Leita í fréttum mbl.is

Alviturt og algott yfirvald er ekki til

Hrunið á að hafa kennt þjóðinni að alviturt yfirvald, sem gætir með velvild og umhyggju örgyggis og velferðar þjóðarinnar,  er ekki til. Hrunskýrslan gerir okkur hins vegar alveg ljóst, sem margir þóttust raunar vita áður, að stjórnsýslan er öll á ótrúlega lágu plani. Hér er enginn í hlutverki hins alvitra föður sem allt sér, allt veit og gætir að hagsmunum þjóðarinnar nótt og nýtan dag. Stjórnvöld eru skipuð misvitrum mönnum sem margir hafa reynst illa vandanum vaxnir.

Þjóðin verður sjálf að vera í þessu hlutverki. Hún verður að tryggja að hún hafi aðgang að öllum upplýsingum sem hana varðar. Laumuspil er yfirleitt til þess eins að misfara með hagsmuni þjóðarinnar til hagsbóta fyrir sérhagsmuni. Auðvitað geta verið upplýsingar sem varða persónulega hagi fólks og sérstakar aðstæður á hættustund. Almenna reglan á að vera sú að allar upplýsingar á vegum hins opinbera eiga að vera aðgengilegar öllum.

Í starfi mínu sem blaðamaður kynntist ég því hve embættismenn ýmsir höfðu ríka tilhneigingu til þess að reyna að leyna upplýsingum sem vörðuðu almenning. Stundum var þetta leynimakk hlægilegt og bjánalegt en stundum var það alvarlegt og varðaði hag almennings.

Hins vegar kom það fyrir að upplýsingar, sem eðli sínu samkvæmt áttu að fara leynt, láku til vildarvina. Þannig er mér minnisstætt að árin, sem verðbólgan var hve trylltust, vissi ég stundum um gengislækkun með góðum fyrirvara og með nákvæmi upp á aukastafi.  Þegar slíkar upplýsingar voru látnar leka út til vildarvina var verið að gefa þeim tækifæri til gengisgróða sem aðrir höfðu ekki.

Við eigum fulla kröfu til þess að fá að vita allt sem ríkisstjórn og ráðuneyti aðhafast nema í algjörum undantekningartilvikum. Ráðherrar og starfsfólk ráðuneytanna eru í þjónustu þjóðarinnar. Þeir eru þjónar þjóðarinnar en ekki herrar.

Auðkennistala mín á kjörseðlinum er  8276

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband