Bloggfærslur mánaðarins, október 2016
3.10.2016 | 22:54
RÚV í vörnina fyrir EU að vanda
Það er orðið verulega hallærislegt hvað unnt er orðið að treysta því að RÚV hallar ævinlega réttu máli í öllu hvað varðar óheppilegar fréttir fyrir Evrópusambandið. Þó að það virðist varla geta staðist læðist sá grunur sterklega að mér að starfsmenn fréttastofu RÚV séu að gæta persónulegra hagsmuna þegar Evrópusambandið er annars vegar. Spurningin er þessi: Hvort á RÚV að þjóna hagsmunum íslensks almennings með réttum fréttum eða hagsmunum stjórnmálaflokka sem hafa það á stefnuskrá sinni að koma Íslandi inn í Evrópusambandið?
Síðasta dæmið um fráleitan fréttaflutning RÚV eru fréttir um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Ungverjalandi þar sem þjóðin var spurð hvort hún vildi una tilskipun Evrópusambandsins um að taka við ákveðnum kvóta á flóttmönnum. Í nokkrum fréttatímum, sem ég heyrði í dag, var hamrað á því að þjóðaratkvæðagreiðslan væri ógild vegna þess að kjörsókn var innan 50% marksins og úrkoman því ekki bindandi. Í engu var getið að hvorki meira né minna en 98% gildra atkvæða höfnuðu því að Ungverjaland tæki við ákveðnum kvóta flóttamanna að tilskipan Evrópusambandsins. Aðeins 2% þeirra sem skiluðu gildum atkvæðum féllust á að Ungverjum bæri að fara að tilskipun Evrópusambandsins. Þó að fylgjendur tilskipunar EU hefðu að einhverju leyti kosið að sitja heima er einnig ljóst að þeir gerða það vegna þess að niðurstaða í þessum anda lá alveg ljós fyrir þó að þeir hefðu allir mætt á kjörstað. Einnig má að líkum ráða, að margir þessara fylgjenda byggðu afstöðu sína á ótta við að stuða ráðamenn í Brussel og gætu stjórnvöld í Budapest haft verra af. Það er ekki svo langt um liðið síðan Ungverjar höfðu ástæðu til að óttast miðstýrt ofurþjóðlegt vald, sem þá var í Moskvu en nú er í Brussel.
Þó að andstæðingar Viktors Orban, m.a. á fréttastofu RÚV, telji þessa niðurstöðu ekki bindandi fyrir stjórnvöld í Budapest má benda á það að lægra hlutfall kjósandi greiddi atkvæði á sínum tíma um hvort Ungverjaland ætti að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Það var ekki aðal frétt RÚV þá að Ungverjar hefðu fellt tillögu um að gerast aðili að sambandinu með því að ná ekki tilskyldu 50% marki svo að þjóðaratkvæðagreiðslan væri bindandi.
Þessi einróma þjóðaratkvæðagreiðsla er áfall fyrir Evrópusambandið m.a. vegna þess að hún vinnur gegn slökum vinnubrögðum sambandsins í flóttamannamálum álfunnar. Þessi niðurstaða mun án nokkurs efa kveikja elda út um alla Evrópu hvort sem RÚV líkar það betur eða ver. Almenningur í öllum Evrópulöndum er að vakna upp við þann vonda draum að mennirnir í fílabeinsturninum í Brussel hefur svikið það í þessu örlagaríka máli. Almenningur mun í vaxandi mæli kjósa þá flokka sem hafa á stefnuskrá sinni að koma á landamæravörslu, stöðva glórulausan innflutning á fólki sem vill ekki eða getur ekki aðlagast og vilja fara út úr sambandinu sem líkist í sífellu meira Sovétríkjunum sálugu enda með sömu tengund af innviðum í meira eða minna mæli.
Bloggar | Breytt 4.10.2016 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir