Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2016

RÚV í vörnina fyrir EU að vanda

Það er orðið verulega hallærislegt hvað unnt er orðið að treysta því að RÚV hallar ævinlega réttu máli í öllu hvað varðar óheppilegar fréttir fyrir Evrópusambandið. Þó að það virðist varla geta staðist læðist sá grunur sterklega að mér að starfsmenn fréttastofu RÚV séu að gæta persónulegra hagsmuna þegar Evrópusambandið er annars vegar. Spurningin er þessi: Hvort á RÚV að þjóna hagsmunum íslensks almennings með réttum fréttum eða hagsmunum stjórnmálaflokka sem hafa það á stefnuskrá sinni að koma Íslandi inn í Evrópusambandið?

Síðasta dæmið um fráleitan fréttaflutning RÚV eru fréttir um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Ungverjalandi þar sem þjóðin var spurð hvort hún vildi una tilskipun Evrópusambandsins um að taka við ákveðnum kvóta á flóttmönnum. Í nokkrum fréttatímum, sem ég heyrði í dag, var hamrað á því að þjóðaratkvæðagreiðslan væri ógild vegna þess að kjörsókn var innan 50% marksins og úrkoman því ekki bindandi. Í engu var getið að hvorki meira né minna en 98% gildra atkvæða höfnuðu því að Ungverjaland tæki við ákveðnum kvóta flóttamanna að tilskipan Evrópusambandsins. Aðeins 2% þeirra sem skiluðu gildum atkvæðum féllust á að Ungverjum bæri að fara að tilskipun Evrópusambandsins. Þó að fylgjendur tilskipunar EU hefðu að einhverju leyti kosið að sitja heima er einnig ljóst að þeir gerða það vegna þess að niðurstaða í þessum anda lá alveg ljós fyrir þó að þeir hefðu allir mætt á kjörstað. Einnig má að líkum ráða, að margir þessara fylgjenda byggðu afstöðu sína á ótta við að stuða ráðamenn í Brussel og gætu stjórnvöld í Budapest haft verra af. Það er ekki svo langt um liðið síðan Ungverjar höfðu ástæðu til að óttast miðstýrt ofurþjóðlegt vald, sem þá var í Moskvu en nú er í Brussel.

Þó að andstæðingar Viktors Orban, m.a. á fréttastofu RÚV, telji þessa niðurstöðu ekki bindandi fyrir stjórnvöld í Budapest má benda á það að lægra hlutfall kjósandi greiddi atkvæði á sínum tíma um hvort Ungverjaland ætti að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Það var ekki aðal frétt RÚV þá að Ungverjar hefðu fellt tillögu um að gerast aðili að sambandinu með því að ná ekki tilskyldu 50% marki svo að þjóðaratkvæðagreiðslan væri bindandi.

Þessi einróma þjóðaratkvæðagreiðsla er áfall fyrir Evrópusambandið m.a. vegna þess að hún vinnur gegn slökum vinnubrögðum sambandsins í flóttamannamálum álfunnar. Þessi niðurstaða mun án nokkurs efa kveikja elda út um alla Evrópu hvort sem RÚV líkar það betur eða ver. Almenningur í öllum Evrópulöndum er að vakna upp við þann vonda draum að mennirnir í fílabeinsturninum í Brussel hefur svikið það í þessu örlagaríka máli. Almenningur mun í vaxandi mæli kjósa þá flokka sem hafa á stefnuskrá sinni að koma á landamæravörslu, stöðva glórulausan innflutning á fólki sem vill ekki eða getur ekki aðlagast og vilja fara út úr sambandinu sem líkist í sífellu meira Sovétríkjunum sálugu enda með sömu tengund af innviðum í meira eða minna mæli.

 

 


Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband