10.6.2022 | 13:15
Tíu ríkar ástæður fyrir alþingismenn
Nú nærri 24 árum eftir að Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í máli mínu gegn íslenska ríkinu vegna synjunar á umsókn minni um fiskiveiðileyfi og aflaheimildir, hefur Alþingi ekki enn leiðrétt stjórnarskrárbrotin, sem felast í lögum um stjórn fiskveiða og framkvæmd þeirra.
Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 145/1998 fimmtudaginn 3. desember, var einróma niðurstaða allra fimm dómaranna, að lög um stjórn fiskveiða nr 38/1990 brytu í bága við 65. og 75. grein stjórnarskrárinnar, þ.e. gegn jafnræðisreglu og atvinnufrelsi og að ríkisvaldinu hafi því ekki verið heimilt að hafna umsókn minni um veiðileyfi og aflaheimildir með tilvísun til laganna. Ekki verður þrískipting ríkisvaldsins skilin með öðrum hætti en að löggjafavaldinu hafi þá verið skylt að breyta svo lögum að þau stæðust Stjórnarskrá Íslands. Það hefur ekki verið gert þó að margar aðrar breytingar hafi verið gerðar á lögunum, sem heita núna lög nr 116/2006.
Enginn tekur sæti á Alþingi án þess að sverja þess eið að halda stjórnarskrána. Það hvílir því tvöföld skylda á sérhverjum þingmanni nú og hefur gert það í tæp 24 ár að bregðast við þessum galla laganna, bæði vegna dómsins og svo frumkvæðisskyldan að gæta þess að lög landsins samrýmist stjórnarskránni. Óhollusta við stjórnarskrána núna verður ekki afsökuð með óheilindum fyrri þingmanna og þá sérstaklega þeirra sem sátu á Alþingi í desember 1998.
En það er ekki einasta stórnarskráin sem rekur á eftir að gengið verði í það verk að hreinsa þennan smánarblett af Alþingi Íslendinga heldur er einnig alveg ljós andstaða þjóðarinnar við núverandi kvótakerfi, sem byggir á nefndum lögum. Nýleg viðhorfskönnun leiddi m.a. í ljós að þrír fjórðu hlutar þeirra sem afstöðu tóku voru andvígir fiskveiðikerfinu svipað og verið hefur mestan hluta kvótatímans eða í fjóra átatugi. Þingmenn sitja á Alþingi í umboði þjóðarinnar. Þeir eru kosnir til að framfylgja vilja hennar. Þar kemur þriðja ríka ástæðan til að leiðrétta lög um stjórn fiskveiða og fara að vilja eiganda fiskveiðiauðlindarinnar, sem er íslenska þjóðin sbr 1. grein nefndra laga:
- gr.
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Algjörlega fráleitt er að nokkur aðili með einhverja þekkingu á þessum málum finnist, sem áttar sig ekki á því að markmið þessarar greinar hefur á engan hátt gengið eftir. Greinin er hrein öfugmæli við ríkjandi ástand.
Kvótakerfið hefur leitt til minni hefðbundins afla og stuðlar hreint ekki að hagkvæmri nýtingu. Þorskaflinn á Íslandsmiðum hefur verið aðeins 40% af því sem hann hafði verið áratugum saman fyrir daga kvótakerfisins. Það er fjórða ríka ástæðan til að breyta lögunum. Þorskaflinn, sem hefur verið hafður af þjóðinni, samsvarar um 100 milljörðum króna á ári upp úr sjó en meira en tvöfalt hærri upphæð í útflutningsverðmætum fyrir utan afleiddar tekjur hagkerfisins, sem ella skiluðu sér margfalt inn í þjóðartekjurnar. Og þarna erum við bara að miða við þorskinn. Það sama á við um annan hefðbundinn afla.
Fimmta ríka ástæðan fyrir alþingismenn til þess að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu er að hvata vantar til nýsköpunar í nýtingu auðlindarinnar. Ýmsar sjávarafurðir eru hreinlega ekki nýttar. Þarna má tilgreina ýmislegt gamalkunnugt eins og skelfisk ýmis konar, hákarl, sæbjúgu, smokkfisk en ekki síður ýmist sem tillheyrir grundvallarlífi hafsins eins og áta og sjávargróður. Þarna fara í súginn mikil verðmæti og um leið tækifæri fyrir unga menn að vinna að nýsköpun sem er sjötta ríka ástæðan fyrir alþingismenn að reka nú af sér slyðruorðin, sem eru orðin þeim til rækilegrar skammar.
Sjöunda ríka ástæðan fyrir alþingismenn er að breyta svo fiskiveiðistjórninni að brottkast afla í stórum stíl yrði stöðvað. Allir, sem ekki hafa hag af ósannindum, viðurkenna að brottkast er mjög mikið í núverandi kvótakerfi. Kvótastýring bókstaflega kallar á brottkast afla til að hámarka nýtinguna á takmörkuðum kvóta.
Jafnvægi í byggð landsins er síðan áttunda ríka ástæðan til að leiðrétta gjafakvótakerfið sem riðlaði byggðum landsins með stórkostlegu eignatjóni fólks víða í byggðum landsins.
Níunda ríka ástæðan fyrir alþingismenn væri svo að stuðla að réttlátu samfélagi en almennt réttlæti í samfélögum eru mikilvæg verðmæti sem ekki ættu að gleymast. Tíunda ríka ástæðan fælist svo loks í vellíðan þingmanna við að láta gott af sér leiða. Gjör rétt, - þol ei órétt ætti að vera leiðarstef allra þingmanna en ekki aðeins innihaldslaust slagorð nokkkurra þeirra.
Ég veit að það hefur vafist fyrir fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi að sjá hvað koma ætti í staðinn fyrir núverandi kvótakerfi. Ljóst er að ýsmar leiðir eru vænlegar og myndu leiða til stóraukinna tekna fyrir þjóðarbúið. Ef gætt er að réttum leikreglum hafa allar leiðir sem kæmu til greina þann stóra kost að fulltrúar þjóðarinnar í umboði hennar gætuð þreifað sig áfram með hagkvæmar leiðir og hugsanlega myndi í framtíðinni finnast hin eina rétta leið. Ég eins og eflaust margir kunnáttumenn á þessu sviði treysti mér til að velta upp nokkrum möguleikum ef þess er óskað.
Svo vel vill til að að það er engum vafa undirorpið að þjóðin á nyjastofnana eins og segir í upphafi l. greinar laganna. Því getur ekki ríkt neinn ágreiningur um rétt Alþingis til að breyta reglum um stjórn fiskveiða.
Einnig má benda á að í dómi Hæstaréttar nr 12/2000, svokölluðum Vatneyrardómi 6. apríl 2000, kemur fram það álit að engin fyrirstaða sé til þess breyta reglunum. Í Vatneyrardóminum kemur m.a. fram að Alþingi geti vikið til hliðar ákvæðum stjórnarskrárinnar um stundasakir til að afstýra vá eins og meint ofveiði hafi þá verið á Íslandsmiðum. Enginn getur haldið því fram að ástand fiskistofna landsins réttlæti slíkt um fjóra áratugi. Ástandið réttlætti raunar aldrei þessi ósköp enda var ekki um neina vá að ræða, hvorki þá né núna.
Hér hafa verið tilgreindar 10 ríkar ástæður fyrir alþingismenn að bregðast við. Hver og ein hefði verið næg ástæða. Nú er mál að linni og þó miklu fyrr hefði verið.
P.S. Þessi færsla birtist sem grein í Morgunblaðinu 10.júní 2022
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Frábær pistill hjá þér Valdimar.
Því miður er það svo, og Jón Steinar fyrrverandi
hæstarréttardómari marg bent á, dómstólum á Íslandi
er ekki treystandi og þó svo falli hæstaréttardómar
þá er ekkert eftir þeim farið. Þegar undir dómstig eru
svo farin að dæma gegn hæstarréttardómum og hæstiréttur leyfir
því að standa, hvernig í ósköpunum á fólk að geta treyst
dómstólum. Ekkert eftirlit er með dómum eða dómurum eins
og víða erlendis og geta þeir dæmt þvert ofan í öll lög og
reglugerðir ef þeim sýnist svo.
Hér á landi eru þeir "THE UNTOUCABLES".
Sigurður Kristján Hjaltested, 10.6.2022 kl. 14:50
Fyrir daga kvótakerfisins var útgerðin alltaf á hausnum, enda ýmist í eigu ríkis eða sveitarfélaga.
Í dag eru þetta með gróðamestu fyrirtækjum landsins og beinar og óbeinar skatttekjur ríkisins eru gífurlegar af útgerðinni sem og einstaklingum og fyrirtækjum sem tengjast henni.
Af hverju segirðu þá að kvótakerfið hafi leitt til minni hagkvæmni?
Vissulega eru gallar á kvótakerfinu eins og brottkastið, en þeir eru smávægilegir miðað við kostina, t.d. það hve útgerðin er orðin hagvæm og greiðir mikla skatta sem og að vel er farið með nytjastofna því eins og þú sjálfur bendir á þá er engin vá á íslandsmiðum eftir fjóra áratugi kvótakerfis!
Hefurðu ekki bara eins og fleiri horft yfir þig á Verbúðina?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.6.2022 kl. 16:24
Bjarni Gunnlaugur
þú þarft að lesa greinina mína aftur með öðrum hætti en þegar skrattinn les bíblíuna.
Við verum kannski að ná einum þriðja af þeim verðmætum sem auðlindin býður upp á. Ef þér finnst það viðunandi nýting af því að þeir sem hafa fengið einkaréttinn á nýtingu auðlindarinnar moka upp peningum þá verum við mjög á öndverðum meiði.
Þú gerir ekki ráð fyrir að neinar framfarir hefðu orðið í fjóra áratugi í rekstri sjávarútvegsins nema fyrir þetta fársjúka kerfi.
Því miður sýnist mér þú vera svo langt frá öllum skilningi á þessu viðfangsefni að ég hef hvorki löngun eða tíma til að leiðrétta vankunnáttu þína á viðfangsefninu.
Við lifum í allt öðru samfélagi en við vorum í fyrir fjórum áratugum. Líttu bara sem dæmi á strandveiðisjómenn sem eru að hafa verulega gott upp úr sinni útgerð þó að settar séu endalausar hindranir og skömmtum á þá.
Valdimar H Jóhannesson, 10.6.2022 kl. 21:35
Sæll Valdimar og takk fyrir ágætan pistil.
Geturðu bent á nákvæmlega hverju í löggjöfinni þyrfti að breyta og hvernig að þínu mati?
Ég hef í mínum störfum gegnum tíðina oft rekist á ýmislegt sem betur mætti fara í löggjöf. Þá hef ég stundum tekið mig til og einfaldlega samið frumvarp til að breyta því sem breyta þarf og svo fundið þingmann eða þingmenn, jafnvel heilan þingflokk, sem eru tilbúnir að leggja málið fram á Alþingi.
Ég er viss um einhverjir Alþingismenn fyrirfinnast sem væru tilbúnir að skoða það sem þú vekur hér máls á.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2022 kl. 14:43
Guðmundur
hér er ekki aðeins um það að ræða að laga þurfi núverandi fiskveiðistjórnarlög aðeins til heldur dugar hér ekkert minna en allsherjaruppskurður á kerfinu. Gjafakvótakerfið sjálft er gróft brot á stjórnarskránni og því yrði að koma lögunum í allt annað horf en þau eru núna.
Hér er heldur ekki um það að ræða að einhverjir alþingismenn fyrirfinnist sem væru tilbúnir til að skoða það sem ég vek h ér máls á. Hér er ekkert minna í húfi en starfsskylda þeirra eins og þér ætti að vera ljóst við lestur greinar minnar. Gjafakvótakerfið er hreinn þjófnaður á sameiginlelglri eign allra landsmanna til handa nokkurra manna sem hafa stöðu sambærilega við lénsherra miðalda. Flestir átta sig á að lénkerfið leið undir lok á vesturlöndum við frönsku stjórnarbyltinguna þó að enn eimi af því kerfið í Bretlandi þar sem aðalsmenn hafa sérréttindi umfram aðra landsmenn.
Valdimar H Jóhannesson, 11.6.2022 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.