25.7.2020 | 00:41
Saga Ægisif á haus
Heldur var dapurlegt að fylgjast með fréttaflutningi RÚV í kvöld um vanhelgun Tyrkja á Ægisif, þegar henni var breytt aftur í mosku með bænahaldi múslíma í henni undir forystu Erdogan. Ægisif hefur verið ein af höfuðkirkjum kristninnar í hálft annað árþúsund eða frá árinu 537 þegar hún var vígð í Miklagarði sem var höfuðborg Austur-Rómverska keisraradæmisins, öðru nafni Býzantíska heimsveldisins. Borgin Mikligarður hét á öðrum tungumálum Konstantínópólis og var ein höfuðborga kristinna manna og grískrar menningar þar til hún varð múslímum ,Ottomönum, að bráð árið 1453 þegar hún féll loks eftir nær átta alda umsátur múslíma. Múslímarnir myrtu stóran hluta borgarbúa og seldu í ánauð, gáfu borginni nafnið Istanbúl og breyttu Ægisif í mosku og veittu hinum vestræna heimi margsháttaðar skeinur næstu aldar, sem helst ekki má nefna hjá stærsta hluta fréttamanna og háskólamanna nútímans, - jafnvel talið til kosta að vera fáfróður um þessa sögu eða snúa hanni alveg á hvolf.
Í fréttinni voru staðreyndir á haus. Óttomanar höfðu átt að hafa byggt kirkjuna sem var þar nefnd Ægisif Sofía, en heitir annað hvort Ægisif á íslensku eða Hagia Sofía á grísku og flestum öðrum tunugmálum. Ástæðan fyrir því að hún hefur íslenskt nafn er að hún var þegar velkunnug Íslendingum til forna vegna tengsla norrænna manna við Miklagarð þar sem þeir voru m.a. í þjónustu austurrómverska keisarans til að verjast óvinum keisradæmisins sem voru fyrst og fremst múslímar. Norrænu málaliðarnir voru nefndir væringar en einna frægastur þeirra var Þorsteinn drómundur, hálfbróðir Grettis, sem hélt til Miklagarðs og gerðist væringi til þess að hefna fyrir dráp Grettis en banamaður Grettis, Þorbjörn öngull, hafði áður ráðið sig í þjónustu keisarans. Menn keisarans tóku því ekki vel þegar Þorsteinn drap Þorbjörn en þarlend eiginkona Þorsteins, Spes, fékk hann keyptan úr prísundinni. Þegar þetta var að gerast hafði Ægisif verið mesta hús kristinna manna í tæpar fimm aldir og átti eftir að vera veglegasta guðshús heimsins í næstu nær fimm aldir.
Veldi Ottomana liðaðist endanlega í sundur efir fimm alda mjög blóðuga sögu við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar en í framhaldi af því var Ægisif breytt í safn 1935 í tilraun Atatürk til þess að færa Tyrkland inn í nútímann og losa landið undan hinni hörðu kló íslam og sharía laga. Eflaust er það með velþóknun fréttamanna RÚV sem Erdogan er nú sem óðast að snúa þeirra þróun við og er að endurreisa kalífat múslíma. Síðasta kalífatið var lagt niður 1923 fyrir tæpri öld en það er keppikefli ýmissa samtaka múslíma að endurreisa alheimsveldi íslam sem legði heiminn undir sinn hramm. Vanhelgun á einni af höfuðkrikjum kristinna manna nú, Ægisif, er áfangi á þeirri leið. Sennilega er það bæði vegna vankunnáttu fréttamanna RÚV eða hroka þeirra, sem útvarpshlustendur fá aldrei að heyra það samhengið.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Það virðist vera einhver múslimadýrkun hjá Rúv og "góða fólkinu".
Sigurður I B Guðmundsson, 25.7.2020 kl. 10:03
Þakka þér fyrir góða grein. Þú vekur athygli á því hvernig fréttaflutningi af þessu ofbeldi Erdogan er háttað. En þetta er ekki það eina. Vestrænir fjölmiðlar virðast þrátt fyrir alla meinta rannsóknarblaðamennsku staðráðnir að hlífa Erdogan og Tyrkjum við fréttaflutningi sem vekur óhug. Sem dæmi má nefna.
1. Samskipti ISIS og stjórnar Erdogan m.a. viðskipti við ISIS og virkt hjálparstarf með opin landamæri fyrir liðsflutninga til ISIS og vopnaflutninga.
2 Tyrkir standa vörð um ógnarsamtök sem stýra síðasta landssvæði uppreisnar gegn Assad Sýrlandsforsta.
3. Tyrkir hafa tekið virkan þátt í Sýrlensku styrjöldinni allt frá upphafi og notað tækifærið til að ganga á milli bols og höfuðs á Kúrdum og ná til sín landssvæðum. Vestræn ríki telja ekki ástæðu tila ð beita Tyrki sömu refsiaðgerðum og Rússa fyrir þetta svo dæmi sé nefnt.
4. Tyrkir hafa ítrekað hótað að senda milljón svonefndra flóttamanna til Evrópu og hefði tekist það í fyrra ef Grikkland hefði ekki brugðist við með því að senda herinn á vettvang til að verja landamærin.
5. Tyrkir taka nú virkan þátt í borgarastyrjöldinni í Líbýu og skipa sér þar í raðir með Íslamistum og flytja fjölda Íslamskra vígamanna til liðs við þá stjórn sem er í öllum fréttatímum RÚV sem um þetta er fjallað. Lögleg ríkisstjórn Líbýu eða Ríkisstjórnin sem nýtur viðurkenningar Sameinuðu þjóðanna.
6. Tyrkir róa undir hryðjuverkastarfsemi Hamas samtakanna.
Þetta eru nokkur dæmi, sem ættu að leiða til þess að Vesturlönd settu viðskiptaþvinganir á Tyrkland, vikju þeim úr NATO og takmörkuðu að öðru leyti samskipti sín við þá og reyndu að stuðla að friði í þessum heimshluta, en mikilvægast í því sambandi er að koma í veg fyrir að Tyrkir fóðri áfram ófriðarbálið.
Jón Magnússon, 25.7.2020 kl. 11:09
Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Tyrkir undir stjórn Erdogan stefna að endurreisn Ottoman veldisins og þess vegna er rótast í öllum þeim löndum sem Ottomanar réðu yfir. Þetta er ekkert leyndarmál enda Erdogan marglýst ásetningi þar að lútandi. En þetta er aðeins byrjunin. Undirokun alls heimsins undir íslam er höfuðmarkmiðið. Í stað þess að taka duglega á móti láta stjórnmálamenn Vesturland sem ekkert sé í bígerð og minna á viðbrögð gegn Hitler sem einnig sagði ljóst hvað fyrir sér vakti. Þeir sem reyndu að vara við brjálæðingum Hitlers voru úthrópaðir eins og þeir sem núna vara við brambolti múslíma í ham.
Valdimar H Jóhannesson, 25.7.2020 kl. 12:57
Sæll æfinlega Valdimar: sem og aðrir þínir gestir !
Flestum lesenda Mbl.blog.is - sem ýmissa annarra rita, ætti að vera kunnugt um gamalgróið viðhorf mitt, til þeirra Múhameðsku, óaldarlýður:: undirförull og Heimsyfirráða sækinn, sem engin Kristinna þjóða ættu að hafa samskipti við, af neinu tagi, fremur en ný- afhjúpaða dreifendur Kínversku veirunnar, sem Kommúnistastjórnin í Peking er að reyna að sverja af sjer, þessi dægrin og misserin.
Megi Tyrkir: hljóta bölvun mikla, komi þeir Hagia Sophiu kirkjunni (núverandi safninu) undir einkenni mosknanna á ný, sem viðvarandi var, frá falli Konstantínópel í Maí 1453, fram á 4.ða áratug síðustu aldar.
Í rauninni - hefur síðasta Krossferðin ekki ennþá farið fram, gagnvart þessu liði:: raunverulega.
Beztu þakkir Valdimar: fyrir þessa samantekt þína, sem og viðbæturnar frá Sigurði I B Guðmundssyni og Jóni Magnússyni, ekki síður.
