10.11.2018 | 09:12
Heimsendabull verðlaunað
Ég sá kvikmyndina Kona fer í stríð tvisvar og var stórhrifinn vegna listilegrar gerðar hennar. Mér kom því ekki á óvart að hún fengi verðlaun Norðurlandaráðs, m.a. vegna framúrskarandi kvikmyndatöku, leiks, handrits, leikstjórnar og vandaðrar tækni. Ég tók myndina sem lýsingu á náttúrufasískum öfgum samtímans. Verið væri að gera góðlátlegt grín að fólki sem hefði ánetjast æðinu. Stríðskonan var bráðfyndin þar sem hún æddi um í heilögu stríði gegn einhverju sem hún skildi mest lítið í, hafandi orðið fórnarlamb ofstækisfullrar umræðu sem hefur snúist um haldlítil rök og ódýran hræðsluáróður heimsendaspámanna. Mér fannst myndin vera gott háð um umhverfisæðibunuganginn.
Mér kom því ónotalega á óvart að skapendur myndarinnar sjálfir eru í heilögu stríði og fá líklega þessi verðlaun fyrst og fremst vegna þess en ekki vegna þess að þeir eru að bregða upp mynd af ýktum umræðum nú um stundir bíógestum til skemmtunar og íhugunar. Eigum við virkilega að dást að þessari snargölnu konu í krampakenndri sjálfsupphafningu, sem ræðst gegn því samfélagi sem fóstrar hana?
Ávarpsorð Benedikts Erlingssonar leikstjóra við verðlaunaafhendinguna tóku af allan vafa um að aðstandendur myndarinnar eru einstefnumenn, sem eru fyrst og fremst að framleiða áróðursmynd sem ætti að jafna við aðrar hættulegar myndir af sömu sort. Kvikmynd Leni Riefenstahl, Triumph des Willens, sem var áróðursmynd nasista, framleidd 1935, kemur fyrst í hugann. Kannski verða Benedikt og félagar upp með sér að ég líki mynd þeirra við eina frægustu áróðursmynd allra tíma en þetta er ekki hugsað sem hrós hjá mér. Satt að segja féll myndin algjörlega í áliti hjá mér þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað hún er fávís og margþvæld tugga meðalmennskunnar.
Myndin ýtti þó við mér, - en með öðrum hætti en áróðursmennirnir ætla, - ekki síst þegar ég hélt áfram að heyra bullandi grunnhyggni í laugardagsþætti Gísla Marteins. Allir viðmælendur hans tóku undir búralegt yfirlæti Benedikts sem sat þar í upphöfnum véfréttarstíl, - handhafi stóra sannleikans. Fullyrðingar um að núna séu síðustu forvöð að bjarga heiminum vegna ofhitnunar og hamfara henni samfara eru að mínu mati glórulaust bull eftir að hafa heyrt í fjöldanum öllum af merkustu vísindamönnum heims um þetta efni. Þeir harðneita því að nokkur vandi stafi af koltvísýringi ættuðum úr mannheimi né koltvísýringi almennt, enda helsta byggingarefni lífsins og í minna magni í andrúmslofti nú en oft áður í sögu jarðar.
Sumir kynnu að ætla að svona orðræða sé meinlaus. Telji þægilegast að fylgja fjöldasefasýki heimsins því að óneitanlega blása vindarnir helst í þessa átt núna. Benedikt gerir því eins og Riefenstahl sem flaut með straumnum og naut góðs af. Eins og mynd Riefenstahl leiddi til aukinna hörmunga mun áróður umhverfisofstækisins leiða illt af sér nema ljósgeisli almennrar skynsemi geti brotið sér leið í gegnum myrkrið og þöggunina sem andstæð sjónarmið hafa mátt þola.
Svona grunnhygginn áróður mun kosta íslenska skattgreiðendur mikið og fækka tækifærum til þess að taka á aðkallandi verkefnum vegna aukins kostnaðar af dýrum lausnum þar sem ódýrari lausnir blasa við. Hann mun skila þjóðinni lakari lífskjörum og verra mannlífi. Nær væri að snúa af þeirri braut sem stjórnmálamenn hafa kallað yfir okkur með Parísarsamkomulaginu alræmda og fyrirsjáanlegra tröllaukinna umhverfissekta sem þjóna engum markmiðum nema að drekra við sjálfbirgingana, sem hafa leitt þetta yfir okkur.
Svo ekki sé talað um sprenghlægilegu ímyndarsölumennskuna með kolefniskvótum. Þetta og ætlun stjórnvalda að fylla upp í mýrarskurðina út um allt land sem kostuðu tugi milljarða króna af almannafé er svo fráleitt að Orwell og Huxley hefðu aldrei sett það í bækur sínar þó að þeim hefði dottið slík geggjun í hug. Þeir vissu að enginn hefði getað trúað svo ýktri mynd af framtíðinni!
Með því að hafna bestu orkugjöfum hvers tíma er verið að dæma Íslendinga til minni velmegunar og leiða yfir vanþróuðu löndin hörmungar sem einnig munu hitta okkur fyrir. Þróunarlöndin munu aldrei komust upp úr fátæktinni nema þeim standi til boða hagkvæm orka. Umhverfisofstækið er að dæma þessi lönd til áframhaldandi fátæktar. Ódýra orkan og vélaraflið dró okkur upp úr volæðinu á síðustu öld og er ein helsta forsenda velmegunar okkar.
Mynd Riefenstahl hóf nasismann til skýjanna og ruddi þar með meiri hörmungum braut en ella hefði orðið. Gjörð aðstandenda myndarinnar Kona fer í stríð er ekkert betri, - kannski verri. Erfiðara var að fara á móti straumnum í Þýskalandi nasismans en á móti sefasýkinni núna. >> Fullyrðingar um að núna séu síðustu forvöð að bjarga heiminum vegna ofhitnunar og hamfara henni samfara eru að mínu mati glórulaust bull.
Þessi grein birtist í Mbl í dag 10.11.2018
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:28 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 28
- Sl. sólarhring: 243
- Sl. viku: 248
- Frá upphafi: 195244
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 228
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Nákvæmlega svona sá ég þessa mynd. Þakka þér fyrir frábæra grein.....
Jóhann Elíasson, 10.11.2018 kl. 17:47
Frábær ertu, Valdimar.
Jón Valur Jensson, 11.11.2018 kl. 03:36
Hvað segir þú sérfæðingur mannapana að 60% allra villtra dýra skuli vera útrýmd síðan 1970? Það er nákvæmlega vegna svona manna eins og þín að við erum að deyja út!
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 09:28
Sigurður
Ég ætla að gera undantekningu í þetta skiptið og hleypa athugasemd þinni að þrátt fyrir ruddalegan málflutning þinn sem er þér til skammar. Við getum verið ósammála án þess að vera með kjánalegar nafngiftir.
Ég þykist ekki vera kunnugur í flóknum vísindum loftlagsmála þó að ég hafi rétt kíkt inn í heim efnafræðinnar í Háskóla Íslands á síðustu öld en ég þykist vera sæmilega læs og fær um að skilja einhverjar erlendar tungur og þar á meðal ensku.
Ég mótmæli ekki ýmsum umhverfisvanda en þar er mengun af ýmsu tagi meðtalin. Það sem ég er einfaldlega að segja með greininni er að koltvísýringur í andrúmslofti er ekki sá vandi sem ýmsir offarar í umhverfismálum hafa haldið fram og byggi þá skoðun mína á málflutningi þeirra sem ég treysti.
Hér fyrir neðan eru strengir á málflutning nokkurra raunverulegra vísindamanna af fjöldamörgum sem hafa tjáð sig gegn því að um sé að ræða hnattræna hlýnun af mannavöldum.
Þú hefðir gott af því að hlusta fyrst á þá áður en þú þykist vera þess umkominn að setja ofan í við mig fyrir minn málflutning.
Ég skal svara þér um hvaðeina svo lengi sem þú sýnir eðlilega háttvísi.
Confessions of a Greenpeace Dropout - Dr Patrick Moore
https://www.youtube.com/watch?v=dCrkqLaYjnc
Nobel Laureate in Physics; "Global Warming is Pseudoscience
https://www.youtube.com/watch?v=SXxHfb66ZgM
Global Warming; 31,487 Scientists say NO to Alarm
https://www.youtube.com/watch?v=eiPIvH49X-E
Climatology is a "Joke" - Nobel Laureate Dr Kary Mullis
https://www.youtube.com/watch?v=Y1FnWFlDvxE
Professor Bob Carter - The Faux "97% Consensus" - 10th ICCC
https://www.youtube.com/watch?v=5NinRn5faU4
Richard Lindzen: How Real Of A Threat Is Global Warming?
https://www.youtube.com/watch?v=qWMG-8V28Ds
Hér er mjög vísindalegur fyrirlestur sama professors í veðurfræðum
https://www.youtube.com/watch?v=H2czGg3fUUA
Jay Lehr - the slide show I showed Trump
https://www.youtube.com/watch?v=9oNutgSa7U4
William Happer - Climate, an Extraordinary Popular Delusion
https://www.youtube.com/watch?v=YKBwoO8DOPw
The Great Global Warming Swindle - Full Documentary HD
https://www.youtube.com/watch?v=oYhCQv5tNsQ
How the Global Warming Scare Began
https://www.youtube.com/watch?v=SyUDGfCNC-k
Valdimar H Jóhannesson, 11.11.2018 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.