Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
12.11.2013 | 11:08
Bréf múslímskrar konu í Noregi - Sterk áminning
Breytingar sem Ísland stendur nú frammi fyrir með innleiðingu íslam til landsins fyrir tilstuðlan eða með samþykki illra upplýstra afla eru kannski afdrifaríkari en margir skilja. Umræðan um þessar breytingar er óþægileg
vegna tilhneigingar margra að kalla ókvæðisorð að þeim sem þora að segja frá þeirri vitneskju sem þeir búa yfir um hver framþróunin muni verða. Flestir vita innst inni að þróunin verður óskemmtileg en það er óneitanlega miklu þægilegra að yppta öxlum og jafnvel telja sig betri mann fyrir vikið. Eins og enskir segja: See no evil, hear no evil and speak no evil.
Hér að neðan er bréf múslímskrar konu í Noregi, sem ég þýddi af því að ég tel að það eigi erindi við Íslendinga ekki síður en við Norðmenn.
Bréf múslímskrar konu í Noregi
"Sumir geta tekið undir með mentamálaráðherra, sem segir að "pinnekjött" (norskur lambakótelettu réttur) sé fulltrúi norskra gilda. Aðrir geta verið sammála Hege Storhaug sem skrifar: "Norsk menning er vestræn menning sem einkennist af frelsishugsjónum upplýsingaraldar".
Mér, múslímskri konu frá Íran, finnst einnig gott að fá "pinnekjött" eins og menntamálaráðherranum en það var ekki ástæðan fyrir því að ég flúði til Noregs.
Frá hverju flúði ég?
Persía fékk sína fyrstu stjórnarskrá árið 1907 og konur þar fengu kosningarétt þremur árum á undan norskum konum. Þá náði Reza Shah völdum. Það fyrsta, sem hann gerði til að fá konur inn í skólana og út á vinnumarkaðinn, var að taka þær úr slæðunum. Á mjög skömmum tíma urðu íranskar konur virkar á öllum sviðum samfélagsins.
Í seinni heimsstyrjöld hvarf Reza Shah í útlegð og 18 ára sonur hans varð
konungur. Hann hélt áfram verki föður síns að færa Persíu til vesturs en
borgararnir gátu samt ekki gert athugasemdir við alveldi konungsdæmisins.
Við áttum nógan mat, jafnvel jafnræði kynjanna, - en við söknuðu lýðræðisins.
Bylting og Sharía
Þetta leiddi til byltlingarinnar 1979. Khomeini kom aftur til Írans og tók allt frá okkur. Hann tók dómstólanna úr sambandi og lamaði þannig þjóðina og gerði hana varnarlausa. Hann skipulagði og vopnaði hina menntunarsnauðu og trúuðu úr sveitunum, "svartstakkana", gegn menntastéttinni og upplýstu fólki. Skipt var á stjórnarskránni og sharíalögum.
Með þvingunum og ofbeldi neyddi hann konurnar til að nota "hijab". Lögun og litur á hijabinu var ákveðið af honum og Varðmannaráðinu (æðsta sjórn klerkaveldisins) og hijabið varð að einkennisbúningi íslamista um heim allan.
Á einni nóttu missti ég og allar persneskar konur öll okkar réttindi og þar með talið forræðisrétt yfir okkar eigin börnum. Konur urðu ambáttir karlmannsins. Fjölkvæni var löglegt. Sharíalög upprunnin aftan úr 1400 ára forneskju voru endurvakin.
Verðmiðinn á mér var færður niður í 60 úlfalda, - helming af virði karla.
Ég strauk, flúði frá landinu þar sem Allah styður að konur séu grýtttar, hommar brenndir, þeir sem afneita trúnni drepnir, og konur og stúlkur hnepptar í fjötra slæða og þrældóms. Þar sem litið var á 7ára stúlkubörn sem kynverur og þær urðu að klæðast hijab.
Ég vildi sjálf velja mér fötin, kærastann, bækurnar sem ég las, tónlistina, starfið og kynhneigð mína. Ég vildi heldur vera "óheiðvirð" kona á Vesturlöndum en "heiðvirð" kona í landi sem hefur sharíalög fyrir stjórnarskrá.
Sá Noregur sem ég kom til ?
Ég kom til Noregs 1988 til að lifa í birtunni.Ég hugsaði: "Norsk menning hefur þróast í samræmi við frelsishugmynd upplýsingarinnar og vestrænar hefðir sem eru grundvallaðar á mannúð, Wergeland og Voltaire." Ég las norskar bókmenntir og dagblöð, ég fór í leikhús, hlustaði á norska tónlist og drakk í mig menninguna. Draumur minn hafði ræst.
Land án hijab, án skeggjaðra manna og með algjört persónufrelsi fyrir konur jafnt sem menn. Norska lögreglan og stjórnarskráin varði jafnræði mitt og málfrelsi óháð því hvaðan ég kom eða hvar ég bjó í nýja landinu. Ég gat teiknað Spámanninn eins og mig lysti með sprengju í vefjahattinum eða með barn í kvennabúri sínu. Ég gat skrifað að vild og gagnrýnt hann eða trúarbrögðin. Réttindi mín fólust í því að mega gagnrýna.
Ég hafði valið Noreg sem ný heimkynni fyrir börnin mín vegna norskrar menningar. Það var ekki talað um "okkur" eða " þá", hver ætti að aðlagast eða hvernig. Ég hafði valið að búa hérna, þessvegna varð ég að læra málið, finna vinnu og aðlaga mig að nýjum háttum.
Ég var orðinn hluti af norsku þjóðinni og vildi vera trú norsku stjórnarskránni.
Noregur í dag?
Á grundvelli veraldlegrar múslímskrar stöðu minnar skil ég að með yfirstandandi fólksflutningi múslíma verða miklar breytingar á Evrópu óhjákvæmilegar. Ég hélt að múslímarnir gætu auðgað Evrópu eins og grikkir og gyðingar höfðu auðgað Evrópu í hugsun og vísindum.
Ég hafði vonað að hin frjálslynda Evrópa, sem hafði náð að aðskilja hið
borgaralega frá hinu trúarlega, gæti auðgað íslam og að verkefni múslíma væri að aðlaga sig að evrópskri frelsishugsun. Almennt gerðist hið gagnstæða.
Allt of margir múslímar krefjast þess að Evrópa aðlagi sig að þeirra gildum. En íslamsk menn byggist á valdastiga(klerkaveldi) og undirgefni. Íslamistar vilja ekki aðlagast og fylgja veraldlegum lögum af því að mönnunum getur skjátlast. Sharíalög byggja á orðum guðs og guði skjáltlast ekki. Þeir
viðurkenna ekki að tilvitnanir í Kóraninnn og hádíðurnar séu grundvallaðar á
tímum þegar fyrirlitning á konum, þrælum og vantrúuðum var lögmætt. Þeir
viðurkenna ekki að íslam geti nútímavæðst.
Velheppnað herkænska
Í stað þess að stærsti hluti múslíma aðlagist hafa þeir verið með endalausar trúarlegar kröfur og valdabaráttu til að þvinga stjórnmálamennina til þess að gera tilslakanir. Stríðsáætlunin hefur tekist vel.
Stjórnmálamenn okkar hafa þegar "selt mikið af norskri grundvallarmenningu". Ég sem múslímskur innflytjandi tek eftir því
hvernig landið hefur breytt siðvenjum sínum með minni jóla tilstandi í skólum, öllum halal matnum (mat af dýrum sem er slátrað að múslímskum sið), aðskilnaði stúlkna og drengja í sumum fögum og alveg til þess að sætu, litlu, bleiku grísirnir eru horfnir út barnadeildum sjúkrahúsanna. Grísir eru "óhreinir" í íslam. Punktur.
Önnur merki um þróun eru leigubílstjórar sem leyfi ekki blindrahunda, aukning í þúsundum á fjöldi hijab-klæddra kvennaog stúlkna síðasta áratug. Aukin fjöldi moskna, samtök múslíma, kóranskólar. Aukin stuðningur við Sharíalög meðal námsmanna og aukin hvatning til þeirra (Islam Net), bænaherbergi og múslímskur fatnaður. Aukning af heimsíðum íhaldsamra,
íslamskra afla eins og "koranen,no". Þar hvetur Trond Ali Lindstad áhangendur sína að fylgja orðum Khomeinis erkiklerks, - jafnt í anda sem í verki."
P.S.
Þeir sem vilja heldur lesa norska bloggið geta fundið það hér:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir