21.5.2019 | 00:56
Óþol gegn staðreyndum Dogulas Murray
Mikið er fróðlegt að lesa skrif eins og þau sem birtust í dag í Stundinni. Greininni, sem heitir Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðíngs múslíma í Hörpu, er beint gegn fyrirlestri Douglas Murray í Hörpu nk fimmtudagskvöld. Greinin er ósmekkleg en byggist auk þess á rangfærslum. Ljóst er af skrifunum, að Stundin en andvíg því að þessi fyrirlestur verði haldinn.
Fyrirlestur Douglas Murray heitir The Strange Death of Europe eins og bók hans, sem var að koma út í íslenskri þýðingu á vegum Tjáningarfrelsins. Fyrirlesturinn, eins og bókin, fjallar um ógnvænlega þróun í Evrópu sem ræður ekki við að takast á við nánast stjórnlausan innflutning fólks úr afar ólíkri menningu, sem ekki nær að aðlagast að gildum Evópu.
Murray hefur kynnt sér þetta efni út í hörgul í tvo áratugi og hefur því yfirburðarstöðu til að fjalla um það á grundvelli rökhyggju og staðreynda. Hann hefur horft á Evrópu taka svo stórstígum breytingum að glannalegustu spádómar fortíðar um þá þróun sem var í vændum reyndust algjörlega vanmeta þær breytingar sem síðan urðu. Það er einmitt rökföst framsetning staðreynda sem fer svo mjög fyrir brjóstið á aðilum eins og Stundinni. Stundin hefur mikið óþol fyrir staðreyndum sem eru henni ekki þóknanlegar.
Í greininni er m.a. vitnað til þess að fjölmiðillinn hafi leitað skýringa hjá Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, afhverju Harpan leyfi slíkan viðburð sem þennan eins og að Harpan þurfi að gefa einhverja skýringu á því að sjónarmið sem falla ekki í kramið hjá fjölmiðlinum fái að koma fram. Hann er á móti því að aðrir fái að njóta tjáningarfrelsis sem hann krefst þó fyrir sjálfan sig. Fjölmiðillinn telur að aðeins skoðanir honum þóknanlegar séu leyfilegar.
Hann telur það ljóð í fari manna að vera föðurlandsvinir, þjóðernissinnar og setur okkur sem stöndum að þessu í skammarkrókinn fyrir að vera slíkir menn eins og t.d. Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson, Einar Benediktsson, Hannes Hafstein, Jóhannes úr Kötlum, Guðmundur Böðvarsson og Jón Magnússon, fyrsti forsætisráðherra þjóðarinnar sem átti kannski meiri þátt í því en nokkur annar að sambandslögin komust á en þau voru síðan forsendan fyrir því að Ísland varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Jón Magnússon var ömmubróðir minn og ég verð að viðurkenna að mér er frekar hlýtt til hans enda enginn núlifandi maður skyldari honum en ég. Jón var barnlaus.
Ekki eru tök á því að elta ólar við allar rangfærslur og smekkleysu fjölmiðilsins. Smá sýnishorn: Stundin segir Murray leggja mikla áherslu á húðlit og kristin trúarbrögð í lýsingum sínum á Evrópubúum." Þetta er einfaldlega ekki rétt. Sjálfur telur hann sig vera trúleysingja en telur að hann tilheyri menningarlega séð kristni. Húðlitur hefur ekkert vægi hjá honum né kynhneigð enda er hann sjálfur yfirlýstur hommi.
Tjáningarfrelsið stendur að fyrirlestri Murray eins og bókinni, - ekki Vakur. Aðkoma Vakurs byggist að því að Sigurfreyr hjá Vakri var svo elskulegur að útbúa sérstaka FB-síðu um komu Murray og útgáfu bókarinnar til að aðstoða aðstandendur Tjáningarfrelsisins þegar stóð á þeim að klára verkið en Sigurfreyr er meistari á þessu sviði.
Þá er ekki rétt að Tjáningarfrelsið hafi staðið að fyrirlestri Roberts Spencers og Christine Williams. Það var alfarið í höndum Vakurs þó að einstaklingar innan fyrri hópsins hafi hlaupið undir bagga. Hins vegar stóð Tjáningarfrelsið alfarið að útgáfu bókar Hege Storhaug og fyrirlesturs hennar hér.
Upplýsingar um fyrirlesturinn sem Stundin vill stöðva eru hérna: http://douglasmurray.vakur.is/
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Stundin vill bara að tjáningarfrelsi sé fyrir Stundina en ekki aðra. Nokkuð skondið að fjölmiðill eins og Stundin, sem er búið að standa í réttarhöldum gegn Glitni til að fá að birta stolin skjöl úr bankanum skuli amast við að aðrir hafi brot af því tjáningarfrelsi sem þeir áskilja sjálfum sér. Falleinkunn á Stundina
Jón Magnússon, 21.5.2019 kl. 11:49
Undarlegt hvað stíllinn í skrifum Þjóðviljans sáluga. Hroki og stórar fullyrðingar án minnsta tillits til sannleikans.
Valdimar H Jóhannesson, 21.5.2019 kl. 13:15
Þarna datt niður orðið líkist þ.e. hvað stíll Stundarinnar líkist málfarinu hjá Þjóðviljanum
Valdimar H Jóhannesson, 21.5.2019 kl. 13:18
"Múslimskir innflytjendur á vesturlöndum eru tuskudúkkur rasískra feminista". Þetta segir arabískur sálfræðingur, fæddur í Ísrael.
Eins mætti segja að Palestínumenn séu tuskudúkkur Hatara og Palestínuvina á Íslandi: Ahmad Mansour Generation Allah und der Rassismus eines Großteils des linken Mainstreams
Hörður Þormar, 21.5.2019 kl. 15:56
Góð skrif Valdimar og góð áminning líka.
Ég hef oft spekúlerað í hvort einhver fróður maður gæti talið upp þá sem komu á þessu alþjóða-væðis-hugsun inn í þjóðarsálina og eða Alþingi og að heimta hermenn sem trúa aðeins á Íslam eða hermenn íslams. Þessi þjóð er gjörsamlega lömun hægramegin vegna þessara manna og kvenna.
Valdimar Samúelsson, 21.5.2019 kl. 23:06
Douglas Murray er rosalega góður..
Merry (IP-tala skráð) 23.5.2019 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.