Með beztu kveðjum - sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.7.2020 kl. 17:04
Og RÚV hefur stillt sér upp í "deild" múslimanna með sinni sögufölsun og "falsfréttum"...........
Jóhann Elíasson, 25.7.2020 kl. 17:27
Þakka fróðleikinn, Valdimar H Jóhannesson
slóð
Ég tók Sódóma og Gómora, fall Constantinople 1453, ástandið í dag. Árið 1683 var í fyrsta skiptið sem, Polish–Lithuanian Commonwealthand og the Holy Roman Empire höfðu unnið saman gegn Ottoman Turks og síðan voru þeir ekki ógn við Kristna heiminn.
2.4.2020 | 12:39
Egilsstaðir, 25.07.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.7.2020 kl. 17:51
Þetta er allt útskýrt í 17 kafla Opinberunarbókarinnar. 16Og hornin tíu, sem þú sást, og dýrið, munu hata skækjuna og gjöra hana einmana og nakta, eta hold hennar og brenna hana í eldi, 17því að Guð hefur lagt þeim í brjóst að gjöra vilja sinn og vera samráða og gefa ríki þeirra dýrinu, allt til þess er orð Guðs koma fram. 18Og konan, sem þú sást, er borgin mikla, sem heldur ríki yfir konungum jarðarinnar." 2Og hornin tíu, sem þú sást, eru tíu konungar, sem enn hafa eigi tekið konungdóm, heldur fá vald sem konungar eina stund ásamt dýrinu. 13Þessir hafa allir eitt ráð, og máttinn og vald sitt gefa þeir dýrinu. 14Þessir munu heyja stríð við lambið. Og lambið og þeir, sem með því eru, hinir kölluðu og útvöldu og trúu, munu sigra þá, - því að lambið er Drottinn drottna og konungur konunga."
Vesturlönd eru hér Borgin mikla sem heldur ríki yfir konungum jarðarinnar. þau hafa svikið Kristna trú og sagað greinina sem hefur borið þá uppi til velsældar síðustu árhundruðin og því blasir hrunið nú við eins og sjá má ef menn lesa fréttir og eru ekki andlega blindir. Þar sem við höfum snúið baki við guði í lagasetningum okkar og athæfi kemur dómur yfir Vesturlönd sem eru einnig táknuð sem ótrúa eiginkonan, eða skækjan í Opinberunarbókinni. Dýrið mun brenna skækjuna Vesturlönd, en bruni er tákn um algera eyðingu.
Dýrið er tunglguðinn Baal, djöfullinn, óvinur kristni og kristinna. ýmsar voldugar alræðisstefnur sem stefna á heimsyfirráð og hafa náð miklum áragngri og eru útbreiddar í dag eru undir þessu merki, helstar eru kommúnismi og Islam sem í dag starfa náið saman í andlegu bandalagi, enda vilja kommúnistar flytja Islam til Vesturlanda. Tákn Islam er hálfmáni sem eins má líta á sem nautshorn sem eru tákn Baalsdýrkunar, (tunglguðinn, gullkálfurinn,) Sigðin í hamar og sigð er í raun sama merki í grunninn nautshorn, og er sú steinnig and-kristin alræðisstefna sem drottnar á Vesturlöndum.
Konungarnir tíu eru tákn stjórnvalda allra ríkja á jörðu, en í spádómum biblíunnar er talan tíu tákn heildarinnar. Öll stjórnvöld á jörðu munu vera samráða um að gefa ríki sín undir vald and kristinna stefna (kommúnisma og Islam) Framtíðin er því sú skv. Opinberunarbíkinni að And kristin alheimsstjórnvöld munu ríkja á jörðunni og ofsækja sannkristna og útiloka þá frá viðskiputm á markaði og síðar flífa þá vilji þeir ekki taka á sig merki dýrsins á hönd eða enni. En sem betur fer endar sagan ekki þar eins og menn geta lesið um hafi þeir áhuga.
Guðjón Bragi Benediktsson, 26.7.2020 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.