12.10.2014 | 18:23
Sannlega mega þeir súpa hel
Þessar vikurnar er verið að myrða tugi eða jafnvel hundruðir þúsunda manna í Mið-Austurlöndum og víðar í nafni íslam og hin siðmenntaði heimur horfir á nánast aðgerðarlaus. Núna um helgina er sennilega verið að ganga endanlega frá kúrdískum íbúum Kobane alveg við landamæri Tyrkland. Fréttirnar þaðan eru hryllilegri en orð fá lýst eins og verið hefur undanfarin ár í Sýrlandi og Írak. Öflugar NATO hersveitir Tyrklands standa aðgerðarlausir í sjónlínu við fjöldamorðin og Vesturlönd eru að bræða með sér hvort ástæða er til að grípa inn í atburðarrásina og hafa verið að því undanfarna mánuði og jafnvel ár. Á meðan er verið að nauðga konum, einnig stúlkubörnum og drepa þær síðan á hroðalegan hátt eða selja þær sem eiginkonur ómennanna, sem gætu jafnvel einhverjir verið héðan og sem ganga til liðs við Íslamska ríkið (IS, Isis eða Isil) eða selja þær í annan þrældóm til kynlífs eða þrælkunar.
Lítt örlar á miskunnsama Samverjanum. Ráðmenn á Vesurlöndum spila golf eða gera eitthvað álíka þarft. Örvæntingafull hróp kristinna manna, Kúrda, Yezída, Armena, sjía-múslímar alawíta og jafnvel súnníta um hjálp ná ekki eyrum okkar þó að þau séu hávær og skír. Ekki aðeins hafast hersveitir Tyrkja ekkert að heldur hindra þær íbúa Kobane að flýja yfir landamærin undan sveitum íslömsku brjálæðinganna. Þær stuðla með því að fjöldamorðunum og þær hindra einnig Kúrda í Tyrklandi að fara yfir landamærin til að taka þátt í átökunum en hafa hleypt íslömskum vígamönnum með búnað sinn í gegnum landmærin. Og meðan blóðið rennur í stríðum straumi og verið er að eyða síðustu leyfum t.d. kristinna manna á svæðinu eru vestrænir ráðamenn að velta fyrir sér hvernig unnt sé að þjálfa m.a. Kúrda til virkari varnar eins og að ekkert liggi nú á! - Þetta aðgerðarleysi verðskuldar einkunargjöfina fyrirlitlegt.
Atferli Tyrkja og vestrænna ríkja rifjar upp aðra ljóta blóði drifna sögu. Önnur borg kemur í hug, - Smyrna (Izmir) í september 1922 þegar tyrkneskar hersveitir undir stjórn Atatürks myrtu 50-100 þúsund kristinna Grikkja og Armena en m.a. hermenn Vesturlanda á 21 herskipi frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Ítalíu, sem lágu í höfninni í Smyrna, létu morðin afskiptalaus til þess að styggja ekki Tyrki! Og enn má ekki styggja Tyrki sem ætla sér ljóslega að láta íslömsku brjálæðingana drepa eins marga Kúrda og unnt er áður en áfram verður haldið. Er ekki kominn tími til þess að láta Tyrki standa reiknisskil fyrir voðaverk sín núna og í gegnum tíðina?
Hvenær ætlar heimurinn að láta þá svara fyrir dráp sín á 2.5-3.5 milljónum grískra , armenska og assýrskra kristinna manna á fyrstu árum seinustu aldar þegar blóðug saga Ottoman veldisins var að renna sitt skeið? Það var ekki að ástæðulausu sem þeir voru kallaðir Hundtyrkir. Eða voðaverkin á Balkanskaganum þar sem þeir fóru yfir rænandi og myrðandi í aldir? Hvenær ætla Vesturlandabúar almennt að horfast í augu við hroðalega sögu íslam í 14 aldir en einnig atferli múslíma í dag og hætta að láta eins og ekkert sé?
Ætlum við kannski að láta háðsádeilu Laxness rætast á okkur:
Spurt hef ég tíu milljón manns
sé myrtir í gamni utanlands;
sannlega mega þeir súpa hel;
ég syrgi þá ekki;fari þeir vel.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Fínn pistill hjá þér, Valdimar.
Þakka þér fyrir að segja okkur sannleikann tæpitungulaust.
Jón Valur Jensson, 12.10.2014 kl. 20:11
Vissulega er full ástæða til að taka hart á grimmdarverkum Ríkis Islam rétt eins og annarra sem fremja fjöldamorð eins og til dæmis hið grimme hernámsveldi Ísrael. Það þarf að taka á báðum þessum hópum blóðþyrstra villimanna af mikilli hörku og stöðva þá í voðaverkum sínum.
En við náum engum árangri með því að kenna trúarbrögðum þessara hópa um voðaverkin. Allir sem vilja beita ofbeldi og grimmd geta fundið réttlætingu fyrir því í sínum trúrtextum. Það mun því ekki skila neinum árangri í baráttunni gegn þessum voðaverkum að kenna trú gerndnanna að ósekju um að vera orsök ofbeldisins enda fáum við þá síður trúbæður þeirra í lið með okkur við að uppræta þessa hópa ofbeldismanna.
Hér má sjá upplýsingar þar sem tekið er á nokkrum mýtum um Islam.
https://www.youtube.com/watch?v=6ibKWVTFSak
http://www.visir.is/segir-ad-konum-stafi-ekki-meiri-ogn-af-muslimum-en-odrum-hopum/article/2014141019596
Sigurður M Grétarsson, 13.10.2014 kl. 23:03
Sigurður
Þér er frjálst að slá hausnum við steininn ef það er það sem þù vilt. Ég nenni ekki að leiðrétta þig! En þér finnst við hæfi að bera saman barbarisma og sannan og flottan menningarheim. Þú átt langt í land. Ég mun ekki svara þér aftur.
Valdimar H Jóhannesson, 14.10.2014 kl. 14:17
Þó að einhver segi á Vísir.is, að "konum stafi ekki meiri ógn af múslimum en öðrum hópum," þá verður það ekki þar með satt, og hér er raunar hrikalega afhjúpandi frétt á sama Visir.is í gær: Stæra sig af þrælahaldi, og á það við um morðsamtökin "Ríki islams" sem beita Jesídakonur skipulögðum nauðgunum og kynlífsþrælkun og selja þær liðsmönnum glæpahersins að kvonfangi eða leikfangi. SMG er sem oftar á villugötum.
Jón Valur Jensson, 14.10.2014 kl. 16:27
Jón Valur. Það er alveg rétt að það þó einhver segi eitthvað þá er það ekki þar með sannleikur málsins. Það á ekki hvað síst við um orð þeirra sem bera út hatursáróður gegn múslimum eins og þig og Valdimar.
Hvað varðar greinina sem þú vitnar í þá er það ekki bara fullyrðing einhvers á visi.is heldur niðurstaða faglegrar rannsóknar á málefninu. Hvað getur þú bent á margar farlegar rannsóknir sem sýna hið gagnstæða? Staðreyndin er sú að það eina sem ég hef séð þig og þína skoðanabræður vitna í eru áróðurssíður gegn múslimum en aldrei í faglegar rannsóknir sem sýna Islam verri trúarbrjögð en önnur enda efast ég um að neitt slíkt sé til staðar til að vitna í.
Hvað varðar Ríki Islams þá er langur verug frá því að það séu dæmigerðir múslimar og því segir það ekki neitt um Islam hvernig þeir haga sér. Þetta eru bara illmenni og það eru til alveg jafn mikil illmenni meðal fólks sem játar önnur trúarbrögð. Það eru til dæmis til mörg kristin hryðjuverkasamtök í Afríku sem eru ekkert skárri en Ríki Islams en hafa bara ekki sama herstyrk og þau. Gott dæmi um slíkt eru Lord´s Resistance Army í Uganda.
http://en.wikipedia.org/wiki/Lord%27s_Resistance_Army
Ef við notuðum þessi samtök sem viðmið fyrir kristna þá kæmi Kristni ekki vel út. En það væri jafn fáránlegt að taka þessi samtök sem viðmið fyrir Kristni eins og að taka Ríki Islams sem viðmið fyrir Islam.
Sigurður M Grétarsson, 15.10.2014 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.