3.4.2016 | 14:58
Hættuleg vankunnátta á örlagatímum
Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Mbl gerir spurningu þingmanns Græningja í Þýskalandi, Franzisku Brantner, að sinni vegna hryðjuverkanna í Brussel: Hvers vegna hata þau okkur svona mikið? Svar Styrmis við þessari spurningu er alveg fráleitt og byggist á hættulegri vankunnáttu. Miklu varðar að þjóðin skilji að svona svör kalla á röng viðbrögð.
Styrmir á það svo sem alveg skilið að fá að hafa á röngu að standa eins og öðrum sem leyfist að tjá sig. Hann stóð fyrir því í ritstjóratíð sinni að halda Morgunblaðinu opnum fyrir alls kyns skoðunum þó að þær gengju gegn ritstjórnarstefnu blaðsins og sýndi með því gott fordæmi. Hann er eflaust því sammála að mér beri að svara honum ef ég tel hagsmuni þjóðarinnar vera í húfi.
Styrmir leitar skýringa á hryðjuverkunum í Brussel til nýlendutíma Belga í Kongó sérstaklega en einnig til nýlendutíma Evrópuþjóða almennt og grípur til tilvitnunar í bók sem sýnir litla hófstillingu í lýsingum á grimd nýlenduþjóða Vesturlanda. Því er lýst m.a. að fólk var hýtt miskunarlaust, limlest fyrir minnstu sakir og jafnvel myrt í hópum. Heilu þorpin voru brennd til grunna. Stundum var vopnuðum sveitum nýlenduherranna gert að skila inn afskornum útlim fyrir hverja byssukúlu, sem þær höfðu notað.
Það er hneykslunartónn í grein Styrmis vegna spurningar þýsku þingkonunnar í ljósi ofangreindrar lýsingar því að hann ályktar að framferði fulltrúa evrópsku menningarþjóðanna í Mið-Austurlöndum hafi verið áþekkt. Hann vekur athygli á því að seinni heimsstyrjöld hafi brotist út vegna þess að Þjóðverjar voru látnir borga svo miklar stríðsbætur eftir fyrri heimsstyrjöld og kemst svo að að þeirri stórfurðulegu niðurstöðu að þess vegna eigi þær Evrópuþjóðir, sem hlut eiga að máli, að greiða fyrrverandi nýlendum sínum bætur fyrir meðferðina á fólkinu og stuld á auðlindum þessara þjóða eins og að þarna sé eitthvað samasem merki á milli !
Það er skollið á eins konar stríð í Evrópu og því mun ekki linna fyrr en nýlenduþjóðirnar horfast í augu við eigin sögu og afleiðingar hennar, skrifar Styrmir. Fyrsti hluti setningarinnar er jafn sannur eins og seinni hlutinn er fráleitur. Hann á það sameiginlegt með mörgum sem spyrja í ráðleysi sömu spurningarinnar að honum dettur ekki hug hið augljósa svar: Þeir hata okkur því að við erum ekki múslímar og eru ekki reiðubúnir til að gefast upp fyrir íslam.
Þetta svar hefur legið ljóst fyrir í nær 14 aldir. Þetta hatur blasir við í Kóraninum og sunnah (fordæmi Múhameðs eins og það birtist í hadíðum, þ.e. frásögnum af gerðum og orðum Múhameðs og nánustu liðsmanna og sirat, sem er opinberlega viðurkennd æfisaga hans). Börnum múslíma er mörgum innrætt þetta hatur með móðurmjólkinni og því er viðhaldið í mörgum moskum. Til þess að þetta sé ljóst verður auðvitað að kynna sér íslam og sögu þess. Án þess er ályktað út í bláinn.
Þeir hata okkur af því að við erum kuffar, fyrirlitlegir trúleysingar, sem lútum ekki ennþá íslam með því að gerast múslímar eða með því að taka stöðu dhimma og borgum múslímum fyrir að fá að halda lífi með sérstökum skatti, jizya og viðurkennum lægri þjóðfélagsstöðu okkar, sem okkur leyfist ef við erum fólk bókarinnar (þ.e. kristnir eða gyðingar). Annars eru aðeins möguleg trúskipti, brottflutningur eða dauði samkvæmt bókinni.
Múslímar stunda hryðjuverk út um allan heim. Styrmir þarf að svara því hvaða nýlenduglæpi þurfi að svara fyrir í Nígeríu, Mali, Burkino Faso, Kamerún, Súdan, Kenýa, Indlandi, Filippseyjum, Tælandi, Myanmar, Pakistan, Bali, svo nokkur lönd séu nefnd þar sem hryðjuverk múslíma eru afar tíð í nútímanum. Talið er að múslímar hafi drepið hátt í 300 milljónir manna í 14 aldir af öðrum trúarbrögðum vegna jihad, útþennslustefnu í því sem þeir kalla Dar al harb ( hús stríðsins þar sem íslam ríkir ekki). Nýlendusaga Vesturlanda og múslímskra landa er eins frábrugðin og barnasaga er forhertri glæpasögu.
Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa að engu harðar staðreyndir um íslam, eðli þess og sögu. Undansláttur að hætti Styrmis er þjóðinni hættulegur á örlagatímum eins og nú eru uppi á Vesturlöndum og ætti að vera öllum ljós sem vilja kynna sér staðreyndir, jafnvel þó þær séu óþægilegar. Af því að mér er hlýtt til Styrmis Gunnarssonar vil ég gjarnan verða til þess að leiða hann út úr myrkrinu í þessum efnum.
P.S. Þessi grein birtist í Mbl nú um helgina og er svar við grein Styrmis frá síðustu helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.4.2016 | 18:41
Kastljós utan alls velsæmis vegna Semu Erlu
Vegna fáránlegra réttarhalda Kastljóss yfir fólki sem stjórnendur þáttarins telur að hafi með ómaklegum hætti ráðist að Semu Erlu Serdar, framkvæmdastjóra fulltrúrráðs Samfylkingrinnar, tel ég við hæfi að ég geri grein fyrir samskiptum mínum við þessa konu og starfsmann Kastljóss.
Okkur Semu Erlu var boðið að eiga samræður við Pétur Gunnlaugsson á Úvarpi Sögu 29. desember sl. Þar sýndi ég henni alla þá kurteisi og nærgætni sem mér var unnt nema í blálokin þegar í ljós kom að hún var fullkomnlega ónæm fyrir rökum, neitaði öllum staðreyndum en sló fram fullyrðingum sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Þá bað ég hana og aðra af hennar sauðahúsi að hætta þessu endalausa bulli. Kannski svolítið hranaleg ummæli af minni hálfu.
Í þættinum spurði ég Semu Erlu hvort hún sjálf væri múslími, sem ekkert væri athugavert við en gæti skýrt ákafa hennar við að verja óheftan innflutning múslíma til landsins. Hún neitaði því og lét ég það auðvitað gott heita. Hún sagðist vera trúleysingi. Seinna varð mér ljóst að faðir hennar er Tyrki en fyrir þáttinn vissi ég ekkert um þessa konu.
Í þættinum hélt ég því fram að tæpur helmingur múslíma í Evrópu væru bókstafstrúar samkvæmt félagsfræðilegum rannsóknum. Hún sagðist eiga undir höndum jafn góðar rannsóknir sem sýndu fram á að yfirgnæfandi meirihluti þeirra væru hófsamir í afstöðu sinni til íslam. Eftir þáttinn sendi ég henni eftirfarandi tölvupóst sem ég birti einnig á FB síðu minni:
Sæl aftur Sema Erla
þrátt fyrir mismunandi skoðanir okkar á umræðuefninu á Útvarpi Sögu í dag fannst mér gaman að hitta þig. Ég skil vel að þú telur þig tala af hærra plani en ég vegna uppruna þíns en ég fullvissa þig um að þú, eins og lang flestir, sem ekki hafið lagt ykkur eftir að stúdera íslam náið, gerið ykkur lítið grein fyrir hvers konar hugmyndafræði íslam er.
Til þess þarf ítarlega skoðun eins og ég hef lagst í á löngum tíma. Meira að segja múslímar fæddir í löndum þar sem íslam er ríkjandi eru flestir illar að sér um íslam. Þannig segir einn fremsti fræðimaður íslam á síðustu öld, Maududi, að í raun viti aðeins 0.001% múslíma hvað íslam er í raun Þetta þýðir að aðeins einn af hverjum hundrað þúsund múslímum þekkir íslam í raun!!!
Maududi sagði: Islam er ekki trúarbrögð í venjulegum skilningi þess orðs. Kerfið tekur til allra sviða lífsins; - stjórnmála,efnahagslífs, réttarkerfis, vísinda, heilsukerfis, sálar- og félagsfræði."
Ég bauðst til að senda þér upplýsingar um rannsóknir Humboldt háskólans í Berlín um afstöðu múslíma í Evrópu sem ég bloggaði um fyrir tæpu ári. Bloggið kemur hér á eftir en aftast í því eru strengir á heimildir sem ég hef fyrir bloggi mínu.
http://valdimarjohannesson.blog.is/.../val.../entry/1582169/
Þú sagðist geta lagt fram athugunar sem sýndu fram á hið gagnstæða miðað við það sem ég hélt fram. Mér þætti satt að segja vænt um að fá þær niðurstöður, sem ég er viss um að þú hefur innan handar. Ég ætla þá að kanna sannleiksgildi þeirra heimilda því að þú hefur að því er ég tel verið leiksoppi loddara og því þarft að afslöra þá. Við skulum ekki leyfa loddurum að taka umræðuna í gíslingu. Of mikið er í húfi vegna nauðsynjar heiðarlegarar umræðu sem er byggð á traustum heimildum. Ég veit að þú ert mér sammála.
Með bestu kveðjum,
Valdimar Jóhannesson - m.a. fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins og Alprents sem hvoru tveggja var í eigu Aþýðuflokksins sem Samfylkingin er að hluta til sprottin upp af.
Ég hef enn ekkert svar fengið frá Semu Erlu þó að ég ætti heimtingu á því að hún stæði við þau orð að hún hefði undir höndum rannsóknir sem sýndu fram á hið gagnstæða miðað við það sem ég hélt fram. Þeir, sem slá fram staðhæfingum eins og Sema Erla gerði, hafa um tvennt að ræða ef þeir vilja láta taka sig alvarlega. Leggja fram gögn sem þeir segjast styðjast við eða viðurkenna að þeim hafi orðið á í hita leiksins. Öllum eru fyrirgefin mistök sem geta hent alla. Við erum bara mannleg.
Eftir viðræðuþáttinn á Útvarpi Sögu urðu nokkrar umræður á FB síðu minni. Þar sagði ég m.a.
Sema Erla er nytsamur sakleysingi og eins og fleiri sakleysingjar hið besta skinn. Hún er hins vegar að koma sér á framfæri á umræðusviðinu og ber því skyldu til þess að kynna sér þau mál sem hún þykist vera sérfróð um. Hún á líka að segja satt. Samkvæmt múslímskum hefðum er hún múslími nema hún geri sérstaka ráðstafanir þar sem faðir hennar er múslími. Þegar hún segist ekki vera múslími er hún hreinlega að segja ósatt. Og það er ekki athæfi til eftirbreyttni.
Þessi ummæli mín urðu til þess að fyrir nokkrum dögum hringdi starfsmaður Kastljóssins, Helga Arnardóttir, í mig upp úr þurru og var afar hvöss í viðmóti. Hún sagði mér að samtalið væri tekið upp og sagði svo efnislega eitthvað á þá leið að ég hefði verið fundinn sekur um hatursummæli á FB síðu minni samanber færsluna hér að ofan.
Þessi aðferðarfræði Kastljóss er svona svipuð eins og að sakborningur væri gripinn á almannafæri og réttað yfir honum á staðnum án þess að hann hefði nokkuð andrými til andsvara og dómur kveðinn upp áður en hann vissi hvaðan á hann stóð veðrið. Ég, sem er sjálfur einn af stofnendum Kastljóss og var umsónamaður hans með fleirum á þriðja vetur,var þáttastjórnandi í umræðuþáttum í útvarpi allra landsmanna í 2-3 ár auk þess að vera viðriðinn fjölmiðlum á þriðja áratug, var gjörsamlega dolfallinn yfir þessum vinnubrögðum.
Ég reyndi mitt besta að svara Helgu efnislega. Hún taldi glæp minn felast í því að halda því fram að Sema Erla væri múslími og hvað ég hefði fyrir mér um slíkt. Ég sagði henni að þar sem faðir hennar væri Tyrki og því múslími væri samkvæmt múslímskum hefðum litið svo á að hún væri múslími. Hún spurði mig hvernig ég gæti fullyrt að faðir hennar væri múslími. Vegna þess að 99.7% Tyrkja eru múslímar svaraði ég. Það er tóm vitleysa sagði Helga og þóttist vita betur. Við nánari athugun kom í ljós að ég var kannski ekki alveg nógu nákvæmur. Google segir 99.8% Tyrkja vera múslíma !!
Eftir samtalið rann það upp fyrir mér að vinnubrögð Kastljósins væru fyrir neðan allar hellur. Ég hringdi í Helgu og sagði henni að ég sætti mig ekki við svona vinnubrögð og ég ætti heimtingu á því að fá að átta mig á forsendum þess að ég væri tekinn til yfirheyrslu með þessum hætti, þar sem ég hefði ástæðu til að ætla að svar mitt yrði sett fram í versta hugsanlegu ljósi. Það varð úr að Helga hringdi í mig aftur. Nú fór samtalið fram með þeim hætti að Helga fann engan flöt á því að ófrægja mig eins og hún ófrægði aðra sem höfðu ekki mínar forsendur til þess að bregðast við þessum dæmalausu árásum. Svar mitt við árásum hennar var því ekki í þætti Helgu í Kastljósi í gær.
Ég hvet alla til þess að lesa firnagóða grein Jóns Magnússonar hrl á bloggsíðu hans og FB í dag um þennan þátt. Hann orðar almennar athugasemdir um þáttinn betur en ég hefði gert enda sérfróður á þessu sviði eftir áratuga reynslu í málaferlum sem tengjast meiðyrðamálum.
Sem almennur þegn þessa lands krefst ég afsökunar starfsmanna Kastljóss á þessum vinnubrögðum. Ellegar krefst ég þess að allt Kastljósgengið verði látið víkja úr störfum fyrir RÚV. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það fer út fyrir öll þjófamörk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
14.1.2016 | 17:28
Taharrush jama´i - enn eitt arabíska orðið
Fjölmenningin er að færa Evrópubúum aukna kunnáttu í arabísku þó að stórlega megi efa að sú kunnátta sé okkur kærkomin. Þannig neyðumst við nú til að kunna einnig skil á orðasambandinu Taharrush jama´i sem er arabíska yfir hópárásir, sem múslímskir karlar beina aðallega að konum til að nauðga, káfa á, lítillækka, ræna eða jafnvel til að grýta til dauða. Enginn getur staðið gegn slíkum hópárásum nema vel vopnað her- eða lögreglulið. Við þekkjum þessa múslímsku hegðan í pogromum þegar stjórnlaus skríllin fer um myrðandi, rænandi og eyðileggjandi og beinist sérstaklega gegn fólki með önnur trúarbrögð.
Því miður er ekki svo gott að þarna sé um sjaldgæf atvik að ræða þó að aldrei í okkar nærumhverfi hafi þó keyrt eins um þverbak eins og í Köln og víðar í Þýskalandi og Evrópu á nýársnótt. Samkvæmt fréttum hafa hátt í sjö hundruð konur skrýrt frá árásum á sig í Köln einni þannig að slíkar árásir alls í Evrópu þessa einu nótt verða vart taldar í hundruðum. Þarna eru ekki örfáir múslímskir hermarverkamenn á ferðinni, heldur múslímar þúsundum saman, sem taka þátt í óhæfunni eða láta hana viðgangast.
Þetta eru ekki ný tíðindi fyrir þá sem hafa fylgst sæmilega með fréttum á þeim erlendum fréttasíðum, sem hafa sagt heiðarlega frá vaxandi óglu af völdum íslam í heiminum nú um stundir. Þessi tíðindi koma hins vegar eins og þruma úr heiðskíru lofti hjá þeim sem hafa þurft að reiða sig á íslenska fréttamiðla sem virðast helst telja það sér til ágætis að þegja um allt sem þeim finnst óþægilegt og passar ekki inn í þá óraunhæfu mynd sem þeir hafa gert sér af heiminum.
Konur fengu heldur betur að kenna á herramennsku múslímskra karla í arabísku ólgunni, sem illa upplýstir og barnalegir undansláttarmenn kölluðu arabíska vorið. Slíkar árásir á konur í Tahrir torginu í Kairó voru daglegt brauð, sem fréttakona CBS- stöðvarinnar, Lara Logan, fékk að kynnast. Henni var nauðgað og misþyrmt á hryllilegan hátt í febrúar 2011 af um 200 mönnum innan um tugþúsundir manna, sem voru á torginu til að fagna afsögn Hosni Mubaraks. Samstarfsmenn hennar gátu ekki varið hana en það varð henni til lífs að hópur kvenna og samfylgdarmenn þeirra komu henni til hjálpar og gátu varið hana þar til hermenn komu á vettvang.
Tilraun var gerð til að þagga niður allar fréttir frá nýársnótt um skepnuskap þessara manna , að miklu leyti innrásarliðsins frá múslímskum löndum á síðasta ári. Nú þegar sannleikurinn er að koma í ljós spretta fram upplýsingar um tilvik af sama tagi frá öðrum löndum m.a. frá Svíþjóð þar sem slík tilvik hafa verið þögguð niður. Einnig rifjast upp níðingsskapur múslímskra karlmanna gegn stúlkubörnum á Bretlandseyjum. Talið er að níðst hafi verið á tíu þúsund innfæddum stúlkum á barnsaldri mikið af hálfu manna ættuðum frá Pakistan og þær gerðar að kynlífsþrælum í sumum tilvikum með því að venja þær á eiturlyf. Í bænum Rotherham með um 250 þúsund íbúa lentu um 1500 stúlkubörn í þessari svívirðu. Yfirvöld vissu hvað var á seiði en brugðust ekki við af ótta við ómennin og vinstri undansláttarmenn.
Þau eru mörg arabísku orðin sem hefðu betur haldið áfram að vera okkur óljós en við neyðumst í vaxandi mæli til þess að skilja. Ástandið í Köln á nýársnótt gæti hafa verið einskonar áramótaheit íslam um hvað er framundan fyrir okkur kufar, trúleysishundingja á nýju ári og framvegis. Kannski munu menn minnast ársins 2015 sem hinna gömlu góðu tíma þrátt fyrir allt blóðið sem rann og örvæntingarópin í stúlkunum okkar og niðurlæginu þeirra. Er endilega víst að mikið liggi við að auka hér á þessa fjölmenningu, sem á auðvitað ekkert skylt við menningu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2016 | 19:44
Úlfar og hýenur um alla Evrópu
Öllum með snefil af almennri skynsemi ætti nú að vera ljóst, að viðvaranir m.a. mínar og margra annarra, sem ég hef vit mitt frá, um hættur vegna innrásar íslam inn í vestræn samfélög eiga mikið erindi við þjóðina og þá sérstakalega við þá, sem ráða örlögum hennar. Stjórnvöld, sem ráða framþróun samfélags okkar, en einnig háskólasamfélagið, skólar, fjölmiðlar, rithöfundar, kirkjan og aðrir uppfræðarar samfélagsins hafa algjörlega brugðist þeim skyldum sínum að hlusta eftir aðvörunum þó að þeim hafi verið mjög haldið á lofti ekki einasta hérlendis heldur einnig af krafti af óvilhöllum sérfræðingum erlendis.
Þeir hafa ekki aðeins brugðist skyldum sínum að hlusta eftir aðvörunum heldur einnig með að leggjast ekki í rannsókn á bakgrunni þeirrar ógnar sem nú steðjar að með því að rannsaka sögu og hugmyndafræði íslam sem er fyrst og fremst pólitísk alræðisstefna en að lang minnstum hluta trúarbrögð til einkanota. Þessir aðilar neita að horfast í augu við hryllilega, alblóðuga sögu íslam í 14 aldir en hafa einblínt á afbakaða mynd um glæsilegt skeið íslamskrar menningar sem á sér enga stoð í veruleikanum. Samtímamenning heimsins reis hvað hæst m.a. í kristnum Mið-Austurlöndum áður en þau voru kúguð undir íslam. Sú menning slokknaði ekki sama daginn og íslam náði þar yfirhöndinni heldur fjaraði smá saman út. Íslam murkaði lífið úr þessari menningu og hefur haldið áfram viðteknum hætti til þessa dags. Kristnir voru ennþá um 20% íbúa Mið-Austurlanda fyrir einni öld en eru nú komnir ofan í 5%. Öll sú saga er afar ljót. Hámenning hindúa á Indlandsskaganum leið einnig undir lok fyrir tilverknað íslam. Þessa sögu þekkja nánast engir ofangreindra aðila.
Íslam er ömurlegasta afturfararafl í sögu heimsins og hefur hvergi lagt þjóðum neitt til nema hörmungar og skelfingu enda er íslam hryllileg ofbeldis- og lágmenning sem losa þyrfti mannkynið við og bægja með öllum ráðum frá siðmenningu heimsins. Við eigum ennþá tækifæri til þess að halda íslam að mestu leyfi frá ströndum landsins. Ekki aðeins þarf að standa vörð um hinn frjálsa heim heldur einnig ættu allir góðir menn að leggja sitt á vogaskálarnar til að losa múslíma undan þessari ömurlegu og skaðlegu hugmyndafræði.
Það eru alvarleg svik við hag allrar jarðarbúa að hafna sannleikann um íslam. Allur undansláttur gagnvart misvitrum múslímum, sem halda þessari hugmyndafræði á lofti, ber vott um fáfræði, heimsku, dómgreindarskort og gunguskap frammi fyrir ógnandi tilburðum þeirra. Ekki er unnt að ætlast til þess að allir hafi nægan kjark til þess að segja opinberlega sannleikann um íslam eins og nú standa sakir. Slíkt athæfi setur menn í hættu. Þeir vestrænir menn, sem ráðast hins vegar að okkur, sem segjum sannleikann, eru níðingar gagnvart eigin þjóð, menningu og löndum.
Þrátt fyrir allt sem hefur verið að gerast í Evrópu undanfarna mánuði eru fréttamenn ljósvakamiðlanna tveggja algjörlega úti á túni. Þeir bregðast að mínu mati upplýsingaskyldum sínum í sífellu. Þeir sögðu með semingi frá fréttum af ofbeldi múslíma á nýjársnótt víða um Evrópu og þó sérstaklega í Köln gagnvart mörg hundruð ungum konum, sem voru niðurlægaðar kynferðislega, nauðgað, barðar og þær rændar. Fréttir voru fyrst sagðar mörgum dögum seinna og reynt eftir mætti að gera lítið úr atburðum og neita augljósum staðreyndum, að þarna hefðu verið á ferðinni múslímskir karlmenn, að miklu leyti flóttamenn en fórnarlömbin ungar, vestrænar konur. Einnig er reynt að gera lítið úr þeirri glæpabylgju sem hefur hvolfst yfir öll þau lönd sem hafa orðið fyrir innrás múslíma, líkamsárásir og rán. Bara svo tekið sé dæmi af Svíþjóð þá hafa nauðganir þar 15-faldast síðan múslímar tóku að streyma inn í landið, - hafa aukist ekki um 15% heldur um 1500% .
Þegar almenningur í Þýzkalandi snýst til varnar með mótmælum í Þýzkalandi breytist tónninn heldur betur í ljósvakamiðlunum. Nú er því lýst að hægri öfgamenn, fótboltabullur og nýnasistar hafi safnast saman til að hrella varnarlausa flóttamennina. Í röðum mótmælenda hafi verið áberandi skallarakaðir ofbeldismenn með tattúreraðar húskúpur innan þjóðfánans enda séu þarna á ferðinni hvorki meira né minna en þjóðernissinnar! Ja hérna, er hægt að komast lengra í lýsingu á ofstækismönnum? Þjóðernissinnar !!!
Íslenskir fjölmiðlar slá þarna meira að segja Al-Jazeera við. Fréttamenn þeirra tala við virðulegar eldri konur með allt hárið á hausnum meðal mótmælenda og eru þær hvorki með einkennistrefla frá fótboltafélögum, hauskúpu tattú eða þjóðfánan við hönd.
Íslensku fréttamönnunum dettur ekki til hugar að kanna hvernig reynslan á Íslandi rímar við fullyrðingar þeirra um ríkulegan ávinning Íslands af því að fá hingað fólk sem aðhyllist íslam. Hvað varð af 28 palestínsku flóttamönnum sem Skagamenn tóku í faðm sér fyrir 7 árum? Hversu margir þeirra eru orðnir matvinnungar? Hefur nokkur þeirra lagt eitthvað til íslenska þjóðfélagsins?
Óþægilegum staðreyndum er endalaust hafnað með útúrsnúningi og með því að benda á að margir innflytjendur hafi reynst Íslandi vel, sem er alveg rétt. En þessir innflytjendur eru nær allir með annan bakgrunn. Harðar staðreyndir um múslímska innflytjendur um alla Evrópu eru afar dapurlegar og gildir það sama um afkomendur þeirra í marga ættliði. Þeir sem lifa við gildi íslam vegnar illa og eru erfiðir í sambúð, aðlagast lítt eða ekki, leita inn í heim glæpa og ofbeldis og leggjast þungt á velferðarkerfið og fangelsin.
Sumir gætu haldið að við, sem árum saman höfum varað við innrás íslam inn í vestræn samfélög, hefðum löngun til að slá okkur í brjóst nú þegar öllum ætti að vera ljósar þær hættur, sem vestrænum samfélögum eru búin af hálfu íslam. Því miður eru ekki forsendur þess að hlakka yfir heimsku aðallega vinstri manna hvað þetta varðar. Staðreyndin er nefnilega sú að þó að öllum ætti nú að vera ljós harðar staðreyndar vegna þeirra feikimörgu sannanna sem hrannast upp varðandi íslam halda þessir aðilar dauðahaldi í blekkingar sínar og munu gera hvað sem á dynur. Sagan og reynslan getur ekki kennt þeim neitt og því eina vonin að skynsamt fólk nái að bera þessa menn ofurliði. Þessir menn sitja margir í valdastólum eins og í borgarstjórn með furðufyrirbærið Dag fremstan í flokki en ekki skyldi litið framhjá mönnum eins og Jóni Gnarr sem þegar hefur valdið kannski óafturkræfu tjóni með Degi og er líklegur til þess að nota 365 miðla gegn hagsmunum þjóðarinnar.
Margt má augljóslega læra af atburðunum í Köln, þar sem um þúsund múslímskir menn brutu af sér gagnvart a.m.k. fimm hundruð konum:
- Lögreglan hafði sig lítt í frammi þrátt fyrir afar gróf brot framin fyrir opnum tjöldum. Nærtækar skýringar eru hræðsla lögreglunnar við að fá rasistastimpil, hræðsla lögreglu við afbrotamennina bæði á staðnum en einnig hefndir gagnvart þeim og fjölskyldu þeirra seinna. Þessi atriði þurfa lögreglumenn ekki að óttast þegar almennir þýskir borgarar mótmæla og geta því beitt sér af fullum krafti gegn fótboltabullum, barnaskólakennurum og öldruðum konum jafnt.
- Fréttamiðlar,- jafnt erlendir sem innlendir reyna allt hvað þeir geta til þess að þagga niður fréttir um afbrot múslíma og alveg sérstaklega þeirra sem teljast flóttamenn. Fréttamenn hérlendis láta stjórnast af ótta við að fara gegn straumnum í almennri umræðu og viðteknum skoðunum meðal fjölmiðlamanna en þó sérstaklega stjórnanda fjölmiðlanna.
- Múslímskir karlmenn í hópum taka nær allir þátt í skepnuskapnum gagnvart konum sem ekki eru múslímar. Engar fréttir bárust um að einhverjir meðal músilmannanna hafi reynt að koma konunum til varnar. Aðfarir þeirra minna á úlfa og hýenur, sem ráðast að fórnarlömbum sínum í hópum, þannig að jafnvel afar sterkir einstaklingar jafnt meðal karla sem kvenna eiga sér enga von þegar árásir hefjast. Fjöldamörg dæmi hafa fengist um þessa hegðan út um alla Evrópu eins og náðst hefur á eftirlitsmyndavélar.
- Stjórnmálamenn almennt reyna að stinga hausnum í sandinn í stað þess að taka ábyrga afstöðu til málsins. Fræg eru ummæli borgarstýrurnar í Köln sem skammaði konurnar fyrir að halda ekki árásarmönnunum frá sér eins og þess væri einhver kostur.
Það varðar framtíð Evrópu að hefja nú óttalausar umræður um þann vanda sem Evrópa er að rata í og margir telja jafnvel að óheillaþróunin verði ekki stöðvuð þannig að Evrópa verði brátt sams konar helvíti eins og múslímski heimurinn er almennt í meira eða minna mæli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
10.12.2015 | 10:42
Íslamistar eru þeir sem stunda íslam
Eftir hryðjuverkin í París hafa nokkrir hugrakkir hætt sér í að ræða hlut íslams í árásum sem fer fjölgandi á Vesturlöndum. Þegar ógnin færist nær í tíma og rúmi viðurkenna fleiri augljósar staðreyndir. Þó ekki alveg. Enn skortir nokkuð á fullan skilning hjá þeim flestum eða hugrekki til að segja allan sannleikann.
Oft er fullyrt að rót hermdarverkanna sé öfgafull túlkun á íslam. Réttara væri að segja að vandinn stafi frá öfgafullum kennisetningum íslam. Á þessu er grundvallarmunur. Vandinn er ekki sá að hermdarverkamennirnir séu illa að sér í íslam, séu með rangtúlkanir. Kalífinn Abu Bakr al-Bagdhadi, sem stýrir ISIS, öflugustu hryðjaverkasamtökum múslíma af um sjötíu þekktum, hættulegum samtökum, er þannig með doktorsgráðu í íslömskum fræðum frá háskólanum í Bagdad.
Langflestir öfgafyllstu forvígismanna múslíma eru menntaðir í eitruðu hugmyndafræðinni sem er lamin inn í kollinn á kornungum múslímum með harðri innrætingu. Boðberarnir hafa að baki langt nám í íslömskum fræðum meðal súnní- og shíamúslíma. Börnin vaxa upp með illsku sem eðlilegan hluta lífsins.
Þar til almennt er viðurkennt að rót vandans sé íslam sjálft er lítil von til þess að friður ríki í heiminum. Hann væri afar friðsamur um þessar mundir ef ekki væri fyrir íslam. Fæstir vestrænir menn þekkja íslam í raun. Enn verra er að langflestir forðast að kynna sér íslam vegna hræðslu um að vera taldir öfgafullir fyrir að kynna sér öfgar. Margur telur umburðarlyndi að kynna sér ekki af fullu viti einhverja alvarlegustu ógn okkar tíma.
Til að skilja íslam er ekki nóg að blaða í gegnum Kóraninn. Ekki heldur að lesa bókina spjaldanna á milli. Íslam verður ekki skilið nema með því að kynna sér einnig hadíðurnar, sem eru söfn frásagna um orð og athafnir Múhameðs og hans næstu samverkamanna sem og að kynna sér Sirat Rashul Allah, sem er opinber ævisaga Múhameðs. Hadíðurnar og sirat mynda hið svokallaða sunnah, sem þýðir bókstaflega hin greiða slóð en hér í samhengi íslam, orð, venjur og athafnir Múhameðs. Kóraninn segir á um 90 stöðum, að Múhameð sé hin fullkomna fyrirmynd fyrir múslíma að fara eftir.
Með ólíkindum er að nokkur heiðvirður maður vilji nota Múhameð sem fyrirmynd í lífi sínu. Lýsing á andstyggilegri manni er sjaldgæf. Einnig torskilið að múslímar skuli ekki vera búnir fyrir löngu að hafna Kóraninum sem trúarriti. Í súru (kafla) 2.106 er allah látinn segja að allt það sé numið úr gildi sem hann hafi áður sagt ef hann kemur með nýjar umsagnir um sömu úrlausnarefni. Herskáar súrur frá Medína-tímabili í lífi Múhameðs ógilda því friðsamar súrur frá Mekka-tímanum.
Stundum er getið um það í Kóraninum hvort súrur eru frá Mekka- eða frá Medína-tímanum. Rétt tímaröð fæst með rannsókn á hadíðum og sirat, sem sýnir að allar ofbeldisfyllstu súrurnar eru yngstar og því í gildi. Súrunum er ekki raðað í rétta tímaröð í Kóraninum, heldur eftir lengd þeirra. Þær lengstu eru fremst en stystu aftast nema fyrsta súran, Al-Fatihah (opnunin), sem er stutt trúarjátning.
Til þess að lýsa íslam þyrfti mun lengra mál. Nú skal aðeins staðhæft að íslamistar eru ekki þeir sem rangtúlka íslam heldur þeir sem ástunda íslam. Erdogan, forseti Tyrklands, segir þannig aðeins eina gerð íslams til og það er það íslam sem íslamistar fylgja. Íslam hefur innbyggðar læsingar sem hindra aðlögun að nútíma siðmenningu. Allar efasemdir um inntak Kóransins og sunnah teljast dauðasök. Múhammad Ibn Abd al-Wahhab, múslímskur fræðimaður á 18. öld, stóð fyrir siðbót innan sunnííslam. Við hann er kenndur Wahhabismi sem er hið hreina og upprunalega íslam. Hann var fyrir íslam það sem Lúter var fyrir kristni að leita til lindanna og afnema afbökun trúarinnar vegna spillingar hennar.
Mörgum múslímum er að skiljast að þeir munu trauðla losna úr hörmungum sínum með því að breyta íslam. Slíkar tilraunir kalla á dauðarefsingar. Eina færa leið þeirra er að yfirgefa þessa afleitu hugmyndafræði - höfuðástæðu fyrir óhamingju þeirra, fáfræði, fátækt, eymd, upplausn, stöðnum og ofbeldi. Afneitun íslams er einnig dauðasök en verður ekki framfylgt ef nógu margir taka sig saman. Enginn skyldi mæla íslam bót heldur leggja sig fram um að losa múslíma úr þessari hörðu kló sem þeir voru hremmdir í fyrir 14 öldum. Það gæti gerst hraðar en flesta grunar ef aðeins tækist að setja íslam í rétt ljós án undanbragða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.12.2015 | 14:04
Rétt samhengi?
Þó að skotgleði og byssueign Bandaríkjamanna sé sannarlega ljóður á fari þeirra er afar hæpið að þessi frétt hafi verið sett í eðlilegt samhengi. Það hefur alveg legið ljóst fyrir síðan ég fór að fylgjast með fréttum klukkan 8 í morgunn að svo er ekki. Þá lá ljóst fyrir þeim sem afla sér frétta víðar en í íslenskum fjölmiðlum að árásarmaðurinn er íslamisti, þ.e. maður sem gengst ákaft upp í íslam. Hann hafði í þokkabót nýverið í Saudí Arabíu þar sem hann hafði gifst konu sem einnig virðist hafa verið íslamisti en fréttir benda til þess að hún hafi verið með honum í skotárásinni.
Eins og alltaf er þegar múslímar drepa fólk skilur enginn neitt í neinu. Þetta var svo ósköp þægilegur ungur maður, fæddur í Bandaríkjunum, velmenntaður og með góða vinnu. Hann var að lifa ameríska drauminn eins og sagt er um þá sem vegnar vel þar í landi.
Samstarfsmenn hans, sem hann drap, voru á jólaskemmtun. Eins og oft brá hann sér frá til að fara til bæna eins og faðir hans hefur upplýst en kom til baka alvopnaður með konuna og drap af miskunleysi 14 trúleysingja og særði a.m.k. 17. Rétta samhengið er sem sagt: múslími,jihad, trúleysingar, fjöldamorð.
Blóðdropinn sem fyllir mælinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.11.2015 | 19:38
Moska er víghreiður
Nú hafa líkindi þess að moska rísi í Sogamýri aukist mjög. Bæði liggur nú fyrir að hún hefur verið teiknuð og fjármögnun hennar hefur verið tryggð með fjármunum frá Saudi Arabíu og eflaust fleirum ríkjum múslíma. Enginn ætti að efast t.d. um að forseti Íslands segir sannleikann um yfirlýsingar sendiherra Saudi Arabíu um að þarlend stjornvöld muni reiða fram 130 milljónir króna til að byggja moskuna. Útúrsnúningur talsmanna múslíma er ómarktækur.
Þeir segja nú að peningarnir frá Saudum hafi farið í kaup á Ýmishúsinu árið 2012 eins og það sé ekki nógu alvarlegt. Yfirlýsing sendiherrans var hins vegar á þessu ári og því ljóst að fjármmunir til að byggja moskuna í Sogamýrinni er til viðbótar fyrra fjárframlagi. Lýsing Salmanns Tamimi um að söfnuðurinn muni greiða fyrir moskuna er eins og fleira úr munni hans. Fráleit. Almenningur á kröfu til þess að fjármögnun salafista á Íslandi sé upplýst að fullu.
En hvernig hús er moska? Margir líkja moskum við tilbeiðsluhús kristinna manna, gyðinga, hindúa eða búddista án þess að skilja, að moska þjónar ekki aðeins tilbeiðsluþörf múslíma heldur er hún stjórnstöð fyrir allt veraldlegt og andlegt líf múslíma. Íslam gerir ekki greinarmun á veraldlegum og trúarlegum þáttum lífsins. Samkvæmt íslam er lífið sjálft aðeins hluti trúarlífsins en önnur trúarbrögð líta svo á að trúin sé hluti lífsins. Frelsi einstaklings er víðsfjarri eðli íslams. Reglur íslams ráða yfir öllu lífi og hegðun manna. Skyldan til undirgefni við Allah er skilyrðislaus.
Moskan er skóli, dómstóll, æfingastöð, samkomuhús en ekki eingöngu tilbeiðslustaður. Allar moskur heimsins eru að fyrirmynd fyrstu moskunnar, mosku Múhameðs í Medína. Þar kvað Múhameð upp dóma, hverja skyldi lífláta, hvernig haga skyldi árásum og stríði. Moskan var geymslustaður vopna, æfingastöð fyrir stríðsmenn Múhameðs og bardagasveitirnir voru sendar þaðan til að ræna, rupla, drepa og hneppa í þrældóm, kúga heiminn undir Allah og Múhameð, - undir yfirráð íslams.
Allar moskur gegna sama hlutverki sem moska Múhameðs í Medína. Alkunna er að ýmislegt fer fram innan moskanna sem brýtur gróflega gegn þeim samfélögum sem hafa leyft starfsemi þeirra. Vopn hafa iðulega fundist í moskum. Þar eru lögð á ráðin til að kúga löndin undir alræðið og kannanir sýna að í 80% af moskum í Vesturlöndum er boðað jihad, hatur, dauði og tortíming manna af öðrum trúarbrögðum eins og boðað er í helstu trúarritum múslíma, kóraninum, hadíðum og sirah.
Engum kom á óvart að sprengjuverksmiðja Hamas fannst í mosku á Gaza. Hins vegar vakti meiri athygli þegar vopn fundust í moskunni í Finnsburys Park í London. Imaminn þar, Abu Hamza, þjálfaði hermdarverkamenn og geymdi vopn í moskunni. Hann sá ekkert athugavert við þessa hegðan enda í samræmi við handbækur íslams. Aðrir imamar styðjast við sömu bækur, sama stýriverk.
Moska er merki um yfirráð íslams jafnvel í landi þar sem múslímar eru í minnihluta og ákall til þeirra að endurheimta landið undir yfirráð Allah og sharíalög. Múhameð sagði Gabríel erkiengil hafa fært honum þau skilaboð Allah að allur heimurinn væri ein allsherjar moska. Þeir sem neita þessu hafi brotið af sér gegn Allah. Múslímum er ætlað að endurvekja yfirráð Allah yfir svæðum sem hafi verið tekið frá Allah með rangindum. Þeir sem verjast þessari göfugu ætlun séu því í raun árásaraðilar gegn Allah og því er jihad ekki árás múslima á kuffar (skammaryrði múslima fyrir alla þá sem ekki eru múslimar) heldur varnaraðgerðir gegn rangindum sem kuffar hafa í frammi gegn Allah og Múhameð (sem nú hefur legið dauður í ómerktri gröf í 1383 ár).
Hér er ástæða til að rifja upp orð, sem Erdogan, forseti Tyrklands gerði að sínum:. Moskurnar eru herskálar okkar, hvelfingarnar hjálmar okkar, bænaturnarnir byssustingir og hinir trúræknu hermenn okkar. Það eru því ekki mín orð að moska sé vígi óvinarins í landi okkar heldur orð íslamistans. Erdogan hefur sama skilning sem ég og fjölda margir aðrir hafa, að moska er eins konar víghreiður múslíma inni á landi óvinanna til að ná þeim undir sitt vald. Í þessu tilviki erum við Íslendingar óvinirnar sem þarf að ná undir vald Allah og sharíalaga með öllum tiltækum ráðum. Ef ekki með fortölum þá með sverðinu þ.e. með sverðinu sem er skreytir fána múslíma í ýmsum myndum. Íslam skiptir heiminum í tvennt. Dar el harb (hús stríðsins) og Dar el Islam (hús íslam). Ísland er í húsi stríðsins, þ.e. er í þeim hluta heimsins sem íslam á í stríði við.
Einn helsti tilgangur með mosku er að vinna að hijra einstaklinga og með því að íslamísera samfélagið þar til íslam er ráðandi og getur kúgað samfélagið undir sína stjórn og þá auðvitað sérsaklega hina skítugu trúleysingja (kuffar). Hijra hét flutningur Múhameðs frá Mekka til Medína þegar staða hans breyttist frá því að vera heldur illa þokkaður götuprédikari í voldugan og grimman herkonung. Það felst í hijra að taka upp múslimska háttu t.d. fyrir konur að klæðast í slæður yfir hár og jafnvel fyrir andlit og láta hvergi sjást í hold nema kannski á höndum og á andliti. Sérstaklega jafngildir þetta að flytjast frá »jahiliyyah« (fáfræði fyrir daga íslams) til fullrar íslamiseringar, þar með talin innleiðing sharíalaga.
Trúfrelsisákvæði stjónarskrárinnar eiga ekki við um íslam vegna þess að íslam stenst ekki skilyrðin sem stjórnarskráin setur fyrir iðkun hennar hérlendis. Hér er vísað í 63. grein stjórnarskráinnar: »Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.«
Þeir, sem þekkja íslam, vita að íslam samræmist ekki góðu siðferði eða allsherjarreglu. Flestir sem ekki þekkja íslam ættu að hafa hugboð um þetta sama. Hvað boðar íslam sem ekki samræmist allsherjarreglu? Hér koma nokkur atriði:
Misrétti milli karlmanna og kvenna. Misrétti milli múslíma og annarra trúarhópa. Dauðarefsingar fyrir að ganga af íslamstrú. Dauðarefsingar fyrir samkynhneigð. Limlestingar fyrir t.d. þjófnað. Dauðarefsingar fyrir að hallmæla íslam eða Múhameð. Bann á tjáningarfrelsi um íslam. Karlmönnum er leyft að eiga fjórar konur. Margt fleira ljótt má tína til.
Fari svo að moskan í Sogamýri rísi fyrir peninga frá arabískum salafistum, sem hafa verið að styrkja ISIS og Al Kaída, ber lögreglunni að stöðva boðun íslams í húsinu. Sama á við um starfsemi beggja félaga múslíma á Íslandi, nema þessi félög lýsi yfir andstöðu við þau ákvæði í trúarritum sínum sem stríða gegn allsherjarreglu (þ.e. öll íslensk lög) og góðu siðferði eins og við skilgreinum það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.11.2015 | 21:56
Pópúlisti og lýðskrumari skaltu heita !
Nú aðeins rúmri viku eftir blóðsúthellingar í París, þar sem 132 lágu í valnum og ca 350 lágu slasaðir, eru vinstri menn búnir að ná vopnum sínum aftur í umræðunni. Allir þeir, sem með sterkum rökum hafa bent á hættuna af innflutningi hugmyndafræði íslam inn til Versturlanda og þeirri ógæfu, sem það hefur þegar leitt af sér af sér og mun valda með vaxandi þunga í fyrirsjáanlegri framtíð, fá það óþvegið og nánast sagt að halda sér saman. Við erum pópúlistar, þjóðernissinnaðir lýðskrumarar, sem nærast á fáfræði, ótta og útlendingaandúð.
Engu breytir þó að allar spár ganga eftir um gríðarleg vandræði sem vestræn lönd verða að þola vegna vaxandi fjölda múslíma sem ryðjast inn í óþökk þjóðanna sem búa í löndunum. Öllum staðreyndum um hugmyndafræði og sögu íslam er neitað og meira að segja reynt að gera það glæpsamlegt að upplýsa um staðreyndir varðandi alla þá óhæfu og ógæfu.
Íslam er fyrst og fremst pólitískt hugmyndakerfi um það hvernig eigi að stjórna lífi fólks jafnt í veraldlegum efnum sem trúarlífi. Íslam þjónar ekki fyrst og fremst trúarþörf heldur virðist hugmyndafræðin fyrst og fremst þjóna þörfinni sem blundar með mörgum að stjórnin sé í höndum æðri máttarvalda.
Hjá múslímum er það Allah sem á að miðstýra allri tilverunni. Undir það eigi allur heimurinn að beygja sig og fylgja fordæmi Múhameðs, sem er einhver skelfilegasta mannsmynd sem sögur segja frá. Þetta er sambærileg þörf, sem liggur að baki þess að vilja koma allri stjórn Evrópu til Brüxelles til þess að við t.d. þurfum ekki að hafa áhyggjur af stjórn samfélagsins, löggjöf eða æðstu dómsstólum. Þá þurfum við ekki að treysta á misvitur stjórnvöld á Íslandi heldur yrði þetta allt í öruggum höndum sérfræðinganna, sem eru guðir hinna trúlausu eins og foringjar kommúnismans og nazismans voru. Alræðisstýring höfðar til margra kannski án þess að þeir gerir sér grein fyrir því sjálfir. Það er þannig umhugsunarefni að það eru áberandi oft sömu mennirnir sem bera í bætifláka fyrir íslam eins og þeir sem hömpuðu Stalín, Maó, Pol Pot, Castro, Hitler og aðhyllast núna sérfræðingaveldi Evrópusambandsins.
Það er mér þó eilíft undrunarefni hvers vegna vinstri menn með háskólasamfélagið og fjölmiðla í broddi fylkingar kjósa að setja kíkinn fyrir blinda auguð þegar hryllingur íslam er annars vegar. Hvaða hagsmuni er eiginlega verið að verja? Hverjum þjónar afbökun staðreynda eða afneitun þeirra?
Fjórtán alda alblóðug saga íslam liggur opin fyrir öllum þeim sem kjósa að kynna sér hana, ekki síst núna á tímum internetsins. Þrátt fyrir blóðuga slóð um allan heim og 270 milljónir látinna af öðrum trúarbrögðum er látið sem ekkert sé. Nær 28 þúsund mannskæð hermdarverk í nafni íslam hafa verið unnin um heim allan síðan árásin var gerð á Tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001. Það jafngildir 5-6 hermdarverkaárásir á hverjum einasta degi að meðaltali síðustu 14 árin.
Og svo þykjast menn verða öldungis frávita af skelfingu vegna blóðbaðsins í París á dögunum. Í sögulegu samhengi var þetta frekar friðsamur dagur. Sé litið til fallinna í nafni íslam í 14 aldir gerir það um 550 manns að meðaltali á dag allan tímann!
Vissulelga voru manndrápin í París á dögunum hræðileg en þau eru langt frá þeim verstu í Evrópu undanfarna áraugi. Á heimsvísu og í sögulegu samhengi voru þau hreint smámál:
Hafa menn gleymt því þegar 350 féllu í skólanum í Beslan, Rússlandi, 2004 en af þeim voru 190 börn?
Hafa menn gleymt þegar Pan Am flugvélin var sprengt yfir Lockerbie, Skotlandi árið 1988 og 270 manns fórust?
Hafa menn gleymt gíslatökumálinu í leikhúsi í Moskvu 2002 þar sem 170-80 manns fórust og 700 manns slösuðust?
Hafa menn gleymt lestasprengingunum í Madrid 2004 sem drap 191 og særði yfir 1800 manns?
Eða 53 drepnum og nær 700 slösuðum í opinberu samgöngukerfi í London 7. Júlí 2005.
Eða 41 drepnum og 120 slösuðum í metrókerfi Moskvu í febrúar 2010.
Eða 10 drepnum og 50 slösuðum á sömu slóðum í ágúst sama ár .
Eða sjálfmorðssprengingar í Znamenskoye Rússlandi 2003 sem drápu 59 og særðu 200.
Eða sprengingar í Istanbul 2003 sem drápu 57 og særðu 700.
Eða árásir á flugvöllum í Róm og Vín sem drápu 23 og særðu 139
Eða sprengingar í El Descanson Spáni sem drápu 18 og særðu 82
Eða árásirnar á Charlie Hebdo og matvöruverslun gyðinga í París sem drap 17 og særði 22 í janúar sl.
Eða árásirnar í Kaupmannahöfn á málfrelsisráðstefnu í Krudtönden og sýnagógu sem drap 2 í febrúar sl.
Eða, eða, eða, eða
Listi yfir hryðjuverkaárásir í Evrópu undanfarna þrjá áratugi, sem ég hef undir höndum, teygir sig yfir á þriðju blaðsíðu. Listinn er þó aðeins smábrot hinnar alblóðugu sögu íslam og kannski aðeins smábrot þeirrar sögu sem við eigum í vændum miðað við þær hótanir sem sífellt eru hafðar í frammi af hálfu margra talsmanna múslíma.
Er ég ekki rosalegur lýðskrumari að vera skrifa þetta, - já og pópúlisti sem nærist á fáfræði, ótta og útlendingahatri og langlíklegast að ég hafi aldrei hitt útlenskan mann svo gagn sé að þó að ég hafi átt erindi vítt um heiminn oftast nokkru sinnum á ári í um sjö áratugi og ratað í fjórar heimsálfur ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
16.9.2015 | 14:40
Innræting ekki upplýsing
Þó að mér verði sjaldnast orðs vant verð ég þó að viðurkenna að ég varð algjörlega mállaus eftir útsendingu RÚV á Kastljósi sl. mánudag. Í gær fór ég að svipast um í fjölmiðlum og bloggheimum til þess að sjá sterkt andsvar við þeim makalausa, einhliða áróðri og heillaga stríði sem starfsmenn RÚV eru að heyja gegn framtíðarhagsmunum landsins. Ekkert andsvar sýnilegt. Ég er búinn að heyra í svo mörgum sem blöskraði ósvífni þessa fólks að nota fjölmiðil alls landsins til að reka sitt eigið fráleia trúboð að mér skildist hvað var á seiði. Öðrum hafði einnig fallist hendur. Hvernig er hægt að svara einum og hálfum klukkutíma af þessu tagi nema að búa við svipaða aðstöðu og þetta fólk hefur? Það er ekki ein eða fáar staðreyndir sem þarf að svara. Það er öll framsetningin og ósannindin. Þjóðin er ofurseld fólki sem er ekki starfi sínu vaxið vegna einstrengislegrar, persónulegrar afstöðu. Þetta fólk er ekki að upplýsa, - það er að innræta.
Enginn myndi endast til að lesa skrif mín hér ef ég ætlaði að svara öllum þessum ósköpum. Læt því fátt eitt duga um fráleitan málflutning.
Fenginn var kennari Háskóla Íslands í alþjóðastjórnmálum, Silja Bára Ómarsdóttir, til þess að leggja mat á hvaða hræringar í Afríku og Mið-Austurlöndum hefðu orðið til þess að allur þessi mannfjöldi ryddist nú inn til Evrópu. Jú, Silja Bára sagði að þarna lægi hnattræn hlýnun til grundvallar. Þurrkar og uppskerubrestur, óbærilegur hiti þannig að alls staðar væri fólk að flytja sig norðar á hnöttinn!!!
Ekkert horft til þess að alræðiskerfi íslam gerir þessi lönd nánast óbyggileg og að það blasi við í misjafnlega alvarlegum mæli hvert sem litið er til heimsins. Hnattræn hlýnun af völdum mengunar eru nýju trúarbrögð vinstra fólks. Undir þau sannindi er rétt að beygja allt. Silja Bára sagði vera þurrka og uppskerubrest í Nígeríu. Fólk þaðan er hverfandi í flóðbylgjunni sem ryðst nú inn í Evrópu. Hryllingsfréttir frá Nígeríu hafa ekki snúist um hungursneyð, heldur um skelfingu af völdum múslímskra vígasveita, Boko Haram.
Hugmyndafræðikerfið íslam er hvergi nefnt sem áhrifavaldur. Á því er ein skýring nærtækust. Þekking Háskóla Íslands á íslam og blóðugri sögu þess í 14 aldir er nánast enginn. Það litla sem minnst er á íslam er yfirleitt mjög afskræmt og fjarri sannleikanum. Enn verra er að enginn áhugi er að kynna sér íslam nema með vinstri brillum sem aldrei hafa dugað vel.
Kastljósstjórnendur forðuðust sem heitan eldinn að nefna íslam eða múslíma en það eru stikkorðin sem ættu umfram allt að vera til umfjöllunar. Þó var rétt aðeins rætt um múslíma þegar athyglinni var beint að ríkismúllanum, Sverri Ibrahim Agnarssyni og formanni Félags múslíma ( hann og nýi ISIS kalífinn tóku sér sama nafnið). Íslenskur almenningur hefur verið að borga fyrir hann launin vegna lokuðu moskunnar í Feneyjum, framlags Íslands til Feneyjartvíæringsins. Hann var spurður að því hvort múslímar væru ekki til mikillar vandræða t.d. í Malmö í Svíþjóð. Íslenski ríkismúllinn var fljótur til svars og upplýsti að það væru fullir Danir sem væru til vandræða þar í borg en þeir ættu greiðan aðgang yfir brúna á Eyrarsundi!!!
Sem sagt: Það eru Danir sem brenna skóla, bíla, henda handsprengjum, ráðast á sjúkra- og slökkviliðsmenn, halda uppi árásum á gyðinga sem hafa búið í Malmö í stórum stíl síðan þeir leituðu þangað vars fyrir morðsveitum nasista og heimta að ráða málum sínum sjálfir með sharíalögum. Samkvæmt þessu var það borið á borð mótmælalaust að íbúar Rosengård hverfisins í miðri borginni, sem er getto af verstu sort og nánast stríðsátakasvæði, séu fullir Danir. Dönum einum sé til þess treystandi að hrekja gyðinganna á brott enda það óðum að takast.
Ríkismúllinn upplýsti að glæpum færi fækkandi á Norðurlöndum í réttu hlutfalli við vaxandi fjölda innflytjenda. Fyrir liggur að nauðganir í Svíþjóð hafa fimmtánfaldast miðað við 100 þús íbúa síðan 1975 og er það hlutfall hvergi í heiminum hærra núna nema í Sóvetó í S-Afríku. Í Noregi stafar töluverður meirihluti nauðgana frá múslímskum karlmönnum. Ríkismúllinn stendur sko fyrir sínu!
Er ekki gott til þess að vita að kastlýsingar leita aðeins til vandaðs fólks til að upplýsa íslenskan almenning um ástand heimsmála en forðast að leita álits hjá ofstækismönnum sem hefði kannski allt aðra sýn en þeir sjálfir á því hvað er að gerast þessar vikurnar og árin í Evrópu? Um að gera að rugla ekki myndina sem þetta rosalega góða fólk vill halda að okkur, - fólkið sem er betra en allir aðrir til samans og það þó víðar væri leitað!
Bloggar | Breytt 17.9.2015 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
8.9.2015 | 16:01
Þetta er hijrah og jihad
Vankunnátta og skilningsleysi á íslam er stærsti vandi sem hinn vestræni heimur á við að etja núna þegar framtíðarhagsmunir hans eru í húfi. Þannig virðist ekki vera vottur af skilningi hjá ráðamönnum t.d. í Evrópu hvað er í raun að gerast núna þegar hundruðir þúsunda múslíma ryðjast inn í lönd Vestur-Evrópu með grátandi börn á örmunum. Að baki þeim sjá þeir, sem eru ekki blindaðir af eigin góðmennsku, unga, ygglda menn með farsímana sína reiðbúna í jihad, - reiðubúnir til þess að verða móðgaðir við öll tækifæri vegna þess að fáeinir sjá í gegnum alræðisheimsyfirráðakerfið íslam sem sveipar um sig trúarlegri slæðu. Ungu mennirnir eru lang stærsti hluti flóttamannanna, - innrásarliðsins.
Upphafna góða fólkið neitar meira að segja að sjá, að þetta trúarívaf er andstyggilegt á alla mælikvarða. Almennt neita undansláttarmenn að kynna sér staðreyndir um 14 alda alblóðuga sögu íslam. Það er svo gott að vera fákunnandi. Þá þarf ekki að taka afstöðu nema á blindum, tilfinningalegum grunni.
Þó að stór hópur manna sé að verja kröftum sínum, tíma og peningum til að reyna að vekja Vesturlönd upp af djúpu meðvitundarleysi á feigðarför, hafa undansláttarmennirnir algjöra yfirhönd, í háskólasamfélaginu, fjölmiðlum, þjóðkirkjunni og hjá stjórnmálastéttinni.
Þrátt fyrir ólýsanleg grimmdarverk, ofbeldi, upplausn, allsherjarstríð um Mið-Aausturlönd, 27 þúsund skráð hryðjuverk í nafni íslam síðan 11. september 2001 halda þessir hættulegu einfeldingar áfram að trúa fáránlegum áróði múselmanna að þetta sé allt saman í raun Vesturlöndum að kenna. Þau hafi valdið upplausninni. Ógæfa múslíma hefur alltaf verið öðrum að kenna að þeirra mati. Þeir nærast á fórnarlambakennd.
Í raun má til sanns vegar færa að Vesturlöndum sé að nokkru um að kenna núna hvernig komið er. Ekki vegna þess að þau hafi aðhafist of mikið í þessum löndum heldur vegna þess að þau hafa aðhafist of lítið. Vesturlönd hafa horft framhjá því að stríði hefur verið lýst á hendur þeim t.d. af hálfu stjórnvalda í Íran, Al Kaida, ISIS, Boko Haram,Al Shabaab, Talibana auk allra froðfellandi klerkanna í moskum víða um lönd, sem heita að tortíma vestrænni menningu og ná yfirráðum yfir Vesturlöndum.
Vesturlönd hafa horft framhjá hörmungum minnihlutahópa, aðallega kristinna án þess að aðhafast nokkuð nema til ills eins og að ráðast fyrst inn í Írak, koma þar öllu í upplausn og fara síðan þegar búið var búið að skapa þar eitt allsherjar múslímskt brjálæði. Þá hafa Vesturlönd goldið utanríkisstefnu Obama afar dýru verði en hann meir en nokkur annar ber ábyrgð á á arabíska vorinu, sem undansláttarmenn fögnuðu. Ég og margir aðrir sem höfum kynnt okkur íslam og múslímskan hugsanahátt vissum að þarna var aðeins verið að auka á hörmungarnar enda gósentíð fyrir Múslímska bræðralagið, wahabbista og salafista með dyggri aðstoð undansláttamanna víða um lönd. Þvílík forsmán!
Þeir sem hafa fylgst með fréttum af einhverri kunnáttu muna að ISIS hétu því snemma í vor að senda 500 þúsund flóttamenn frá múslímska heiminum inn í Evrópu til þess að valda þar glundroða og lauma meðal þeirra liðsmönnum sínum sem eiga að fremja þar hermdarverk og undirbúa yfirtöku á Evrópu. ISIS auglýsa vel grimmdarverk sín. Við sjáum hvernig fólk er hjálshöggvið, hrint fram af háum byggingum, drekkt, krossfest, afhausað, brennt lifandi í búrum, brennt lifandi hangandi í búkkum og skotnir í stórum hópum ofan í skurðum o.s.fr fyrir utan hræðilega meðferð á konum sem eru seldar í ánauð, gerðir að kynlífsþrælum og niðurlægðar á allan hátt. Enginn endir virðist á grimmdarverkum þeirra.
Þeir leyna ekki voðaverkum sínum heldur eru með kunnáttumenn til þess að taka þau vandlega upp með Hollywoodtækni í myndatöku og öllum frágangi. Síðan er þess gætt vel að koma hrylllingnum á framfæri á netinu. Tilgangurinn er sá að valda mikilli skelfingu hjá öðrum eins og kóraninn boðar að gera skuli. Sjá t.d. súru 3.151 (Brátt munum við varpa skelfingu inn í hjörtu hinna trúlausu þar sem þeir hafa tengt sig við Allah án þess að hann hafi gefið til þess leyfi) og súru 8.12 (Allah birti englunum vilja sinn og mælti:Ég er með yður. Eflið hugrekki hinna trúuðu. Ég mun varpa skelfingu í hjörtu vantrúaðra. Hálshöggvið þá og höggvið af þeim hvern fingur).
Skelfingin lamar mótstöðuafl andstæðinga og virkar ansi vel þar sem flestir þora ekki einu sinni að kynna sér staðreyndir varðandi íslam hér á Vesturlöndum, hvað þá að tjá sig með sannleikann í huga. Einnig lama þessi voðaverk baráttuþrek andstæðinga á staðnum sem flýja dauðskelkaðir undan þessum hamslausa hryllingi. Skelfingin ýtir einnig á eftir flóttamönnuum sem reyna að komast í skjól og dylja fyrir almenningi að hér er í raun um innrás jihadista til Vesturlanda að ræða fyrst og fremst.
Auðvitað eru þarna margir raunverulegir flóttamenn sem eiga um sárt að binda. Sérstaklega er sárt að horfa upp á þjáningar barnanna. Við viljum öll vernda þau eins og kostur er. Við getum hins vegar ekki tekið á móti þeim öllum sem vilja koma. Lausnin verður að vera sú að stemma á að ósi.
Þeir sem kunna eitthvað fyrir sér um íslam gera sér auðveldlega grein fyrir því að það sem er nú að gerast er hijrah, þ.e. flutningur múslíma inn á önnur svæði til þess að yfirtaka þau eins og þegar Múhameð flutti frá Mekka til Yathrib árið 622. Yathrib var aðallega bær gyðinga á þessum tíma. Nokkrum árum seinna hafði Múhameðs launað gyðingunum svo gestrisnina að hann hafði hrakið þá alla burt sem hann var ekki búinn að drepa. Bærinn fékk nafnið MadÄ«nat an-NabÄ« (bær spámannssins) og var fljótlega stytt í Medína. Öllum múslímum er uppálagt að yfirtaka byggðir kuffar (hinna óhreinu og trúlausu) með því að setjast að í þeim, halda sínum siðum til streitu hvað sem það kostar, yfirtaka síðan byggðina og kúga þá sem fyrir voru undir íslam, hrekja þá í burtu eða drepa. Þetta er þegar að gerast út um alla Evrópu með íslömskum samfélögum og kallast því undarlega nafni, - fjölmenning!
Aðferðarfræðin er jihad, - heillagt stríð til sóknar og varnar fyrir íslam. Þar eru öll meðöl notuð, blekkingar, lygar, fortölur, mútur, trúboð (Dawah), hermarverk og morð. Hermdarverkasamtökin ISIS hafa stofnað kalífat í Sýrlandi og Írak. Kalífatið er að breiðast út til næstu landa nú mest í Líbíu en einnig á Balkanskaganum. Ákafir fylgjendur Múhameðs um heim allan aðstoða við þetta verk. Slíkir menn fyrirfinnast einnig á Íslandi. Þeim mun fjölga hér eins og um allan Evrópu , þar sem þessi öfl eru óðum að styrkja stöðu sína með vaxandi fjölda múslíma, moskum, sem eru í raun víghreiður íslam og kóranskólum. Vesturveldin sitja þegjandi undir þessum ósköpum öllum og aðhafnast nánast ekkert nema til málamynda. Ef vestræn mennig á ekki að liða undir lok þá er núna tími vopnbeitingar af fullri hörku. Þessari illsku verður ekki bægt frá nema með fullri hörku og manndrápum í stórum stíl, - því miður. Þeim mun fleiri líf munu glatast eftir því sem lengur er hikað.
Glórulausir vinstri menn eins og Dagur Eggertsson, Árni Páll, píratagreyin, Guðmundur Andri Thorsson og fleiri og fleiri nytsamir vanvitar (vanviti er sá sem lítið veit en gerir sér ekki grein fyrir því) í öllum flokkum hjálpa mjög til við að koma á íslömsku helvíti hérlendis, eins og Angela Merkel í Þýskalandi og Obama í Bandaríkjunum. Frelsi manna á Vesturlöndum er ekkert sjálfgefið og hefur í raun varað mjög stutt í sögulegu samhengi.
Faðir, fyrirgef þeim, því vita ekki hvað þeir gjöra sagði Jesú á krossinum (Lk 23.34). Ég get ekki gert þessi orð að mínum. Ég fyrirgef ekki þessi svik við framtíð þjóðarinnar eða Vesturlanda. Þau eru ófyrirgefanleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir