Leita í fréttum mbl.is

Við skulum varast slóð ógæfumannsins

Allir Íslendingar vilja nú sýna Norðmönnum allan þann samhug og samúð, sem unnt er að veita. Hörmungarnar í Noregi þar, sem hundruð manna, flest ungt fólk, hafa verið myrtir af hræðilegu miskunnarleysi, eru svo ofar öllum skilningi, að við erum vart búnir að meðtaka hryllinginn að fullu.

Afleiðingar þessa vorðaverks eiga eflaust lengi eftir að koma að fullu í ljós. Hér hefur verið ráðist að grunnstoðum hins opna og frjálsa norræna samfélags, þar sem einstaklingurinn hefur verið frjálsari til orða og afhafna en víðast um heiminn. Þó að við gagnrýnum samfélag okkur erum við samt þakklát fyrir það. Gagnrýnin er jákvæð,- til þess að halda í það sem hefur áunnist og til þess að stefna að betra samfálagi. Tjáningarfrelsið og málfrelsið eru mikilvægustu tólin til þess.

 Á sorgartímanum er þó rétt að geyma alla deilur. Norðmenn og við sjálf, sem hluti af norrænu samfélagi, eigum öll skilið að fá frið til þess að vinna úr sorginni. Sorginni fylgir oft reiði en við verðum að gæta að því hvert reiðin leiðir okkur.

Margir falla í þá gryfju að kenna einhverjum þeim hópum manna um ódæðið, sem hafa verið að tjá sig um samfélagsmál, eða hafa bundist samtökum um hugðarefni sín. Hér er sálsjúkur einstaklingur á ferðinni, sem er ekki á ábyrgð neins þess sem hann hefur tengst við í lífi sínu. Verk hans er skemmdarverk á samfélagi okkar, - á lýðræðinu.  Að sorgartímanum liðnum skulum við halda áfram að takast á um málefni með opnum huga og þoka samfélagi okkar sífellt til betri vegar. Mikilvægast er að takast á um málefni, en ekki ráðast að einstaklingum, sem flytja mál sitt. Við skulum varast slóð ógæfumannsins norska. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband