16.11.2011 | 11:28
Lambið sem sigraði heiminn
Þegar Þorgeir Ljósvetningagoði hafði heimt fé sitt af fjalli um haustið árið 1000 sá hann að hin nýju goð höfðu reynst vel. Féð var vænt og nánast engin afföll. Hann sem hafði verið foringi heiðinna manna en jafnframt lögsögumaður og æðsti foringi þjóðarinnar gladdist yfir því hve deilur kristinna manna og ásatrúarmanna leystust vel .
Fljótlega barst honum notalegt þakkarbréf frá Sylvester II páfa í Róm. Með því var auglýsingabæklingur frá páfastóli sem upplýsti hverjar væru skyldur en einnig réttindi við aðild að heildarsamtökum kristinna . Páfastóll réði til að mynda yfir banka sem allir kristnir menn væru hvattir til að skipta við. Samkvæmt biblíunni væru greiddar rentur á innistæður en boðað væri að menn ættu að renta sínar talentur .
Þó að Þorgeir væri kominn á sjötugsaldurinn vildi hann taka þátt í nýmælum. Hann lagði því eitt lamb inn á reikning í Vatikan bankanum sem bauð 5% fasta vexti án uppsagnarákvæða. Þorgeir þekkti ekki verðmæti mynta á suðrænum slóðum svo hann samdi við bankann um að innstæðan yrði ávalt reiknuð í lömbum. Án þess að gera sér grein fyrir því sjálfur hafði hann fundið upp verðtryggð bankaviðskipti þúsund árum á undan íslenskum hagfræðingum.
Nokkrum árum seinna þegar Þorgeir andaðist týndist vitneskjan um ininistæðureikninginn í Róm. Lambið hans Þorgeir hafði sem sagt legið á vöxtum í 1011 ár þegar ég fann innleggsnótuna í gömlu bréfasafni afa míns en ég er erfingi Þorgeirs og nú handhafi bréfsins . Viðbrögð Vatikansins þegar ég vildi loka reikningnum og fá hann greiddan út urðu ótrúleg. Fyrst neituðu þeir því að reikningurinn væri til. Þegar það dugði ekki hótuðu þeir mér eilífri útskúfum frá himnaríki. Ég sagði þeim að þeir hefðu misst umboðið til að bannfæra mig eftir siðaskiptin. Siðan hafa þeir ýmist reynt að bera fyrir sig 36. gr samningalaga eða höfða til miskunsemi minnar. Benedikt XVI, sjálfur páfinn, liggur í símanum til mín kvölds, morgna og miðjan dag!
Það kemur sem sagt í ljós að allt sauðfé heimsins dugar hvergi til að greiða mér út innistæðuna en lambið hans Þorgeirs hefur heldur betur safnað á sig. Samkvæmt reiknitölvu minni er innistæðan nú pr. 1. nóvember sl 2,644,730,110,000,000,000,000 lömb eða til þess að segja þetta í mæltu máli:Rúmlega TVÖÞÚSUND SEXHUNDRUÐ OG FJÖRTUTÍU MILLJARÐIR MILLJARÐA lamba, sem svarar til 377 milljarða lamba á hvern jarðarbúa.
Fljótlega eftir að Þorgeir hafði lagt inn lambið sá Vatikanið að verðtrygging í sambland við vexti er óframkvæmanleg og stenst ekki heilbrigða skynsemi. Með því að skoða innlánsreikning Þorgeirs í 1-2 aldir varð ljóst að vextir mættu í mesta lagi halda í við verðbólgu. Fyrir mörgum öldum fór verðmæti lambsins fram úr samanlögðum auðæfum heimsins. Enginn bóndi eða afkomendur hans gætu haldið utan um hjörð sem yxi með þessum hætti yfir langan tíma. Eftir tvær aldir væri hjörðin 17500 fjár og óviðráðanleg fyrir eitt bú en um siðskiptin hefði hjörðin afkomenda Þorgeirs verið komin í 450 milljarða fjár og allt beitiland í Evrópu löngu nagað niður í grjót.
Upplýstir menn hafa vitað um aldir að ekkert efnahagskerfi stenst það að vextir séu settir ofan á verðtryggingu. Slík viðkoma fjármuna gleypir öll heimsins verðmæti á skömmum tíma. Tímans tönn nagar allar eignir; - fjármuni, fasteignir og jafnvel jarðir. Hús ganga úr sér á nokkrum áratugum. Verðmæti lands hækkar eða lækkar eftir ytri aðstæðum. Land sekkur í sæ. Eldsumbrot eyðileggja land. Ísöldin mun snúa aftur, flóð eða eyðimörkin eyða landi og loftsteinar granda landsvæðum.
Verðtryggða íslenska krónan er fáránleg hugmynd. Hún var réttlætanleg stutt tímabili en hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Engin mynt sögunnar hefur haldið verðgildi sínu frekar en aðrar eignir. Tilbúna sagan um Þorgeir Ljósvetningagoða ætti kannski að gera mönnum ljóst þvílík vitfirring sambland vaxta og verðtryggingar er. Í raun ætti ég að vera þakklátur fyrir að geta sótt lambið hans Þorgeirs til Vatikansins án þess að þurfa að greiða fyrir uppihaldið.
Valdimar H Jóhannesson
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Mér skilst að ég sé skildur kallinum í 30 lið í beinan karllegg. Þú leggur bara minn hluta arfsins á reikninginn minn :-)
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 12:29
Ég stend nær sem arftaki, en Þorgeir var afi minn í 28 lið, að vísu ekki karlleggur, en nú er jafnrétti til arfs sem annars!
En án gamans. þetta er gott framtak til að benda á ruglustamperí þess að bæði verðtryggja og heimta vexti samhliða!
Kristján H Theódórsson, 16.11.2011 kl. 15:30
Verðtrygging á hverju ?
Milli mánaða í alþjóða millifjármálafjármálaskiptum, er yfirleitt miða við Staðlaðan CIP mælikarða í Borgum USA. Á ársgrunvelli er svo miðað við GDP(OER) USA þar sem gengið reiknast eins í USA og GDP(PPP) árs meðalþjóðartekjugengið er reiknað af IMF og Worldbank vegna allra ríkja heims. Það er USA reiknar [á Íslensku] sína landsframleiðslu á sama gengismælikvarða og GDP(PPP) er reiknað. GDP(PPP) gengisgrunnur er samsettur úr öllum gengisraunverðmætis einingu á allri vöru og þjónustu veltu heimsins skráðum á markaðsverðum Aljóðafjármálagengismarkaðarins: þetta er innri hagfræðingamat eins og landsframleiðan, heldur vegið meðaltal á kostanaðar verði allra vöru og þjónustu eininga. Í Alþjóða fjármála samhengi er gengiseining verð á grunnþáttum hennar orku + massa + markaðsframleiðslu kostanaður + markaðs huglægur virðisauki þegar eining er seld. Þessi huglægi þáttur er mismunandi eftir Ríkjum og endurspeglar landframleiðan þá í þeirra gengjum GDP(OER). T.d. er EU lokað neytenda hagkerfi og þar geta neytendur talið 2. flokks epli verið á raunverði sem samsvar 1.flokks raunverði reiknað GDP(PPP). Milli Ríkja tíðkast nefnilega að lán er oftar en ekki með baktryggingu í heildarársvöruveltu skuldar ríkis. CIA factbook er með allar skilgreiningar á hreinu og gefur upp helstu fjármálalykiltölur og eða hagstærðir á þessum alþjóðafjármælikvarða ásamt uppgefnum Landsframleiðslu heima mati GDP(OER). Þess vegna er heildar árs meðal þjóðarvörusölu gengið t.d. á Íslandi um 20% -30% vegna sölu í krónum innlands og 70% til 80% í gjaldeyri í dag. Ísland ræður tæknilega ekki yfir nema 20% til 30% af þjóðargenginu í heildina í dag. Ekkert ef við tökum upp evru. Ég skora á Íslendinga að kynna sér Alþjóðaskilgreiningar á þessum hugtökum því mér finnst þær hljóma allt öðruvísi heldur en fræðin á Íslensku hljóma.
Ef Kína gerir einhliða verðtryggða ávöxtunar kröfu, á alþjóða raunvirðismælikvarða á USA, þá étur Kína USA upp að innan þegar fram í sækir því meiri því hraðar. USA er búið segja stopp Kína ætlar sér bara kría út dollara til kaup eignir utan USA. USA ætlar að auka vöru viðskipti við Ástralíu og önnur Asíu ríki til að fjölga störfum hjá sér. Raunávöxtunar verðtyggingu hér fylgir fasteignaverðbólga og þörf fyrir nýbyggingar til að bókhaldið stemmi á Alþjóðamælikvarða. Hinsvegar eru líka alþjóðlega gengisfermetra fasteignverð : hráefni og byggingakostanaður + eðlileg söluþóknun á nýbyggingum. Banki hér sem eiga billjón í fasteignveðhaldi og er tekin trúanlega færi betri vaxtakjör á erlendum mörkuðum. Þegar AGS 2005 bendir á að eldri fasteignir hér [allar] hafa hækkað 20% yfir nýbyggingar kostnað, þýðir það hér sé eitthvað að. Það er búið að lækka alþjóðlega nýbyggingar kostnað frá 1970 talsvert mikið. Raunvirði fasteigna hafa því lækkað. Alþjóðaveðmatið lækkar því í framhaldi þegar þetta komst upp. Landsframleiðslu breytingar eða hér hagvöxtur hefur ekkert vægi utan Íslands. AGS segir 60% til 80% neytenda framlagi til Íslensku vörusölunnar í þjóðargenginu óvirka frá 2005 fram til dagsins í dag. 70% til 80% er innfluttur hagvöxtur vegna verðbólgu erlendis. Það skiptir USA engu máli hvort EU meti heildar landframleiðslu evru ríkja á sínu innra raunvirðisgengi 20% hærra en það er mælt af gengis mælikvarða Worldbank. USA túristum finnst þá allt vera 20% hærra í þessum ríkjum en í USA. USA hefur það ekki að markamið að byggja meira upp EU eftir að Lissabon var samþykktur. Vöru flutningur úr EU og ESS vegur ekki mikið í heildina og er hávirðisauki það er litið annað en huglægt raunvirði. Þjóðverjar stærsti með 4,0% hlutdeild í heildar innflutning. Ef þjóðverjar vilja stækka sína hlutdeild um 2,0% á ári þá verður hún 8% eftir 30 ár. Það eru takmörk fyrir því hvað ávöxtunar krafa er gerð. USA getur ekki frekar en önnur Vesturlönd gert kröfu um meiri eftir spurn eftir raunveðmætum á sínum heimamörkuðu. Þess vegna þarf að fá meiri sparnað í USA til að brenna í meðalverðhækkun CIP, til að geta staði við USA m.a. lífeyrisjóðskuldbindingar. Sparnaður er greiddur út en ekki markasettir dollarar á sama ári. USA stjórnsýslan getur ekki hækkað fasteignverð einhliða og þannig náð inn meira af reiðufé úr samtímanum. Eldri fasteignir skila ekki miklu í aukningu á þjóðarsölutekjum. 2,0% Söluálagning er talin nóg. Þegar ný faseign er seld þá er búið að reikna á undan það sem birgjar seldu: farmlag hennar til auknar á þjóðartekjum er vinnulaun og söluþóknun. Til að plata Worldbank verða aðilar í stjórnmálum að skilja allt um verðmyndun og virðisauka, og hvernig gengiseininga veltur vsk. sölu og þjónustu er hreinsaðar af óþarfa leti og huglægu staðbundu ofmati. Til að auka innri raunhagvöxt eða innra eiginreiðfé á hverju ári þá verða Íslenskir neytendur að auka hlutdeild sína í Íslenska þjóðargenginu. Framleiða raunvirði að mati Worldbank sem bæði Íslenskir almennir neytendur og Alþjóðsamfálagsins kunna að meta. Alt Íslenskt hagfræði bull er hreinsað eða afskrifað af Worldbank og Ísland er ofur skuldsett skuldar meira en ársþjóðarframleiðsla.
Capital in economics er raunkostnaðarverð og virðis aukinn sem hleðst utan á það frá jörðu til loka sölu venjulega smásölu. Þetta Capital frá 1911 er þýtt hér sem eign og nú síðast sem vara. Ég kalla þetta raunvirðis þráðinn. ÝSA í sjó eru hrein raunverðmæti þegar hún kemur í land og á Ísland eftir hagræðingu reiknuð 100% án hreinsunar. Í vinnslu bætist á vinnslukostnaður á alþjóða gengisverði þá dregur Worldbank frá vörusölu framleiðslunnar: grunn ýsuverðið. Frumvinnsluvermæta aukning fer í fer í heild þjóðartekjugengið. Ýsan ferðast svo kannski í gegnum tvær veltur í viðbót, þá er sem áður er komið að raunvirði hreinsað. Landframleiðslu aðferðin er fyrir smá börn og miklu einfaldari. Hugbúnaðar sem ríkið kaupir á 200 milljónir er kannski metin á 1 kr. að raunvirði hjá Worldbank. Því þetta er ekki frjáls almenn markaðasala. Bankar lána aldrei út á eigið mat sinna skuldunauta nema stjórnendur séu fábjánar. Það borgar sig að lesa smáaletrið.
Júlíus Björnsson, 17.11.2011 kl. 06:14
Úrtakið sem heimilaneytenda grunnur í fjármálborgum byggir á 80% heimilanna, framteljendur mega ekki vera yfirmenn, bara þeir sem liggja frá 10% til 90% á tekjudreifingar listanum of versla frjálst það önvegis fyrirtæki á hlutabréfa markaði framleiða og selst í fyrirtækjum sem síðast ár úrtak verslar í. Til að fá fram hlutfallslega skiptingu á neytendagengiskörfunni. Leið er fyrir öllum gæða og magnbreytingum í pakkningum. CIP USA er svo fylgt eftir næsta ár með að fara í og hringja í viðkomandi fyrirtæki. Dæmi um hvernig þetta virkar. Hér er 100 heimiliskennitölur sagðar hafa 300.000 í ráðstöfunartekjur og því um 3 milljónir á mann.
Erlendis er er ekki óalgent að 10% eða 10 stykki hafi 30% heildar tekna og 10% hafi 5,0%. Þá hafa CIP 80 heimili: verðtryggingarviðmiðum 65% heildar tekna eða 2,434 millur.
Household income or consumption by percentage share
Hér er merkilegt að sjá hvað ríki gefa ekki hlutfallaslega skiptingu.
Græðingin hér í bókhaldslega hagnað heldur áfram að éta Ísland upp að innan.
Sala skiptir öllu máli og fjöldi góðra seljanda. Aðilar sem eru stórir á heimsmarkaði skera ekki niður kostnaðverð hjá sér að ganni sínu eða til að fá hrós frá kaupendum sem staðgreiða. Þeir samfæra kaupendur um virðsauka sem þeir ætlað að stinga í eigin vexti. Áhættu og gæði og flókin vinnubrögð og andlega snild sem leggur að baki: raunkostnaðverðum. Ef engin annar bíður betur þá er ekkert að óttast.Hagræðing [fækkun eignaraðila og lækkun eiginreiðufjár= staðgreiðslu kostnaðarverða] í sjávarútveg er álitin frábær í augum Brussell.
Það er búið að stofna félagskap 200 til 300 einstaklinga í USA með árskaup meira en 140 milljónir sem vilja borga hærri skatta til að tyggja áframhaldandi verðtrygginu á 1000 milljónum í varsjóðum.
Ég segi eins og Bush: EU og Ísland hugsa öfugt.
Hlusta á fréttirnar í Washington heldur geðinu í lagi. Ríki ráðgera Ríkisborgara fjölda framtíðar og samsetningu hans. Hér spá öfuggar um sama fjölda með lágildi, miðgildi og hágildi. Það eru til fræði í praktical stærðfræði til reikna kostnað við reiknilíkanagerð. Svara spurngum hvort reiknilíkanið sé rökrétt og arðbært. Þar kemur meðfædd greind og reynsla oft góðum notum. Viðskipti eru harður heimur að mati tossa. Kína er næsti bær við Ísland selja ódýrt til að eignast viðhaldskostnað.
Fyrrverandi kommar og Maóistar á Íslandi segjast allir hafa snúist til hægri, staðreyndin er að þeir til hægri í sama lokað kerfi hafa snúist til vinstri. Frá Íslandi horft til suðurs er hægri á vinstri hönd: Ameríka => Kyrrahafið => Asía. Hafa sólina í bakið en ekki í augunum. Interest í fjámálum umfram breytingar á GDP(PPP) er langtíma real interst [afleiðuviðskipti], um skammtíma gildir CIP USA mælkvarði: sami og Worldbank, og IMF. Mammon er yfir hagfræðingum í praktik.
Íslenskur og Kínverskur og þýskur gengishagnaður af dollartekjum minnkar 5 % á næstu 5 árum. Íslenska stjórn sýsla græðir ekki á Kommission Brussell [evrur] eða City London [Pund]. Seðabankinn hér trúir öðru. Einkaframtak með litlar vöruveltur getur grætt, á því óx Hongkong. Selja minna en 1% af GDP(PPP) annarrs Ríkis er saklaust. Kaupendur vilja upplýsingar um kostnaðarverð. Til geta hagnast sem mest: gert góða samninga.
Júlíus Björnsson, 17.11.2011 kl. 15:40
Halló, halló, halló! Hvað ef breyttt var um gjaldmiðil? Einhver núll tekin af, eða hreinlega breytt úr rollu í naut? % % % endalaus %. Skynsemin er einhvernveginn kominn út í skurð og flest hagkerfi orðið byggð á "gambling" en ekki einfaldri framlegð, framboði og eftirspurn. Hverjir hagnast? Jú, "The KAOS makers".
Halldór Egill Guðnason, 22.11.2011 kl. 03:04
Annars bráðsniðug samlíking hjá þér Valdimar. Fáránleikinn settur fram á einfaldan og skiljanlegan hátt fyrir rolluvænt samfélag;-)
Halldór Egill Guðnason, 22.11.2011 kl. 03:06
Júlíus.: Cut a long story short.;-)
Halldór Egill Guðnason, 22.11.2011 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.