Leita í fréttum mbl.is

Innræting ekki upplýsing

Þó að mér verði sjaldnast orðs vant verð ég þó að viðurkenna að ég varð algjörlega mállaus eftir útsendingu RÚV á Kastljósi sl. mánudag. Í gær fór ég að svipast um í fjölmiðlum og bloggheimum til þess að sjá sterkt andsvar við þeim makalausa, einhliða áróðri og heillaga stríði sem starfsmenn RÚV eru að heyja gegn framtíðarhagsmunum landsins. Ekkert andsvar sýnilegt. Ég er búinn að heyra í svo mörgum sem blöskraði ósvífni þessa fólks að nota fjölmiðil alls landsins til að reka sitt eigið fráleia trúboð að mér skildist hvað var á seiði. Öðrum hafði einnig fallist hendur. Hvernig er hægt að svara einum og hálfum klukkutíma af þessu tagi nema að búa við svipaða aðstöðu og þetta fólk hefur? Það er ekki ein eða fáar staðreyndir sem þarf að svara. Það er öll framsetningin og ósannindin. Þjóðin er ofurseld fólki sem er ekki starfi sínu vaxið vegna einstrengislegrar, persónulegrar afstöðu. Þetta fólk er ekki að upplýsa, - það er að innræta.

Enginn myndi endast til að lesa skrif mín hér ef ég ætlaði að svara öllum þessum ósköpum. Læt því fátt eitt duga um fráleitan málflutning.

Fenginn var kennari Háskóla Íslands í alþjóðastjórnmálum, Silja Bára Ómarsdóttir, til þess að leggja mat á hvaða hræringar í Afríku og Mið-Austurlöndum hefðu orðið til þess að allur þessi mannfjöldi ryddist nú inn til Evrópu. Jú, Silja Bára sagði að þarna lægi hnattræn hlýnun til grundvallar. Þurrkar og uppskerubrestur, óbærilegur hiti þannig að alls staðar væri fólk að flytja sig norðar á hnöttinn!!!

Ekkert horft til þess að alræðiskerfi íslam gerir þessi lönd nánast óbyggileg og að það blasi við í misjafnlega alvarlegum mæli hvert sem litið er til heimsins. Hnattræn hlýnun af völdum mengunar eru nýju trúarbrögð vinstra fólks. Undir þau „sannindi“ er rétt að beygja allt. Silja Bára sagði vera þurrka og uppskerubrest í Nígeríu. Fólk þaðan er hverfandi í flóðbylgjunni sem ryðst nú inn í Evrópu. Hryllingsfréttir frá Nígeríu hafa ekki snúist um hungursneyð, heldur um skelfingu af völdum múslímskra vígasveita, Boko Haram.

Hugmyndafræðikerfið íslam er hvergi nefnt sem áhrifavaldur. Á því er ein skýring nærtækust. Þekking Háskóla Íslands á íslam og blóðugri sögu þess í 14 aldir er nánast enginn. Það litla sem minnst er á íslam er yfirleitt mjög afskræmt og fjarri sannleikanum. Enn verra er að enginn áhugi er að kynna sér íslam nema með vinstri brillum sem aldrei hafa dugað vel.

Kastljósstjórnendur forðuðust sem heitan eldinn að nefna íslam eða múslíma en það eru stikkorðin sem ættu umfram allt að vera til umfjöllunar. Þó var rétt aðeins rætt um múslíma þegar athyglinni var beint að „ríkismúllanum“, Sverri Ibrahim Agnarssyni og formanni Félags múslíma ( hann og nýi ISIS kalífinn tóku sér sama nafnið). Íslenskur almenningur hefur verið að borga fyrir hann launin vegna lokuðu moskunnar í Feneyjum, framlags Íslands til Feneyjartvíæringsins. Hann var spurður að því hvort múslímar væru ekki til mikillar vandræða t.d. í Malmö í Svíþjóð. Íslenski ríkismúllinn var fljótur til svars og upplýsti að það væru fullir Danir sem væru til vandræða þar í borg en þeir ættu greiðan aðgang yfir brúna á Eyrarsundi!!!

Sem sagt: Það eru Danir sem brenna skóla, bíla, henda handsprengjum, ráðast á sjúkra- og slökkviliðsmenn, halda uppi árásum á gyðinga sem hafa búið í Malmö í stórum stíl síðan þeir leituðu þangað vars fyrir morðsveitum nasista og heimta að ráða málum sínum sjálfir með sharíalögum. Samkvæmt þessu var það borið á borð mótmælalaust að íbúar Rosengård hverfisins í miðri borginni, sem er getto af verstu sort og nánast stríðsátakasvæði, séu fullir Danir. Dönum einum sé til þess treystandi að hrekja gyðinganna á brott enda það óðum að takast.

Ríkismúllinn upplýsti að glæpum færi fækkandi á Norðurlöndum í réttu hlutfalli við vaxandi fjölda innflytjenda. Fyrir liggur að nauðganir í Svíþjóð hafa fimmtánfaldast miðað við 100 þús íbúa síðan 1975 og er það hlutfall hvergi í heiminum hærra núna nema í Sóvetó í S-Afríku. Í Noregi stafar töluverður meirihluti nauðgana frá múslímskum karlmönnum. Ríkismúllinn stendur sko fyrir sínu!

Er ekki gott til þess að vita að kastlýsingar leita aðeins til vandaðs fólks til að upplýsa íslenskan almenning um ástand heimsmála en forðast að leita álits hjá ofstækismönnum sem hefði kannski allt aðra sýn en þeir sjálfir á því hvað er að gerast þessar vikurnar og árin í Evrópu? Um að gera að rugla ekki myndina sem þetta rosalega góða fólk vill halda að okkur, - fólkið sem er betra en allir aðrir til samans og það þó víðar væri leitað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ættli að það sé engin hnattræn hlýnun í Ísrael, svo eg best veit þá er enginn Ísraeli að ryðjast inn til Evrópu. Skrítið að það skuli bara vera hnattræn hlýnun í öllum löndum kringum Ísrael.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 14:58

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Já eða í Singpúr þar sem allt er með meiri blóma en víðast annars staðar þó að það sé örstutt frá miðbaug og þó að þétleikinn í byggðinni sé miklu meiri en t.d. á Gaza svæðinu. Mesta velmegun heimsins við aðstæður sem eru taldar til óþurftar þegar íslenskir háskólakennarar eru að fræða almenning.  Þarf ekki að taka það fram að múslímum þar er haldið að regluverki landsins.

Valdimar H Jóhannesson, 16.9.2015 kl. 15:12

3 identicon

Er ekki hæpið að tala um Isis sem muslima. Þeir virðast ekki hafa lesið mikið í Kóraninum og kannski fæstir séð hann.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 21:23

4 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Aðalsteinn

ég er hræddur um að þú sért ekki með fullan skilning á ISIS, sem er ofur skiljanlegt. Staðreyndin er sú að framkoma ISIS er upp á punkt og kommu í anda og eftir fordæmi Múhameðs. Múhameð er hin fullkomna fyrirmynd,sem allir múslímar eiga að fylgja. Það er undurtekið 90 sinnum í kóraninum.  Aubu Bakr al-Bagdahdi,sem hefur útnefnt sjálfan sig sem kalífa og tekið upp nafnið Ibrahim er hámenntaður í íslömskum fræðum. Það er ekki unnt að vera hreinni í trúnni en hann enda staðreynd að mjög mikill hluti múslíma um heim allan og líka á Vesturlöndum er fylgjandi verkum ISIS manna.

Valdimar H Jóhannesson, 16.9.2015 kl. 22:03

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Get heilshugar tekið undir með þér Valdimar, að sjaldan hefur maður orðið vitni að annari eins innrætingu og átti sér stað á mánudagskvöldið s.l. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjalla um þetta óumdeilda vandamál. RÚV er hins vegar skylt að flytja hlutlausa umfjöllun um málefni líðandi stundar, sama hver þau eru. Fréttamenn, svo ekki sé nú talað um heila fréttastofu með öllu heila klabbinu, sem tekur sig til og flytur sínar persónulegau skoðanir í RÍKISFJÖLMIÐLI, eiga ekkert erindi í þessum bransa. Þetta er áróður og innræting af verstu gerð. Ekki einni sekúndu varið í að greina vandan eða velta fyrir sér afleiðingunum af því að moka hér inn í landið flóttamönnum, jafnvel í þúsundavís.  Fréttasofa rúv hefur gjaldfellt sig í ruslflokk, svo lengi sem þeir sem að þessu komu halda starfi sínu. Sem hluthafi krefst ég þess að einhverjir verði látnir taka pokann sinn. Mánudagskvöldið setti RÚV á stall með sorpmiðlum sem eltast við ákveðin sjónarmið í algerri blindni, án nokkurar gagnrýni. Það er augljóst að einkaskoðanir starfsmanna hjá rúv vega þyngra en eðlilegt getur talist og að hlutlaus fréttamennska fyrirfinnst þar varla meir, með þennan mannskap innanborðs. Það er kominn tími til að moka flórinn í þessu greni og gott ef færi ekki bara best á því að leggja þetta óbermi niður.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 16.9.2015 kl. 22:34

6 Smámynd: Jón Magnússon

Dapurlegt fyrir nýjan ritstjóra Kastljóss fyrrverandi tilvonandi forseta Þóru Arnþórsdóttur að falla svona rækilega á hlutlægnisprófinu. Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu.

Þvert á móti því sem Silja Bára heldur fram þá eru þurkar í Norðanverðri Afríku og Austur Afríku minni nú en iðulega áður. Hvernig er t.d. með Eþíópíu þar sem allt var að skrælna á sínum tíma er þar ekki ágætis ástand í þessum efnum núna og er nokkursstaðar sambærilegir þurkar í Afríku og voru þá í Eþíópiu. En af hverju Silja Bára - hefur hún eitthvað vit á flóttamannavandamálinu. Hvaða sérfræðingur er hún í því.

Svo er það ríkismúllinn til hvers var hann í þættinum. Er hann sérfræðingur í málefnum flóttafólks.

En svo koma mannvitsbrekkur eins og Styrmir Gunnarsson og hrósa þessum hræðilega hlutdræga þætti og illa gerða upp í hástert. Ef til vill er það vegna frændsemis sakir á ská. Ætla Styrmi ekki að vera svo gloppóttur að hann sjái ekki hvað þetta var illa gert og hreinn áróðursþáttur.

Jón Magnússon, 16.9.2015 kl. 23:02

7 identicon

Umræddur þáttur fjallaði um flóttamannavandann í víðu samhengi, þ. á m. um fólkið sem er að flýja stríðsátök í heimalandi sínu í leit að betra lífi. Þátturinn var vel gerður og upplýsandi um vandann sem þetta landlausa glímir við. Þeir sem froðufella yfir því að þátturinn hafi ekki fjallað um eitthvað allt annað sem fellur að þeirra eigin trúarbrenglaða og mannfjandlega ofstækishugarfari, eiga auðvitað bara bágt og maður getur ekki annað en vonað að þeir fái þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda.

Hér er þátturinn annars í heild sinni: http://ruv.is/sarpurinn/ruv/kastljos/20150914

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 23:30

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Valdimar, fyrir þína einurð hér og skýra hugsun sem jafnan -- og að telja ekki eftir þér að fræða þjóðina, eins og þú hefur gert í blaðagreinum þínum og á þessu vefsetri.

Mér blöskaði hlutdrægnin og einhliða framsetningin í þessum Kastjósþætti á mánudaginn, en það er eins og Þóra Arnórsdóttir hafi tekið það að sér að reyna að svínbeygja stjórnvöld hér undir eitthvert ætlað almenningsálit, sem er reyndar rækilega fóðrað af Fréttastofu Rúv og 3565 miðlum og allt í eina átt.

Einna dæmigerðast er, hvernig þetta fólk forðast að segja sannleikann um KOSTNAÐINN. Hann telja Norðmenn í heildina (ekki á ári) 64 milljónir króna (ísl.) á hvern innflytjanda frá öðrum löndum en vestrænum (Finansavisen).

Svo koma guttar eins og Helgi Hrafn pírati og tala um  4,7 millj. kr. á hvern innflytjanda! og þetta er endurtekið nánast hrátt í Kastljósi þetta miðvikudagskvöld, þegar Þóra og Helgi Seljan (alltaf sama vinstra liðið) eru farin að herja á Landhelgisgæzluna, tala um 500 milljóna tekjur hennar af landamæraeftirliti fyrir Frontex á Miðjarðarhafi, og það segja þau duga til að borga kostnaðinn við 100 innflytjendur! Sem sé 5 milljónir á hvern!!! 

Hver yrði nú kostnaðurinn í reynd, ef hann væri ekki nema helmingur af því, sem Norðmenn áætla? Jú, 32 millj.kr. á mann, ergo 3,2 milljarðar á 100 manns. En þið vitið, að þessi þrýstihópur vill jafnvel fá hingað miklu fleiri en 500 manns, talar gjarnan um 1000 manns eða "þúsundir" í allri sinni auglýstu gæzku. En kostnaður vegna 1000 innflytjenda væri, skv. þessari hóflegu ágizkun, 32 milljarðar króna! (að vísu á löngu árabili). Og hvar liggur það fé á lausu?

Jón Valur Jensson, 17.9.2015 kl. 00:31

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Valdimar. Þarna skautar þú alveg framhjá því að stór hluti flóttamannana frá Afríku koma frá Eritreu og Suður Súdan sem eru kristin ríki. Múslimar eru lítið fleiri en kristsnir í Nígeríu. Það er því tók tjara að þetta ástand hafi eitthvað með Islam að gera og því væri RÚV virkilega að skíta í brækurnar ef menn væru þar að kenna islam um flóttamannastraumin. Höfum í  huga að það eru 60 milljónir flóttamanna í heiminum og það er aðeins lítill hluti þeirra að flýja frá ríkjum þar sem islam eru aðal trúarbrögðin. Þess má einnig geta að hluti þeirra flóttamanna sem koma frá Sýrlandi eru Palestínumenn sem upphaflega voru hraktir á flótta frá heimilum sínum af Ísraelum eða réttara sagt flestir af hryðujverksveitum Zíonista sem voru stofnendur Ísreaelsríkis.

 

Og það er einnig kjaftæði að það sé gegn þjóðarhagsmunum að hvetja til þess að Ísland taki þátt í því að leysa þennan vanda með því að taka á móti flóttamönnum. Rannsóknir hafa sýnt að flestir flóttamenn fara til vinnu þegar þeir hafa komið sér fyrir í gistiríkinu og leggja sitt til þjóðfélagsins. Þeir eru líka margfalt líklegri en heimamenn til að stofna fyrirtæki og skapa þannig vinnu og auka fjölbreytin í atvinnulifi landsins.

 

Því er það svo að ef þú ferð á hjúkrunarheimili þegar þú verður eldri þá verður rekstur þess að hluta til fjármagnaður af sköttum sem þeir greiða sem munu koma hingað á næstu árum sem flóttamenn. Og það er ekki loku fyrir það skotið að einver eða einhverjir þeirra muni vera meðal þeirra starfsmanna sem annast um þig þar þegar þar að kemur.

 

Staðreyndin er nefnielga sú að með flóttamönnunum kemur mannauður sem gerir gistiríkið auðugra bæði í peningum og öðrum þáttum. Það hefur verið reynsla okkar hingað til og það er ekkert sem bendir til þess að það verði öðruvðisi með flóttamenn frá Sýrlandi.

Sigurður M Grétarsson, 17.9.2015 kl. 07:38

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo virðist ekki mega tala um öll myndböndin á You Tube, sem sýna "flóttamenn" bera ISIS fána og grýta lögreglu og önnur yfirvöld.  Lögreglan er ekki að beita táragasi af því að þeim finnist það svo gaman.

Jóhann Elíasson, 17.9.2015 kl. 07:43

11 Smámynd: Þorsteinn Kristmannsson

Þetta er nýjasta grillan hjá vinstrimönnum til að bjarga heiminum. Við hin sem viljum fara varlega í þessa hluti, vegna bersýnilegrar daprar reynslu annara evrópuþjóða af múslimavæðingu, erum í þeirra augum með hatursáróður og einfaldlega vont fólk. RÚV og reyndar flestir fjölmiðlar þagga þennan vanda niður vegna pólitísks rétttrúnaðar og hræðslu við að ræða raunveruleikann. Lítum okkur nær.

Þorsteinn Kristmannsson, 17.9.2015 kl. 08:03

12 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

 

Sigurður

Það er tímafrekt að svara mönnum eins og þér og það liggur við að ég hafi ekki vilja til að gefa mér tíma í það. En ég er kominn af stað svo tökum fyrir athugasemd þína.

    Suður Súdanir eru kristnir sem hafa mátt þola ólýsanlega þjáningar af hálfu múslímskra nágranna sinna.  Fallnir af völdum múslíma eru taldir í milljónum og þrátt fyrir að Suður Súdan hafi fengið sjálfstæði halda drápin áfram. Vesturlönd látast ekki sjá þetta ljóta þjóðarmorð sem enn er í gangi og hefur staðið yfir um áratugi.

    Það er einfaldlega rangt hjá þér að Eritrea sé kristið samfélag. Það rétta er að þjóðin skiptist nokkurn veginn jafnt á milli kristinna og múslíma. Múslímar verða til verulegra vandræða í hvaða þjóðfélagi sem er þegar hlutfall þeirra fer í 5-10%. Eina ríkið sem ég þekki til að ástandið sé viðunandi þrátt fyrir hátt í 20% hlutfall múslíma er Singpúr en þar er lögum líka framfylgt af fullri hörku. Þegar helmingur íbúa eru Múslímar verður ástandið ólíðandi með öllu fyrir alla aðra trúarhópa og jafnvel fyrir múslíma sem ekki fylgja geggjuninni út í æsar.

    Þjóðflutningarnir sem eiga sér stað þessa mánuðina eru aðeins byrjunin af miklu stærra mál ef Evrópu tekst ekki að stöðva þessa innrás. Stjórnmálamenn í Evrópu standa algjörlega ráðþrota frammi fyrir þessu vandamáli og ráða ekki við skarann sem ryðst ólöglega inn vegna þess að ekki er unnt að verja landamærin. Af því að við höfum sterk landamæri af náttúrunnar hendi, Atlantshafið, sem er aðeins fært þeim sem hafa yfir að ráða góðum skipum og kunnáttu til að sigla þeim, þá krefjast glórulausir vinstri men og nytsamir vanvitar þess að við leggjum því lið að fá hingað svipað vandamál til okkar. Hversu galinn er hægt að leyfa sér að vera áður en maður er lokaður inni?

    Fólksstraumurinn núna hefur allt með íslam að gera. Hér eru á ferðinni raunverulegir flóttamenn, velferðarfarþegar að leita sér að betra lífi en ónýt samfélög múslímskra landa býður upp á og innrásarlið múslíma sem vilja ná Vesturlöndum undir íslam og sharíalög. Hins vegar megum við búast við að fá yfir okkur stóran hluta af svörtu Afríku sem hefur ekki tekist að koma skikki á þjóðlönd sín. Íbúar svörtu Afríku eru taldir vera 1.100 milljónir í dag. Þeir eru taldir verða orðnir 2.200 milljónir árið 2050 en þá verða arabar orðnir um 600 milljónir með sama áframhaldi og hingað til. Ef Evrópu nær ekki að verja sig fyrir innrás þessa fólks eru afar dökkir tímar fram undan hjá okkur.

    Ég sé að þú ert haldinn einhverri alvarlegri blindu með svokallaða Palelsltínu-araba. Hér er úrdráttur úr grein sem ég skrifaði í Þjóðmál og kemur inn á þetta efni:

    „Endalausar bollaleggingar hafa verið um Palestínumenn undanfarna áratugi. Umræðan um þá markast af öfgum og sagnfræðilegum tilbúningi.  Hitler fjallar um það í bók sinni Mein Kampf, sem er raunar metsölubók í múslímskum löndum, að stórar lygar séu áhrifaríkari en litlar lygar. Flestu fólk sé í blóð borið að beita smálygum fyrir sig en stóru lygarnar séu áhrifamestar. Þær nái til dýpri róta tilfinningalífsins  og fylgir þeim viss sannfæringakraftur. Venjulegu fólk er tamt að beita fyrir sig smálygum  og í einfeldni sinni verði það frekar fórnarlömb stórra lyga þar sem  það myndi fyrirverða sig fyrir að beita algjörum og stórkostlegri lygum. 

    Smálygar falla innan þægindarammans en þessu fólki myndi aldrei detta til hugar að beita stórkostlegum lygum og trúa  því ekki upp á aðra. Fullyrðingar um þúsunda ára tengsl svokallaðra Palestínumanna við landið er lygin, sem nær að djúpum rótum tilfinningalífsins og nær best til þeirra sem ávalt falla fyrir slíkri lygi, m.a. þeirra sem  trúðu á Stalín, Mao, Castro, Pol Pot, Hitler.

    Staðreyndin er sú að langflestir arabar, sem bjuggu á þessu landsvæði höfðu nýlega komið þangað og afar margir þeirra til að nýta atvinnutækifæri, sem gyðingar  skópu eftir að þeir fóru að setjast að í stórum stíl fyrir rúmum hundrað árum, þegar gyðingar frá Evrópu fóru að setjast að í “ heimalandi” sínu vegna áhrifa frá Zionisma undir lok 19. aldar, kaupa lönd og hefja uppbyggingu. Arabar á svæðinu voru þá um 400 þúsund talsins en Palestínuarabar eru nú sagðir vera um 11 milljónir talsins, aðallega á þessu svæði og Mið-Austurlöndum en einnig vítt um heiminn. Fyrr má nú aldeilis vera viðkoman ef mönnum er ætlað að trúa fullyrðingum um uppruna þeirra!

    Heimurinn virðist kaupa þá hugmynd að allir svokallaðir Palestínumenn séu landflótta arabar vegna yfirgangs Israela. Í áróðursskyni hefur öllum landflótta aröbum verðið dembt inn í þennan hóp. Þar á meðal eru arabar, sem hröktust frá fyrri heimkynnum sínum út um allt veldi Ottomana t.d. eftir hernám Austurrísk-ungverska keisaradæmisins á Bosniu-Herzegovinu, Krímstríðið og eftir heimstrjöldina fyrri.  Landið Palestína hefur aldrei verið til sem sérstakt ríki nema sem land gyðinga á 2. öld í uppnefningu Rómverja. Gyðingar sem fluttust til svæðisins fyrir einni öld kölluðu sig Palestínumenn. Jerusalem Post hét upphaflega Palestine Post og  hóf göngu sína sem blað gyðinga 1932. Nafninu var ekki breytt fyrr en 1950 . Enginn arabískur leiðtogi “Palelstínumanna” var til fyrir daga Yasser Arafat (1929-2004). Hann var Egypti með einhver ættartengsl við verndarsvæði Palestínu. Arabar á þessu svæðinu kölluðu það yfirleitt Suður-Sýrland.

    Um 600 þúsund arabar urðu ríkisfanglausir flóttamenn 1948 og áttu ekki leið til baka inn í Israel. Vegna þessara átaka sauð upp úr um öll Mið-Austurlönd gagnvart gyðingum eins og svo oft áður með “progoms”, trúarlegum skrílsmorðum. Gyðingar höfðu búið þar víða um árþúsundir og  hröktust um 800 þúsund gyðingar allslausir frá heimkynnum sínum. Risastórt flóttmannavandamál varð til bæði meðal araba og gyðinga. Flóttamannavandamál gyðinga, sem var stærra í sniðum en flóttamannavandamál araba, var leyst aðallega af Israel sem opnaði landamæri sín fyrir gyðingum í neyð. Þeir aðlöguðust mjög fljótlega. Arabísku flóttamönnunum var hins vegar ekki gefinn kostur á því að gerast borgarar í arabaríkjunum, jafnvel þó að ljóst væri, að langflestir þeirra væru ættaðir þaðan: Þeir hafa búið í 3 kynslóðir í flóttamannabúðum t.d. í Jordaníu, Sýrlandi og Líbanon, sem er auðvitað ótrúleg ómennska, sem hvílir fyrst og fremst á aröbum sjálfum. Þessir flótta-arabar eru álíka eldfimir og byssupúður.

    Mér virðist enginn skilja til fulls svokallaða Palestínuflóttamenn sem hefur fjölgað ca 10-15 falt frá 1948 ef trúa á öllum tölum. Ef okkur Íslendingum hefði átt að fjölga jafn hratt værum við núna  um 2 miljónir talsins. Hugtakið Palestínamaður var uppfinning Yasser Arafats og samherja hans í arabaheiminum eftir 6 daga stríðið 1967 til þess að búa til tæki úr ríkisfangslausum og örvæntingarfullum arabískum flóttamönnum til þess að hrekja gyðinga frá landinu.“

    Öll greinin er hér. Gæti verið holl lesning fyrir þig: http://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/1443655/

    Ég bið þig vinsamlegast að sýna mér þær rannsóknir sem sýna að múslímskir innflytjendur til Evrópu finni sér fljótt og vel vinnu. Það er algjörlega á skjön við alla þakkingu sem ég treysti á. Staðreyndin er sú að um 20% múslímskra innflytjenda eru ekki bótaþegar í löndum V-Evrópu almennt. Hinir allir hvíla á samfélögunum eins og mara.

    Hvernig stendur á því að þessi mikli mannauður sem þú telur vera þarna á ferðinni hefur ekki tekist að skapa sjálfum sér tækifæri á sínum heimaslóðum í íslömsku umhverfi sem þú telur ekki vera til vansa fyrir þessar þjóðir?

    Ég skil vela ð þú skulir fimbulfalda með þessum hætti. Hvernig á það öðru vísi að vera hjá þeim sem byggir á íslenskri fjölmiðlun og innrætingu af þeirra hálfu?

    Ég vil ekki að þú svarir mér nema þú getir lagt fram eitthvað haldbært. Spurningarnir eru fyrir þig og þína líka. Kannski náið þið að velta eitthvað fyrir ykkur málunum.

     

     

    Valdimar H Jóhannesson, 17.9.2015 kl. 10:11

    13 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

    Bergur

    ef þú og þinir líka ná fram vilja sínum munu þeir verða ansi margir á Íslandi sem eiga bágt eftir áratug eða svo, - jafnvel fyrr. Mundu þessi orð mín og biddu svo börnin þín og afkomendur aðra fyrirgefningar á hlutdeild þinni.

    Valdimar H Jóhannesson, 17.9.2015 kl. 10:24

    14 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

    Jón Valur

    Kostnaðartölur undansláttarmann eru algjörlega fráleitar og úr takti við allar þekktar staðreyndir og þær eru nú umtalsverðar. Ég sé enga ástæðu til þess að ætla að kostnaðurinn verði minni hér en í nágrannalöndum þar sem talið að heildarkostnmaður við hvern flóttamann verði hátt í hundrað milljónir króna að meðaltali þegar upp er staðið og allt er meðtalið. Ekki lækkar svo kostnaðurinn við hugmyndir um að flytja inn fólk sem á við erfiða sjúkdóma að setja.

    Annar kostnaður sem ég er viss um að gleymist að skoða er afar mikið álag á lögreglu- og réttarkerfi landsins. Lögrelgna ræður ekki við í dag að eiga við skipulagða glæpahópa sem eru að hluta vegna vaxandi innflutnings fólks af erlendum toga þó að það sé fólkið sem er líkast okkur að menningarlega tilliti og yfirleitt að stærsta hluta fært um að bjarga sér sjálft án þess að grípa til glæpastarfsemi.

    Mjög stór hluti í starfi lögreglu í nágrannalöndum er vegna múslímskra innflytjenda. Frá þeim stafar sífellt ógn um hryðjuverk og aðra glæpi. Með vaxandi fjölda múslíma mun þörfin aukast mjög á þekkingu og afli hjá lögreglu til að takast á við þessa ógn. Þarna þarf að byggja upp kunnáttu og getu sem er ekki fyrir hendi í dag.

    Páll Eiríksson geðlæknir hefur talað umbúðalaust um vangetu íslenska geðheilbrigðissviðsins að taka upp á risastóru geðrænum vandamálum sem fylgja þessu innrásarliði.

    Evrópuþjóðir hafa undanfarna áratugi verið að byggja upp kerfi til þess að taka á vandanum og ráða samt ekki við hann með sínum stóru og öflugu stofnunum. Þessa uppbyggingu vantar alveg hérna. Hana þarf að byggja upp en taka ellegar afleiðingunun. Hvað þarf mörg mannskæð hermdarverk til þess að koma skikki á þá hluti? Hvað myndi ekki nema eitt hermdarverk á fjölmennum ferðamannastað gera ferðamannaþjónustunni? Ein bomba í Hörpu, Perlunni, við Geysi, á Þingvöllum í Leifsstöð?  Hvar eru sprengjuleitarmenn á þessum stöðum?

    Valdimar H Jóhannesson, 17.9.2015 kl. 10:52

    15 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

    Þakka þér Valdimar fyrir þínar skilmerkilegu greinar og útskíringar, þær eru mjög svo upplýsandi og þú kemur að rótum hins sanna sem flestir líta fram hjá.

    Hér ertu með efni sem kenna ætti í skólum og ég tala nú ekki um fréttamönnum sem virðast mjög svo fáfróðir um það sem þeir vilja vera fjalla um.

    Enn og aftur, kærar þakkir.

    Tómas Ibsen Halldórsson, 17.9.2015 kl. 11:04

    16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

    Valdimar. Það þarf nú ekki mikla leit á netinu til að finna greinar þar sem sýnt er fram á það að til lengri tíma eru flóttamenn ávinningur fyrir gestaríkin en ekki kostnaður.

    http://www.washingtonpost.com/news/wonkblog/wp/2015/09/10/the-big-myth-about-refugees/

    http://www.oregonlive.com/opinion/index.ssf/2013/12/resettled_refugees_are_not_a_b.html

    http://www.fmreview.org/preventing/zetter

    Hvað varðar trúarbrögð í Eritreu þá kemur fram í þessari grein í Wikpedia að kristnir séu 62,5% íbúa þar og múslimar 36,5%.

    https://en.wikipedia.org/wiki/Religion_in_Africa

    Stór hluti flóttamanna frá Miðafríkulíðfeldinu eru múslimar sem hafa þurft að flýja vegna ofsókna kristna meirihlutans á hendur múslumum.  Það eru því ekki allir að flýja vígasveitir múslima.

    http://www.mintpressnews.com/the-forgotten-conflict-the-world-ignores-genocide-in-the-central-african-republic/204753/

    Og það eru fleiri hryðjuverkasmtök en Boko Haram sem eru að ráðast gegn almenningi í Úganda. Þar eru líka kristnu hryðjuverkasamtmökin Andspyrjuher Drottins. Hér má sjá fjallað um þau á ensku.

    https://en.wikipedia.org/wiki/Lord%27s_Resistance_Army

    Og hér eru upplýsingar um þau á íslensku.

    http://www.mbl.is/frettir/erlent/2004/06/21/atjan_lidsmenn_andspyrnuhers_drottins_drepnir_i_uga/

    http://www.vantru.is/2003/11/16/19.35/

    Og hvað Ísrael varðar þá eru það fyrst og fremst gyðingarnir þar sem eru aðfluttir. Það er talið að áður en flutningur gyðinga til þessa svæðis hófst að ráði árið 1890 hafi gyðingar verið um 2% íbúanna. Átökin eru því til komin vegna þess að til þessa lands hópuðust gyðingar sem vildi stofna ríki sitt á landi sem þeir áttu ekkert tilkall til. Þeir náðu sínu fram með ofgeldi og grimmilegum þjóernishreinsunum. Þeir halda þjóðernishreisunum áfram með sí meira landráni og fjölgun landránsbyggða sinna á ólöglega hernumdum svæðum.

    Jóhann Einarsson. Það er engin að þagga niður þessi myndbönd heldur þvert á móti er verið að fjalla um þau og sýna fram á fölsunina á bak við þau. Það er frétt um þetta á Eyjunni í dag þar sem sýnt er fram á að um falsaðar myndir er að ræða. Það sama á við um flest það sem kemur frá þeim sem eru á móti því að þessu fólki sé hélpað. Fréttin á Eyjunni er hér.

    http://www.vantru.is/2003/11/16/19.35/

    Sigurður M Grétarsson, 17.9.2015 kl. 11:21

    17 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

    Jón Valur

    smá viðbót.Þú nefnir meðaltalskostnað upp á 64 milljónir á innflytjenda sem ekki koma frá vestrænum löndum. Innflytjendur frá Asíu eru yfirleitt ekki mikil byrði, duglegir og líklegir til að spjara sig, nema þeir sem koma frá múslímskum löndum. Vandinn er fyrst og fremst tengdur múslímum. Kostnaðurinn vegna þeirra eru langt ofan þessarar tölu. Fyrir utan kostnað sem talinn er í krónum og aurum kemur svo spennan, sundrungin og ógn sem starfar til framtíðar litið. Hvernig gerðist það að Anatólía, vagga kristninnar, nuverandi Tyrkland breyttist úr því að verða kristið samfélag í 99.7% múslímskt. Sama má raunar segja um flest lönd Mið-Austurlanda. Í eina tíð var Sýrland djásn Mið-Austurlanda. Hvað var það sem breyttist? Rétt svar: Íslam.

    Valdimar H Jóhannesson, 17.9.2015 kl. 11:23

    18 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

    Sæll Tómas

    ég hef boðið Háskóla Íslands að halda fyrirlestra í grundvallaratriðum um íslm, "101 Íslam". Sama hef ég boðið nokkrum prestum. Þessir aðilar hafa ekki talið ástæðu til að þiggja boð mitt.

    Valdimar H Jóhannesson, 17.9.2015 kl. 11:28

    19 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

     

    Sigurður

    Hvort sem rétt er að muslímar í Eritreu séu 36% eða 48% skiptir nákvæmlega engu máli í þessu sambandi. Hlutfallið 36 % er meira en nóg til þess að valda verulegum vanda í hvaða samfélagi sem er, - já, gera það ófært til búsetu og þá ekki síst í löndum með veika innviði. Síðan er nú fleiri tölur í gangi um hlutfall múslíma. Samkvæmt þessari síðu Wikipedia um Eritreu er hlutfall múslíma 48% án þess að það breyti svo sem miklu:

    According to recent estimates, 50% of the population adheres to Christianity, Islam 48%, while 2% of the population follows other religions including traditional African religion and animism.[113]

    Ég kíkti á þessa strengi þína sem eru í sjálfu sér bara skoðanir einhverra manna sem eru í laginu eins og þú. Ég nenni nú ekki að tína til slangur af strengjum. Læt þennan eina duga frá Danmörku. Þar er reynslan sú að 13% Sýrlendinga voru komnir í vinnu eftir 3 ár.

    http://denkorteavis.dk/2015/jeg-tror-det-er-rigtigt-fordi-jeg-gerne-vil-tro-det-er-rigtigt/

    Ég nenni ekki að svara þér aftur. Enda þarft þú þess ekki. Ég er viss um að Kastljósið tekur glatt við þér. Það er miklu sterkari vettvangur fyrir menn eins og þig.

     

    Valdimar H Jóhannesson, 17.9.2015 kl. 12:52

    20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Mér varð líka orða vant,eftir útsendingu Kastljóss. 

    Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2015 kl. 13:33

    21 Smámynd: Einar Karl

    Miklu fleiri hafa hrósað þessum Kastljósþætti en gagnrýnt. Flestum þótti þetta mjög vel unninn þáttur.

    Þú skýtur á Silju Báru, en það sem hún sagði um loftslagsbreytingar voru bara örfá orð, mest af því sem hún sagði hafði ekkert að gera með loftslagsbreytingar.

    Það er rétt sem Sigurður M. segir, það er EKKI þannig að flóttamenn í heiminum komi almennt frá múslimaríkjum. Það eru t.d. ekki að koma flóttamenn frá Jórdaníu, Egyptalandi, Túnís, Marokkó, Indónesíu, og fleiri löndum. Stærsta flóttamannabylgja 20. aldar var frá kristnum Evrópulöndum.

    Þegar litið er til Sýrlands komu engir flóttamenn þaðan undanfarin 50 ár, ekki fyrr en nú síðustu 3 ár. En landið hefur verið alveg jafn múslímskt allan þennan tíma.

    Assad Sýrlandsforseti, sem ber ábyrgð á flestum drápum í Sýrlandi, er alls engin harðlínumúslimi heldur "Alawíti" og hefur stjórn hans frekar verið flokkuð sem borgaraleg (secular).  Og hún væri löngu fallin ef ekki væri fyrir dyggan hernaðarlega stuðning Rússa, en Rússland er eins og þú veist, kristið.

    Einar Karl, 17.9.2015 kl. 20:06

    22 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

    Einar Karl

    Treysti mér ekki til þess að svara þér því að það er enginn haus né hali á þessu hjá þér frekar en fyrri daginn. En ég hef sagt það áður að mönnum leyfist að koma með athugasemdir hjá mér þó að þær séu eins og út úr kú, ef ekki er um persónulegar dylgjur eða skítkast að ræða.

    Þú bætir hins vegar ekkert við í umræðunni nema að fleiri hafi hrósað þættinum í þín eyru en gagnrýnt. Það segir ekkert um þáttinn og því ekki áhugavert.

    Annað sem þú segir dæmir sig sjálft.

    Valdimar H Jóhannesson, 17.9.2015 kl. 21:36

    23 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

    Það krefst nánast takmarkalausrar sjálfsstjórnar, að svara ekki mönnum eins og Einari Karli, sem er samnefnari þeirra sem hafa sjóndeildarhring á við gullfisk, í lítilli krukku. Ekki svo mikið sem nefill af rökum eða tilvísunum í staðreyndir. Einungis upphrópanir og sleggjudómar. Síðuhafi setur fram mál sitt af festu og með rökum, studdum staðreyndum. Það mættu fleiri gera, hverjar svo sem skoðanir þeirra eru. Umræðan um þetta vesalings flóttafólk er orðin slík, að trauðla næst nein samstaða um nokkurn hlut, sökum upphrópana og orðagjálfurs. Þetta vandamál hefur varað árum saman. Hvað veldur því að núna skal eitthvað gert og það strax?

    Góðar stundir, með kveðju að sunnan.  

    Halldór Egill Guðnason, 17.9.2015 kl. 23:04

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Valdimar H Jóhannesson
    Valdimar H Jóhannesson

    Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

    Netfang: vald@centrum.is

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (21.11.): 1
    • Sl. sólarhring: 2
    • Sl. viku: 9
    • Frá upphafi: 194868

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 8
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband