Leita í fréttum mbl.is

Barnaníð á Austurvelli

Ég var einn af fjöldamörgum sem fóru á Austurvöll í gær til að sýna hug okkar í verki til botnlausrar spillingar gjafakvótakerfisins og til hvers það hefur leitt á Íslandi undanfarna áratugi. Það er ekki einasta Samherjamálið sem hlýtur að ganga fram af hverjum einasta manni sem þykist geta greint á milli rétts og rangs heldur blasa afleiðingarnar hvatvetna við. Og enn á að bæta í. Aðstandendur Brims, þessir vinalausu, eru nú að brugga ráð til þess að selja auðlind þjóðarinnar til erlendra auðhringa, sem var raunar þróun sem ég spáði fyrir um fyrir ca aldarfjórðungi að myndi að lokum verða þegar spillingargjörningurinn kæmist á lokastigið.

Mér líkar raunar ekki vel við flesta aðstandendur fundarins en ég leiddi það hjá mér og hugsaði með mér að afar mörgum sem fögnuðu dóminum, sem ég leiddi til lykta í Hæstarétti í desember 1998, líkaði kannski ekkert sértaklega vel við mig þó að dómurinn hafi verið kenndur við mig, Valdimarsdómurinn. Niðurstaða dómsins var einfaldlega sú að stjórnvöldum var ekki heimilt að útdeila gjafakvótanum og að fiskveiðistjórnarlögin stríddu gegn stjórnarskránni. Þau gera það ennþá og því engin þörf á stjórnarskrárbreytingum til þess að leiðrétta þetta skaðlega spillingarkerfi sem hefur af þjóðinni kannski um helming þess sjávarafla sem ellegar myndi koma á land og gæti fært líf og auð í byggðirnar allt umhverfis landið. Það eina sem þarf að gera er að alþingi Íslendinga tæki sig taki og léti núverandi stjórnarskrá landsins stjórna breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu. Þar eru margar leiðir færar og ekkert að því að þjóðin prófi sig áfram um bestu lausnir þar.

Fundurinn var nýbyrjaður þegar hópur barna var leiddur fram á sviðið til að flytja afar umdeilanlegan áróður í loftlagsmálum og innflytjendamálum. Hópurinn var kenndur við barnaveldi og er í mínum huga skírt dæmi um barnaníð af versta tagi þegar þessi litlu skinn eru heilaþvegin til að flytja áróður fyrir ljótar sálir sem þykir sæma að nota börn sem leikmuni í sínu glórulausa ofstæki í málum sem voru alls óskyld þeim málum sem ég var kominn til að mótmæla. Þetta var andleg nauðgun af versta tagi að leiða fólk í eins konar gildru til þess að fá sýnilegan stuðning hjá fólki sem alls ekki styður þennan málstað.

Ég gékk af fundi og mun aldrei láta sjá mig á opinberum fundi sem þetta fólk stendur fyrir í framtíðinni. Svei þeim!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Skil nú ekki hvernig þér datt í hug að mæta á þennan fund sem furðufyrirbærinn í Stjórnarskrárfélaginu boðuðu til nr. 1, til að reyna að sýna fram á stuðning við þá moðsuðu sem kom út úr ólöglegu stjórnlagaráði og er fyrst og fremst minnisvarði um bullstjórnmál Jóhönnu Sigurðardóttur. En síðan er hengt aftan í þetta önnur mál, sem gott og gegnt fólk getur verið sammála eins og með aðgerðir varðandi kvótann og spillinguna í landinu, sem er fyrst og fremst pólitísk spilling allrar stjórnmálastéttarinnar. 

En þeir sem boða fundinn og reyna að græða á honum með því að fá auðtrúða sálir með sér eru harðsvíraðir vinstri menn, sem berjast fyrir No border, aukinni skattheimtu á almenning vegna trúar sinnar á hamfarahlýnun og vilja fyrst og fremst koma á sósíalistastjórn í landinu. Ég satt að segja skil ekki hvernig þér datt í hug að mæta þarna til að byrja með. En gott að þú skyldir fá glóruna aftur þegar fundarboðendurnir tóku ofan grímuna.

Jón Magnússon, 8.12.2019 kl. 11:55

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Valdimar, ég tek undir með Jóni Magg. Ég treysti því að þú komir aldrei nálægt þessu fjögralaufaSmárakommaliði aftur þó með 10 feta stöng væri

Halldór Jónsson, 8.12.2019 kl. 12:59

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Algerlega sammála Valdimar. Skammarleg misnotkun á saklausum börnum og foreldrum þeirra til ævarandi skammar. Og svona vinnubrögð eru ekki góðum málstað til framdráttar enda held ég að flest sómakært fólk hafi óbeit og skömm á þessum nýja ósið að heilaþvo börn til að nota þau sem verkfæri í að vinna að einhverju sem þau hafa engan þroska til að meta sjálf.

Þórir Kjartansson, 8.12.2019 kl. 13:22

4 identicon

Tek heils hugar undir þennan pistil,

frá upphafi og einkum til enda.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.12.2019 kl. 17:32

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svo sammála þér Valdimar.

En þegar það kemur að þessu kommaliði,

þá er ekkert heilagt.

Það skal allt notað, og siðblindan hjá þessum

aumingjum er slík, að börn skipta ekki máli

ef tilgangurinn helgar meðalið.

Svo einfallt er það og svei þeim öllum.

Lægra er ekki hægt að leggjast.

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.12.2019 kl. 18:21

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hjartanlega undir með þér, Valdimar, og allt sem þú skrifar um. Tek einnig undir með Jóni hrl. Magnússyni um það hvernig reynt er að misnota þessi fundahöld, þar sem margir mæta vegna hneykslunar sinnar á framferði Samherja í Nígeríu og sennilegum skattsvikum þeirra, en svo eru fundargestir ekki aðeins traktéraðir á þessari bernsku loftslagspólitík (bergmálandi illa rökstuddan málflutning sumra vísindamanna), heldur líka boðið upp á áróður fyrir moðsuðu-plaggið stórgallaða frá ólögmæta "stjórnlagaráðinu" hans Þorvaldar Gylfasonar og viðhlæjenda hans, margra hverra* taglhnýtinga hins valdfreka evrópska stórveldis ESB!

Eins og Lenín hinn ósvífni morðvargur predikaði: "Allt vald til ráðanna (sovétanna)!", þannig hefur þessi ósvífni prófessor Þorvaldur boðað í reynd, að allt hér í samfélaginu skuli taka viðmið af og lúta hinu svokallaða "stjórnlagaráði", sem frá upphafi var þó bæði ólöglegt og hin smánarlegasta meðferð stjórnarskrármála sem um getur.

Og að sulla saman þessum þremur málefnum og e.t.v. fleiri á útifundum á Austurvelli er vís leið til að almenningur átti sig á því fyrr fremur en síðar, að það er borin von, að menn vilji láta sjá sig á slíkum misnotkunar-fundum.

* Get talið upp nöfnin!

Jón Valur Jensson, 8.12.2019 kl. 20:45

7 identicon

@Jón Valur,

auktu okkur nú fróðleikinn og nefndu okkur helstu ESB sinnuðu taglhnýtinga Þorvalds.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.12.2019 kl. 22:23

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Yfirskrift fundarins hefði nú átt að nægja hverri hugsandi manneskju til að forðast þennan ófagnaðarfund, um allt og ekki neitt. Þegar fullveldisafsalssinnar vilja hræra í þvælu á Austurvelli, virðist ekkert heilagt. Meira að segja ómálga börnum smalað í kór og sorinn sunginn í barnslegum takti. Hvar er barnaverndarstofa?

 Tilgangur þessa óþverrasafnaðar á Austurvelli var ekki sá að mótmæla spillingu. Tilgangurinn var að espa upp almúgann og gefa skít í löglega kjörin stjórnvöld. Aðferð sem þekkt er af hendi anarkista og tækifærissinna, eins og margnefnds Gunnars Smára, sem nánast saug kynfæri auðvaldsins þegar hentaði honum. Nú ´´representar´´ þessi bjálfi sig sem sósíalista! 

 Á eftir koma síðan snautlegir aular fullveldisafsalsins eins og Þorvaldur Gylfason og fáránlegt stjórnarskrárbull hans, sem hafði það eitt að markmiði, undir vökulum augum gránu gömlu og þistifjarðarkúvendingsins, sem allt laut að afsali fullveldis Íslands, svo hægt væri að innlima þjóðina í esb. 

 Hafi allir þeir sem á Austurvöll mættu skömm fyrir mætinguna. 5000 manns gerðust ódýrar manneskjur í gær og klöppuðu fyrir barnaníði.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.12.2019 kl. 23:21

9 identicon

Undarlegt annars, að enginn fulltrúi forystu, þingmanna og ráðherra, hins svokallaða "Sjálfstæðisflokks" skuli ekki hafa þorað að mæta á fund með ESB skoðanasystkinun sínum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.12.2019 kl. 00:20

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Símon Pétur, hér eru ýmis þinna eftirlýstu ESB-innlimunarsinna-nafna, manna sem sátu í "stjórnlagaráði":

Þorvaldur Gylfason,

Þorkell Helgason,

Illugi Jökulsson,

Guðm. Gunnarsson, fv. form. Rafiðnaðarsambandsins,

Vilhjálmur Þorsteinsson í CCP,

Eiríkur Bergmann Einarsson, eilífur augnakarl Rúvara,

Gísli Tryggvason lögfr.,

Sr. Örn Bárður Jónsson (sennilega),

Lýður Árnason læknir (?),

Pawel Bartozek,

Þórhildur Þorleifsdóttir leikkona,

Andrés Magnússon læknir (?),

Katrín Fjeldsted,

Silja Bára Ómarsdóttir, eilíf augnak. í Rúv.

Jón Valur Jensson, 9.12.2019 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband