Leita í fréttum mbl.is

Barnaníð á Austurvelli

Ég var einn af fjöldamörgum sem fóru á Austurvöll í gær til að sýna hug okkar í verki til botnlausrar spillingar gjafakvótakerfisins og til hvers það hefur leitt á Íslandi undanfarna áratugi. Það er ekki einasta Samherjamálið sem hlýtur að ganga fram af hverjum einasta manni sem þykist geta greint á milli rétts og rangs heldur blasa afleiðingarnar hvatvetna við. Og enn á að bæta í. Aðstandendur Brims, þessir vinalausu, eru nú að brugga ráð til þess að selja auðlind þjóðarinnar til erlendra auðhringa, sem var raunar þróun sem ég spáði fyrir um fyrir ca aldarfjórðungi að myndi að lokum verða þegar spillingargjörningurinn kæmist á lokastigið.

Mér líkar raunar ekki vel við flesta aðstandendur fundarins en ég leiddi það hjá mér og hugsaði með mér að afar mörgum sem fögnuðu dóminum, sem ég leiddi til lykta í Hæstarétti í desember 1998, líkaði kannski ekkert sértaklega vel við mig þó að dómurinn hafi verið kenndur við mig, Valdimarsdómurinn. Niðurstaða dómsins var einfaldlega sú að stjórnvöldum var ekki heimilt að útdeila gjafakvótanum og að fiskveiðistjórnarlögin stríddu gegn stjórnarskránni. Þau gera það ennþá og því engin þörf á stjórnarskrárbreytingum til þess að leiðrétta þetta skaðlega spillingarkerfi sem hefur af þjóðinni kannski um helming þess sjávarafla sem ellegar myndi koma á land og gæti fært líf og auð í byggðirnar allt umhverfis landið. Það eina sem þarf að gera er að alþingi Íslendinga tæki sig taki og léti núverandi stjórnarskrá landsins stjórna breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu. Þar eru margar leiðir færar og ekkert að því að þjóðin prófi sig áfram um bestu lausnir þar.

Fundurinn var nýbyrjaður þegar hópur barna var leiddur fram á sviðið til að flytja afar umdeilanlegan áróður í loftlagsmálum og innflytjendamálum. Hópurinn var kenndur við barnaveldi og er í mínum huga skírt dæmi um barnaníð af versta tagi þegar þessi litlu skinn eru heilaþvegin til að flytja áróður fyrir ljótar sálir sem þykir sæma að nota börn sem leikmuni í sínu glórulausa ofstæki í málum sem voru alls óskyld þeim málum sem ég var kominn til að mótmæla. Þetta var andleg nauðgun af versta tagi að leiða fólk í eins konar gildru til þess að fá sýnilegan stuðning hjá fólki sem alls ekki styður þennan málstað.

Ég gékk af fundi og mun aldrei láta sjá mig á opinberum fundi sem þetta fólk stendur fyrir í framtíðinni. Svei þeim!


Bloggfærslur 8. desember 2019

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband