Leita í fréttum mbl.is

Íslamistar eru þeir sem stunda íslam

Eftir hryðjuverkin í París hafa nokkrir hugrakkir hætt sér í að ræða hlut íslams í árásum sem fer fjölgandi á Vesturlöndum. Þegar ógnin færist nær í tíma og rúmi viðurkenna fleiri augljósar staðreyndir. Þó ekki alveg. Enn skortir nokkuð á fullan skilning hjá þeim flestum eða hugrekki til að segja allan sannleikann.

Oft er fullyrt að rót hermdarverkanna sé öfgafull túlkun á íslam. Réttara væri að segja að vandinn stafi frá öfgafullum kennisetningum íslam. Á þessu er grundvallarmunur. Vandinn er ekki sá að hermdarverkamennirnir séu illa að sér í íslam, séu með rangtúlkanir. Kalífinn Abu Bakr al-Bagdhadi, sem stýrir ISIS, öflugustu hryðjaverkasamtökum múslíma af um sjötíu þekktum, hættulegum samtökum, er þannig með doktorsgráðu í íslömskum fræðum frá háskólanum í Bagdad.

Langflestir öfgafyllstu forvígismanna múslíma eru menntaðir í eitruðu hugmyndafræðinni sem er lamin inn í kollinn á kornungum múslímum með harðri innrætingu. Boðberarnir hafa að baki langt nám í íslömskum fræðum meðal súnní- og shíamúslíma. Börnin vaxa upp með illsku sem eðlilegan hluta lífsins.

Þar til almennt er viðurkennt að rót vandans sé íslam sjálft er lítil von til þess að friður ríki í heiminum. Hann væri afar friðsamur um þessar mundir ef ekki væri fyrir íslam. Fæstir vestrænir menn þekkja íslam í raun. Enn verra er að langflestir forðast að kynna sér íslam vegna hræðslu um að vera taldir öfgafullir fyrir að kynna sér öfgar. Margur telur umburðarlyndi að kynna sér ekki af fullu viti einhverja alvarlegustu ógn okkar tíma.

Til að skilja íslam er ekki nóg að blaða í gegnum Kóraninn. Ekki heldur að lesa bókina spjaldanna á milli. Íslam verður ekki skilið nema með því að kynna sér einnig hadíðurnar, sem eru söfn frásagna um orð og athafnir Múhameðs og hans næstu samverkamanna sem og að kynna sér Sirat Rashul Allah, sem er opinber ævisaga Múhameðs. Hadíðurnar og sirat mynda hið svokallaða sunnah, sem þýðir bókstaflega hin greiða slóð en hér í samhengi íslam, orð, venjur og athafnir Múhameðs. Kóraninn segir á um 90 stöðum, að Múhameð sé hin fullkomna fyrirmynd fyrir múslíma að fara eftir.

Með ólíkindum er að nokkur heiðvirður maður vilji nota Múhameð sem fyrirmynd í lífi sínu. Lýsing á andstyggilegri manni er sjaldgæf. Einnig torskilið að múslímar skuli ekki vera búnir fyrir löngu að hafna Kóraninum sem trúarriti. Í súru (kafla) 2.106 er allah látinn segja að allt það sé numið úr gildi sem hann hafi áður sagt ef hann kemur með nýjar umsagnir um sömu úrlausnarefni. Herskáar súrur frá Medína-tímabili í lífi Múhameðs ógilda því friðsamar súrur frá Mekka-tímanum.

Stundum er getið um það í Kóraninum hvort súrur eru frá Mekka- eða frá Medína-tímanum. Rétt tímaröð fæst með rannsókn á hadíðum og sirat, sem sýnir að allar ofbeldisfyllstu súrurnar eru yngstar og því í gildi. Súrunum er ekki raðað í rétta tímaröð í Kóraninum, heldur eftir lengd þeirra. Þær lengstu eru fremst en stystu aftast nema fyrsta súran, Al-Fatihah (opnunin), sem er stutt trúarjátning.

Til þess að lýsa íslam þyrfti mun lengra mál. Nú skal aðeins staðhæft að íslamistar eru ekki þeir sem rangtúlka íslam heldur þeir sem ástunda íslam. Erdogan, forseti Tyrklands, segir þannig aðeins eina gerð íslams til og það er það íslam sem íslamistar fylgja. Íslam hefur innbyggðar læsingar sem hindra aðlögun að nútíma siðmenningu. Allar efasemdir um inntak Kóransins og sunnah teljast dauðasök. Múhammad Ibn Abd al-Wahhab, múslímskur fræðimaður á 18. öld, stóð fyrir siðbót innan sunnííslam. Við hann er kenndur Wahhabismi sem er hið hreina og upprunalega íslam. Hann var fyrir íslam það sem Lúter var fyrir kristni að leita til lindanna og afnema afbökun trúarinnar vegna spillingar hennar.

Mörgum múslímum er að skiljast að þeir munu trauðla losna úr hörmungum sínum með því að breyta íslam. Slíkar tilraunir kalla á dauðarefsingar. Eina færa leið þeirra er að yfirgefa þessa afleitu hugmyndafræði - höfuðástæðu fyrir óhamingju þeirra, fáfræði, fátækt, eymd, upplausn, stöðnum og ofbeldi. Afneitun íslams er einnig dauðasök en verður ekki framfylgt ef nógu margir taka sig saman. Enginn skyldi mæla íslam bót heldur leggja sig fram um að losa múslíma úr þessari hörðu kló sem þeir voru hremmdir í fyrir 14 öldum. Það gæti gerst hraðar en flesta grunar ef aðeins tækist að setja íslam í rétt ljós án undanbragða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er munurinn á islamistum og múslimum?

Er þetta ekki sami grauturinn í sömu skálinni?

=Báðir hóparnir halda kóraninum á lofti?

Nú vil meirihluti reykvíkinga í gegnum borgarstjórann í rvk

leyfa uppbyggingu á nýrri mosku í sogamýrinni; eða hvað?

Jón Þórhallsson, 10.12.2015 kl. 12:44

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jón

íslamistar eru þeir sem gangast upp í íslömskum kennisetningum, þ.e. taka kóraninn og sunnah hátíðlega, eru bókstafstrúarmenn. Múslímar eru allir þeir sem fæddust inn í múslímskt umhverfi, þar sem gildi íslam eru virk eins og á Vesturlöndum eru flestir taldir kristnir þó að þeir geri kannski ekki mikið með kristna trúa almennt annað heldur en að afneita henni ekki.

Múslímar eru fólk en íslam er alræðiskerfi sem byggir á kanónu íslam, alveg eins og rússar voru fólk á sovéttímanum en kommúnismi var hugmyndafræði þar sem allir rússar voru settir undir það skelfilega alræði. Kommúnismi, fasismi og íslam eru náskyld alræðiskerfi, sem hremma fólk í fjötra sem erfitt er oft að rata úr vegna ofbeldisins sem valdhafar allra þessara kerfa nota til þess að halda völdum og kúga fólk undir sín yfirráð.

Valdimar H Jóhannesson, 10.12.2015 kl. 14:14

3 identicon

Kærar þakkir Valdimar fyrir glögga frásögn.

Páll

Páll Kaj Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 16:28

4 identicon

Því má bæta við, að samkvæmt islam, þá eru allir einstaklingar sem fæðast af múslima sjálfkrafa múslimi og skiptir þá engu hvar í veröldinni það er. Að lifa í islömskum heimi er ekki það sama og að lifa í raunverulegum heimi og það er ekki hægt að lifa í þeim báðum samtímis. 

Dæmi: Salman Tamimi sagði í viðtali í Harmageddon að öll hans börn væru muslimar og var greinilega stoltur af. "Ég trúi hverju orði sem stendur í kóraninum" sagði hann. Málið er að hann á barn sem gifti sig í kirkju og það kristnum manni og hafa öll þeirra börn veri fermd í kirkju að kristnna manna sið. Dóttirinn er kristin, enda má hún ekki giftast kristnum manni ef hún er múslimi samkvæmt(kór. 5.5), þótt Sverrir haldi öðru fram í púltu. Sem sagt. Barnið er múslimi í huga Salmans af því að hann er islamist og trúir öllu sem stendur í kóraninum, en kristið í raunveruleikanum, sem ekki er Salmans tilvist.

Ég hef margfalada reynslu af því, að þegar múslimar ræða um islam við trúlausa, þá segja þeir alltaf ósatt um þessa Friðelskandi trú, í þeirri von að vikomandi viti ekki betur.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 17:15

5 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Múslímskar lygar þ.e. taqiyya, kitman og tawriya   eru viðurkennd tæki meðal múslíma til þess að blekkja óvininn, þ.e. okkur og alla sem ekki eru múslímar.

Kóraninn og sunnah ekki aðeins leyfir þessar lygar heldur fyrirskipar þær. Átökin við kuffar, trúleysingja,  eru skilgreind sem stríð og í stríði eru öll meðöl leyfileg og æskileg, ekki síst blekkingin til að koma óvininum á óvart..

Íslömsk fræði skilgreinir lygarnar eftir eðli þeirra:

    Taqiyya  múslímskar lygar í þágu trúar með blekkingum.

    Kitman   með því að sleppa því að segja allan sannleikann

    Tawriya   Kreatívar lygar, láta hlustandann halda að umræðuefnið sé annað en það er. T.d. ég á ekki krónu með gati sem getur verið satt þó ég eigi bunka af seðlum í veskinu en ekki krónupening sem búið er að bora gat í.

    Valdimar H Jóhannesson, 10.12.2015 kl. 22:18

    6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

    Fólk hefði gott af að spyrja sig „hvað hafa kristnu lýgveldisþjóðirnar verið að gera í arabaheiminum síðustu áratugi“ áður en það fer að bulla eitthvað um trú sem það þekkir ekki.

    Aðeins 11% araba eru Múslímar. Hugtakið Íslamisti er nýyrði án merkingar. Samkvæmt mælingum yfir hryðjuverkafólk (samkvæmt FBI (að mér skylst)) eru "íslamista terroristar" í þriðja sæti. Fyrst komið Zionistar (sem sumir kalla gyðinga en eru ekki gyðingatrúar) og þar á eftir koma kristnir (eða kristilegir, því sannkristnir myndu ekki terrorisa).

    Einfalt?

    Guðjón E. Hreinberg, 11.12.2015 kl. 00:41

    7 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

    Guðjón

    mér fellur allur ketill í eld yfir orðum þínum. Þú ert góður fulltrúi þeirra sem dettur ekki til hugar að staðreyndir skipti neinu minnstu máli. Að svara svona athugasemd er mér ofviða. Ég veit ekki hvar ég á að byrja nema að ráðlegja þér að lesa nokkra tugi bloggfærslna sem þú finnur hér á síðunni minni á Moggablogginu. Talaðu við mig aftur þegar þú ert búinn að því. Þá skal ég benda þér á bækkur ef þú hefur raunverulegan áhuga á að kynna þér málin en ekki aðeins áhuga á að slá fram svona fráleitum staðhæfingum eins og þú gerir hér að ofan. Það er ekki heil brú í þeim.

    Valdimar H Jóhannesson, 11.12.2015 kl. 08:45

    8 identicon

    Þegar ég slæ upp bókinni minni sem heitir Löndin, þá kemur fram að í flestur arabískum löndum eru íbúar vel yfir 90% múslimar, en ekki 11%.

    Því miður hef ég ekki bókina aðgengilega en að sjálfsögðu er hægt að fara á netið.

    Það væri gaman að vita hverrar trúar þessir 89% araba eru, sem Guðjón nefnir, eða kanski Sverrir Agnarsson geti sagt okkur það.

    Mér er líka orðfall, en hvað og hvar var síðasta hryðjuverk zíonista og hverrar trúar eru þeir? Hvað er gyðingatrú? Og hverjir eru þessir kristilegu en ekki samt kristnir? Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.

    Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 10:32

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Valdimar H Jóhannesson
    Valdimar H Jóhannesson

    Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

    Netfang: vald@centrum.is

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (22.1.): 0
    • Sl. sólarhring: 5
    • Sl. viku: 20
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 16
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband