Alls ekki; blanda saman, Serbum á Balkanskaga - við Berba;; frumbyggja Norður- Afríku.
Fyrir utan Berba; auk Arabísku landnámsmannanna, í Norður- Afríku, kann að eima eftir, af þjóðarbrotum, frá þjóðflutninga tímabilinu mikla (4. - 6. öldum), þar syðra, sem kynnu að vera, af Vandala og Vest- Gota stofni einnig, Valdimar.
Að minnsta kosti; má finna ljóshært og skolhært - sem bláeygt og gráeygt fólk, í þjóðahafinu mikla, í Norður- Afríku, sem mörgu svipar jafnvel, til Evrópskra kynþátta.
Svo; til haga skyldi halda, að nokkru.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 13:42
Heill og sæll Óskar
þakka þér fyrir athugasemdina. Ég kann að greina þarna á milli. Fljótfærnis innsláttarvilla hjá mér. Ég leiðrétti þetta strax.
Valdimar H Jóhannesson, 24.2.2011 kl. 14:27
israel er bara eins og krabbamein sem þarf að losna við ;)
Óskar Þorkelsson, 24.2.2011 kl. 18:47
Má skilja þessa grein þína á þann hátt að Palestínumenn sem bjuggu í Palestínu, áttu í raun engan rétt á að búa í því landi, af því að næg landsvæði voru til í arabaheiminum?
Það er sögufölsun að halda því fram að gyðingar hafi verið í meirihluta á þeim svæðum sem nú ér Israel. Það er líka sögufölsun að arabar hafi hópast til Palestínu frá nágranalöndum, af því gyðingar hafi skapað þeim svo góð lífsviðurværi þar. Gyðingar voru í algerum minnihluta í Palestínu 1948. Það er rétt að gyðingar fluttu frá nálægum arabalöndum til Ísrael 1948. En hundruð þúsunda Palestínumanna vöru reknir af landi sínu.
Ég hef lesið þessi rök þín á netsíðum bandarískra gyðinga. En þessi söguskoðun hefur verið skotin í kaf af fjölda fræðimanna.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 20:43
Sæll Valdimar.
Mikið ert þú illa upplýstur þegar þú skrifar: „Í Israel hins vegar eru arabar um 20% af þjóðinni og njóta allra mannréttinda.“ Ég get alveg umborið þína fáfræði svo lengi sem þú ferð ekki að leggja út af vitlausum upplýsingum. Það eru lög í Ísrael sem banna Palestínumönnum af arabakyni að gegna herþjónustu í Ísrael. Drúsar eru ásamt gyðingum einir gjaldgengir til herþjónustu. Arabar sem eru löglegir íbúar Ísraelsríkis fá ekki að kaupa land, það hefur ekki verið byggður einn einasti nýr bær eða borg fyrir araba í Ísrael frá 1948 - þótt þeim hafi fjölgað úr 150,000 í 1,500,000. Þeim er bannað að giftast gyðingum og Palestínumönnum frá Vesturbakkanum eða Gaza. Ég get talið upp mörg önnur dæmi til að fræða þig um ástandið - en sleppi því að sinni.
En svaraðu einni spurningu: Hvað eru 500,000 Ísraelskir gyðingar að gera á herteknu landi í banni SÞ og allra alþjóðasamninga?
Hjálmtýr V Heiðdal, 24.2.2011 kl. 21:04
Ég gleymdi að skrifa um þessa sögufölsun þína „Uppbyggingin varð forsenda þess að arabar fóru á leita þangað frá næstum löndum í leit að lífsviðurværi sem dugnaður gyðinga skapaði.“
Ef þú vilt þá skal ég senda þér upplýsingar frá Hagstofu Ísraels sem skýtur botnin úr þessari fullyrðingu þinni. Láttu mig bara vita.
Hjálmtýr V Heiðdal, 24.2.2011 kl. 21:07
Hefurðu komið til Ísraels? Ég þekki fólk sem hefur bæði búið þar og dvalið tímabundið. Ísraelar eru bæði ruddar og dónar við fólk sem kemur í heimsókn, það lendir í 3°yfirheyrslum meðal annar hvenær börnin þeirra eiga afmæli og allskonar spurninga sem hafa ekkert með dvölina að gera. Þeir terrorisera palestínumenn sem þarna búa, m.a. með því að kaupa húa inn í miðju hverfi palestínumanna og byrja svo á að spila ísralska músikk á þvílíkum hávaða á næturna að íbúar geta ekki sofið, þetta er gert til að hrekja fólkið í burtu. Guðs útvalda þjóð, ja svei. Þeir eru ekki hótinu betri en Hitler, með sömu útrýmingarstefnu og hann, nema nú beinist það gegn palestínumönnum. Held að þú ættir að fara þarna í heimsókn áður en þú heldur fram þessu kjaftæði þínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 21:09
Komið þið sæl; að nýju, gott fólk !
Ekki; ekki álasa Valdimar síðuhafa fyrir, hversu annmarkar miklir eru, á þeim samfélögum, sem hér eru til umfjöllunar.
Ég er; fyrir nokkru kominn á þá skoðun, að Eingyðishyggja sú, sem Gyðingar og Arabar; hvorutveggju hið ágætasta fólk, hefir tileinkað sér, hefir leikið þeirra veröld svo grátt, sem raun ber vitni, auk nágranna þeirra, ýmissa.
Miklu fremur; vildi ég ætla, að með því tileinka sér - tvíeðlis hyggju Zaraþústra heitins (hins Persneska),, eða þá, fjölgyðis hyggju Hindúa - með þeirra sýnilegu Guðum og Gyðjum, myndi þessum þjóðum, í Mið- Austurlöndum betur farnast, í hvívetna.
Með; ekki síðri kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 21:31
Ja hérna
Það duttu allar lýs dauðar af höfði mér þegar ég opnaði pósthólfið mitt og sá að ég hafði fengið átta athugasemdir vegna bloggfærslu minnar frá því í dag um Israel, - langflestar froðufellandi og hatursfullar í þokkabót.
Þau eru ekki spöruð stóryrðin. Óskar Þorkelsson vill eyða landinu og á þar samleið með Ahmedinejad og klerkunum í Iran, Hamas á Gaza, Múslímska bræðralaginu, Qaradawi sem styrkir nú stöðuna sína sem leiðtogi í Egyptalandi en stefnir á allheimsríki múslíma og Sharía-lög og fleiri froðufellandi ofstækismönnum.
Svavar Bjarnason gerir mér upp þá skoðun að arabar sem hann kallaði Palestínumenn hafi ekki mátt búa í Israel. Hvers konar vitleysa er þetta eiginlega? Í fyrsta lagi hélt ég aldrei slíku fram enda eru arabar um 20% af íbúum Israel og hefur ekkert verið stuggað við þeim. Arabiskir flóttamenn í Israel byrjuðu að skilgreina sjálfan sig sem Palestínumenn árið 1967, tveimur áratugum eftir að Israel var formlega stofnað m.a. með stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar. Ísland var eitt fyrsta land heimsins sem viðurkenndi tilveru Israel. Ég er til í umræðu um arabíska flóttamenn en það er fólkið sem nú býr á Gaza og á Vesturbakkanum. Arabaþjóðirnir skópu það vandamál en ekki Israel.
Hjáltýr Heiðdal lýsir mér sem illa upplýstum en rennur strax á rassinn með fullyrðingum sem ekki er innistæða fyrir. Ég stend að fullu við textann minn enda get ég upplýst Hjálmtý um að í ísraelska hernum er ýmsir minnihlutahópar, auk drúsa, m.a. bedúínar, kristnir arabar og jafnvel múslímskir arabar þ.e. aðrir en bedúínar og drúsar. All margir þeirra hafa verið heiðraðir fyrir að skara fram úr. Þekktastur þeirra mun hafa verið Abd el-Majid Hidr . Þú flettir honum upp Týri !Innlegg Ásthildar Cesil er á lægra plani en svo að unnt sé að svara því. Mér þannig alveg óskiljanlegt hverju hún er að mótmæla í bloggi mínu. Mér sýnist þetta bara blót og ragn.Er ekki hægt að lyfta þessu á örlítið hærra plan?
Valdimar H Jóhannesson, 25.2.2011 kl. 00:15
Rangt hjá þér Valdimar um það að ég vilji eyða landinu, Krabbamein er hægt að lækna án þes að skjóta sjúklinginn. til dæmis fjarlægja sýktu frumurnar sem lifa á landinu
Óskar Þorkelsson, 25.2.2011 kl. 08:57
Ansi var þetta lélegt hjá þér Valdimar. Þú átt að lesa kommentin áður en þú kemur með svar. Ég sagði að hundruðir þúsunda Palestínuaraba hefðu verið reknir áf landi sínu. En auðvitað veit ég að hluti þeirra hafi orðið eftir innan landamæra Ísraels. Þar eru þeir annarsflokksborgarar, svipað og blökkumenn voru í Bandaríkjunum, fyrri hluta síðustu aldar.
Þegar menn verða ráðþrota, grípa þeir gjarna til orðhengilsháttar.
Hvaða máli skiptir hvort arabar sem buggu í Palestínu fyrir 1948, hafi kallað sig Palestínumenn eða ekki?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 09:33
Ágæti Valdimar
Það eru skrítin viðbrögð að skrifa um „froðufellandi og hatursfull“ viðbrögð við skrifum þínum um málefni Ísraels og Palestínu.
Óskar Þorkelsson var að vísu ekki með gott innlegg í byrjun og líkingamál hans gékk full langt. Hann leiðrétti það að vísu en samt mætti hann vanda sig meira.
Svavar bendir á vitleysur í þínum málflutningi og það sem hann segir er allt rétt og skjalfest.
Ásthildur er eingöngu að segja frá staðreyndum, svona er þetta og versnar stöðugt. Hvorki Óskar Þ., Svavar eða Ásthildur eru froðufellandi né hatursfull og viðbrögð þeirra stjórnast fyrst og fremst af réttlætiskennd.
Óskar Helgi, sá sérstaki penni, er ekki froðufellandi og alls ekki hatursfullur. Hans innlegg inniheldur fróðlega ábendingu um áhrif trúarbragðanna á vora vesælu veröld.
Þá er ég eftir - froðan og hatrið hlýtur þá að koma frá mér. En ég rembist þó við að vera málefnalegur og kynna mér málin til hlýtar. En enginn er fullkominn og ég veit nú að það verður að nálgast þig úr réttri vindátt svo að þú stökkvir ekki af stað á „haturs“bykkju þinni. Fyrirsögn greinar þinnar inniheldur orðið gyðingahatur og þú skrifar áfram um hatur og froðufellingar. Ekki falla í þá gryfju að afgreiða skoðanaandstæðinga þína með þessum hætti - það er engum til framdráttar.
Það er einfaldlega rangt hjá þér að arabar innan Ísrael njóti sömu mannréttinda og gyðingar í „Lýðræðislega gyðingaríkinu Ísrael“ eins og það heitir opinberlega. Kynntu þér grunnlögin (það er ekki til stjórnarskrá í Ísrael) um landaeign, flutning til landsins ofl. lög sem beinlínis eru sett til þess að halda ríkinu sem gyðingaríki - en ekki landi allra sem þar búa líkt og hér á landi. Þetta er svo augljóst og skjalfest að það þarf ekki að eyða miklum tíma í þetta.
Almenna reglan varðandi araba og Ísraelsher er sú að þeir eru ekki kallaðir til herþjónustu en geta gengið í herinn ef þeir hafa mikinn áhuga á að ráðast gegn kynbræðrum sínum. Abd el-Majid Hidr er einn slíkra og undantekning, í raun n.k. Quislingur. Allar þjóðir eiga sína undanvillinga.
Þar sem þú virðist ekki hafa áhuga á að svara spurningu minni um landtökufólkið á Vesturbakkanum og að fá upplýsingar sem sína rangfærslur þínar
um að „Uppbyggingin varð forsenda þess að arabar fóru á leita þangað frá næstum löndum í leit að lífsviðurværi sem dugnaður gyðinga skapaði“ þá birti ég hér óumbeðið upplýsingar frá Hagstofu Ísraels. Þar sérðu að 97% af fjölgun araba í Ísrael stafar af eðlilegri fjölgun (fæddir umfram látna) en aðeins 3% vegna aðflutnings.
„At the end of 2001, the Arab population of Israel numbered 1.2 million people - 8 times its size in 1948 (156,000 people); according to the forecast of the CBS, it is expected to number some 2 million.
Of the total growth, 97% stems from natural increase (excess of births over deaths) and 3% from immigration balance, primarily unification of families.“ (Central Bureu of Statistics)
Hjálmtýr V Heiðdal, 25.2.2011 kl. 09:41
Þakka þér Valdimar. H. Jóhannesson. Ég hef allatíð haft álíka vissu í huga mínum og á dreifðum tíma leitað þeirri vissu raka. En það er ekki hægt að nota vissu í huga sem rök ef orða rökin vantar. Hér koma þau þökk sé þér og væntanlega þar á eftir koma mótrök og þá er aðeins eftir að setja þau í skilvindu sannleikans og þá verður þetta mál ljóst fyrir þeim sem hafa áhuga á honum. Skyldi Kári hin genafróði geta fundið genið sem elskar sannleikann og svo hitt genið sem elskar líf framar morða.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2011 kl. 11:55
Ja Hjálmtýr minn
Mér finnst þú djarfur að treysta svona takmarkalaust á dómsgreind þína sem hefur ekki alltaf reynst þér vel. Þú varst eitt sinn harður talsmaður Rauðu Khneranna í Kambódíu og tókst þér stöðu með Pol Pot og þeim félögum sem stjórnuðu landinu undir nafninu Lýðræðisríkið Kampútsea. Því miður fyrir þig, Pol Pot og baráttufélaga ykkar lauk ævintýrinu 1979 en þá hafði samt tekist að fyrirkoma stórum hluta íbúa Kambódíu.
Ég veit ekki hvort þú ert ennþá stuðningsmaður Kommúnistaflokks Kampútseu. Hann er sennilega ekki lengur til en hafðu ekki áhyggjur. Alltaf má finna nýtt fley og nýtt föruneyti. Ef þú ert ekki þegar búinn að finna þér sálufélaga í Hamas og Hezbollah þá sé ég að ekki er langt í það. Þar er nákvæmlega sama hugmyndafræðin á ferðinni og lausnin engin nema þjóðarmorð. Það ert þú og þinir líkir sem gera þessum öflum kleift að ná markmiðum sínum.
Það er erfitt að eiga í orðastað við mann sem talar í austur þegar ég tala í vestur. Ég lýsti því að snemma á síðustu öld þegar gyðingar fóru að flytjast í nokkru mæli til svæðisins sem nú er Israel en var þá að fara úr höndum Ottomanveldisins til þess að verða verndarsvæði Breta og gékk undir nafninu The Palestine Mandate og var svæðið sem nær yfir þar sem nú heitir Jordanía og Israel, Vesturbakkinn og Gaza, hafi arabar komið í kjölfarið til þess að nýta atvinnutækifæri sem gyðingar sköpuðu með dugnaði sínum. Til þess að neita þessu kemur þú með tölur um þróun fólksfjöldans í Israel eftir 1948. Þær tölur hafa ekkert að gera með þróunina á árunum fyrir og eftir heimstyrjöldina fyrri.
Og þegar ég hrek fullyrðingar þínar um að enginn sé tækur í her Israel nema gyðingar og drúsar þá slærðu því fram að sá, sem ég nefndi sérstaklega til sem einn frægasta af múslímskum hermönnum í Israel, sé kvíslingur og því ekki marktækur. Honum er lýst sem hetju og var grafinn með viðhöfn í Israel og var einn sem er tekinn sem dæmi fyrir fjöldamarga. Voru þeir allir kvíslingar milljónirnar sem Rauðu Khnerarnir drápu í Kambódíu?
Staðreyndin er sú að allt sem kemur fram í færslu minni hér að ofan á við rök að styðjast þó að það falli ekki í kramið hjá þeim, sem ávalt kjósa sér hæpinn málstað.
Valdimar H Jóhannesson, 25.2.2011 kl. 13:27
Þarna fórst þú alveg með það Valdimar!!
Ert þú orðinn svona gersamlega rökþrota gagnvart Hjálmtý, að þú þarft að draga rauða kmera inn í það mál sem er til umræðu hérna?
þú verður að fyrirgefa, en mér finnst þetta einstaklega lélegt hjá þér!
Ég var kommi í menntaskóla. Þá er víst ekkert að marka það sem ég er að segja hérna?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 14:45
Pol Pot ætlar að reynast drjúgur þeim sem vilja sleppa við rökræna umræðu. Ég er búinn að fjalla um það mál áður en get upplýst þig um að ég studdi þjóðfrelsisbaráttu þjóðanna í SA-Asíu á þeirra forsendum í baráttu gegn öflugasta herveldi heims. Fáar þjóðir hafa upplifað jafn öflugar loftárásir í og Kambódíumenn - það var stórglæpur framinn af Bandaríkjaher. Pol Pot og hans menn studdi ég ekki eftir að í ljós kom hvernig málum var háttað. En baráttan gegn árásum Bandaríkjanna var réttlát með sama hætti og barátta gegn framferði þeirra fyrir og eftir Víetnamstríðið er nauðsynleg sbr. Írak.
Varðandi flutninga til og frá Palestínu á ýmsum tímum þá er fullyrðing þín samt röng þótt ég hafi vitnað í „vitlaust“ tímabil. Gyðingar voru um 8% íbúa í Palestínu á tíma fyrri heimsstyrjaldarinnar og þeir áttu um 2% landsins. 1934 bjuggu 175,000 gyðingar innan um 750,000 araba. Gyðingarnir voru þá flestir nýkomnir Evrópubúar og hurfu reyndar margir á brott þegar lífið reyndist á samyrkjubúunum þeim of erfitt - enda margir alls óvanir landbúnaðarstörfum. Nýir komu í staðinn og það voru um 600,000 gyðingar (að mig minnir 30% landsmanna) í landinu þegar Ísrael var stofnað 1948 og áttu um 3% jarðnæðis. Þá voru arabar um 70% landsmanna og því er erfitt að koma heim og saman kenningu þinni um aðflutning araba „í leit að lífsviðurværi sem dugnaður gyðinga skapaði“. Fjölgun araba í Palestínu er fyrst og fremst tilkominn vegna eðlilegrar mannfjölgunar sbr. fjölgun þeirra innan Ísrael - enda var Palestínumönnum bannað að flytja til landsins eftir 1948. Þín framsetning er þekkt áróðursbragð Zíonista sem á að sýna að palestínumenn eigi lítinn sem engan rétt til landsins sem forfeður þeirra hafa yrkjað í þúsundir ára. Gyðingar byrjuðu ekki að kaupa land í Palestínu og rækta fyrr en um 1880 -90. Þá var landið ekki eyðimörk heldur búsvæði 750,000 araba. Eini staðurinn þar sem gyðingar voru fjölmennir var í Jerúsalem og það voru þeir gyðingar sem höfðu aldrei yfirgefið landið og áttu þar fornar rætur. Heildarmyndin er þessi: arabar hafa í hundruði ára verið meirihluti íbúa og gyðingar örfáir. Að reyna að koma því heim og saman að meirihluti landsmanna hafi komið til landsins eftir að minnihlutinn hóf ræktun er þvæla.
Hvernig gat meirihlutinn verið meirihluti alla tíð ef hann var ekki í landinu? Svaraðu þessu og einnig hvaða rétt landtökumenn eiga á Vesturbakkanum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 25.2.2011 kl. 15:57
Sæll aftur Hjámtýr
Þú hampar tölum um íbúasamsetningu svæðisins sem nú er Ísrael af miklum sannfæringarmóð þegar staðreyndin er sú að mjög erfitt er að fá neina tölur sem hald er í. Svæðið sem nú er Israel var hluti af Ottomanveldinu þar til það liðaðist í sundur í fyrri heimstyjöldinni og varð að bresku vernarsvæði 1922 með svæðinu sem heitir Jordanía þar til 1948 að Israelríki og Jordanía voru stofnuð. Nákvæmar tölur eru því ekki til fyrir íbúafjölda á því svæði sem nú heitir Israel sérstaklega hvað þá að þær tölur nái til þess hverjir voru gyðingar,kristnir, bedúínar, drúsar, sunní-múslímar, baháíar, assýríukristnir, circassíanar og hvað þeir heitar allir þessir hópar sem telja að það skipti einhverju máli að vera eitthvað meira en sómakærir menn.
Frægt er að Mark Twain kom til landsins helga nálægt 1870 og lýsir landinu sem eymdarstað „þar sem ekkert greri nema illgresi í eymdarlegri víðáttunni. Eyðing landsins var slík að frjótt ímyndarafl gæti ekki einu sinni gætt það lífi. Við sáum aldrei neina sálu á allri ferðinni og varla sást nokkurt tré eða runni. Jafnvel olífutré og kaktusar sem væru tryggir vinir rýrs lands höfðu nær algjörlega yfirgefið landið“ ( í lauslegri þýðingu á texta Mark Twain). Samkvæmt Mark Twain var landið nánast mannlaust þar sem hann fór yfir nema í bæjum og þorpum
Þó að tölur hafi ekki verið til um skiptingu íbúa á því svæði sem nú er Israel eru til tölur um íbúaskiptingu í Jerúsalem nokkru seinna eða árið 1896. Þá töldust 28.110 gyðingar búa þar, krisnir menn voru 8,750 en múslímar 8.560. Á þessum tíma voru því múslímar um 19% af íbúum Jerúsalem. Samkvæmt manntali 1944 voru íbúar Jerúsalem orðnir 157.000 en þá voru múslímar taldir vera 29.400 og ennþá um 19%.
Ekki veit ég hvaðan Hjámtýr hefur sínar tölur en ætli þær séu ekki ansi litaðar af áróðri Hamas, Fatah og viðlíkra. Mað þær tölur gerir ég ekkert en viðurkenni að ég hef heldur ekki tölur sem ég get byggt á með fullri vissu nema þessar tölur frá Jersúsalem og ég tel að gefi einhverja vísbendingu.
Ég veit að ég mun ekki sannfæra Hjámtý eða sálufélaga hans Svavar sem segist hafa verið kommi í skóla og sennilega trúað þá á Stalín, Mao, Castro, Che og aðra álíka gæfulega. Ekkert getur læknað dómgreindarleysi þeirra sem ennþá trúðu á kommúnismann eftir atburðina í Ungverjalandi árið 1956. Ég mun ekki eyða meiri tíma í að svara þeim. Slíkt er ónytsamleg tímaeyðsla.
Valdimar H Jóhannesson, 26.2.2011 kl. 01:49
Það er rétt hjá þér Valdimar að tölur segja ekki alla söguna. Og tölur geta verið villandi. Þú velur að styðja landarán Zíonismans og ég vel málstað Palestínumanna og birti hér tilvitnun í fyrrverandi forsætiráðherra Íslands um hlutskipti Palestínumanna:
„Hið vængjaða hugtak „sjálfsákvörðunarréttur þjóðanna“, sem hafði svo hvellan og fagran hljóm í eyrum allra undirokaðra þjóða, varð einnig svo máttugt á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, að stórþjóðirnar töldu happadrýgst að játast undir, að framfylgja því í verki að styrjöldinni lokinni. Arabarnir í Palestínu töldu, að þessi sjálfsákvörðunarréttur ætti einnig að ná til sín. En af því varð nú ekki, og að þessu leyti var farið með þá sem sigraða þjóð. Þeir voru ekki aðeins settir undir forræði annarra, heldur sviptir heimild til að ráða nokkru um það, hvernig farið yrði með land þeirra. Vissum flokki útlendinga úr öllum heimi var boðið upp á að setjast að í landinu, og heimaþjóðinni var það alveg um megn, að spyrna hér á móti broddunum. Hin sigrandi stórveldi heimsins höfðu gert samþykkt um, að þetta land skyldi notað handa öðrum eftir þörfum“. (Gyðingar koma heim útg. 1950, bls. 145)
Þetta segir mikið um raunveruleikann.
Hjálmtýr V Heiðdal, 26.2.2011 kl. 09:57
Aðeins til að enda þetta: Þú vitnar í umsögn Mark Twain frá ferð hans til Palestínu.
Augljóslega er tilgangur þess að vitna í frægan rithöfund með þessum hætti sá að telja lesendum trú um að það hafi verið hið besta mál að „Vissum flokki útlendinga úr öllum heimi var boðið upp á að setjast að í landinu“ (sjá fyrra svar mitt), þ.e. að ætlun Zíonista um yfirtöku Palestínu væri ekki stórt vandamál því þar byggi varla nokkur sála.
En Mark Twain fór víðar og eftir ferð sína um Grikkland þá skrifaði hann: „
„We saw no plowed fields, very few villages, no trees or grass or vegetation of any kind, scarcely, and hardly ever an isolated house. Greece is a bleak, unsmiling desert, without agriculture, manufactures, or commerce, apparently." (The Innocents Abroad, p. 203)
Lýsingin á Palestínu sem þú þýddir er svona á frimmálinu:
"..... A desolate country whose soil is rich enough, but is given over wholly to weeds... a silent mournful expanse.... a desolation.... we never saw a human being on the whole route.... hardly a tree or shrub anywhere. Even the olive tree and the cactus, those fast friends of a worthless soil, had almost deserted the country." (The Innocents Abroad, p. 361-362)
Hvort er eyðilegra, Palestína eða Grikkland skv. lýsingum Mark Twain? Tilvitnanir héðan og þaðan geta - eins og tölfræðin - gefið villandi hugmyndir. Og oft eru þær notaðar til þess að styðja vondan málsstað eins og í þínu tilfelli. Var réttlætanlegt að „Vissum flokki útlendinga úr öllum heimi var boðið upp á að setjast að í“ Griikklandi bara vegna þess að Mark Twain lýsti landinu með þessum hætti??
Hjálmtýr V Heiðdal, 26.2.2011 kl. 11:39
Þú svarar engu um mannfjöldatölur í Jerúsalem árið 1896. Var einhver að stela einhverju frá einhverjum? Hverju var stolið? Gyðingar voru þriðjungur íbúa Baghdad á fyrri hluta seinustu aldar. Þeir bjugga um öll miðausturlönd og en sjást nú víðast ekki lengur. Var einmhverju stolið frá þeim og hver stal?
Og fyrst þú minnist á Grikkland og Mark Twain. Grikkland var nýlega laust undan hinni lamandi hönd Islam þegar Mark Twain var þar á ferð. Ekki strýtið þó að ástandið þar minnti nokkuð á landið helga. Eins og þú kannski veist komst Grikkland undir veldi Ottoman á 15. öld. Grískt þjóðlíf lagðist í dróma. Alls staðar þar sem Islam nær yfirhöndinni verður hröð afturför þegar kraftar sem voru í landinu fyrir missa máttinn.
Er ekki sæmst að hætta þessu bulli og hvetja arabaþjóðir að taka við sínum flóttamönnum í stað þess að loka þá inni í einhverju virki gegn gyðingum og leyfa þeim að lifa eðlilelgu lífi. Gyðingar tóku við öllum flóttamönnum sem voru fleiri en arabískir flóttamenn voru sem afleiðing af árásarstríði arabaþjóðanna gegn Israel sama daginn og ríki þeirra var formlega stofnað 1948. Markmið araba var að eyða ríkinu og hvöttu þeir araba innan landamæra Israel að forða sér undan stríðátökunum meðan væri verið að slátra gyðingunum eða hrekja þá fram í sjó. Öllum að óvörum vann Israel þetta stríð eins og fjögur önnur stríð sem hafa verið háð gegn þeim síðan. Arabaríkin neituðu að taka við flóttamönnunum sem þeir höfðu sjálfir skapað og ætla þessum flóttamönnum að vera í eilífu stríði gegn gyðingum þar til landið næst aftur undir veldi Islam.
Þú hefur valið þér það hlutskipti að standa með öfbeldismönnum Islam gegn gyðingum og styður væntanlega áætlanir Admedinejad um að eyða Israel með kjarnorkusprengju ef ekki vill betra til en hann er núna alveg við það að smiða fyrstu kjarnorkusprpengjuna.
Mér finnst það leitt að þú skulir vera svona ofstækisfullur því að mér hefur sýnst þú vera geðugur maður. Viltu ekki reyna að endurskoða þina bjöguðu mynd. Þú ert að styðja við hræðilega hættulega þróun í málefnum heimsins. Ekki svo að skilja að þú veltir hlassinu. En hver veltir í raun hlassinu? Eru það ekki þeir sem viissu betur en höfðust ekkert að?
Valdimar H Jóhannesson, 26.2.2011 kl. 14:45
Þú ert niðurstöðugjarn Valdimar og vilt ólmur skipa mér í einhverja skoðanaflokka sem henta þér. Og skrá mig ofstækisfullann. Hafðu það þá þannig. En það skemmtilega við þinn málflutning að hann er allur byggður á fyrirfram skipulögðu prógrammi frá stuðningshópum Zíonismans og marghrakinn. Þú hefur greinilega ekki fylgst með nýjum upplýsingum sem hafa komið í ljós á undanförnum árum, m.a. um tilurð Ísraels og stríðið sem geysaði þá.
Upplýsingar um fólksfjölda er víða hægt að nálgast og þarf ekki að skálda neitt í þær þótt þú teljir að eitthvað af þeim gagnist þínum hugmyndum.
En láttu ekki fóbíur fara alveg með þig, og kynntur þér betur sögu gyðinga. Ég bendi þér á bók eftir prófessor Shlomo Sand við Tel Avivháskóla. Bókin heitir „The Invention of the Jewish People“. Önnur bók sem þú verður að lesa heitir „The Ethnic Cleansing of Palestine“ og er einnig eftir ísraelskan prófessor. Þú sérð að ég býð þér aðeins það besta - svo get ég leiðbeint þér áfram ef fróðleiksneistinn kviknar innan um ranghugmyndir þínar. Allt í góðu og gangi þér vel.
Hjálmtýr V Heiðdal, 26.2.2011 kl. 18:06
Ég gleymdi bara að ítreka spurninguna um landtökufólkið á Vesturbakkanum - gott væri að hafa þína afstöðu til þeirra á hreinu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 26.2.2011 kl. 18:12
Valdimar, þetta er allt rétt hjá þér, því miður. Var áðan að horfa á heimildarmynd um dráp Múslima á Kristnu fólki í Suður-SÚDAN. Þeir hafa drepi um það bil 3.000.000 manna það á undanförnum árum. Auk þess er fólki stórlega mismunað eftir trú í norðurhlutanum, kristnir fá ekki vinnu, en er boðið greiðsla ef það vill undirgangast Múslimatrú. Þetta er dapurlegar staðreyndir, en hvar eru fréttamennirnir? Það þjónar ekki hagsmunm ríku þjóðanna, að fjalla um þetta, vegna þess hversu vesturlönd eru háð olíunni frá Múslimaríkjunu. Ísraela hafa komið fram við arabanna á umdeildu svæðunum, eins og konunga miðað við meðferðina á Kristnu fólki í SÚDAN.
Hreggviður Jónsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 20:08
Heill og sæll aftur Hjámtýr
ætli ég hafi ekki lesið mér til um þennan málaflokk eftir 1-200 höfunda a.m.k. Af þeim eru fæstir gyðingar og raunar mjög margir múslímar eða fyrrverandi múslímar. Það gildir nefndilega um múslíma að þeir eru af öllum manngerðum eins t.d. Þjóðverjar, Rússar og Ítalir.
Þrátt fyrir úrvalsmenn af þessum þjóðum náðu ofstækisstefnur sér á flug í þessum löndum eins og nasismi, kommúnismi og fasismi, - stefnur sem fengu stuðning frá ofstækismönnum í mörgum löndum og þá líka hér eins og þú veist manna best. Eins hefur Islam tröllriðið múslímska heiminum þrátt fyrir margt ágætis fólk í þeim löndum, fólk sem hefur mátt líða miklar hörmungar vegna þessarar fáránlegu og frumstæðu heimsyfirráðastefnu, sem hatast á við mannréttindi og lýðræði.
Það er svo rannsóknarefni af hverju að þeir sem hafa fallið fyrir ofstækisstefnunum ofangreindu eru meðal þeirra sem helst falla fyrir rökum islamista og eru meðal stuðningsmanna t.d. Hamas, Hezbollah. Þú gætir kannski svarað því með því að leggjast í sjálfsrýni.
Við sáum Múslímska bræðralagið og nasista fallast í faðma á dögum Hitlers og nú um stundir eru fanatískir vinstri menn helst líklegir til að halda fram málstað t.d. svokallaðra Palestínu-araba og finnst lítið til þess koma þó að þeir stundi hryðjuverk gagnvart skalausu fólki og dragi börn inn á vettvang átka eins og algengt er.
Ég nenni svo ekki lengur að eiga orðastað um þetta við þig enda búinn að reka flest öfugt ofan í þig án þess að það hafi nein áhrif og þú haldir áfram babblinu. Ég er hræddur um að þú sért ekki móttækilegur fyrir rökum og getir ekki látið slæman málstað líða framhjá án þess að hoppa á vagninn.
Valdimar H Jóhannesson, 26.2.2011 kl. 21:30
Þetta hefur verið fróðlegt samtal Valdimar - og þú ert búinn að koma mér á minn bás og lifir sæll eftir það. En Mark Twain var og er merkilegur höfundur. Hann var að bisa við lýsingar á Jerúsaelm árið 1867 og segir að þar lifi í hálfgerðri eymd og volæði 14,000 sálir frá öllum heimshornum. 30 árum seinna, 1896, segir þú „28.110 gyðingar búa þar, krisnir menn voru 8,750 en múslímar 8.560.“, eða nær fjórfalt fleiri. Skv. tilvitnun þinni í Mark Twain þá sá hann varla sálu á flakki sínu og missti af fólksfjöldanum í borginni. Nú eru mögulegar skýringar kanski komnar í ljós - A) kallinn hefur verið gjarn á að ljúga eða taka sér listmannsleyfi, B) hann hefur gleymt gleraugunum heima í Bandaríkjunum og C) hann hefur verið að grínast og draga dár að öllu trúartilstandinu- sem er hið rétta eins og fram kemur ma. í skrifum hans um heilaga Helenu móður Konstantíns í bókinni sem við höfum verið að vitna í sbr.
„I think St. Helena, the mother of Constantine, found this wonderful memento when she was here in the third century. She traveled all over Palestine, and was always fortunate. Whenever the good old enthusiast found a thing mentioned in her Bible, Old or New, she would go and search for that thing, and never stop until she found it. If it was Adam, she would find Adam; if it was the Ark, she would find the Ark; if it was Goliath, or Joshua, she would find them. She found the inscription here that I was speaking of, I think. She found it in this very spot, close to where the martyred Roman soldier stood.“
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 00:04
Það er erfitt að hætt - en ég lofa að þetta er síðasta innleggið:árið 1860 bjuggu á svæðinu sem nefnist Palestína 400,000 íbúar (tölur byggðar á rannsóknum eftir bestu fáanlegum gögnum) og 550,000 30 árum síðar. Þetta svæði er svipað að stærð og Suðurlandið okkar, 23,000 fkm. Ef Mark Twain hefði ferðast um Suðurland og þar hefðu búið um hálf milljón manna - er líklegt að hann hefði í fullri alvöru skrifað að svæðið væri tómt af mannfólki?
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 00:23
Svæðið sem nefndist Palestína á þessum tíma var miiklu stærra svæði en Israel er í dag og hefur sennilega verið 110-150 ferkílómetrar og varð seinna Mandate of Palestine undir vernd Breta. Það verður að bera saman sambærilegar tölur á einum tíma til annars. Ellegar færðu tóma steypu út úr dæminu.
Tölurnar um mannfjölda og skiptingu í Jerúsalem árið 1896 eru að sjálfsögðu ekki frá Mark Twain komnar heldur opinberar tölur og hafa ekki verið dregnar í efa af marktækum aðilum. Það hefur heldur ekki verið ástningur Twain að vera með manntal í landinu helga þó að hann hafi lýst því hvernig landið kom honum fyrir sjónir og hlýtur að vera fróðlegt vegna lýsinga svokallaðra Palestínu-araba á því hvað tekið var frá þeim við aðflutning gyðinga til landsins sem þeir telja sitt heimaland og hafi verið það í 3 þúsund ár.
En þú veist þetta allt auðvitað svo miklu betur og hefur þínar heimildirs beint frá sjálfu Hamas og Al Fatah og sennilega PLO. Hvaða heimildir gætu verið traustari?!!!!!!!!!!!!!
Valdimar H Jóhannesson, 27.2.2011 kl. 01:38
"Í Israel hins vegar eru arabar um 20% af þjóðinni og njóta allra mannréttinda."
Þeir sem engan sannleika hafa fram að færa ættu að þegja, því það eina sem þeir opinbera með tali sínu er þeirra eigin fáfræði.
"The 600 people of Dahmash are treated as if they don't exist, while Jewish towns are developed nearby in a way that threatens Dahmash residents' access to their homes and lands," said Joe Stork, deputy Middle East director at Human Rights Watch. "Planning authorities should end this discriminatory treatment, immediately recognize Dahmash's residential status, and provide the basic services denied for decades."
http://www.hrw.org/en/news/2010/10/08/israel-grant-status-long-denied-arab-village-central-israel
Þetta með Dahmash er bara lítið dæmi. Ef þú vilt stærra:
"the establishment of israel resulted in the flight or expulsion of more than 750,000 Palestinian. making them into refugees and the destruction and or abandonment of more than 418 Palestinian villages by jewish gangs and thugs terrorizing the Palestinian natives.
Palestinians call these events al-Nakba ("the catastrophe")."
http://www.youtube.com/watch?v=ooDZjNDk-u8
Hörður Þórðarson, 27.2.2011 kl. 04:16
Nú er ég vaknaður og loforðið frá því í gær ógilt þar sem þú kemur alltaf með fleiri og fleiri vitleysur. Tölunar sem ég nefndi ná bara yfir það svæði sem nú er Ísrael, Vesturbakkinn, Austur-Jerúsalem og Gaza. Mark Twain var bara á ferð um biblíusvæðin.
Þótt ég bendi þér á að lesa bækur eftir prófessora við ísraelska háskóla þá skrifar um mínar heimildir: „þínar heimildirs beint frá sjálfu Hamas og Al Fatah og sennilega PLO. Hvaða heimildir gætu verið traustari?!!!!!!!!!!!!!“ Ert þú ekki vandaður lesandi og fróðleiksfús? Og hvað með landtökufólkið á Vesturbakkanum?? Svar á leiðinni frá þér??
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 09:35
Hörður og Hjálmtýr
Hér eru lokaorðin mín um þetta málefni að sinni: Ég ætlaði ekki að leysa alla deiluna milli gyðinga og araba þegar ég dirfðist að vekja athygli á nokkrum hliðum hennar. Heimspólitíkinni hefur ekki tekist það þrátt fyrir mikið þras síðustu 60 árin. Hatur araba á gyðingum er raunar miklu eldra eða alveg frá dögum Múhammeds á sjöundu öld eins og Kóraninn og hadíðurnar bera með sér. Þetta hatur endurómar í tali margra múslíma og þá sérstaklega araba sem margir láta þau orð falla að drepa ætti hvern einasta gyðing til síðasta manns, ekki bara í Israel. Ég sæi Hörð og Hjálmtý búa við slíkar hótanir alla daga.
Höður sendir mér tóninn og skipar mér að þegja vegna þess að honum líkar ekki hvað ég er að segja. Ást manna á málfrelsinu er misjafnlega mikil. Ég leyfi honum samt að tjá sig á síðunni minni og bið hann ekkert að þegja. Tjáðu þig bara eins og þú vilt Hörður og meira að segja á síðunni minni, - jafnvel þó að það sér tóm steypa.
Hörður ræðir um um lítið þorp í Israel sem hefur verið byggt í óleyfi á landi sem var ætlað til landbúnaðar en hefur ekki leyfi skipulagsyfirvalda til íbúðarbyggðar að því er best ég fæ séð. Íbúar óleyfishúsanna munu vera í málaferslum gegn yfirvöldum til þess að fá svæðið viðurkennt sem íbúðabyggð og vísa til þess að önnur svæði, sem svipað var ástatt um, fengu fram slíka breytingu á skipulagi. Hann gerir þetta að mannréttindamáli og íbúa óleyfisbyggðarinnar að fórnarlömbum. Hér hafa þekkst lík dæmi eins og þegar Blesugrófin var byggð í óleyfi og stóð í stappi um árafjöld að fá byggðina þar viðurkennda. Ekki man ég til þess að íbúar Blesugrófar hafi talið sig fórnarlömb kynþáttamismununar. Blesugrófin var að vísu ekki rifin niður en þó eru mörg dæmi þess að skipulagsyfirvöld hafi látið rífa niður óleyfis framkvæmdir.
Hann tekur svo stærra dæmi um um arabíska flóttamenn frá árásarstríði Arabaþjóða á Israelsríki við stofnun þess. Hér að ofan ræði ég þetta flóttavandamál, sem ég tel vera á ábyrgð árásarþjóðanna, - bæði að skapa það og neita að leysa vandamálin. Auðvitað er málið ekki alveg svona einfalt og eftir víg á báða bóga er það komið í hnút sem þarf vitra menn til þess að leysa. Vegna skorts á lýðræði meðal arabaþjóðanna er engin von til þess að neinir nema harðstjórar og fantar nái þar völdum. Það er ekki manngerðin sem leysir svona vanda.
Hjálmtýr minn með tölurnar. Eigum við ekki bara að hætta þessu. Sérðu ekki sjálfur hvað þetta rekst allt hvert á annars horn. Þú segir að allir íbúar þess svæðis sem nú er Israel hafi verið um hálf milljón fyrir rúmri öld og neitar því að arabar hafi flust í stórum stil á svæðið til að nýta atvinnufærin sem gyðingar sköpuðu þegar þeir fóru að flytjast að landinu í miklum mæli strax á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Af þessum 550 þúsund íbúum voru flestir gyðingar að mínu mati en flestir arabar að þínu mati. Semjum í bili um það að þeir hafi skipst til helminga og að arabar hafi verið um 275 þúsnd sem síðan hafi verið duglegir í barneignum eins og þeir eru. Síðan gerist það að sögn t.d. Harðar hér að ofan að 750 þúsund arabar hrekjast frá landinu en þeir eru samt núna um 1. 5 milljónir eftir í landinu. Flóttamennirnar hafa ekki aldeilis heldur legið á liði sínu því nú er um 2.5 milljónir sem búa á Vesturbakkanum og Gaza er með um 1.5 milljónir íbúa. Arabarnir eru þá alls um 5. 5 milljónir en voru 275 þúsund eftir helmingaskipareglunni. Þó að þú fengir að telja alla íbúa svæðisins araba fyrir rúmri öld þá stenst það enga skynsemi að ætla hálfri milljón að margfaldast 11 sinnum á rúmri öld, - ég tala nú ekki um þjóð sem hefur búið við slíka neyð sem arabar á þessu svæði hafi mátt þola að sögn en slíku ástandi fyllgir mikill barnadauði, fólksfækkun og aðrar hörmungar.
Ættum við ekki að reyna að fá svolítið vit í þessa umræðu?
Valdimar H Jóhannesson, 27.2.2011 kl. 12:56
Þú gerir mér erfitt fyrir Valdimar. Ég get ómögulega hætt fyrr en þú svarar spurningunni um landtökufólkið á Vesturbakkanum!
Og svo er ekki hægt að sleppa þér með allt tölusvindlið sem þér er svo kært - en þó, ég nenni ekki að skrifa meira um það á þessum vettvangi.
Kláraðu bara svarið um landtökumennina og málið er dautt.
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 13:06
Hjálmtýr
ég er búinn að lýsa því yfir 3var sinnum að ég sé hættur að þvarga við þig út af pistli mínum. Ég hef verið til í að ræða um efnisatriði greinar minnar en ætla ekki út fyrir það. Ef þesir tveir metrar af efni eða svo sem ég er búinn að eyða að mestu á þig dugar ekki til að þú sjáir hlutina eitthvað í nýju ljósi held ég að hálfur metri í viðbót þjóni engum tilgangi.
Þú getur sem sagt ekki pantað hjá mér umfjöllun um hvaðeina. Ég hef mínar skoðanir á landtökumálinu en til þess að ræða það þarf augljóslega mikil skrif. Ég nenni ekki meir. Hér set ég punktinn. Þakkja þér fyrir samtalið. Það var fróðlegt fyrir mig ekki vegna þess að ég lærði neitt sem skiptir málið um viðfangsefnið heldur að átta sig á hvað rökræður eiga erfitt uppdráttar. Nú eru sennilega engir sem lesa þennan pistil lengur nema við tveir og því til lítils að vera að skiptast á skoðunum. Maó veri með þér.
Valdimar H Jóhannesson, 27.2.2011 kl. 16:07
Þetta er raunar nær fimm metrar
Valdimar H Jóhannesson, 27.2.2011 kl. 16:30
mér finnst þessi spurning Hjálmtýs brenna svolítið...
Óskar Þorkelsson, 27.2.2011 kl. 17:45
Ég er hættur - ég bara bíð.
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 18:04
Valdimar.
Mér sýnist þú hafa lagt upp í stærri vegferð en þú réðs við, hérna á bloggsíðu þinni!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 18:27
Sæll Valdimar - bara benda þér á að ég var að blogga um samskipti okkar. Kíktu á mína bloggsíðu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 20:50
Sæll Valdimar - mér líst vel á þetta blogg hjá þér - gott að sjá til tilbreytingar þessa hlið málsins!
Þú ert bara flottur! :)))
Ása (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 21:37
Hér er fróðleg grein um Landnám Araba í Ísrael, sem styður það sem Valdimar hefur haldið fram hér.
Smellið á þessa lykkju LANDNÁM ARABA Í ÍSRAEL.
Ég sé ekki ástæðu til að fara að svara einstökum bloggurum hér á blog.is, þar sem ég hef gert það svo oft áður, því mér sýnist Valdimar og aðrir standa sig vel í því.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 23:21
Valdimar, ég sé að þú kannt þann galdur að mana fram gyðingahatarana á Íslandi. Sannleikurinn er versti fjandmaður þeirra. Þeir æsa sig allta upp þegar þeir sjá hann og heyra. Öfgarnar verða ógurlegar, eins og hjá þessum Óskari, sem hefur helgað mér hatur sitt í svo miklum mæli, að halda mætti að maðurinn væri alvarlega veikur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.2.2011 kl. 07:48
Það er gamall brandari úr kvikmyndasögunni um mann sem lítið vissi um óperur og vildi uppfræða vin sinn og sagði: „It aint over until the fat lady sings“.
Ég fann að það var eitthvað sem vantaði í umræðuna okkar og illmögulegt að ljúka henni. En nú hafa Villi í Köben og Skúli komið litið við og þá er þetta bona fide umræða.
Hjálmtýr V Heiðdal, 28.2.2011 kl. 09:24
Jæja Týri minn
þetta var þreyttur brandari. Nú er þessu lokið. Ég þakka fyrir alla þessa athygli á blogg-grein minni. Hátt í 900 heimsóknir er ekki lítið. Umræður er af hinu góða. Ég hvet þá sem neita efnisatriðum í grein minni að skoða málið með opnum huga. Það er engin ástæða til þess að halda í rangar skoðanir og meiri mannsbragur í að skipta um skoðun en ríghalda í gamlan misskilning. Hvet ykkur til að lesa þýðingu Skúla hér að ofan á skrifum Harry Mandelbaum um íbúaþróun í Israel og svæðinu sem landið nær nú yfir am.k. tvær síðustu aldirnar. Fróðleg lesning.
Valdimar H Jóhannesson, 28.2.2011 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.