6.12.2019 | 21:53
Ávarp til Íslendinga frá 1997 rifjað upp
Nú þegar þjóðin virðist vera búin að fá sig fullsadda á ranglæti gjafakvótakerfisins er ástæða til þess að rifja upp ávarp sem birtist í Morgunblaðinu fyrir góðum 22 árum eða 8. október 1997.
Við stóðum þá nokkrir fyrir því að safna undirskriftum valinkunnnra manna til þess að leggja áherslu á þá sjálfsögðu kröfu að þjóðin, eigandi Íslandsmiði, njóti réttláts arðs af sameigin sinni og að gætt verði að leikreglum lýðræðis og jafnréttis í meðferð sameignarinnar.
Ástæða er til að hvetja alla til þess að mæta á Austurvelli á morgun , laugardaginn 7. desember kl 14, til að endurvekja þessa kröfu með þeim hætti að alþingi Íslendinga megi skilja hvað til friðar þess heyrir.
Hér kemur ávarpið með nöfnum þeirra sem lögðu nöfn sín við það:
Ávarp til Íslendinga:
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru
sameign íslensku þjóðarinnar!
Íslandsmið hafa verið sameign þjóðarinnar frá öndverðu. Á þessari öld háðu Íslendingar harða baráttu fyrir því að aðrar þjóðir viðurkenndu eignarrétt Íslendinga á miðunum. Nýting fiskimiða landsins hefur lagt drjúgan skerf að framförum og velsæld þjóðarinnar á 20. öld. Með lögunum um stjórn fiskveiða og framsali ríkisvaldsins á sameign þjóðarinnar til einstakra manna og félaga, án þess að gjald komi fyrir, er brotið gegn eignarrétti þjóðarinnar, - horfið frá leikreglum lýðræðis og jafnréttis.
Fiskimiðin eru í raun að hverfa úr eign íslensks almennings til kvótaeigenda þrátt fyrir þau ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þetta samræmist ekki hagsmunum og réttlætiskennd þjóðarinnar né hefð í nýtingu fiskimiðanna.
Sjálfstæðisbarátta 19du aldar og sóknin til lýðveldis á fyrri hluta 20stu aldar var ekki aðeins háð til að losna undan erlendri áþján heldur einnig til þess að losna undan sérdrægu forréttindakerfi fyrri alda. Frelsi, réttlæti og jafnrétti allra til atvinnu, búsetu, menntunar og velsældar hafa verið hornsteinar íslensks samfélags. Með lögunum um stjórn fiskveiða er þeim hróflað en höft, forréttindi, ójöfnuður og ranglæti sett í staðinn. Íslendingar geta aldrei unað slíku til langframa.
Við, sem setjum nöfn okkar hér undir, skorum á alla Íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, að taka saman höndum með okkur í samtökum til að tryggja að þjóðin öll njóti réttláts arðs af sameign sinni - Íslandsmiðum. Þetta verða samtök sjálfstæðra Íslendinga sem una ekki óréttlætinu lengur, - Samtök um þjóðareign.
Ágúst Einarsson, Reykjavík, alþingismaður
Arnbjörn Gunnarsson, Grindavík, skipstjóri
Árni Jónasson, Garði, skipstjóri
Bárður G. Halldórsson, Bessastaðahreppi, menntaskólakennari
Bjarni Arason, Hafnarfirði, hljómlistamaður
Bjarni Bragi Jónsson, Reykjavík, hagfræðingur
Bjarni Finnsson, Reykjavík, kaupmaður
Flosi Ólafsson, Reykholtsdal, leikari
Grétar Mar Jónsson, Sandgerði, form. Skipstjóra og stýrimannafél. Vísis
Guðmundur Erlendsson, Höfn, stýrimaður
Guðmundur Kristjónsson, Ólafsvík, skipstjóri
Guðmundur Ólafsson, Reykjavík, hagfræðingur
Gylfi Þ. Gíslason, Reykjavík, fyrrv. ráðherra
Halldór Bjarnason, Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri
Halldór Hermannsson, Ísafirði, skipstjóri
Haraldur Sumarliðason, Reykjavík, formaður Samtaka iðnaðarins
Hólmar Víðir Gunnarsson, Þorlákshöfn, skipstjóri
Ingólfur Karlsson, Grindavík, skipstjóri
Jón Arason, Þorlákshöfn, skipstjóri
Jón Ásbjörnsson, Reykjavík, fiskútflytjandi
Jón Sigurðsson, Reykjavík, fyrrv. framkvstj Ísl. járnblendifélagsins
Jónas Árnason, Reykholtsdal, rithöfundur, fyrrv. alþingismaður
Karvel Pálmason, Bolungavík, fyrrv. alþingismaður
Kolbrún Halldórsdóttir, Ísafirði, bæjarfulltrúi
Kristinn Arnberg, Grindavík, skipstjóri
Kristján Kristjánsson, Akureyri, heimspekingur
Lúðvík Emil Kaaber, Reykjavík, lögfræðingur
Markús Möller, Reykjavík, hagfræðingur
Matthías Bjarnason, Reykjavík, fyrrv. ráðherra
Njörður P. Njarðvík, Reykjavík, prófessor
Ólafur Hannibalsson, Reykjavík, blaðamaður
Pétur Sigurðsson, Ísafirði, forseti Alþýðusamband Vestfjarða
Sigríður Þorgeirsdóttir, Reykjavík, heimsspekingur
Sigurður R. Ólafsson, Ísafirði, formaður Sjómannafélags Ísfirðinga
Sigurður T. Sigurðsson, Hafnarfirði, formaður Verkmannafélagsins Hlífar
Stefán Erlendsson, Hveragerði, stjórnmálafræðingur
Steingrímur Hermannsson, Garðabæ, seðlabankastjóri
Sveinn Tryggvason, Kópavogi, fiskverkandi
Valdimar Jóhannesson, Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri
Vilhjálmur Árnason, Reykjavík, heimsspekingur
Þórarinn Eldjárn, Reykjavík, rithöfundur
Þórir Sigurðsson, Akureyri, kennari við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri
Þórólfur Matthíasson, Reykjavík, hagfræðingur
Þorsteinn Gylfason, Reykjavík, prófessor
Þorsteinn Jóhannesson, Ísafirði, yfirlæknir
Þorvaldur Elbergsson, Grundarfirði, skipstjóri
Þorvaldur Gylfason, Reykjavík, prófessor
Stofnfundur Samataka um þjóðareign verður haldinn á Grand Hótel við Sigtún í kvöld, miðvikudaginn 8. október 1997 og hefst kl 20.30. Þangað eru allir velkomnir sem taka undir markmið samtakanna. Þeir, sem vilja gerast félagar, geta komið þangað eða hringt í Gulu línuna, síma 580 8000.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Ég vil þakka þér fyrir að endurbirta þessa grein. Allar viðvaranir ykkar hafa ræst. Ég á bágt með að skilja hvernig þessi samtök fóru framhjá mér á sínum tíma.
Jóhann Elíasson, 6.12.2019 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.