Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015
30.8.2015 | 22:50
Sannleikurinn eða góðmennskan
Þessa daganna, þegar allar vinsældaleitandi smásálir íslenskra stjórnmála keppast hver um aðra að yfirbjóða í fráleitu kapphlaupi um hæstu boð vegna innrásar frá íslamska heiminum og svörtu Afríku inn til Vesturlanda, kvaddi ung kona frá Íran sér hljóðs á lokadegi menningarviku Reykjavík Dance Festivals og Lókal í dag. Þessi kona er raunverulegur pólitískur flóttamaður frá Íran en ekki velferðarfarþegi að leita sér betra lífs á kostnað annarra eins og langflestir þeir eru, sem nú koma hundruðum þúsunda talsins frá ónýtum samfélögum, þar sem íslam er stýrikerfi samfélagsins.
Lýsing Nazanin á þeim hryllingi, sem sérstaklega konur búa við í Íran eftir að erkiklerkarnir með Khomeini í broddi fylkingar breytti landinu 1979 í íslamskt helvíti, kemur ekkert á óvart þeim sem hafa borið sig eftir upplýsingum og eru ekki blindaðir af villandi upplýsingum fjölmiðla, háskólanna og þeirra sem telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeir séu handhafar stóra sannleika um sögu þessara landa og ástand mála þar nú um stundir.
Vonandi verður kjarkur Nazanin til þess að allur almenningur á Íslandi fær að heyra hvaða ástæður urðu til þess að hún varð að flýja frá ástkæru heimalandi sínu, fjölskyldu og vinum vegna grimmdar íslam, brjálæðis erkiklerkanna og sharíalaga. Þó að ég og ýmsir fleiri hafi reynt að segja þessa sögu undanfarin mörg ár í ræðu og riti hafa afar óheppilegir menn orðið til þess að gera orð okkur tortryggileg með því að væna okkur um alls kyns slæmar hvatir. Þarna eru ekki síst þeir á ferðinni sem teljast vera á vinstra kantinum og hefur tekist á fá á sig menningarvita- eða fræðimannastimpil þó að framganga þeirra í þessarri umræðu ætti að gefa þeim allt annan og leiðinlegri stimpil.
Nazanin hafði þriggja ára háskólanám að baki þegar kom að forsetakosningum í Íran 2009. Hún studdi Mousavi, sem lofaði auknu frelsi og lýðræði og sem bauð sig fram gegn Ahmadinejad, handbendi erkiklerkanna, andstæðinga lýðræðis og frelsis. Allur heimurinn vissi að þjóðin studdi Mousavi en samt varð niðurstaða talningar upp úr kössunum Ahmadinejad í vil. Hin augljósu kosningasvik urðu til þess að hundruðir þúsunda manna streymdi út á götunnar. Uppreisnin var barinn niður af miskunarleysi, - blóðið rann og var m.a. Neda Agha-Soltan 26 ára háskólanemi myrt. Myndband af dauðastríði hennar á götu í Teheran fór um alla netheima. Eins hefði getað farið fyrir Nazanin en ekki er að efa að hún væri annað hvort dauð eða í fangelsi ef henni hefði ekki tekist að flýja. Tveimur árum eftir að henni tókst að komast yfir til Tyrklands, lenti hún nánast óvart á Íslandi á leið til Kanada.
Nazanin er pólitískur flóttamaður sem ég fagna. Hún er kjarkmikil og menntuð og hún lætur ekki dusilmenni segja sér fyrir verkum. Hún þorir að segja sannleikann um íslam jafnvel þó hún viti eins og allir múslímar að það getur leitt dauðann yfir hana. Íslensku dusilmennin í fræðimannakufli þora ekki einu sinni að kynna sér málin af hræðslu við að einhverjir myndu kalla þá einhverjum vanalegum og gjörsamlega bitlausum nöfnum: rasisti, fasisti, ný-rasisti, nýfasisti, útlendingahatari, hægri öfgamaður eða hvaða bjánaleg orð sem mönnum dettur til hugar að kalla okkur sem höfum ekki látið hræða okkur frá því að bera sannleikanum vitni í þessum efnum.
Eflaust munu allir þessir rosalega góðu menn halda áfram að yfirbjóða hvern annan í því að skófla hrjáðu fólki, veðferðarfarþegum og nokkrum alvöru hryðjaverkamönnum í bland inn í landið á kostnað ríkiskassans. Góðmennskan verður öll á kostnað annarra en þeirra sjálfra. Reynslan sýnir það erlendis að hver einstaklingur af þessu tagi kostar að meðaltali 100-200 milljónir króna þegar á heildina er litið. Árni Páll vill fá 500 manns. Þeir kosta 50-100 milljarða króna. Hann virðist treysta því að landið komi innanfeitt undan tíma hægri stjórnarinnar!
Ber að skilja orð mín svo að við eigum ekkert að gera til hjálpar þessu vesalings fólki frá löndum sem býr við ónýtt stjórnarfar? Nei! Þau eiga ekki að skiljast þannig. Við eigum að leggja rækt við fólk eins og Nazanin og hjálpa henni til þess að hafa áhrif í sínu heimalandi og endurheimta ættjörð sína úr greipum helvítis, sem íslam er og hefur verið í 14 aldir. Við eigum að segja sannleikann um íslam og hvern þann hrylling annan sem hrjáir þessi lönd. Undansláttumenn viðhalda ástandinu í þessum löndu. Þeir sem segja sannleikann koma breytingum til leiðar. Mörg þessara landa er eftirsóknarverðastir staðir jarðarinnar frá náttúrunnar hendi. Ekkert ætti að hindra þar gott mannlíf ef fólkið fengið að ráða sér sjálft og byggi við frelsi og lýðræði.
Engum heilvita mann datt til hugar að lausnin á vanda fólks í Þýskalandi á dögum nasismans væri að koma því öllu fyrir í löndum sem bjuggu við andlega heil stjórnvöld eða íbúum Rússlands, Kína, Kúbu, Norður-Kóreu o.s.fr. Vandi þessara samfélaga allra er ekki að þarna búi annars konar fólk en í löndum sem búa við frið, velmegun og frelsi heldur að það býr við stjórnarfar sem leiðir til fátæktar og eymdar. Íslam er hræðilegra en kommúnisminn og nasisminn til samans. Þann sannleika verðum við hafa einurð og kjark til þess að segja.
Bloggar | Breytt 31.8.2015 kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir