Leita í fréttum mbl.is

Leið vinstri manna liggur til Manchester

Eftirfarandi grein eftir Robert Spencer birtist í Morgunblaðinu í dag. Robert stýrir netmiðlinum Jihad Watch og er höfundur 16 bóka um málefni sem tengjast íslam og hinum múslímska heimi, þar á meðal metsölubækur New York Times The Politically Incorrect Guide to Islam (and the Crusades) og The Truth About Muhammad. Nýjasta bók hans er The Complete Infidel’s Guide to Iran. Fyrir neðan greinina á íslensku er greinin birt á ensku eins og hún kom úr penna Roberts:

Rúmri viku eftir að ég fór frá Íslandi drap fjöldamorðingi 22 manns og særði 59 á tónleikum Ariana Grande í Manchester, Englandi.

Vinir lýsa gjörningsmanninum, Salman Ramadan Abedi, sem einlægum múslíma í trúnni sem hafði lært utan að allan kóraninn. Bresk stjórnvöld þekktu hann sem hryðjuverkaógn með samband við aðila sem safna liði fyrir Íslamska ríkið (ISIS).

Ég þekkti ekki til Salmans Abedi áður en hann myrti allar þessar litlu stúlkur, vini þeirra og fjölskyldumeðlimi á tónleikum Ariana Grande en þegar ég var nýlega á Íslandi ræddi ég um trúarkerfið sem hvetur fólk eins og Salman Abedi til ofbeldis. Ég ræddi hvernig jihad-hermdarverkamenn nota kennisetningar og orð íslams til að réttlæta ofbeldi og liðsafnað meðal friðsamra múslíma og hvernig texti kóransins og íslömsk lög eru notuð til að höfða til múslíma að heyja stríð gegn þeim sem ekki trúa á íslam.

Vegna þessa komu íslenskir fjölmiðlar fram við mig eins og sjálfur Josef Goebbels hefði komið í heimsókn. Varnaðarorð Reykjavik Grapevine: »Þekktur íslamófób með fyrirlestur á Grand Hotel, mótmæli líkleg.« Eftir að ég fór sagði Iceland Monitor að »US fyrirlesari og íslamófób Robert Spencer fjallaði um það sem kann nefndi »jihad-ógn« í Reykjavík nýlega.«

Meðan ég var þarna ásökuðu nokkrir fjölmiðlamenn mig um að varpa ósanngjörnum grunsemdum á lítið samfélag múslíma á Íslandi og höfðu af því áhyggjur að múslímar yrðu fyrir árásum sjálftökumanna »réttlætisins« í kjölfar fyrirlesturs míns. Nánast allar umfjallanir vegna Íslandsheimsóknar minnar innihéldu upplýsingar um að norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hefði nefnt mig oft í ávarpi sínu. Í engum þeirra var nefndur mismunur á þankagangi mínum og hans; né sú staðreynd að hann hóf undirbúning ódæðisverka á tíunda áratug síðustu aldar, áður en ég hefði birt nokkuð um jihad-ógnina; né sú staðreynd að hann gagnrýndi mig í sömu yfirlýsingu fyrir að hvetja ekki til ofbeldis; né sú staðreynd að hann vitnaði í marga víða úr hinu hugmyndafræðilega litrófi, þar á meðal Barack Obama, Tony Blair og Condoleeza Rice, sem eru aldrei spurð um þátt sinn í að hvetja hann til drápa.

Skilaboð íslenskra fjölmiðla voru ljós: Spencer er hættulegur maður. Verk hans eru hættuleg öryggi saklauss fólks. Hann talar um ógn þar sem enga slíka er að finna.

Tveimur vikum eftir að ég talaði í Reykjavík og vinstri maður eitraði fyrir mér, án efa með hvatningu til slíks vegna illgjarnrar umfjöllunar um mig í íslenskum fjölmiðlum, hefur þá nokkrum múslíma verið misþyrmt af þeim sem hlustuðu á mig? Nei. Hefur maður haldinn »íslamófóbíu« myrt nokkurn múslíma nokkurs staðar?

Nei. En tuttugu og tveir eru látnir í Bretlandi fyrir hendi manns sem er birtingarmynd þess sem ég kallaði jihad-ógn eins og Iceland Monitor setti það fram. Sú ógn er raunveruleg og vaxandi á alheimsvísu eins og 30.000 mannskæðar jihad-árásir víða um heim síðan 9/11 (11. september 2001) sýna.

Anders Breivik var brjálæðingur, siðblindingi með ruglaða sýn á heiminn. Þeir sem eru þessu ósammála skyldu reyna að skýra þá staðreynd að þessi morðóði »íslamófób« ráðgerði samvinnu við jihad-hryðjuverkahópana Hamas og al-Qaeda. Hann spratt ekki upp úr einhverri »íslamófóbískri« orðræðu. Þessu enn frekar til staðfestingar er að það hafa ekki verið neinir »íslamófóbískir« morðingjar fyrir eða eftir hann.

Það sem þessi áframhaldandi illmælgi í raun felur í sér er áköf löngun vinstri og ráðandi fjölmiðla til að útskúfa og sverta, þagga niður í og ýta til hliðar þeim sem vekja athygli á hinni raunverulegri ógn, þ.e. íslömsku jihad.

Á umliðnu ári hafa verið jihad-morðárásir í Orlandó í Flórída, Magnanville, Frakkland, Würzburg í Þýskalandi, Ansbach í Þýskalandi, Rouen í Frakklandi, í Ohio State University, Berlín og núna í Manchester. Ég tiltók aðeins árásir í Evrópu og US. Það voru margar aðrar af þessu tagi einnig. Í þessum tilvikum sem ég tiltók voru 90 manns sem múslímar drápu en áeggjan til drápa fundu þeir í kóraninum og Sunnah.

Enginn hefur hlotið skaða vegna áeggjunar frá mér til illvirkja, - hvergi og aldrei. Ég hef aldrei hvatt til eða fallist á ofbeldi. Samt er ég sannfærður um að íslenskir fjölmiðlar voru mér miklu fjandsamlegri en þeir hefðu verið ef segjum jihad-hryðjuverkamaður, leystur úr haldi í Guantanamo, hefði komið til þess að tala. Mér er meinað að koma til Bretlands fyrir þann glæp að segja réttilega að íslam hafi kennisetningar um ofbeldi. Á sama tíma hafa Bretar hleypt inn mörgum sem boða jihad-ofbeldi gegn vantrúuðum.

Bretland eins og Ísland trúir því ljóslega að jihad-ógn sé ímyndun en að ógn vegna »íslamófóbíu« sé raunveruleg.

Tala fallinna segir annað.

Og ef íslensk stjórnvöld og fjölmiðlun vakna ekki upp til þessa raunveruleika fljótlega munu þau uppgötva hann sem óvægna reynslu í sínu eigin landi. Þegar tekist hefur að sverta eða þagga niður í hverjum andstæðingi jihad-ógnar, hverjir munu þá verða eftir til að vara við? Enginn og þá mun jihad sækja fram án mótstöðu og óhindrað meðan þeir sem hefðu látið í hér heyra sitja þegjandi hjá vegna ótta við að vera vændir um »íslamófóbíu«.

_________________________________________________________________________________

 

The Left’s Road Leads to Manchester

by Robert Spencer

A little over a week after I left Iceland, a mass murderer killed 22 people and injured 59 at an Ariana Grande concert in Manchester, England.

The perpetrator was a man named Salman Ramadan Abedi, a man whom friends described as a “devout” Muslim who had memorized the entire Qur’an. He was known to British authorities as a terror threat and had been in touch with a recruiter for the Islamic State (ISIS).

I hadn’t heard of Salman Abedi before he murdered all those little girls and their friends and family members at the Ariana Grande concert, but when I was in Iceland recently, I spoke about the belief system that incites people such as Salman Abedi to violence. I discussed the ways in which jihad terrorists use the texts and teachings of Islam to justify violence and make recruits among peaceful Muslims, and the texts of the Qur’an and Islamic law that call upon Muslims to wage war against those who do not believe in Islam.

For this, the Icelandic press treated my presence in the country as if Josef Goebbels had stopped by for a visit. The Reykjavik Grapevine warned: “Known Islamophobe To Hold Conference At Grand Hotel, Protest Likely.” After I left, the Iceland Monitor observed that “US lecturer and Islamophobe Robert Spencer…gave a lecture on what he calls the ‘Jihad Threat’ in Reykjavik recently.”

While I was there, several interviewers accused me of casting unjust suspicion upon the small Muslim community in Iceland, and worried that Muslims in Iceland might be attacked by vigilantes in the wake of my lecture. Virtually every news story about my Icelandic visit contained the information that Norwegian mass murderer Anders Breivik had mentioned me numerous times in his manifesto. None of them noted the differences between his beliefs and mine; or the fact that he started planning violence in the 1990s, before I had published anything about the jihad threat; or the fact that he criticized me in that same manifesto for not inciting violence; or the fact that he also quoted many people across the ideological spectrum, including Barack Obama, Tony Blair, and Condoleezza Rice, who are never questioned about their possible role in inciting him to kill.The message that the Icelandic media sent was clear: Spencer is a dangerous person whose work threatens the safety of innocent people. He speaks about a threat where there is none.

Two weeks after I spoke in Reykjavik, and was poisoned by a Leftist who was no doubt incited to act against me by the venomous coverage I received in the Icelandic media, have any Muslims in Iceland been brutalized by those who heard me speak? No. Has any Muslim anywhere been murdered by an “Islamophobe”?

No. But twenty-two people are dead in Britain at the hands of a man who is a manifestation of, as the Iceland Monitor put it, what I call the jihad threat. That threat is real, and growing worldwide, as the evidence of 30,000 jihad attacks worldwide since 9/11 shows.

Anders Breivik as a madman, a psychopath with no coherent world view. Those who disagree should try to account for the fact that this murderous “Islamophobe” counseled collaboration with the jihad terror groups Hamas and al-Qaeda. He did not represent the violent outcome of “Islamophobic” rhetoric. That there have been no other “Islamophobic” killers either before or after him is further evidence of this.

What his continuing notoriety actually represents is the avidity of the Left and the establishment media to stigmatize and demonize, and thereby marginalize and silence those who are calling attention to what is an actual threat: that of Islamic jihad.

Within the past year, there have been murderous jihad attacks in Orlando, Florida; Magnanville, France; Würzburg, Germany; Ansbach, Germany; Rouen, France; Ohio State University; Berlin; and now Manchester. I’ve listed only the attacks in Europe and the U.S.; there were many others in that span as well. In the ones I’ve listed, 90 people were killed, all by Muslims who took the exhortations to kill that are contained in the Qur’an and Sunnah to heart.

There remain no casualties by anyone who took my exhortations to heart, anywhere at any time; I don’t call for or condone violence. Yet I am certain that the Icelandic media was far more hostile to me than they would have been if, say, a jihad terrorist freed from Guantanamo had come to speak. I am banned from entering Britain for the crime of noting correctly that Islam has doctrines of violence; meanwhile, Britain has admitted numerous preachers of jihad violence against unbelievers.

Clearly Britain, like Iceland, believes that the “jihad threat” is imaginary and the “Islamophobia” threat is real.

The body count says otherwise.

And if the Icelandic government and media don’t awaken to that fact quickly, they will discover it by direct experience, on their own soil. Once every foe of jihad terror is demonized and silenced, who will be left to speak out in resistance? No one – and then the jihad will advanced unopposed and unimpeded, while those who might have spoken out remain silent for fear of charges of “Islamophobia.”

_______________________

Robert Spencer is the director of Jihad Watch and author of the New York Times bestsellers The Politically Incorrect Guide to Islam (and the Crusades) and The Truth About Muhammad. His latest book is The Complete Infidel’s Guide to Iran. Follow him on Twitter here. Like him on Facebook here.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka fyrir þessa grein frá Spencer. Ég ætla að setja hana á FB ef í lagi og myndi hvetja alla ef ég væri þú Valdimar. Ég held að það sé komin tími að vinna gegn þessu vinstra viði á skipulagðan hátt. 

Valdimar Samúelsson, 31.5.2017 kl. 08:38

2 identicon

Takk Valdimar.

Merry (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 19:39

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll nafni

að sjálfsögðu er það í fínu lagi að deila greininni sem víðast. Til þess er hún skrifuð af hálfu höfundar og þýdd af mér. Það. skiptir máli að Íslendingar átti sig á því að við erum ekki lengur einangruð þjóð með fráhrindandi nafn og varin "svo langt frá heimsins vígaslóð" svo við vitnum í fallega ættjarðarkvæðið hennar Huldu, - kvæðið sem ætti að vera þjóðsöngur okkar, - fallegt lag sem auðvelt er að syngja og yndislegt kvæði.

Valdimar H Jóhannesson, 1.6.2017 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband