30.5.2014 | 15:46
Umburðarlyndisliðið
Vert er að vekja athygli á málflutningi all margra vinstri manna og jafnvel þeirra sem þykjast vera á miðju stjórnmálanna þegar umræður um íslam eru annars vegar eða þegar skoðanir eru viðraðar um úthlutun Reykjavíkur á ókeypis lóð undir mosku í Sogamýrinni við bæjardyr Reykjavíkur. Öll gagnrýni á íslam er afgreidd sem fordómar, þ.e. skoðanir sem byggjast ekki á staðreyndum og þekkingu á málefninu heldur grundvallist oftast á illvilja eða öðrum lágum hvötum eða í besta falli á botnlausri fáfræði og heimsku.
Þetta fólk sem ég vil kalla umbuðarlyndisliðið telur sig standa á hærri hól almenns siðgæðis en við hin, sem leyfum okkur þá ósvinnu að gagnrýna. Við séum í djúpum dal lágkúrulegra hvata og eiginlega óalandi innan um siðmenntað fólk. Við erum betri en þú viðmótið er ævinlega á næsta leiti , sjálfsupphafning og sjálfsdýrkun, narcissismi.
Sumir í þessu liði, sem komast svo langt að færa einhver rök fyrir yfirburðar siðmenntun sinni viðurkenna svolkallaðan pólitískan rétttrúnað meðal sinna liðsmanna. Að það geti hent hugsjónafólk vegna ríkrar réttlætiskenndar að missa sig í pólitískan rétttrúnað og vilja því ekki fordæma heiðursmorð, grýtingar, barnabrúðkaup, umskurn stúlkubarna, skort á á tjáningarfrelsi, eða hryðjuverk en um leið er því slegið föstu að þessi vandamál séu ekki einkenni múslímskra landa heldur mannréttindabrot sem tíðkast í þriðja heiminum. Sem sagt: Við þetta flotta hugsjónafólk skulum hætta pólitískum rétttrúnaði heldur bara alls ekki viðurkenna þetta sem vanda múslímskra landa. Öllum tölfræðilegum upplýsingum skulum við neita enda eru þær allar fengnar á alþjóðlegum síðum nasista og ný-nasista.
Annað sem einkennir okkur gagnrýnendur að mati umburðarlyndisliðsins er rasismi: Þegar bent er réttilega á það að íslam ekkert frekar en tvö önnur og náskyld alræðiskerfi, þ.e. nasismi og kommúnismi, er kynþáttur er búið að finna upp nýtt hugtak, ný-rasisti, en það eru þeir sem eru haldnir fordómum á grundvelli trúar eða menningar. Allir sem gagnrýna íslam eru því ýmist nasistar, ný-nasistar, rasistar eða ný-rasistar og eru því á lægsta þrepi mannkynsins og allar hugsjónir víðsfjarri. Hugsjónirnar fyrirfinnast hjá umburðarlyndisliðinu.
Ein úr þessu liði sem segist vera norn segir rasismia okkar felast í því að álíta suma hópa samfélagsins réttborna til meiri þæginda, frelsis og fyrirgreiðslu en aðra. Að setja þægindi okkar fólks ofar mannréttindum hinna. Sem sagt hún skilur jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar en við lubbarnir höfum þessa reglu að engu! Við erum ekki aðeins betri en þið, heldur miklu betri, segir nornin
Hún segir: Pólitískur rétttrúnaður er vissulega sterkur meðal hugsjónafólks. Hann felur í sér afneitun á vandamálum, mikla og hatramma tortryggni gagnvart hverjum þeim sem verður vís að fordómum og gerir það að verkum að það er varla hægt að ræða þau vandamál sem koma upp í samfélagi, til dæmis þegar árekstrar verða milli fólks með ólíkan menningarbargrunn. En pólitískur rétttrúnaður er ekki það að vera ósammála Jóni Magnússyni og öðrum þjóðernissinnum.
Þegar hugsjónafólk lendir í viðræðum við okkur, dreggjar mannlífsins, er því besta ráðið að taka fram merkimiðanna, rasisti,nasisti, illmenni, fáránlingur, óupplýstur, þjóðernissinni. Ef svona dóni eins og t.d. ég upplýsi svo um staðreyndir og mikinn lestur um efnið þá er það allt ómarktækt vegna illra hvata, rangrar söfnunar heimilda frá öðrum rasistum, fasistum eða jafnvel það sem er verst, - frá gyðingum.
Ekkert fólk í heiminum hatar þetta umburðarlynda lið eins og gyðinga. Taumlaust hatur á Ísrael er marktækt einkenni á þessu hatri. Vegna þess að erfitt er að neita helförinni miklu fyrir sjö áratugum þá getur þetta fólk ekki lýst yfir hatri á gyðingum en fær útrás fyrir lágkúruna með hatri á Ísrael og samstöðu með Palestínu mönnum þrátt fyrir yfirlýsta stefnu þeirra síðastnefndu að fyrirkoma Ísraelsríki og að í stofnskrá Hamas (Hamas Charter) sem ræður ríkjum á Gaza segi berum orðum að útrýma beri öllum gyðingum, - ekki aðeins í Israel heldur í öllum heiminum. Undir þetta taka bæði shia og súnní múslímar í stórum stíl og engin fordæming hjá umbuðarlyndisliðinu á slíku. Rasismi þessa liðs er nefnilega með þeim hætti að það gerir ekki ráð fyrir því að unnt sé að gera kröfur til múslíma um almenn siðmenningu. Þeir hafi ekki burði til þess að standa undir venjulegum kröfum til siðmenntaðra manna.
Öllum upplýsingum um hryllingsverk í nafni íslam í 14 aldir sem og í dag er svarað með útúrsnúningum. Þar hafa vinstri menn mikla reynslu vegna afneitunar á illum verkum í nafni kommúnisman og nasismans meðan vinstri menn viðurkenndu almennt ennþá að nasismi væri vinstri stefna eins og hann er. Þar geta þeir einnig lært af múslímum sem hafa 14 alda æfingu í afbökun staðreynda, ósannindum og útúrsnúningi. Íslam hefur yfir að ráða þrjú hugtök um múslímskar lygar sem á að beita gegn kafir (fleirtala kuffar) sem er lægsta form náttúrunnar. Kuffar erum við sem afneitum Allah og Múhammeð og eigum það eitt skilið að deyja ef við höfnum íslam eða neitum af borga sérstakan skatt( jiziyya) og taka stöða dhimma, sem kristnir menn og gyðingar hafa, þ.e. þeir sem fallast á að hafa 2. flokks borgarréttindi og borga verndarskatt með sérstakri auðmýkingu og missa öll réttindi um leið og einhverjum í samfélagi okkar verður á í messunni.
Þessi lygahugtök eru:
Taqiyya: múslímskrar lygar og blekkingar í þágu trúarinnar.
Kitman: Blekkja með því að segja aðeins hluta sannleikans .
Tawriya: Kreatívar lygar, láta hlustanda halda að umræðuefnið sé annað en það er. T.d. Ég á ekki krónu með gati en vera samt með veskið fullt af seðlum en enga krónumynt með gati í.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 194869
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Þetta er það sem vinstri-slagsíðan þolir ekki og þaug rök sem þú setur fram eru óþolandi hjá þessu fólki vegna atkvæðaveiða. (useful idiots) Hafðu heiður fyrir. En við, sem reynum að benda fólki út á hvað þetta allt gengur, fáum samt á okkur stimpil sem rasistar og að vera á móti útlendingum, þó svo það komi þessu málefni ekkert við. Ég reyndi að benda á það, fyrir skömmu, að nú þegar hafa múslimar á Íslandi tvö bænahús (kallað moskur) annað er statt í Ármúlanum í Reykavík, (m.u.þ.b. 450 skráða) og hitt setrið, sem er nefnt svo fagurlega, "Menningarsetur múslima á Íslandi", en það er í Skógarhlíð 20, í Reykjavík. (m.u.þ.b 350 skráða) Stærsti styrktar aðili félagsins í Skógarhlíð eru Al-Risalah-samtökin í Sádí-Arabíu. Og þau samtök eru ekki þekkt fyrir sjálfboða eða öðlingastarf. Ráðherra okkar beygði sig í duftið þegar hann heilagleiki Ahman Taha Seddeeq, imam gat ekki tekið í hendina á henni,við víglsuna, vegna þess að það væri gegn hans trú, að kvenfólk væri til jafns við hann. EKKERT heyrðist í vinstri eða FEMINISTUM um þetta mál. Þarf eitthavð að útskýra meira fyrir hvað þeir hópar standa. Forræðishyggju..??? Klárlega ekki lýðræði. Hverju þá..?? Svari nú hver sem betur getur..
Sigurður Kristján Hjaltested, 30.5.2014 kl. 18:34
Margt fróðlegt í þessum pistli og trúlega satt og rétt. Ég er samt ekki alveg að kaupa þetta hjá þér með að nazisminn hafi verið vinstri hugmyndafræði þrátt fyrir nafnið (sem þrátt fyrir vinkilbeygju Steingríms J í ESB málinu var í grunninn að nafninu til sú sama og hjá VG. og sýnir raunverulega hvað nöfn flokka geta verið villandi ;-) ). Það er alveg spurning hvort Nazisminn flokkaðist eitthvað á hægri vinstri skalann fremur en önnur einræðisríki þó vissulega stefni kommúnisminn alltaf til einræðis.
Annað sem ég er ekki sammála er að oftúlka hatur Palestínumanna gagnvart Gyðingum þar sem þeir eru mjög kúgaðir af þeim síðarnefndu.
En rétt er það að margt er líkt með öfgaíslam og kommúnisma. Til dæmis það að vilja gjarnan komast til valda í skjóli lýðréttinda sem er síðan það fyrsta sem er afnumið þegar völdin hafa náðst. Eitt nýjasta dæmið um það er Egiftaland.
Þessvegna er kanski ekki skrítið þetta dekur vinstrimanna við Múhameðstrú en auðvitað um leið alveg stórskrítið þar sem jafnréttistalið virðist einvörðungu vera í nösunum en kúgun og ofbeldi þeirra smæstu er réttlætt í nafni fjölmenningarhyggju og með vanhugsuðum tilvísunum í stjórnarskrá.
Ég hjó reyndar líka eftir því að þú tilgreinir ekki umskurð drengja eins og mun viðgangast meðal gyðinga hérlendis. Slík limlesting (í orðsins fyllstu) er náttúrulega enganvegin boðleg en gott dæmi um hvernig pólitískur rétttrúnaður þessa "umburðarlynda" fólks eins og t.d. Illuga Jökulssonar Egils Helga og fl. kemur í veg fyrir umræðu sem gæti komið þeim smæstu. Hafi Illugi og hanns líkar skömm fyrir skoðanakúgun sína (svo að maður noti nú tungutak fræðimannsins "hlutlausa")
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 21:23
Bjarni Gunnlaugur
Fasisminn og kommúnisminn féllust í faðma á upphafsdögum sínum eins og vel þekkt er úr sögunni enda fundu þeir vel til skyldleikans. Mussolini og Lenin voru pennavinir. Það tók heila viku fyrir Stalín að meðtaka það þegar Hitler réðist inn í Rússland svo fráleitt fannst honum það að nánast samherji gerði slíkt.Ég ætla ekki að skrifa hér langa ritgerð um efnið en þeir sem skoða innihald þessara alræðiskerfa komast varla hjá að sjá að það er fleira sem er sameiginlegt en það sem er frábrugðið. Eins er það með shía og sunní innan íslam. Þeir berast á banaspjótum en samt þarf sérfræðing í íslam til að skilja muninn.
Auðvitað er umskurn á drengjum hræðilelgt ofbeldi gagnvart þeim þó að umskurn á stúlkum sé margfalt hræðilegra og svívirðilegra ofbeldi. Menn geta lifað nánast eðlilegu kynlífi þrátt fyrir umskurn en það geta konur aldrei eftir að þær hafa orðið fyrir þessarri afskræmingu kynfæranna.
Ég hef reynt að horfa á umskurn á stúlku á internetinu til að fræðast nánar um þessi illvirki en það varð mér um megn og er ég samt langt frá því að vera nein kveif.
Enginn vafi er í mínum huga að til eru múslímskar stúlkur á Íslandi sem hafa sætt þessarri meðferð sem er ekki einu sinni hægt að kalla dýrslega því að engu dýri myndi detta slíkur hryllingur í hug. Yfir 90% líkur eru t.d. á því að kona frá Egyptalandi hafi sætt slíkrimeðferð.
Ég er ekkert að oftúlka hatur araba á gyðingum. Ég gæti sent þeir fjölda allan af myndskeiðum sem staðfesta það en einnig nægir að benda til 14 alda sögu í samskiptum araba og gyðinga.
Valdimar H Jóhannesson, 30.5.2014 kl. 22:46
Sæll Sigurður
ég tek það ekki nærri mér þó að fólk af þessu taginu kalli mig rasista. Þeir eru búnir að gjaldfella orðið svo mig að þeir verða að finna upp ný orð. Nú heitir það ný-rasisti og þegar búið verður að hlægja það út af kortinu munu koma önnur. Merkimiða umræða er háttur þeirra sem hafa ekki haldbær rök. Það heitir að fara í manninn en ekki í málefnið. Á lægsta plani er ef þú hefur eitthvert lýti eða fötlun af einhverju tagi og l það er notað gegn þér, - argumentum ad homini heitir það á latínu og þykir heldur slök latína!
Valdimar H Jóhannesson, 30.5.2014 kl. 23:04
Var að hugsa um að koma með athugasemd, en komst að því að það sem þú skrifar stendur ágætlega án þess að ég mótmæli. Kynþáttafordómar eru ekkert nýtt í þessu landi. Ágætt að fá það upp á yfirborðið.
Snaebjoern Birnir (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 03:15
Og hvað segirðu Valdimar, á svo bara að kjósa Framsókn?
En svona án gríns, þá finnst mér fyrst og fremst sorglegt að þú byggir þennan málflutning þinn á lygum og vitleysu og einhverjum ömurlegum skítaheimildum og afbökunum á miðaldatextum.
Það er svona jafn gáfulegt eins og að lesa gamla testamentið og dæma svo allt vestrænt samfélag út frá því sem þar stendur.
Ég held að Salman Tamimi sé miklu heilbrigðari karakter en þú að öllu leyti, og ég vildi miklu frekar vera lokaður einn inni í lyftu með honum í heilan sólahring en þér.
Hvernig er það annars, ÓTTAST þú Salman? Heldurðu að hann liggi á nóttunni og hugsa um hvernig hann eigi að drepa þig? Hvað hefurðu annars talað við marga múslima um ævina? Byggiðru þínar skítaskoðanir yfirhöfuð á PERSÓNULEGRI reynslu yfirleitt??
Ég held nefnilega að hann hati þig ekki. Hatrið er allt þín megin.
Já mér finnst þú algjör rasisti, af því þú ert uppfullur af ljótum hatursfullum skoðunum sem byggja á vanþekkingu, ímyndunum og lygum. En fyrst og fremst finnst mér þú vera dapurlegur heimskur kall.
En kjóstu endilega Framsóknarkellinguna. Hún á örugglega eftir að svíkja ykkur rasistana hvort eð er.
Skeggi Skaftason, 31.5.2014 kl. 07:52
Êg gat ekki stillt mig um að birta þetta fra Skafta Skeggjasyni þó að þetta sé augljóslega tilbúið nafn af því að svona skrif sanna hvað ég er að fara með greininni
Valdimar H Jóhannesson, 31.5.2014 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.