Leita í fréttum mbl.is

Þúsundir milljarða króna í erlendum gjaldeyri hafa glatast

Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur um áratugi barist fyrir því að þjóðin skilji hagsmuni sína í nýtingu auðæfa sjávar umhverfis landið. Hann skrifaði gagnmerka grein í nýjasta hefti Þjóðmála um fáránleikann í opinberri fiskifræði Hafró. Sú grein hefði átt að vekja feikilega athygli í landi sem byggir afkomu sína að miklu leyti á nýtingu sjávarafla. Fundir alþingis ættu að standa fram á nætur til þess að ræða efni greinarinnar og Jón og aðilar í sjávarútvegi ættu að vera helstu viðfangsefni fjölmiðlamanna þar til óyggjandi niðurstaða væri fengin um sannleiksgildi greinar hans.

Verðmætin sem þjóðin hefur farið á mis við vegna kvótakerfisins  skipta þúsundum milljarða króna í erlendum gjaldeyri fyrir utan ennþá hærri upphæðum í þjóðartekjum.  Þetta ætti að vera umræðuefnið í sölum alþingis fyrir utan hið þjóðfélagslega óréttlæti.

Ég efast ekki um sannleiksgildi ummæla Jóns og sennilega erum við margir sem erum sammála Jóni en höfumst ekki að. Ég verð að vísu varla ásakaður um fálæti en kannski mætti ásaka mig fyrir það sem mannvitsbrekkan Egill Helgason sagði einhvern tímann þegar ég hafði haft mig mikið í frammi að það væri til vansa hvað  ég væri slakur talsmaður!

Nú hef ég þagað all lengi um þessi mál en því miður hefur sterkur talsmaður að smekk Egils ekki gefið sig fram.  Á meðan halda ótæmandi auðæfi sævar áfram að bruna  illa nýtt landsmönnum til góða svo að vitnað séu í sýn Hannesar Hafstein fyrir 114 árum þegar hann horfði vondjarfur til nýrrar aldar um í Aldamótaljóði sínu árið 1900 og sá öldina framundan í hyllingum.

Grein Jón Kristjánssonar sem ætti að vera heitasta umræðuefnið þessa dagana og alveg þar til þjóðin vaknar af dvalanum og heimtar umbætur er hérna en hún biritist í dag á bloggsíðu hans:

http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/1461996/#comment3537889

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Einhver misskilingur er þarna á ferðinni og þaðekki í fyrsta skipti Það kemur núverandi úthlutun aflaheimilda að sjáfsögðiu ekkert við hversu mikið á að taka úr hafinu af einstökum fiskstofnum.Það er allt rétt sem Jón Krristjánsson hefur sagt að það er ofbeit á íslenskum fiskimiðum hvað varðar þorsk og fleiri stofna. þegar svo er komið eins og hefur verið allt í kringum ísland að ekkert fæst nema stórþorskur , þá endar það með hruni.Þess vegna er trúlega skásti kosturinn að veiða hann strax.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 00:01

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Valdimar.því miðurer málflutningur þinn þess aðlis,að menn  sem eru þér sammála, hvað varðar grundvallar atrið, geta ekki stutt málflutning þinn.Til að mynda það að úthlutun aflaheimilda til einstakra útgerða hefur ekkert með heildarúthlutun að gera. Allir em eru til að mynda að veiða þorsk, Lanndsmband Smábátaeigenda til dæmis og LÍU,hafa lagt til meiri veiði á þorski. vegna þess að hann drepst annars.Þaðverður hrun í þorskinum eftir tvö ár.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 08:18

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Kristjánsson er snillingur og rök hans afar afgerandi. Hafró hefur einokað hér fiskveiðistjórn og tekizt út frá sínum snarvitlausu forsendum að koma þorskveiðum niður í fjórðung af því, sem mest var, með hrikalegu tapi fyrir þjóðarbúið og það að hluta til á sama tíma og Norðmenn og Rússar hafa margfaldað sinn þorskafla í Brentshafi, upp í hátt í milljón tonn á ári.

Og nú er Hafró að pína ýsuveiðimenn með mikilli minnkun aflaheimilda þrátt fyrir að nóg sé af ýsu í sjónum og vandræði að skapast vegna hennar sem meðafla ("of mikils"!) með þorski.

Þá á Hafró og ráðlausir ráðherrar eflaust eftir að hlíta þeirri stýringu sem var að koma frá alþjóðlegu fiskveiðiráði um að skera niður makríl-, síld- og kolmunnaveiðar.

Við eigum sjálfir að stýra okkar fiskveiðum og ráða Jón Kristjánsson til starfa, með hans fersku hugmyndir sem hafa þegar sannað sig annars staðar.

Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 11:50

4 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sigurgeir

ég þykist vita að þú hafir hagsmuni af kvótakerfinu án þess að ég viti mikið um þig. Ég ætla ekki að svara þér með einhverjum skæting eða með svipuðum hætti og þú ávarpar mig þó að ég sé að tjá skoðanir mínar eins og ég sé landið liggja.  Nei ég ætla að gera betur en það við þig og birta í blogginu mínu langa grein sem ég skrifaði 2001 og þú hefur kannski gagn af því að lesa. Ef þú ert ekki samamála mér verður Þú kannski svo góður að svara mér með rökum í í löngu og ítarlegu máli en ekki með einhverri einkunargjöf um málflutning minn án þess að færa rök fyrir máli þínu.

Valdimar H Jóhannesson, 8.10.2014 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 194868

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband