Leita í fréttum mbl.is

Íslensk lygapressa ræðst á Spencer

Sem gamalreyndum blaðamanni á þeim tímum þegar pólitísku blöðin voru alls ráðandi og allir vændu alla um lygar verð ég að viðurkenna að mér er brugðið yfir því hvað fjölmiðlamenn nútímans eru ótrúlega ósvífnir í beitingu ósanninda. Ósannindi þeirra eru langt umfram það sem ég hef nokkurn tímann áður reynt, en á dögum kalda stríðsins reyndu menn þó ýmislegt til að koma höggi á andstæðinginn.

Í póltískri umræðu undanfarin misseri á erlendum vettvangi hefur glumið í eyrum heldur þreytandi síbylja með ósökunum um „fake news“ og „Lügenpresse“ og það svo mjög að slíkar ásakanir eru hættar að virka og orðinn hluti af þreytandi skarkala pólitísks þras, en ég átti síst von á því að þessi lágmenning yrði einnig hluti af íslenskum veruleika.

En nú bregður svo við að ég verð vitni að ósvífnari lygum íslenskra fjölmiðla en ég trúði að fyrra bragði að ég gæti átt von á. Fimm íslenskir fjölmiðlar hafa gengið svo á svig við sannleikann að í raun ætti að sækja þá til saka fyrir mannskemmandi ósannindi.

Vegna komu Bandaríkjamannsins Roberts Spencer, sérfræðings um málefni íslam, í næstu viku hafa þessir fjölmiðlar einsett sér að breiða út óhróður um hann með ósönnum sökum í þeim tilgangi að hann nái ekki eyrum landsmanna. Þessir fjölmiðlar hafa lýst Robert Spencer sem algjörri ófreskju, neo-nazista, gyðingahatara, manni sem hefur gerst sekur margsinnis um lögbrot. Hann hafi átt að vera sekur um voðaverks Breivik, hatur á múslímum o.s.fr. Ekkert af þessu er satt og þarf ekki að efa að Robert Spencer gæti leikandi unnið meiðyrðamál gegn þessum fjölmiðlum.

Samtök íslamista um heim allan ólmast sem mest þau mega gegn Spencer vegna yfirirburðarþekkingar hans á íslam og hve óhræddur hann hefur verið að segja sannleikann um þessa ógeðfelldu hugmyndafræði sem er fyrst og fremst pólitísk hugmyndafræði um það hvernig eigi að haga allri stjórn á lífi fólks jafnt í opinberu- sem einkalífi og hvernig vinna eigi allan heiminn undir yfirráð íslam með jihad.

Þeir megna ekki að hafa Spencer undir með málefnalegum rökum. Því eru farnar ófrægingarherferðir sem lítið sigldir íslenskir fjölmiðlamenn gleypa við án nokkurrar sjálfstæðrar skoðunar eða hugsunar. Ég hef lesið mikið eftir Spencer eins og marga aðra um íslam og get borið það að hann er málefnalegur fram í fingurgóma, en leggur óhikað fram staðreyndir jafnvel þó að íslamistum líki það ekki enda verður hann að fara huldu höfði til þess að komast hjá líkamsmeiðingum. Það er þó eftirtektarvert að Spencer er að ná til vaxandi fjölda hófsamra múslíma sem vilja gera tilraun til þess að nútímavæða íslam og verður fyrirlestur hans og samstarfskonu hans m.a. um það.

Íslenskir fjölmiðlar eru í raun að höggva í sama knérunn og espa upp brjálæðinga sem gætu leynst hér á landi meðal múslíma eins og víða annars staöar þó að mikill meiri hluti múslíma myndi aldrei vinna slík verk.

Hvort þetta athæfi íslensku fjölmiðlanna ber tilætlaðan árangur eða hvort þessi óskemmtilegu vinnubrögð vekja enn meiri athygli á fyrirlestri Spencer og samstarfskonu hans Christine Willlimas á Grand Hotel næsta fimmudag kl 20 á eftir að koma í ljós. Málefnið sem þau taka fyrir á þó mikið erindi við okkur Íslendinga núna þegar við stöndum frammi fyrir að sama þróun er að verða hérna og öll Evrópa líður undir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Valdimar

Fjölmiðlar sem hrópa "Fake News" eru oftast þeir miðlar sem flytja falskar fréttir (fake news). Íslenskir fjölmiðlar eins og bandarískir eru ekki vandaðir að virðingu sinni og flytja falskar fréttir til að koma áróðri pólitískrar rétthugsunar að hlustendum/lesendum sínum.

Það er ekki hægt að taka fréttaflutningi íslenskra "fréttamiðla" alvarlega án gagnrýninnar hugsunar. Hið sorglega er að almenningur lætur þessa miðla mata sig af áróðri og lygum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.5.2017 kl. 22:38

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Eru blaðamenn að þjóna húsbændum sínum?

Ef Sádar eiga, stjórna 80% af Federal Reserve, það er eiga dollarann  í Bandaríkjunum, Bandaríkjamenn sjálfir eiga ekkert í dollaranum, er þá ekki líklegt að sömu 0flin eigi stóru fréttastofurnar, og alla fjölmiðlana.

Einnig senda sömu öflin falskar fréttir til að við trúum síður réttu fréttunum.

..insider with House of Saud connections, wrote ..that information he acquired from Saudi bankers cited 80% ownership of the New York Federal Reserve Bank- by far the most powerful Fed branch- by just eight families, four of which reside in the US.

Egilsstaðir, 05.05.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 5.5.2017 kl. 10:36

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Jónas

ekki þori ég að fullyrða neitt slíkt en það vekur óneitanlega athygli að allir þessir fréttamiðlar koma með sömu röngu staðhæfingarnar. Þau beita lygum til að ófrægja Robert Spencer og okkur sem tengjumst komu hans hingað og eru með nánast sömu framsetningu, sem vekur grun um að þessu sé stjórnað að utan. CAIR,samtök múslíma í Bandaríkjunum, sem hafa mikil tengsli við Múslímska Bræðralagið og hryðjuverkasamtökin Hamas, liggja beinust við.

Valdimar H Jóhannesson, 5.5.2017 kl. 11:38

4 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Tómas Ibsen

þó að koma Roberts Spencer leiði ekkert annað af sér en að sýna hverjir þessir fjölmiðlar eru þá er vissum árangri nað með komu hans hingað. Það verður fróðlegt að sjá það á næstum dögum hverjir eru færir um að standa í fæturna og láta ekki bugast gegn ofstækinu.

Valdimar H Jóhannesson, 5.5.2017 kl. 11:40

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Valdimar og takk fyrir að reyna endalaust

að opna augun fyrir sofandi almúganum varðandi

ISLAM.

Þegar kemur að rökræðum og ábendingum varðandi

ISLAM, þá er alveg merkilegt, að í okkar upplýsta

þjóðfélagi, stekkur til fullt af fólki og er tilbúið

að verja þennan óskaðpnað sem hann er og ekkert annað.

ISLAM er ekket annað en stjórntæki og gert til þess

að stjórna lífi fólks heima og að heiman.

Þegar grannt er skoðað, sem að sjálfsögðu má ekki

samkvæmt rétttrúnaðarpólitík, þá er þessi almáttugi

Allah þeirra, fjöldamorðingi, bananíðingur og eitt það

versta sem hægt er að setja í mannsmynd.

Ef einhverjum dytti í hug, að tilbiðja Hitler, þá

er hann settur í fangelsi. Hans afrek voru nokkrar

milljónir í dauðann, bæði gyðingar og hermenn en

Stalín gerði betur. Hann fjórfaldið það sem Hitler gerði.

Samt sem áður, þá á ISLAM heimsmetið.

Eftir fjórtán hundruð ár, er ennþá fólk tekið af lífi

útaf ISLAM. Bara á hverjum Föstudegi i Jeddah, þá

er fólk afhausað, handahoggið og allt í nafni þessarar

yndislegu trúar. Enginn segir neitt.

Við, rasistarnir, fasistarnir, aumingjarnir, hatararnir,

vitleysingarnir, ég held ég gleymi engvu,

þurfum að upplifa það, að okkar ábendingar og tilraun til þess

að vekja fólk af þessum þyrnirósarsvefni varðandi ISLAM,

fáum í hausunn á okkur allt sem er nefnt hér að ofan.

Ef það kemur einhver frétt varðani ISLAM, og það sem það

stendur fyrir,þá er það "Fake news"., "Zíóniasta áróður" og

það allra besta "Þýðinigarvillur á Kóraninum".

Við höfum og sjáum vandamálin í Skandinavíu sem

standa okkur næst.

Af hverju vill fólk ekki læra af því sem okkar

nágrannar eru að lenda í....?????

Þurfa Íslendingar endalaust að finna upp

hjólið sem endar alltaf ferkantað...????

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.5.2017 kl. 03:06

6 identicon

Sæll Valdimar og aðrir sem hér skrifa. Mig langar til að spyrja ykkur, sérstaklega kannski Valdimar en hinir mega líka svara fyrir sig og sína parta ef þeir vilja:

Hvað viljið þið gera varðandi þá múslima sem búa á Íslandi? Mig langar til að þið svarið frá þeim sjónarhóli að þið mættuð ráða nákvæmlega til hvaða ráða væri gripið gagnvart vánni sem að Íslandi steðjar vegna múslima og hugmyndafræði þeirra.

Með von um málefnaleg svör.

Erik (IP-tala skráð) 7.5.2017 kl. 22:27

7 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sigurður

Ég hef engu við þetta að bæta nema þú nefndir Allah þegar þú ættir að nefna Muhameð. Það er svo miklu þægilegra að vera í liðinu sem flýtur sofandi að feigðarósi heldur í því liðinu sem reynir að róa á móti straumnum. Það freistar allra að fela sig á bak við aðra. Treysta því að aðrir fórni sér og blanda sér í þann hópinn sem minna reynir á. Margir munu seinna halda því fram að þeir hafi alltaf verið í okkar liði. Þetta gildir ekki síst um vinstri mennina sem kannast nú ekki við að þeir hafi nokkurn tímann aðhyllst kommúnisma, hvað þá dýrkið öll ómennin þeirra.

Valdimar H Jóhannesson, 7.5.2017 kl. 23:38

8 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Erik

þetta er allt of stór spurning.Henni má þó svara með því að ég er ekki á mðti neinum manni sakir uppruna hans. Andstaða mín er gegn hugmyndafræðinni íslam. Þeir sem ekki vilja gefa afslátt af þeirri hugmyndafræði hafa ekkert hér að gera enda samrýmist sú hugmyndafræði ekki lögum okkar, siðvenjum eða líferni almennt.Íslam mun rífa í sundur friðinn hérna eins og annars staðar. Því vil ég afstýra.Þeir sem vilja halda í kennisetningar íslam verða aldrei til friðs í íslensku samfélagi.

Valdimar H Jóhannesson, 7.5.2017 kl. 23:43

9 identicon

Valdimar, þú segir þetta of stóra spurningu en segir svo líka að þú viljir afstýra því að Íslam rífi í sundur friðinn hérna eins og annars staðar. Ég spyr þig þá: Hvernig viltu afstýra því? Hvað viltu gera? Hver er lausnin?

Erik (IP-tala skráð) 7.5.2017 kl. 23:51

10 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Erik

Ég ætlaði raunar ekki að svara þér í fyrsta skiptið þar sem ég hef það sem almenna stefnu að svara ekki nafnleysingum. Gerðu grein fyrir þér og þá er kannski smávon að ég fari að fara í langar pælingar með þér. Reyndu ekki að senda mér aftur nafnlausa athugasemd. Svara hvorki nafnleysingum né þeim sem ekki kunna almenna mannasiði. Málefnalegar umræður er ég alltaf til í. Skítkast verða menn að stunda annars staðar en á blogg síðu minni!

Valdimar H Jóhannesson, 8.5.2017 kl. 00:14

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er frekar heimskuleg spurning hjá Erik. Í fyrsta lagi ræður hvorki Valdimar, né neinn einn maður, hver kemur inn í landið. Ef það verður hinsvegar tekið fyrir það, að hver sem er geti labbað inn á íslenska grundu og gerst áskrifandi að himinháum bótum úr tómum ríkissjóð, fyrir utan allan annan fjárhagslegan hliðarkostnað og félagslegu vandamálin sem af því hlýst, þá mun straumurinn sjálfkrafa minnka.

Ég er hinsvegar hlynntur því að Vesturlönd aðstoði vanþróuðu löndin í baráttunni gegn fátækt, en ekki með því að hleypa öllum þriðja heiminum inn í Evrópu og enn síður með dekri við spillta harðstjóra. Þvert á móti á að senda þau skilaboð, að við getum einungis hjálpað þeim sem verða kyrrir í sínum eigin löndum og leitist við að byggja samfélagið upp, í staðinn fyrir að ganga um höggvandi hausinn hver af öðrum. Þá geti fólkið búist við aðstoð, en þeir sem reyni að smygla sér til Vesturlanda, verði reknir til baka sömu leið og þeir komu.

Theódór Norðkvist, 8.5.2017 kl. 15:00

12 identicon

heyr heyr Theódór Norðkvist.

Merry (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 21:00

13 identicon

Merry (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband