Leita í fréttum mbl.is

Stjórnlagaþing

Um árabil hef ég talið nauðsynlegt að íslenska stjórnarskráin yrði endurskoðuð og ákveðnum atriðum breytt sem nauðsynlegt er að breyta. 

Ég tel í fyrsta lagi að við eigum að breyta æðstu stjórn ríkisins þannig að forseti verði kosinn sérstaklega og varaforseti og myndi ríkisstjórn og fari með framkvæmdavaldið. Alþingi verði kosið sérstaklega þar sem landið allt væri eitt kjördæmi og Alþingismaður megi ekki vera ráðherra. Með því er tryggður nauðsynlegur aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds.  Þetta er í grunninn sami háttur og er í Bandaríkjunum.

Þá tel ég nauðsynlegt að þjóðinni verði tryggð yfirráð yfir auðlindum landsins. Ég hef í mörg ár barist gegn óréttlátu kvótakerfi og lagt mikið i sölurnar til að fá því breytt þannig að þjóðin njóti arðsins af kvótanum og jafnræði borgaranna og eðlileg samkeppni verði tryggð varðandi fiskveiðar við Ísland

Þá finnst mér nauðsynlegt að fólkið, þjóðin fái að segja hug sín til mikilvægra mála og þess vegna tel ég nauðsyn að binda í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og að 10% þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðis um mál. Hvort heldur þau eru til meðferðar hjá Alþingi eða ekki.

Þetta og ýmislegt fleira tel ég brennandi að sett verði ákvæði um í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Af þeim ástæðum hef ég tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér á stjórnlagaþing sem kosið verður þ. 27. nóvember n.k. 

Ég vona að við eigum samleið.

Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott hjá þér..Set töluna í minnið.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.11.2010 kl. 15:30

2 identicon

Gaman að sjá að þú bjóðir þig fram. Þú færð minn stuðning.

Baráttukveðjur,

Áslaug Pálsd.

Áslaug Pálsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 22:29

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Þakka ykkur fyrir notalegar móttökur

Valdimar H Jóhannesson, 1.11.2010 kl. 23:59

4 identicon

Sæll Valdimar.

Ég mun krossa við númerið þitt í kosningum til stjórnlagaþings. Við höfum nú þekkst og verið samferða í rúma hálfa öld. Mér hefur því gefist góður tími til að meta skoðanir þína og framgöngu í fjölda mála, sem þú hefur oftast haldið staðfastlega fram. Ég hef ekki alltaf verið elskusáttur við þín sjónarmið, en ég hef hins vegar metið mikils baráttu þína gegn kvótakerfinu, mesta þjófnaði í samanlagðri Íslandssögunni. Innan þess kerfis hefur fámennur hópur Íslendinga  rakað að sér þeim auði, sem allir hinir áttu líka. Kvótakerfið er ein helsta ástæða þess, að efnaleg stéttaskipting er nú meiri á Íslandi en nokkru sinni fyrr. - Vegna baráttu þinnar gegn kvótakerfinu og herfilegri misnotkun á einni helstu auðlind þjóðarinnar, treysti ég þér til að berjast fyrir og halda á lofti kröfum mikils meirihluta Íslendinga, um að rétturinn til auðlindarinnar verði allra en ekki örfárra.

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband