Bloggfærslur mánaðarins, október 2013
30.10.2013 | 11:51
Rangfærslur professor emeritus
Væntanlega mun það dragast enn um hríð að Háskóli Íslands verði talinn meðal hundrað leiðandi háskóla heimsins meðan vinnubrögð þar eru með þeim hætti sem Facebook-síða dr. Gísla Gunnarssonar, professor emeritus, ber vitni um.
Í ummælum Gísla (status) á síðu hans 25. október sl. er að finna sex rangfærslur í 6 línum og verður varla flokkað til vinnubragða sem verðskulda aðdáun nema keppikeflið væri að þjappa saman eins mörgum rangfærslum og unnt væri í svo þröngan ramma. Texti Gísla hljóðar svo:
Ég mótmæli því harðlega að Kastljós skuli leyfa ofstækismanninum Valdimar Jóhannessyni að kalla mig opinberlega landráðamann fyrir að styðja trúfrelsi í landinu af því að ég styð byggingu mosku í
Reykjavík. Ég bendi á ákvæði stjórnaskrárinnar um bann við hatri á fólki vegna trúarbragða, kynþátta og kynhneigðar og skora á ríkissaksóknara að lögsækja þá sem slík brot fremja. Þeir sem reyna að skapa múgæsingu með því að sá hatri eins og þessi maður gerir eru tvímælalaust brotlegir við lög."
Í fyrsta lagi er rangt að ég hafi kallað Gísla eða nokkurn annan landráðamann í þættinum.
Í öðru lagi er rangt að ég sé á móti trúfrelsi eins og það er skilgreint í stjórnarskránni sem Gísli segir óbeint með því að ætla mér að
hafa sett landráðastimpil á þá sem styðja trúfrelsið.
Í þriðja lagi er rangt að í stjórnarskránni sé bann við hatri á fólki af ýmsu tilefni. Stjórnarskráin tekur ekki til tilfinningalífs fólks.
Í fjórða lagi er rangt að ég hafi með nokkrum hætti reynt að sá hatri í garð fólks og skapa múgæsingu með ummælum mínum.
Í fimmta lagi er rangt að ég hafi gerst brotlegur við lög með ummælum í Kastljósi.
Í sjötta lagi er rangt að segja mig ofstækismann þegar ég tek með hlutlægum hætti þátt í almennum umræðum.
Gísli getur talið mig vera ofstækismann og látið það mat sitt í ljós ef hann hefur smekk fyrir slíka orðræðu en svona merkimiðar eru fyrst og fremst notaðir til að þagga niður í þeim sem hafa andstæðar skoðanir og eru vart sæmandi háskólasamfélaginu. Ég gæti fundið ýmis niðrandi orð um Gísla en kýs ekki að falla niður á slíkt plan fyrst og fremst vegna minnar eigin virðingar og vegna þess að slíkir merkimiðar eru marklausir og skemma umræðuna.
Andstætt Gísla greini ég á milli íslam og múslíma. Ég gagnrýni íslam harðlega en ber blak af múslímum og tek það fram tvisvar í viðtalinu að yfirleitt séu múslímar ágætisfólk eins og flest fólk er. Þetta geta lesendur séð með því að finna Kastljósþáttinn frá 24. október.
Ég er ekkert spenntur fyrir að fara í hanaslag við Gísla fyrir dómstólum um meint hatursfull ummæli mín og meiðandi ummæli hans um mig. Ég myndi ekkert vera viss um hvor okkar félli fyrr á hné í slíkum slag miðað einnig við ýmis orð sem Gísli lætur falla um mig í ummælum á eftir statusinum, t.d. að kalla mig eða stuðningsmenn mína zíonasista" (þ.e. bæði zíonista og nasista sem er þó aðallega gróflega meiðandi fyrir gyðinga sem misstu 6 milljónir manna fyrir hendi nasista og er á ótrúlega lágu plani).
Hins vegar væri ég alveg sáttur við að takast á við Gísla í viðræðum um trúfrelsið og stjórnarskrána og hvernig ég telji að eigi að túlka
hana í sambandi við íslam en til þess verður að sjálfsögðu einnig að ræða íslam af sæmilegu viti og þekkingu. Slíkar umræður gætu verið gagnlegar til að auka þekkingu um íslam og við hvað er að fást að minni hyggju.
Margir háskólamenn voru meðal þeirra sem settu læk á status Gísla og tóku undir með ummælum hans um mig. Um slíkt verða þeir að eiga við sjálfa sig en varla eru þessar undirtektir til þess fallnar að auka á virðingu háskólans. Þar á meðal var forseti élagsvísindasviðs, Ólafur Þ. Harðarson, sem vakti furðu mína. Ætli hann telji svona læk styðja langtímamarkmið, sem Háskóli Íslands setti sér árið 2006, að koma skólanum í fremstu röð á heimsvísu!
Ég hvet lesendur til þess að skoða þessar undirtektir. Kannski hafa einhverjir sett lækin sín í hugsunarleysi og eyða þeim að betur
hugsuðu máli. Þeir sem ekki gera það verðskulda þann stimpil sem þeir kalla yfir sig með því að láta þennan vitnisburð um andlega reisn sína standa.
P.S. Prófarkalesara Mbl varð það á að breyta orðinu "zionasisti" sem ég upplýsti um að Gísli notaði á síðu sinni á Facebook til að lýsa mér og mínum líkum og breyta því í orðið "zionisti" sem er raunar einnig skammaryrði vinstri manna um gyðinga sem styðja ríkis Ísrael. Setningin í Mbl varð því hálf marklaus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.10.2013 | 12:03
Svanasöngur dánumanns
Í dag er til moldar borinn einn mætasti lögmaður þjóðarinnar, Magnús Thoroddsen. Engan hef ég heyrt efast um glöggan skilning hans á lögum og stjórnarskrá landsins né efast um heilindi hans, réttsýni eða drenglyndi. Því vil ég ryfja nú upp seinustu opinberu
afskipti hans af þjóðmálum að því er ég best veit, - grein í Mbl 29. júní í sumar um hin dæmalausu og hneykslanlegu fiskveiðistjórnarlög. Þessi grein á jafn mikið erindi við þjóðina í
dag eins og í sumar og alla tíð þar til þessi ólög verða leiðrétt:
Hér kemur greinin:
Fiskveiðigjaldið
Eftir Magnús Thoroddsen
Á hinu háa Alþingi er enn á ný kominn upp ágreiningur um fiskveiðigjaldið. Það argaþras mun vakna upp aftur og aftur,
bæði með þingi og þjóð, því að núgildandi kerfi er eins heimskulegt og löglaust, sem hugsast getur. Skal þetta nú rökstutt ítarlegar:
Heimskulegt kerfi
Heimskulegt er þetta kerfi vegna þess að veiðigjöldin eru ákveðin pólitískt. Hver maður með gripsvit gat sagt sér það fyrirfram, að um slíkt kerfi yrði aldrei friður. Deilt yrði um það endalaust.
Vitanlega á að setja allar fiskveiðiheimildir á opinbert uppboð á frjálsum markaði. Það eru þá útgerðarmennirnir sjálfir, sem ákveða verðið og þjóðin, eigandi auðlindarinnar fengi fullt verð" fyrir eign í skilningi 72. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33, 17. júní 1944, með síðari breytingum. Þá yrði ekki frekar um verðið deilt.
Bjóða ætti leiguheimildirnar upp til alllangs tíma - 15-20 ára - til þess að skapa festu í atvinnugreininni. Binda ætti leiguverðið - til hækkunar eða lækkunar - við útgerðarvísitölu frá ári til árs.
Sjálfsagt er að skipta uppboðsheimildunum niður á skipaflokka eftir stærð, t.d. 25% á smábáta, 25% á togara, 25% á skip þar á milli og síðan færi afgangurinn 25% á byggðirnar.
Heimilt ætti að vera að framselja veiðiheimildirnar enda hafa þær verið keyptar fullu verði" af þjóðinni. Ekki mætti þó framselja nema innan viðkomandi bátaflokks og byggðarlags. Setja þyrfti þak á það eins og nú er, hversu miklar veiðiheimildir hver útgerð eða samsteypa mætti kaupa.
Löglaust kerfi
Fiskveiðistjórnunarkerfið nær aðeins til þröngs hóps útgerða. Vilji nýliðar komast inn í þetta kerfi þurfa þeir að kaupa sig inn í það á okurverði - ekki af eiganda fiskveiðiauðlindarinnar, þjóðinni, heldur þeim sem úthlutað hefir verið veiðiheimildum, ýmist ókeypis
eða við vægu verði. Hér er því í raun um lokað einokunarkerfi að ræða, sem kvótahafar og pólitísk öfl hafa verið að reyna að festa í sessi, handa forréttindastétt í þjóðfélaginu. Þetta er brýnt brot á 65. gr. Stjórnarskrárinnar um jafnrétti allra þegna þessa þjóðfélags.
Í öllum stjórnarskrám Íslands, allt frá þeirri fyrstu, 5. janúar 1874, um hin sérstaklegu málefni Íslands", 60. gr. hafa forréttindi einstakra þjóðfélagshópa verið bönnuð og fyrirskipað að
uppræta þau, er enn kynnu að vera við lýði.
Því er það forkastanlegt, að núverandi fiskveiðistjórnunarlög (lög. nr. 116/2006), sem lögleysa þessi höktir á, skuli enn standa, og það þrátt fyrir þær ágætu breytingar, er gerðar voru á Mannréttindakafla Stjórnarskrárinnar árið 1995 (sbr. stjskl. nr. 97/1995).
Má furðulegt heita, að þetta löglausa kerfi skuli enn vera við lýði, þrátt fyrir 80% andstöðu þjóðarinnar við það. Þetta deilumál verður eingöngu leyst pólitískt, dómstólaleiðin brást. Sjálfsagt er að hafa um það bindandi þjóðaratkvæði.
Yrðu allar fiskveiðiheimildir settar á uppboð á frjáslum markaði, yrði framangreint einokunarkerfi brotið upp, eðlileg nýliðun hæfist í útgerðinni og allir þegnar landsins öðluðust sama rétt til fiskveiða.
Þegar uppboðsleiðin verður farin, ynnist tvennt:
Í fyrsta lagi yrðu það útgerðarmennirnir sjálfir sem ákvæðu leiguverðið, en ekki stjórnmálamenn. Í öðru lagi sætu allir við sama borð, eftir að fyrirkomulag þetta hefir verið tekið upp að svo miklu leyti, sem um slíkt getur verið að ræða, eftir þann gríðarlega þjóðarauð, er kvótahöfum hefir verið færður á silfurfati frá árinu
1983 allt undir hið síðasta.
Ég ætla ekki að hafa þessi orð öllu fleiri. Því fyrr sem kvótakerfinu verður breytt til ofangreinds horfs, þeim mun fyrr verður friður um það milli þings, þjóðar og útgerðar.
Ella heldur ófriðurinn og argaþrasið áfram."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir