7.10.2014 | 12:07
Þúsundir milljarða króna í erlendum gjaldeyri hafa glatast
Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur um áratugi barist fyrir því að þjóðin skilji hagsmuni sína í nýtingu auðæfa sjávar umhverfis landið. Hann skrifaði gagnmerka grein í nýjasta hefti Þjóðmála um fáránleikann í opinberri fiskifræði Hafró. Sú grein hefði átt að vekja feikilega athygli í landi sem byggir afkomu sína að miklu leyti á nýtingu sjávarafla. Fundir alþingis ættu að standa fram á nætur til þess að ræða efni greinarinnar og Jón og aðilar í sjávarútvegi ættu að vera helstu viðfangsefni fjölmiðlamanna þar til óyggjandi niðurstaða væri fengin um sannleiksgildi greinar hans.
Verðmætin sem þjóðin hefur farið á mis við vegna kvótakerfisins skipta þúsundum milljarða króna í erlendum gjaldeyri fyrir utan ennþá hærri upphæðum í þjóðartekjum. Þetta ætti að vera umræðuefnið í sölum alþingis fyrir utan hið þjóðfélagslega óréttlæti.
Ég efast ekki um sannleiksgildi ummæla Jóns og sennilega erum við margir sem erum sammála Jóni en höfumst ekki að. Ég verð að vísu varla ásakaður um fálæti en kannski mætti ásaka mig fyrir það sem mannvitsbrekkan Egill Helgason sagði einhvern tímann þegar ég hafði haft mig mikið í frammi að það væri til vansa hvað ég væri slakur talsmaður!
Nú hef ég þagað all lengi um þessi mál en því miður hefur sterkur talsmaður að smekk Egils ekki gefið sig fram. Á meðan halda ótæmandi auðæfi sævar áfram að bruna illa nýtt landsmönnum til góða svo að vitnað séu í sýn Hannesar Hafstein fyrir 114 árum þegar hann horfði vondjarfur til nýrrar aldar um í Aldamótaljóði sínu árið 1900 og sá öldina framundan í hyllingum.
Grein Jón Kristjánssonar sem ætti að vera heitasta umræðuefnið þessa dagana og alveg þar til þjóðin vaknar af dvalanum og heimtar umbætur er hérna en hún biritist í dag á bloggsíðu hans:
http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/1461996/#comment3537889
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 194868
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Einhver misskilingur er þarna á ferðinni og þaðekki í fyrsta skipti Það kemur núverandi úthlutun aflaheimilda að sjáfsögðiu ekkert við hversu mikið á að taka úr hafinu af einstökum fiskstofnum.Það er allt rétt sem Jón Krristjánsson hefur sagt að það er ofbeit á íslenskum fiskimiðum hvað varðar þorsk og fleiri stofna. þegar svo er komið eins og hefur verið allt í kringum ísland að ekkert fæst nema stórþorskur , þá endar það með hruni.Þess vegna er trúlega skásti kosturinn að veiða hann strax.
Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 00:01
Valdimar.því miðurer málflutningur þinn þess aðlis,að menn sem eru þér sammála, hvað varðar grundvallar atrið, geta ekki stutt málflutning þinn.Til að mynda það að úthlutun aflaheimilda til einstakra útgerða hefur ekkert með heildarúthlutun að gera. Allir em eru til að mynda að veiða þorsk, Lanndsmband Smábátaeigenda til dæmis og LÍU,hafa lagt til meiri veiði á þorski. vegna þess að hann drepst annars.Þaðverður hrun í þorskinum eftir tvö ár.
Sigurgeir Jónsson, 8.10.2014 kl. 08:18
Jón Kristjánsson er snillingur og rök hans afar afgerandi. Hafró hefur einokað hér fiskveiðistjórn og tekizt út frá sínum snarvitlausu forsendum að koma þorskveiðum niður í fjórðung af því, sem mest var, með hrikalegu tapi fyrir þjóðarbúið og það að hluta til á sama tíma og Norðmenn og Rússar hafa margfaldað sinn þorskafla í Brentshafi, upp í hátt í milljón tonn á ári.
Og nú er Hafró að pína ýsuveiðimenn með mikilli minnkun aflaheimilda þrátt fyrir að nóg sé af ýsu í sjónum og vandræði að skapast vegna hennar sem meðafla ("of mikils"!) með þorski.
Þá á Hafró og ráðlausir ráðherrar eflaust eftir að hlíta þeirri stýringu sem var að koma frá alþjóðlegu fiskveiðiráði um að skera niður makríl-, síld- og kolmunnaveiðar.
Við eigum sjálfir að stýra okkar fiskveiðum og ráða Jón Kristjánsson til starfa, með hans fersku hugmyndir sem hafa þegar sannað sig annars staðar.
Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 11:50
Sigurgeir
ég þykist vita að þú hafir hagsmuni af kvótakerfinu án þess að ég viti mikið um þig. Ég ætla ekki að svara þér með einhverjum skæting eða með svipuðum hætti og þú ávarpar mig þó að ég sé að tjá skoðanir mínar eins og ég sé landið liggja. Nei ég ætla að gera betur en það við þig og birta í blogginu mínu langa grein sem ég skrifaði 2001 og þú hefur kannski gagn af því að lesa. Ef þú ert ekki samamála mér verður Þú kannski svo góður að svara mér með rökum í í löngu og ítarlegu máli en ekki með einhverri einkunargjöf um málflutning minn án þess að færa rök fyrir máli þínu.
Valdimar H Jóhannesson, 8.10.2014 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.