26.9.2013 | 10:45
Bókmenntafræðingur upplýstur
Örn Ólafsson bókmenntafræðingur í Kaupmannahöfn er ekki feiminn við stór orð í grein sinni Oflæsi um íslam (Morgunblaðið 20. sept. sl.). Hann kallar skrif mín um íslam bull og gefur mér óskemmtilega einkunn. Hann endurtekur lýsingarorðið heimóttarlegur um mig. Slíkir menn eru klaufar, mannleysur, rolur, löðurmenni, gungur eða bjálfar. Að auki segir hann mig fáfróðan, þröngsýnan og haldinn paranoiu, þ.e. að ég sé haldinn geðtruflun með ranghugmyndir um ofsóknir. Hann gefur til kynna að ég sé haldinn trúarhita, sem er nú ekki rétt. Að auki gerir hann mér upp eitt og annað sem enginn fótur er fyrir.
Helsta efnislega ásökun hans er sú að ég sé ófróður um málefnið. Hann spyr um heimildir fyrir þeirri fullyrðingu minni að íslam hafi alls ekki staðið fyrir hámenningu á miðöldum og bjargað vestrænni menningu frá glötun. Ég hef haldið því fram að íslam hafi slökkt á þeirri menningu sem ríkti í löndum sem múslímar lögðu undir sig og lítið lagt til heimsins nema dauða, eyðileggingu og tortímingu.
Örn segir fáránlegt hjá mér að segja mannkynssöguna hefjast að nýju 11. september 2001. Þessi setning er mér óskiljanleg. Ég notaði tímabilið síðan þá til viðmiðunar um fólskuverk í nafni íslam. Með frásögn um 500 manns myrta í nafni íslam í síðustu viku er ég auðvitað ekki að hefja nýtt tímatal! Ég er að gefa tölulegar upplýsingar. Ég gæti einnig gefið upplýsingar um 270 milljónir myrtra manna í nafni íslam í 14 aldir. Saga íslam, sem er pólitísk alræðis- og heimsvaldastefna með trúarlegu ívafi, er skelfileg. Að meðaltali hafa verið myrtir 3.700 í viku hverri síðan árið 622. Þá hryllilegu sögu verðum við að þekkja. Hún á sér hliðstæðu í fólskuverkum nasista og kommúnista. Þar voru sömu hvatir sem fengu útrás en í skemmri tíma. Þessum þremur alræðisstefnum er það sameiginlegt að fyrirheitni heimurinn getur ekki orðið að veruleika nema með útrýmingu óæskilegra manna.
Ég þarf ekki að spyrja Örn hvaða heimildir hann hafi fyrir fráleitri mýtu um stórkostleg menningarsamfélög múslíma í Andalúsíu og Bagdad. Ég þekki þau skrif en fellst ekki á þau. Mér er hins vegar ljúft að upplýsa Örn um hverjir séu heimildarmenn mínir. Þeir höfundar sem ég hef lesið og hafa andmælt hugmyndum Arnar og fleiri hans líka um gullöld íslam eru m.a. þessir:
Serge Trifkovic, Syed Kamran Mirza, Richard Butrick, Victor Davis Hanson, Andrew Bostom, Emmet Scott, Bernard Lewis, Henri Pirenne, Jonathan David Carson, Ibn Warraq, John J. O'Neill, Enza Ferreri, Radhasyam Brahmachari, Ibn Iblis, Richard Fletcher, Bat Ye'or, Bill Warner og Robert Spencer. Mjög margir aðrir hafa skrifað harðar en sannar frásagnir um íslam án þess að fjalla sérstaklega um gullaldarmýtuna.
Nú á Örn valið. Hann getur kynnt sér skrif þessara manna og viðhorf t.d. á heimsnetinu. Auðvelt er að gúgla t.d. með leitarorðinu »islamic golden age« og höfundarnafni. Eða hann gæti einnig valið þá leið að gefa þessum mönnum öllum einkunn að eigin smekk og ætlað þeim andlega fötlun af ýmsu tagi. Íslenskan á mörg niðrandi orð. Er samt ekki ráð, Örn bókmenntafræðingur, að ræða um málefnið en ekki um manninn. »Argumentum ad hominem« þykir ekki góð latína!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Flott skrifuð grein hjá þér, Valdimar, ad usum desideratum efficiens.
En þetta með menningaráhrif islams á miðöldum er nú tvíbent. Múslimskir fræðimenn voru hlekkir í langri keðju af "Überlieferung" eða framhalds-varðveizlu og skilum á grískum heimspeki- og vísindaarfi til seinni kynslóða, ómissandi hlekkir fyrir þá, sem nutu, en aðeins að hluta ómissandi fyrir endanlega geymd þeirra fræðirita, því að eftir að þetta hafði náð frá Edessa o.fl. stöðum í Miðjarðarhafsbotnum til Bagdad og síðan vestur um gegnum Egyptaland og vestur með Norður-Afríku til Spánar, en síðan þaðan gegnum þýðingar á latínu frá Spáni til Ítalíu og Frakklands og annarra landa skólaspekinganna, á 12. og 13. öld, þá varð það jafnóðum hvati til þess, að þeir hinir síðastnefndu (m.a. Thómas Aquinas) öfluðu sér nýrra þýðinga beint úr frummálinu (grísku), m.a. gegnum Sikiley (þá stýrt af Normönnum), sem var í fornum tengslum við Hellas, og þær þýðingar urðu áreiðanlegri en hinar, sem höfðu farið leiðina frá grísku gegnum sýrlenzku og arabísku til latínu. En það voru kristnir, sýrlenzkir fræðimenn sem fyrst og fremst áttu heiðurinn af upphafinu að þessari miðlun araba á hinum forna menningararfi allt til Spánar.
Þar að auki eru arabískir heimspekingar taldir síður frumlegir en hinir kristnu á hámiðöldum; og þrátt fyrir mikla grósku hjá þeim fyrrnefndu á tímabili, kom svo upp trúarafturhaldsstefna sem nánast sló á mestalla heimspekiiðkun, svo sem jaðraði hún við villukenningu. Arabísk fræði hafa liðið fyrir það öldum saman síðan. Ólík var hins vegar opnun skólaspekinganna og kaþólsku kirkjunnar á Aristotelianismann á 13. öld og áfram, þó með vissu hiki framan af.
Hér til viðbótar má nefna, að kristnir munkar og ekki sízt menn eins og Boëthius og Cassiodorus höfðu átt drýgstan hlut í björgun annarra rita úr klassíkinni, m.a. heimspekinni, og þau rit kunn í Vestur-Evrópu gegnum þá, fyrir hina aristotelisku byltingu sem átti sér stað á 13. öld.
Jón Valur Jensson, 26.9.2013 kl. 21:25
Jens Valur
Þegar er verið að fjalla um langa og flókna sögu í 500 orðum gefst ekki mikið tóm fyrir aukaatriði málsins. Heildarniðurstaðan er sú að íslam slökkti á hámenningu heimsins sem þá var í Mið-Austurlöndum, Persíu og Indlandi. Talið er að múselmenn hafi brennt og eyðilagt 90% bóka sem voru til á þessum svæði. Eigum við að þakka þeim sérstaklega fyrir að hafa ekki kveikt í þeim öllum!!! Stærsta bóksafn heimsins um árið 1200 var sagt vera í Nalanda í Bihar á Indlandi. Það var kveikt á því á þeirri forsendu, að sagt er, að ef bækur þar væru í ósamræmi við Kóraninum væru þær bannaðar en ef þær væru í samræmi við Kóraninn væru þær ónauðsynlegar. Sagt er að bóikasafnið hafi verið í heilar þrjár vikur að brenna.
Til marks um hina lamandi hönd íslam á menningu þessara þjóða má taka hina ótrúlega rýru uppsskeru þeirra á andans afrekum nútímans. Meðan 14 milljónir gyðinga hafa fengið 180 Nóbelsverðlaun hefur 1.4 milljarður múselmanna fengið 10 Nóbelsverðlauna en af þeim eru 6 friðarverðlaun Nóbels og hafa aðallega orðið til athlægis.
Múslímar hafa aðeins fengið tvo Nóbela fyrir raunvísindi en af þeim hefur öðrum þeirra (Abdus Salam) verið hafnað af stjórnvöldum lands síns, Pakistan, fyrir að vera óekta múslími en báðir fengu þeir verðlaunin fyrir störf sín á Vesturlöndum. Tveir múslímar hafa fengið Nóbelsverðlaun í bôkmenntum og hafa báðir lent upp á kant við samlanda sína. Ef íbúar landa þar sem íslam ræður ríkjum hefðu haldið í við gyðinga um andlega burði hefðu þeir átt að hafa fengið 18 þúsund Nóbelsverðlaun en hafa bara fengið 4 ef bull friðarverðlaunin eru undanskilinn.
Valdimar H Jóhannesson, 26.9.2013 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.