13.5.2015 | 15:42
Hver siglir á fíflaskipinu?
Árni Matthíasson blaðamaður Mbl vitnar í skemmtilega allegóríu um fíflaskipið sem ýmsir hafa notað í gegnum tíðina til að lýsa kjánum sem eru að ana út í einhverja vitleysu eða gá ekki að sér oft vegna gáfna- og þekkingarskorts eða málefnalegrar forstokkunar og ofstækis. Oft er skipinu ekki valin neinn áfangastaður. En af því að Árni er tæknilega sinnaður nútímamaður vill hann setja okkur fíflin, sem hann vill þagga niður í, upp í fíflarútu sem æki með okkur út í buskann og endaði úti í móa þar sem við ættum heima. Rútan þarf ekki að vera stór segir Árni af því að við erum ekki stór hópur. Honum er líka léttir í því að hugsa til þess að við séum komnir af léttasta skeiði svo að dauðinn muni fljótlega þagga niður í okkur.
Árni segir það réttilega að fíflaskipið hefur verið látið ná til ýmissa hópa alveg frá tímum Plato sem fyrstur er sagður hafa notað þessa líkingarsögu. Sagan er sérlega gagnleg til aða þagga niður í andstæðingum ef rökin vantar. Þeir eru sagðir vera í fíflaskipinu. Þarf frekari rök? Ef svarið er já þá eru önnur til sem Árni notar einnig fimlega í grein sinn, - að hengja merkimiða á andstæðinginn og ætla honum ýmsar kenndir sem koma þó ekkert því málefni við sem til umfjöllunar er. Þannig segir hann okkur öfgamennina, sem höfum farið hamförum vegna moskunnar á vegum Íslands í Feneyjum og æsum okkur yfir múslímum, einnig á móti nýjungum í listsköpun, á móti réttindum samkynhneigðra og kynfrelsi kvenna. Hann segir okkar keppast við að skrifa vanstilltar bloggfærslur og klappa hver öðrum á bakið fyrir að hafa nú aldeilis sýnt múslimum / hommum / femínistum / listamönnum í tvo heimana í einskonar haturshópefli.
Ég get ekki svarað fyrir allan hópinn en þessir merkimiðar eiga ekki við mig, - engir þeirra.Og þó einhver merkimiðinn ætti við skipti það bara engu máli um umfjöllunarefnið. Merkimiðinn að vera á móti múslímum sem er þó annar aðal útgangspunktur Árna á ekki einu sinni við um mig. Ég er á móti sumum múslímum alveg eins og ég er á móti sumum kristnum mönnum. Árni ræður greinilega ekki við það frekar en margur að skilja á milli íslam og múslíma. Múslímar eru alls konar fólk, gott og vont eins og gengur og gerist með allt fólk jarðarainnar. Íslam er hugmyndafræði. Múslímar eru fólk sem var svo óheppið að fæðast inn í samfélag þar sem íslam drottnar af miskunnleysi yfir mannfólkinu í öllum sínum hrikalega ljótleika. Ég er 100 % andvígur íslam en flestir múslímar eiga alla mina samúð því að hlutskipti þeirra er sannarlega ömurlegt.
Svo er alltaf spurninginn hver er á fleyi hinna andlegu heilu og hver er á fíflaskipinu á leið sinni í fíflaparadís? Eru það Árni, Goddur og undansláttar- og bætiflákamennirnir eða einhverjir aðrir? Ég veit hvert svar mitt er án þess að þurfa að grípa til merkimiða. Merkimiðar liggja þó á lausu.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Þessi grein hans Árna er nú tvíeggjuð svo ekki sé nú meira sagt. Ég get nú ekki betur séð en að áhöfn fíflaskipsins sé skipuð Rétttrúnaðarliðinu og hvort Árni er þar háseti eða eitthvað annað er ljóst að hann skilur ekki þá skömm sem rétttrúnaðarliðið hefur kallað yfir land og þjóð, með þessari vitleysisuppákomu í Feneyjum.
Jóhann Elíasson, 13.5.2015 kl. 16:08
Vel orðað Valdimar. Eins og augljóst er af þessum uppnefningum og útúrsnúningum Árna og hans líka þá er þetta verulegur greindarskortur og óþol gagnvart málflutning sem ekki er í formi klappkórs og viðhlægjenda. Þetta er sýnist mér fólk sem alið er upp við engan aga og ábyrgð og hefur því aldrei náð andlegum þroska hærri en kenjótts barns.
Karl Löve (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 17:58
Eigum við að kýkja um borð í það skip þar sem að Árni er í áhöfn: X-D-skipið? Hvernig mun framtíðin verða í því skipi?
Enginn til að spyrna við fótum?
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/07/11/hiv_smitum_fjolgar_medal_samkynhneigdra/
Stefnan?
http://www.t24.is/?p=5993
Hugmyndafræðin?
http://hrydjuverk.com/kvennakugun-i-islam/
Jón Þórhallsson, 13.5.2015 kl. 18:02
Satt segir þú, Valdimar. Ég skildi ekki þessa grein hans Árna almennilega og vissi eiginlega ekki, hvert hann var að fara með henni. Ég furðaði mig líka á orðbragðinu, ef hann var að meina, að við, sem erum andstæð þessum gjörningi þarna suðurfrá, værum fífl að syngja honum ekki lof og prís, eins og hann, Goddur og fleiri. Þegar ég talaði um fífl í athugasemd, sem ég sendi til Velvakanda, þá var ég beðin um að gæta hófs í orðavali, því að svon orðbragð gætu þeir ekki birt. Þess vegna var mér spurn í morgun, þegar ég leit yfir þessa grein hans Árna, hvort slíkt ætti bara við um okkur, fólkið útí bæ, sem erum að skrifa í blaðið,en ekki blaðamennina sjálfa. Það þætti mér nefnilega einkennilegt, því að ég hélt nú, að blaðamenn ættu ekki síður að vera kurteisir í skrifum sínum heldur en við hin. Mér finnst það líka fáránlegt, svo ekki sé meira sagt, að kalla okkur andstæðinga þessarrar svokölluðu "listar" þarna suðurfrá, fífl fyrir að lýsa yfir andúð okkar á þessu arna, sem er fjarri því að vera okkur til sóma, og er hreinasta hneyksli, finnst mér, hvað sem hver segir.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 18:39
Skelfing finnst mér leiðinlegt að sjá svona tilraun til þöggunar frá blaðamanni Morgunblaðsins. En það er ákveðin leið til að reyna að gera lítið úr skoðunum annarra að hengja á þá merkimiða sem þeir eiga ekki skilið og bregða þeim um þekkingar- eða greindarskort. Ekkert af þessu vantar hjá þessum blaðamanni.
Jón Magnússon, 14.5.2015 kl. 12:41
Sæll Jón
það er ekki aðeins leiðinlelgt heldur beinlínis hættulegt að reyna svona í sífellu að þagga niður í mönnum sem hafa burði til að segja sannleikann um hvaða hætta okkur er búinn af völdum íslam. Afleiðing af þöggun á þeim sem reyndu að vara við upphafi nasismans í Þýzkalandi kostaði 55 milljónir nabba lífið. Það er skiptimynt í þeim fórnum sem mannkynið mun þarf að þola af völdum íslam ef ekki verður unnt að stoppa jihad og hjálpa múslímska heiminum undan þessari hryllilegu kúgun og vesöld sem íslam skapar þeim. Þetta eru ekki ýkjur.
Valdimar H Jóhannesson, 14.5.2015 kl. 13:12
Trúarbrögð eru bara til vandræða. Af þeim sprettur oft á tíðum ofstæki og yfirgangur, og fáfræði.
Bjarki (IP-tala skráð) 15.5.2015 kl. 13:01
Sæll Bjarki
Ég er ekkert endilega sammála þér um trúarbrögð almennt þó að ég sé ekki trúmaður. Ég hef þó skilgreint mig sem kristinn guðleysingja, þ.e. maður sem er þakklátur fyrir kristnina þó að ég eigi erfitt með að trúa á „draugasöguna“ eins og einhver fyndinn maður sagði. Ég vil búa í kristnu samfélagi og á auðvelt með að taka þátt í krikjulegu athöfnum. Ég tel að Vesturlönd eigi kristninni að þakka að þeim hefur tekist að mynda bestu samfélög manna sem heimurinn hefur nokkurn tímann átt þó að enn megi þau batna og munu gera ef þau fá frið til þess fyrir froðufellandi íslam sem sækir með vandamál sín og frumstætt alræðiskerfi inn í heim okkar.
Ýmis trúarbrögð heimsins hafa fagrar hliðar enda kemur okkur ekki við hverju fólk vill trúa svo lengi sem það krefst þess ekki að trú þeirra og hugmyndafræði gildi einnig fyrir hina sem ekki tilheyra hópnum. Því miður telja áhangendur íslam sér skylt að neyða alla inn í hóp sinn og það með blóðsúthellingum ef önnur ráð duga ekki. Fullkomin höfnun þeirra á almennum mannréttindum gerir íslam einnig ófært um sambúð við siðað fólk.
Það er rangt að setja öll trúarbrögð undir sama hatt. Með því er verið að gefa íslam „leyfi“ fyrir allan sinn takmarkalausa skepnuskap. Heimurinn þarf að einsetja sér að hjálpa múslímum að koma út þeirri geggjun sem íslam hefur sett þá í með hörmulegum afleiðingum eins og alls staðar blasir við í hinum múslímska heimi sem bannar fólki að sækja fram til betra lífs. Múslímar eru ekkert síðri en annað fólk að upplagi og lönd þeirra gætu aftur orðið merkustu menningarsvæði landsins eins og þau voru í eina tíð ef helsið er tekið af þeim.
Valdimar H Jóhannesson, 15.5.2015 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.