Leita í fréttum mbl.is

Stjórnlagaþing

Um árabil hef ég talið nauðsynlegt að íslenska stjórnarskráin yrði endurskoðuð og ákveðnum atriðum breytt sem nauðsynlegt er að breyta. 

Ég tel í fyrsta lagi að við eigum að breyta æðstu stjórn ríkisins þannig að forseti verði kosinn sérstaklega og varaforseti og myndi ríkisstjórn og fari með framkvæmdavaldið. Alþingi verði kosið sérstaklega þar sem landið allt væri eitt kjördæmi og Alþingismaður megi ekki vera ráðherra. Með því er tryggður nauðsynlegur aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds.  Þetta er í grunninn sami háttur og er í Bandaríkjunum.

Þá tel ég nauðsynlegt að þjóðinni verði tryggð yfirráð yfir auðlindum landsins. Ég hef í mörg ár barist gegn óréttlátu kvótakerfi og lagt mikið i sölurnar til að fá því breytt þannig að þjóðin njóti arðsins af kvótanum og jafnræði borgaranna og eðlileg samkeppni verði tryggð varðandi fiskveiðar við Ísland

Þá finnst mér nauðsynlegt að fólkið, þjóðin fái að segja hug sín til mikilvægra mála og þess vegna tel ég nauðsyn að binda í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og að 10% þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðis um mál. Hvort heldur þau eru til meðferðar hjá Alþingi eða ekki.

Þetta og ýmislegt fleira tel ég brennandi að sett verði ákvæði um í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Af þeim ástæðum hef ég tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér á stjórnlagaþing sem kosið verður þ. 27. nóvember n.k. 

Ég vona að við eigum samleið.

Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276.


« Fyrri síða

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 194997

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband