28.6.2014 | 19:35
Báðir Jón og séra Jón gái að sér
Fulltrúar íslensku kirkjunnar hafa fallið í þann pytt að telja sig þurfa að fara í vörn fyrir fyrir íslam og andmæla okkur gagnrýnendunum íslam, sem teljum að framtíð lands okkar og hinum vestræna heimi sé hætta búin vegna jihads, stríðs múslíma gegn okkur kuffar (allir sem ekki eru múslímar). Þeir telja augljóslega að kirkjunni sé ekki hætta búin af hálfu íslam heldur af veraldarhyggjunni, sekúlarisma, sem hafnar öllum trúarbrögðum og leggur öll trúarbrögð að jöfnu sem tæki fáfræði, auðsöfnunar, valdafíknar og kúgunnar.
Þeir virðast telja að vegna vaxandi trúleysis í nútímanum og aukinnar veraldarhyggju þurfi trúarbrögðin almennt að snúa saman bökum og verja almættið og guðdóminn. Lærðir menn kristninnar ganga meira að segja svo langt að halda því fram að lítill eðlismunur sé á boðun kristni og íslam. Munurinn liggi aðeins í ytri búningi. Guðdómurinn sé einn og hinn sami í þágu hins góða og háleita.
Það er því ekki að undra að áköfum trúleysingjum hætti til þess sama, þ.e. að leggja öll trúarbrögð að jöfnu því að þeir hljóta stundum að taka eftir málflutningi sérfræðinganna. Ég set gæsalappir utan um nafngiftina sérfræðingar vegna þess að kirkjunnar menn hérlendis verðskulda ekki þá nafngift þegar íslam er annars vegar þó að ég efist ekkert um þekkingu þeirra á kristni. Þar liggur vandinn. Kirkjunnar menn vita almennt nánast ekki neitt um íslam. Samt leyfa þeir sér að gefa stórar yfirlýsingar. Þeim er ekki vorkunn vegna fáfræði sinnar. Þeir hafa ekki sinnt þeirri eðlilegu skyldu að kynna sér íslam þrátt fyrir aðvaranir fjölda manna, jafnt múslíma sem vestrænna manna og vaxandi umsvifa herskárra múslíma um heim allan.
Kirkjunnar menn ættu kannski að leggja eyrun við orðum William Kilpatrick, sem er þekktur rithöfundur og kennari við Boston College en sá háskóli er meðal virtustu háskóla heims og kenndur við jesúíta, sem tilheyra katólsku kirkjunni. Kilpatrick heldur því fram að hneykslið innan katólsku kirkjunnar varðandi barnaníð hafi ekki síst orðið að reginhneyksli vegna tilraunar krikjunnar að leyna staðreyndum í stað þess að viðurkenna það að fullu og bregðast við á þeim grundvelli. Þetta hneyksli verði þó léttvægt í samanburði við það risastóra hneyksli sem eigi eftir að lenda á kirkjunni fyrir að segja ekki sannleikann um íslam og bregðast í þeirri vörn sem kirkjan ætti að vera fyrir innrás íslam inn í vestræn samfélög.
Sú skoðun er ríkjandi hjá kirkjunni að hún eigi meira sameiginlegt með íslam en það sem skilur að. Kilpatrick spyr: Hvað ef þessi staðhæfing er röng og að túlkun Osama bin Laden, Al-Kaída og ISIS-manna á eðli íslam er rétt en ekki túlkun hófsamra múslíma? Hann svarar þessari spurningu með fullyrðingu um að íslam, eins og það er túlkað í Mið-Austurlöndum og fylgi ósviknum erfðavenjum spámannsins, hafi vinninginn. Íslam sé hugmyndafræði nákvæmlega eftir bókinni og að allar bækur íslam, - kóraninn, hadíðurnar, sira og sharíalögin styðja betur við skilning herskárra múslíma en hófsamra múslíma. Ekki er von á miklum skilningi kirkjunnar manna á Íslandi sem vita ekki einu sinni hvaða bækur sira og hadíður eru. Þeir vita lítið um uppbyggingu kóransins sem stafar ýmist frá Mekka- eða Medínatíma Múhammeðs en þessir tveir hlutar eru eins og svart og hvítt og bókin gersamlega óskiljanleg nema með góðum skýringum. Með réttum skilningi á kóraninum með hadíðum og shira rennur kalt vatn milli skins og hörunds á öllu venjulegu fólki en ekki kirkjunnar mönnum af því að þeir vita nær ekkert um íslam, sem máli skiptir.
Með þetta í huga heldur Kilpatrick því fram að framkoma kirkjunnar muni koma henni í koll. Kristið fólk verði ráðvillt þegar sýnilegra verður að meira en lítið er aðfinnsluvert hjá íslam. Eftir því sem meira verði ljóst um um íslam og sharíalög verði sífellt erfiðara fyrir kristna söfnuði að trúa orðum leiðtoga sinna um að öll vandamálið, sem hrannast upp í íslömskum samfélögum tengist ekki hinu sanna íslam. Yfirlýsingar leiðtoga kirkjunnar um virðingu fyrir íslam mun ekki verða til þess að auka á virðingu íslam en muni hinsvegar grafa undan trúverðugleika yfirstjórnar kirkjunnar og þar með kirkjunni sjálfri.
Slíkar yfirlýsingar eru einnig kaldar kveðjur til kristinna manna í múslímskum löndum sem hafa haft kjark til þess að lúta ekki íslam og hafa þurft að líða fyrir það. Þessu fólki hlýtur að vera það þung raun, að kirkjan á Vesturlöndum skuli virða og heiðra trúarbrögð, sem hafa staðið fyrir slátrun ættingja og vina. Auk þess vinnur þetta gegn hagsmunum fjölda múslíma, sem hafa efasemdir um hefðbundið íslam og sem þjást fyrir sharíalög.
Tilhneiging kirkjunnar til að fegra íslam mun einnig styrkja rök andstæðinga trúarbragða um að sami rassinn sé undir þeim öllum. Kirkjan er gagnrýnd fyrir umburðarleysi og alræðistilburði og að aðeins stigsmunur sé á kvenfyrirlitningu og ofbeldi milli íslam og kristni. Ef kirkjan heldur áfram að styðja við íslam munu þessar ásakanir fá aukinn hljómgrunn.
Kilpatrick bendir á að meira að segja þeir sem teljast líberalar ( oft alls ekki frjálslyndir á okkar mælikvarða) og vinstri menn í USA séu farnir að hafa efasemdir um íslam. Þeir geti snúist á punktinum eins og þeir gera gjarnan og þá látið svo að þeir hafi alltaf verið andvígir íslam. Veraldleg öfl hafa hingað til ekki ávítað kirkjuna fyrir að leyna sannleikanum um íslam vegna þess að þau hafa verið jafnvel enn dýpra sokkinn í pyttinn fúla. Kirkjan gæti staðið ein eins og nátttröll og setið upp með ofstækisstimpil sem erfitt verður af afmá. Ef íslam er alls ekki skylt kristni og í raun með innibyggt ofbeldi þá er hollast fyrir kirkjuna að sjá að sér í tíma. Þetta ættu báðir Jón og séra Jón á Íslandi að aðgæta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2014 | 11:51
Umburðarlyndi gegn umburðarleysi er engin dyggð
Skrýtið að maður, sem hafði m.a. það verkefni í áratugi að upplýsa lesendur Mbl um kosti vestræns lýðræðis umfram alræðiskerfi kommúnismans og fasismans, skuli nú ekki þekkja ókindina þegar hún horfist í augu við hann.
Skrif Styrmis Gunnarssonar, fyrrv ritstjóra Mbl, valda mér vonbrigðum. Ekki endilega vegna þess að hann er ósammála mér um viðbrögð gegn innrás íslam hingað, sem er skipulagt jihad til þess að ná Íslandi undir íslam og sharíalög. Vonbrigði mín stafa af því hvað hann notar billegar klisjur máli sínu til stuðnings og hvað hann lætur yfirþyrmandi upplýsingar um hrylling íslam sér í réttu rúmi liggja. Sönnunargögn gegn íslam hrannast þó upp.
Íslam, kommúnismi og fasismi eru náskyld stjórnmálakerfi . Trúarþáttur íslam er notaður sem dulbúningur, eins konar slæða, hijab eða jafnvel búrka. Styrmir er með skrifum sínum að breyttu breytanda í raun að taka undir hróp þeirra sem ávallt kölluðu Moggalygi þegar sagt var frá hörmungum þjóða sem bjuggu við kommúnisma og varað við ásælni hans hér. Nú eru notaðir merkimiðarnir rasistar, útlendingahatarar og önnur fráleit hugtök til þess að gera hróp að okkur sem vörum við alræðiskerfi, sem ætlar sér heimsyfirráð.
Ódýrast af öllu í grein Styrmis er að ræða réttindabaráttu blökkumanna í þessu samhengi. Ég er ekkert síður en hann fylgjandi litblindum heimi. Þannig eru flestir réttsýnir menn. Styrmir fer illa með staðreyndir þegar hann vill sanna yfirburði sína gegn okkur lubbunum og nefnir Nelson Mandela. Mandela fékk heiminn með sér fyrir heillavænleg spor til sátta eftir að gæfan snerist honum í vil og hann var kosinn forseti S-Afríku. Helgimyndin Mandela átti sér einnig dökka bakhlið, sem Styrmir gleymir . Hann var enginn Kristur, Gandhi eða Martin Luther King. Hann var ekki aðeins samviskufangi heldur átti hlutdeild í hryðjuverkastarfsemi sem skildi eftir sig dauða og tortímingu. Hann heiðraði skálkana Muammar Gaddafi í Líbíu og Suharto í Indonesíu með æðstu viðurkenningu sem S-Afríka veitir erlendum mönnum og var í nánum samskiptum við Castro.
Styrmir segir okkur, sem erum í andófi gegn innrás íslam, vilja bakka aftur fyrir 1874 af því að við séum á móti trúfrelsi og jafnvel skoðanafrelsi. Hvaða vitleysa er nú þetta. Íslam er annað og meira en aðeins trúarbrögð. Íslam skilur ekki á milli hins veraldlega og trúarlega. Því eiga trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar ekki við. Engann þekki ég sem vill afnema þessa grein stjórnarskrárinnar frá 1874. Þvert á móti hef ég ítrekað bent á að virða þurfi hana en ekki líta fram hjá henni. Lítum nánar á 63. grein stjórnarskrárinnar:
Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu."
Þeir, sem þekkja íslam, vita að íslam samræmist ekki góðu siðferði eða allsherjarreglu. Flestir sem ekki þekkja íslam ættu að hafa hugboð um þetta sama.
Hvaða boðar íslam sem ekki samræmist allsherjarreglu? Hér koma nokkur atriði: Misrétti milli karlmanna og kvenna. Misrétti milli múslíma og annarra trúarhópa. Dauðarefsingar fyrir að ganga af íslamstrú. Dauðarefsingar fyrir samkynhneigð. Limlestingar fyrir t.d. þjófnað. Dauðarefsingar fyrir að hallmæla íslam. Bann á tjáningarfrelsi um íslam. Dauðarefsingar fyrir að hallmæla Múhammeð. Karlmönnum er leyft að eiga 4 konur. Margt fleira ljótt má tína til.
Íslam byggist á á kóraninum, Sirah ( opinberri ævisögu Múhammeðs) og helstu hadíðum ( frásögnum um orð og athafnir Múhammeðs). Kóraninn er orðrétt opinberun Allah til Múhammeðs í gegnum erkiengilinn Gabríel og banvænt guðlast að efast um sannleiksgildi hans! Og þetta eru ekki einu sinni ýkjur! Allt rekst hvert á annars horn í kóraninum og enginn leið að skilja þar upp né niður í neinu nema hafa Sirah og hadíður til hliðsjónar. Dúalismi er helsta einkenni kóranins. Þar má engu breyta að viðlagðri dauðarefsingu. Sama gildir um þá sem segja sannleikann um Múhammeð, hina sönnu fyrirmynd allra múslíma. Hann var samkvæmt lýsingu í Sirah og hadíðum hræðilegur maður í alla staði, barnaníðingur, herskár ræningi, kaldrifjaður fjöldamorðingi og nauðgari. Helst er á Styrmi að skilja að varði við meiðyrðalöggjöfina að segja sannleikann um þetta. Vill Styrmir banna umræður almennt um stjórnmálastefnur og trúarbrögð? Hver er sá, sem í raun vill bakka aftur fyrir árið 1874?
Styrmir þarf að átta sig á að engu má breyta í íslam og að lífshættulegt er fyrir múslíma að gagnrýna stýrikerfið sem nær til alls lífs þeirra, jafnt í opinberu- sem einkalífi. Hann þarf einnig að átta sig á að meirihluti múslíma er innrættur frá blautu barnsbeini með hollystu við sharíalög, sem þeir telja lög Allah. Mjög fáir meðal þeirra styðja almennt trúfrelsi. Hann þarf einnig að skilja að þar sem íslam er að nema lönd er þetta rækilega falið og talsmönnum þess kennt að beita taqiyya, kitman og tawriya sem eru ýmis form lyga, sem múslímar ekki aðeins mega beita heldur eiga að beita til að rugla kuffar (allir sem ekki eru múslímar og jafnvel þeir sem ekki eru í sömu trúardeild) í ríminu. Öll ráð eru leyfileg í stríði og þá ekki síst gegn okkur sem þeir skilgreina sem árásaraðila af því að við erum hindrun í því að allur heimurinn falli undir þeirra íslam og Allah, sem heimurinn tilheyrir í raun.
Umburðarlyndi gagnvart umburðarleysinu, grimmd og kúgun, sem umfram allt einkennir íslam, er engin dyggð. Þvert á móti.
Bloggar | Breytt 20.3.2016 kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
6.6.2014 | 20:18
Andri Snær heldur mig sig.
DV birtir með velþóknun tilvísun í bloggfærslu Andra Snæs Magnasonar ( DV segir hann raunar vera Magnússon) þar sem rithöfundurinn ungi fer mikinn í fordæmingum á okkur þessum "fordómafullu". Hann, eins og margir í hans liði, er ekki móttækilegur fyrir sumum rökum og lætur sem engin haldbær rök hafi verið sett fram af hálfu okkar sem viljum hindra íslamvæðingu Ísland. Skástu rökin hans sjálfs eru bjánalegar hártoganir en það eru ótrúlegustu og jafnframt lágkúrulegustu rökin hans sem verðskulda sérstaka athygli. Var einhver að tala um flísina eða bjálkann í auganu?
Orðrétt segir Andri Snær um okkur sem viljum hindra að moska verði byggð í Sogamýrinni:
"Og er það ekki þannig að þeir sem eru harðastir á þessum síðum hata líka umhverfisverndarsinna og femínista og sósíalista og þeim er meinilla við RÚV, listamenn, Evrópu almennt, Háskólann og reiðhjól og hver er þá munurinn á þeim og þeim sem þeir ætla að ,,vernda okkur" gegn."
Er hægt að vera mikið fordómafyllri en þetta? Andri setur ekki einu sinni spurningarmerki á eftir þessarri dæmalausu setningu. Ég hef verið harður andstæðingur þess að íslam festi hér rætur og hef gengið svo langt að leggja það ítrekað til að boðun íslam verði bönnuð á Íslandi eins og sjá má á bloggsíðu minni en þær hugmyndir byggi ég á haldbærum rökum að mínu viti. Þau rök má svo gjarnan efast um og koma með gagnrök ef menn telja sig búa yfir þeim. En merkimiðaumræða að hætti Andra Snæs er lægsta form rökræðu sem unnt er að hugsa sér.
Fáir hafa verið eindregnari í andstöðu gegn íslamvæðingu landsins en ég og því væntanlega leitun að fordómafyllri" manni að mati hans. Lítum nú á það hvernig staðalmynd Andra Snæs passar við mig, sótsvörtustu andstyggðina!:
Ég tel mig umhverfisverndarsinna. Fyrstu skrif mín í þá veru voru í Vísi ca 1965 en síðan hef ég oft opinberlega viljað snúast umverfinu til varnar m.a. vegna Eyjabakka- og Kárahnjúkasvæðanna . Bók Andra Draumalandið féll vel að mínum smekk þegar hún kom út.. Ég hef þó skömm á umhverfisfasisma eins og ég kalla svo. Margir, sem þykjast vera betri en aðrir, eru haldnir þessum leiðinlega isma.
Ég tel mig vera femínista þ.e. ég krefst algjörs jafnræðis karla og kvenna, ekki aðeins gagnvart lögum heldur einnig í einkalífi hvers og eins. Mér fannst barátta kvenna fyrir jafnræði svo mikilvæg að ég kaus kvennalistann á sínum tíma þó að vinstri slagsíðan á framboðinu væri mér á móti skapi.
Ég er ekki sosíalisti en fráleitt að ég hati þá því að ég skil þá og var sjálfur í þeirra hópi fyrir tvítugt. Sjálfur hallaðist ég mjög að Alþýðuflokknum um tíma en ég er afar ósammála Samfylkingunni og Vinstri grænum enda enginn vafi að hjarta mitt slær hægra meginn við miðju. Marga góða menn þekki ég þó meðal stuðningsmanna þessara flokka.
Ég var í nánu samneyti við RÚV í alls 5 ár þegar ég var þar þáttastjórnandi. Fyrst með Daglegt líf í útvarpinu en seinna með Kastljós á sjónvarpinu.
Tvær dætur mínar hafa helgað líf sitt listum og sjálfur er ég ákafur neytandi klassískrar tónlistar, ljóða, bókmennta, dans, leiklistar og sjónrænna lista. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp í umhverfi sem hjálpaði mér til þess að njóta lista og teldi lífið fátæklegt án þeirra. Sjálfur er ég aðeins nýtilegur sem neytandi.
Fjölskylda mín býr að töluverðu leyti í Evrópu og hef ég haft þar annan fótinn síðan í apríl 1946. Móðir mín var dönsk. Um engan heimshluta þykir mér jafn vænt um og Evrópu og hef ég þar víða farið. Ég hef líka fallið fyrir SA-Asíu og mér finnast Bandaríkin vera afskaplega elskuleg og margt af þeim að læra. En ég er andstæðingur þess að Ísland gangi í sovétsamband Evrópu sem ég tel Evrópusambandið vera. Fyrirvari um Evrópusambandið jafngildir ekki hatri á Evrópu þó að Andri Snær setji samansem merki þar á milli. Fyrir andstöðu við EBE get ég fært haldbær rök að mínu viti. Rökin gegn okkur sem deilum þessum skoðunum eru ævinlega þau að við séum heimóttalegir og lítilfjörlegir útlendingahatarar í sauðalitum og haldnir þjóðernisrembingi og í besta falli með skerta greind. Rosalega pottþétt rök eða hvað !!!!
Ég er með slangur af prófum úr Háskóla Íslands, tók upphafsprófin í læknisfræði en varð læknastarfinu afhuga, upphafspróf í viðskiptafræði en lauk við próf til að fá löggildingu sem fasteignasali á gamals aldri (65 ára).
Reiðhjól hef ég átt nánast samfellt frá barnsaldri og fer töluvert um á því góða farartæki ennþá 72 ára að aldri.
Staðalmynd Andra passar sem sagt jafn illa við mig og hugsast getur. Og þó að staðalmyndin passaði við mig að miklu leyti þá eru svona staðalmyndir einmitt sams konar og alvöru rasistar notast við. Andri Snær er með fordómafullt hugarfar af sama tagi og svæsnustu rasistar hafa. - Andri Snær heldur mig sig.
Bloggar | Breytt 10.6.2014 kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.6.2014 | 21:27
Ímaminn hefur ítrekað vilja til þess að aflima þjófa
Ímami Félags múslíma á Íslandi, Salman Tamimi, svaraði játandi spurningu minni í viðtalsþætti á Útvarpi Sögu sl miðvikudag hvort hann væri samþykkur þeim hluta sharía laga að höggva hendur af þjófum. Hann þóttist ekki vita hvað sharía lög væri og hélt því meira að segja fram að þau væru ekki til sem gildandi réttarkerfi og fór út í hártoganir og blekkingar eins og forystumanna múslíma er háttur þegar ég spurði hann hvort hann væri fylgjandi því að innleiða sharíalög á Íslandi. Ímami er veraldlegur og trúarlegur forystumaður í samfélagi múslíma en engin mörk eru á milli hins veraldleg og trúarlega í þessari hugmyndafræði sem er þó miklu frekar pólitískt en trúarlegt hugmyndakerfi.
Salman telur sig vera frá Palestínu. Tæp 90% araba, sem telja sig Palestínumenn, vilja að sharíalög gildi samkvæmt Pew Researsch Center, sem er ópólitísk stofnun sem vinnur á alþjóðavísu að mælingum félagslegra viðhorfa. Tamimi veit, sem er, að öllu eðlilegu fólk á Vesturlöndum býður við sharía lögum. Þess vegna er ráðið að rugla umræðuna með hártogunum og bregðast reiður og ógnandi við eðlilegum spurningum og jafnvel þykjast misrétti beittur með því að vera almennt spurður út í það sem hann vill leyna um ásetning Félags múslíma.
Þeir sem hlaupa til varnar þessarri manneskjufjandsamlegu hugmyndafræði, íslam, heyrðu sér til skelfingar andlegan og veraldlegan forystumann í þessum armi múslíma á Íslandi, játa á sig að vera fylgjandi grimmilegum múslímskum refsingum og því fylgjandi sharíalölgum sem hann var að enda við að fullyrða um að væru ekki til. Þeir urðu að finna einhverja haldbæra skýringu á þessum ummælum. Og skýringin var nú ekki aldeilis af verri endanum: Jú það hafði snögg fokið í þeirra mann vegna ósanngjarnra spurninga og hann hafði bara misst þetta út úr sér!
Eru engin takmörk fyrir þvi hvað er hægt að bjóða upp á aumleg rök. Var ekki eimitt þakkarvert að hann missti út úr sér hvaða markmið múslímar hafa á Íslandi ef þeim tekst vel? Er nokkur ástæða til að harma að fá mikilsverðar upplýsingar? Íslendingar þurfa að vita hvað vakir fyrir Félagi múslíma á Íslandi. Við þurfum að vita sannleikann þó að stór hópur manna telji sér til ágætis að búa við vanþekkingu. Einnig vil ég upplýsa að Salman Tamimi hefur áður sagt mér þetta sama en þá var samtal okkar með rólegu yfirbragði enda ekki verið að útvarpa þvi. Hann vissi að ekkert þýddi að reyna að blekkja mig og því ástæðulaust að gera sér upp reiði eða afneita alþekktum staðreyndum um vilja stærsta hluta þeirra sem fylgja íslam af alhug. Hann spurði: Hvaða ráð önnur duga á þjófa?
Spurningu minni áður hvort hann teldi að lífláta ætti múslíma sem gengju af trúnni svaraði hann neitandi en bætti við: Ekki núna. Það ,sem þessi tvö orð þýða í raun og veru, er að ekki þýði fyrir múslíma að hampa slíkum sjónarmiðum í samfélögum þar sem trúfrelsi er almennt viðurkennt. Þessi hluti sharía lögum verði því að bíða í salti þar til múslímar eru komnir í meirihluta til þess að kúga alla minnihlutahópa undir sig eins og þeir gera hvarvetna þar sem þeir komast í slíka aðstöðu.
Vegna fordæmingar Vesturlanda á aftökum tengdum trúskiptum í múslímskum löndum er sjaldnast að yfirvöld fullnægi slíkum dómum. Aftökusveitir götunnar sjá um slík verk og ofbeldismennirnir finnast aldrei eða hljóta afar væga dóma. Þeir eru jú að þjóna Aallah. Og hafa unnið sér aðgang að himneskri paradís þar sem 72 hreinar meyjar bíða þeirra og það án þess að þurfa að fara í gegnum hreinsunareldinn þar sem kuffar brenna í eilífum eldi sönnum jihadistum á himnum til eilífrar gleði. En það ekki einmitt þetta sem við þörfnumst hingað til að auka á fjölbreytileika mannlífsins ?
Bloggar | Breytt 2.6.2014 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
30.5.2014 | 15:46
Umburðarlyndisliðið
Vert er að vekja athygli á málflutningi all margra vinstri manna og jafnvel þeirra sem þykjast vera á miðju stjórnmálanna þegar umræður um íslam eru annars vegar eða þegar skoðanir eru viðraðar um úthlutun Reykjavíkur á ókeypis lóð undir mosku í Sogamýrinni við bæjardyr Reykjavíkur. Öll gagnrýni á íslam er afgreidd sem fordómar, þ.e. skoðanir sem byggjast ekki á staðreyndum og þekkingu á málefninu heldur grundvallist oftast á illvilja eða öðrum lágum hvötum eða í besta falli á botnlausri fáfræði og heimsku.
Þetta fólk sem ég vil kalla umbuðarlyndisliðið telur sig standa á hærri hól almenns siðgæðis en við hin, sem leyfum okkur þá ósvinnu að gagnrýna. Við séum í djúpum dal lágkúrulegra hvata og eiginlega óalandi innan um siðmenntað fólk. Við erum betri en þú viðmótið er ævinlega á næsta leiti , sjálfsupphafning og sjálfsdýrkun, narcissismi.
Sumir í þessu liði, sem komast svo langt að færa einhver rök fyrir yfirburðar siðmenntun sinni viðurkenna svolkallaðan pólitískan rétttrúnað meðal sinna liðsmanna. Að það geti hent hugsjónafólk vegna ríkrar réttlætiskenndar að missa sig í pólitískan rétttrúnað og vilja því ekki fordæma heiðursmorð, grýtingar, barnabrúðkaup, umskurn stúlkubarna, skort á á tjáningarfrelsi, eða hryðjuverk en um leið er því slegið föstu að þessi vandamál séu ekki einkenni múslímskra landa heldur mannréttindabrot sem tíðkast í þriðja heiminum. Sem sagt: Við þetta flotta hugsjónafólk skulum hætta pólitískum rétttrúnaði heldur bara alls ekki viðurkenna þetta sem vanda múslímskra landa. Öllum tölfræðilegum upplýsingum skulum við neita enda eru þær allar fengnar á alþjóðlegum síðum nasista og ný-nasista.
Annað sem einkennir okkur gagnrýnendur að mati umburðarlyndisliðsins er rasismi: Þegar bent er réttilega á það að íslam ekkert frekar en tvö önnur og náskyld alræðiskerfi, þ.e. nasismi og kommúnismi, er kynþáttur er búið að finna upp nýtt hugtak, ný-rasisti, en það eru þeir sem eru haldnir fordómum á grundvelli trúar eða menningar. Allir sem gagnrýna íslam eru því ýmist nasistar, ný-nasistar, rasistar eða ný-rasistar og eru því á lægsta þrepi mannkynsins og allar hugsjónir víðsfjarri. Hugsjónirnar fyrirfinnast hjá umburðarlyndisliðinu.
Ein úr þessu liði sem segist vera norn segir rasismia okkar felast í því að álíta suma hópa samfélagsins réttborna til meiri þæginda, frelsis og fyrirgreiðslu en aðra. Að setja þægindi okkar fólks ofar mannréttindum hinna. Sem sagt hún skilur jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar en við lubbarnir höfum þessa reglu að engu! Við erum ekki aðeins betri en þið, heldur miklu betri, segir nornin
Hún segir: Pólitískur rétttrúnaður er vissulega sterkur meðal hugsjónafólks. Hann felur í sér afneitun á vandamálum, mikla og hatramma tortryggni gagnvart hverjum þeim sem verður vís að fordómum og gerir það að verkum að það er varla hægt að ræða þau vandamál sem koma upp í samfélagi, til dæmis þegar árekstrar verða milli fólks með ólíkan menningarbargrunn. En pólitískur rétttrúnaður er ekki það að vera ósammála Jóni Magnússyni og öðrum þjóðernissinnum.
Þegar hugsjónafólk lendir í viðræðum við okkur, dreggjar mannlífsins, er því besta ráðið að taka fram merkimiðanna, rasisti,nasisti, illmenni, fáránlingur, óupplýstur, þjóðernissinni. Ef svona dóni eins og t.d. ég upplýsi svo um staðreyndir og mikinn lestur um efnið þá er það allt ómarktækt vegna illra hvata, rangrar söfnunar heimilda frá öðrum rasistum, fasistum eða jafnvel það sem er verst, - frá gyðingum.
Ekkert fólk í heiminum hatar þetta umburðarlynda lið eins og gyðinga. Taumlaust hatur á Ísrael er marktækt einkenni á þessu hatri. Vegna þess að erfitt er að neita helförinni miklu fyrir sjö áratugum þá getur þetta fólk ekki lýst yfir hatri á gyðingum en fær útrás fyrir lágkúruna með hatri á Ísrael og samstöðu með Palestínu mönnum þrátt fyrir yfirlýsta stefnu þeirra síðastnefndu að fyrirkoma Ísraelsríki og að í stofnskrá Hamas (Hamas Charter) sem ræður ríkjum á Gaza segi berum orðum að útrýma beri öllum gyðingum, - ekki aðeins í Israel heldur í öllum heiminum. Undir þetta taka bæði shia og súnní múslímar í stórum stíl og engin fordæming hjá umbuðarlyndisliðinu á slíku. Rasismi þessa liðs er nefnilega með þeim hætti að það gerir ekki ráð fyrir því að unnt sé að gera kröfur til múslíma um almenn siðmenningu. Þeir hafi ekki burði til þess að standa undir venjulegum kröfum til siðmenntaðra manna.
Öllum upplýsingum um hryllingsverk í nafni íslam í 14 aldir sem og í dag er svarað með útúrsnúningum. Þar hafa vinstri menn mikla reynslu vegna afneitunar á illum verkum í nafni kommúnisman og nasismans meðan vinstri menn viðurkenndu almennt ennþá að nasismi væri vinstri stefna eins og hann er. Þar geta þeir einnig lært af múslímum sem hafa 14 alda æfingu í afbökun staðreynda, ósannindum og útúrsnúningi. Íslam hefur yfir að ráða þrjú hugtök um múslímskar lygar sem á að beita gegn kafir (fleirtala kuffar) sem er lægsta form náttúrunnar. Kuffar erum við sem afneitum Allah og Múhammeð og eigum það eitt skilið að deyja ef við höfnum íslam eða neitum af borga sérstakan skatt( jiziyya) og taka stöða dhimma, sem kristnir menn og gyðingar hafa, þ.e. þeir sem fallast á að hafa 2. flokks borgarréttindi og borga verndarskatt með sérstakri auðmýkingu og missa öll réttindi um leið og einhverjum í samfélagi okkar verður á í messunni.
Þessi lygahugtök eru:
Taqiyya: múslímskrar lygar og blekkingar í þágu trúarinnar.
Kitman: Blekkja með því að segja aðeins hluta sannleikans .
Tawriya: Kreatívar lygar, láta hlustanda halda að umræðuefnið sé annað en það er. T.d. Ég á ekki krónu með gati en vera samt með veskið fullt af seðlum en enga krónumynt með gati í.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.5.2014 | 12:03
Lektor á villigötum
Eitt helsta einkennið á umræðu á Íslandi er hvað hún er oft glórulaus og að á henni finnst oft enginn haus né hali. Nú er upphlaup vegna yfirlýsingar oddvita Framsóknar í í Reykjavík um að endurskoða beri úthlutun borgarinnar á lóð undir mosku í Sogamýrinni. Lektor í stjórnmálafræði kemur fram í Sjónvarpi og blandar í umræðuna mældan ótta tiltekins fjölda Íslendinga við mikinn fjölda innflytjenda. Hún forðast að nota orðið xenofóbía, útlendingahatur, en lætur að því liggja að það liggi að baki þessari yfirlýsingu meðan minni spámenn hrópa útlendingahatur, útlendingahatur.
Ef lektorinn, sem ætti að hafa stöðu til þess að ræða málin af þekkingu, fellur í þessa gryfju er ekki að undra þó að fávís lýðurinn vaði delluna upp fyrir axlir. Lektorinn gerir sem sagt ráð fyrir að íslam sé útlendingur og að andstaða við að byggja mosku sé vegna þess að heimóttalegir Íslendingar í sauðalitum séu hræddir við útlendinga.
Staðreyndin er sú að þekking íslenska háskólasamfélagsins á íslam, sem er raunar hugmyndafræði en ekki kynþáttur, er afar takmörkuð svo ekki sé meira sagt og kannski það sem verra er: Hún er bókstaflega röng og því hættulegt fyrir þekkinguna í landinu hvert sinn sem álitsgjafar háskólasamfélagsins kjósa að tjá sig um málefnið. Unga, fallega konan, lektorinn sem kemur fram í nafni fræðanna er vorkun. Vankunnandi en hrokafullt háskólasamfélag ól hana upp og þar er enginn til að leiðrétta hana. Menn eins og ég, sem erum þó að reyna, erum afgreiddir sem ofstækismenn og þar með ómarktækir.
Þess vegna er erfitt fyrir almenning að átta sig á eðli þessa hættulega alræðiskerfins, sem er sambærilegt við kommúnisma og nasisma og hefur reynst mannkyni miklu skeinuhættara en alræðisstefnur 20. aldar.
Ég er ekki kjósandi í Reykjavík og get því ekki stutt Sveinbjörgu Birnu en lýsi yfir ánægju minni með að hún skuli hafa kjark og vit til þess að taka þetta mál á dagskrá. Hún hefur búið í Saudi-Arabíu og hún veit eins og allir sem þar hafa verið hvers konar hryllingur íslam er og hvað er í húfi til þess að halda þessari manneskjufjandsamlegu helstefnu frá landinu. Við sjáum vítin til að varast á hverjum einasta degi í fréttum þó að frásagnir af hryllingsverkum í nafni íslam sé orðin slík síbylja að eyrun eru að lokast og aðeins örfáar fréttir af voðaverkum komist fyrir eyru almennings.
Ef einhverjir lesendur lesendur vilja fræðast um afstöðu mína til íslam bendi ég á eldri bloggfæræslur mínar og í þessu sambandi færslu 4. ágúst 2012 : Er andúð á nasisma útlendingahatur
http://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/1251864/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2014 | 22:01
Ekkert öflugara niðurrifsafl fyrirfinnst í heiminum
Paul Weston, formanni nýlega stofnaðs stjórnmálaflokks, Liberty GB, er orðið nóg boðið með yfirgang múslíma á Bretlandi. Til þess að leggja áherslu á orð sín vitnaði hann í bók stríðshetjunnar, forsætisráðherrans og Nóbelsverðlaunahafans í bókmenntum, Winstons Churchills, River War, í útiræðu sem hann flutti í Winchester sl laugardag. Bókin fjallar um stríð í Súdan fyrir næstsíðustu aldamót sem Churchill tók sjálfur þátt í
Tilvitnunin varð til þess að Weston var handtekinn á staðnum og ásakaður fyrir hatursummæli og kynþáttarfordóma og gæti átt yfir höfði sér 2ja ára fangelsinsdóm ef hann verður fundinn sekur.
Íslendingar ættu sem sagt að átta sig á því að þeir vinna sér það ekki til ágætis að vitna í Churchill heldur kann slíkt athæfi aðeins að verið tekið til marks um að þeir séu öfgafullir brjálæðingar!!!
Hér kemur þýðing á orðum Churchill, sem komu Weston undir arm laganna:
Hversu skelfileg er sú bölvun sem Múhammeðstrú leggur á dýrkendur sína. Fyrir utan hinn ofstækisfulla ofsa sem er manninum jafn hættulegur og hundæði hjá hundum, er um að ræða ógnvekjandi sinnuleysi forlagatrúar. Fyrirhyggjulausar venjur, hroðvirknisleg landbúnaðarkerfi, stirðbusalegar viðskiptavenjur og öryggisleysi varðandi eignarrétt eru alls staðar fyrir hendi þar sem fylgjendur Spámannsins stjórna eða búa. Lágkúrulegur holdlegur losti sviptir þessa lífshætti þokka og siðfágunar og með því virðingar og friðhelgi . Sú staðreynd að samkvæmt lögum Múhammeðstrúar verður hver kona að tilheyra einhverjum manni sem algjör eign hans, hvort sem er eiginkona, hjákona eða jafnvel stúlkubarn hlýtur það að tefja fyrir afnámi þrælahalds þar til íslamstrú hættir að hafa mikil völd í heiminum.
Sumir múslímar geta haft framúrskarandi eiginleika. Þúsundir urðu hugrakkir og tryggir hermenn drottningarinnar: Allir voru þeir reiðubúnir til að deyja. En áhrif trúarinnar lamar samfélagslega þróun þeirra sem fylgja íslam. Ekkkert öflugara niðurrifsafl fyrirfinnst í heiminum. Múhammeðstrú er hreint ekki dauðvona heldur er rekið herskátt trúboð í þess nafni. Hún hefur þegar dreifst um alla Mið-Afríku og vakið upp óttalausa bardagamenn í hverjum spori og væri kristni heimurinn ekki í öflugu skjóli vísindanna- vísindanna , sem kristnin reyndi þó að ströggla gegn án árangurs, - gæti menning nútíma Evrópu riðað til falls eins og hin forna menning Rómar."
Texti Churchills óþýddur er þessi:
How dreadful are the curses which Mohammedanism lays on its votaries! Besides the fanatical frenzy, which is as dangerous in a man as hydrophobia in a dog, there is this fearful fatalistic apathy. Improvident habits, slovenly systems of agriculture, sluggish methods of commerce, and insecurity of property exist wherever the followers of the Prophet rule or live. A degraded sensualism deprives this life of its grace and refinement; the next of its dignity and sanctity. The fact that in Mohammedan law every woman must belong to some man as his absolute property - either as a child, a wife, or a concubine - must delay the final extinction of slavery until the faith of Islam has ceased to be a great power among men.
'Individual Moslems may show splendid qualities. Thousands become the brave and loyal soldiers of the Queen: all know how to die. But the influence of the religion paralyses the social development of those who follow it. No stronger retrograde force exists in the world. Far from being moribund, Mohammedanism is a militant and proselytising faith. It has already spread throughout Central Africa, raising fearless warriors at every step; and were it not that Christianity is sheltered in the strong arms of science - the science against which it had vainly struggled - the civilisation of modern Europe might fall, as fell the civilisation of ancient Rome."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.4.2014 | 10:16
Ríkið gæti ráðið öllu við Geysi
Sorglegt hefur verið að horfa upp á tilburði nokkurra einkaaðila til þess að skattleggja ferðamenn á Geyissvæðinu í eigin þágu þó að ljóst sé að íslenska ríkið væri með forræði yfir svæðinu ef hagsmuna ríkisins væri gætt. Því miður hefur ríkisvaldið látið hjá líða að gæta hagsmuna almennings í málinu. Því sitjum við uppi með vanda sem ógnar stöðu ferðaþjónustunnar og þar með þjóðarhag.
Hverasvæðið við Geysi er talið vera um 20 ha að stærð og var ásamt öðrum jarðhitaréttindum Haukadalstorfunnar í óskiptri sameign jarðanna fjögurra sem teljast til Haukadalstorfunnar, þ.e. landnámsjarðarinnar og höfuðbólsins Haukadals og býlanna sem seinna voru byggðar sem hjáleigur frá höfuðbólinu, Laug, Bryggju og Tortu. Utan þessarar sameignar voru þó fjórir helstu hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Litli-Geysir sem ríkið keypti árið 1935.
Ríkið eignaðist jörðina Laug árin 1902 og 1903 nema gistihúsið við Geysi sem þar stóð á ca 1000 fermetra lóð. Árið 1938 kaupir svo danskur athafnamaður, Kristian Kirk, Haukadal, Bryggju og Tortu fyrir milligöngu Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra til að hefja þar baráttu gegn landeyðingunni sem ógnaði Haukadal. Kirk þekkti baráttu skógræktarmanna gegn gróðureyðingunni á V-Jótlandi og glæsilegum árangri þeirra. Þegar hann gaf Skógrækt ríkisins jarðirnar með öllum gögnum og gæðum tveimur árum síðar hafði hann friðað landið með girðingu, hafið uppgræðslu og endurbyggt Haukadalskirkju sem var að falli komin. "Vaxið skógi eyðist landið ekki,"skrifaði Kirk í afsalsbréf til skógræktarinnar 15. júní 1940 og hefur það gengið eftir.
Haukadalur var kominn í eyði og áfok ógnaði jörðinni en Sigurður Greipsson eigandi jarðarinnar og eyðibýlisins Bryggju hafði áður stofnað skóla með smá búrekstri fyrir neðan hverasvæðið. Var þar kallað "við Geysi" eða "á Söndum". Greinilega kemur fram í afsali Sigurðar og móður hans sem var meðeigandi, að jarðirnar voru seldar með öllum gögnum og gæðum. Undanskilið er sölunni tiltekið land sem var í óskiptri sameign Haukadalskirkju og jarðanna fjögurra.
Haukadalskirkja fylgdi með í kaupunum til Kirk en hún er bændakirkja, þ.e. í eigu landeiganda. Samkvæmt gömlum máldögum á hún 25% af óskiptu landi og hlunnindum Haukadalstorfunnar auk þess að eiga Haukadalsheiðina. Ekki er unnt að raska þeirri stöðu ef eigandi kirkjunnar gætir réttar hennar.
Eigendur Tortu seldu Kristian Kirk jörðina með sömu skilmálum enda fara öll kaupin fram á sama tíma þ.e. undanskilið er sölunni tiltekið land sem var í óskiptri sameign. Augljóst er að þeir selja jörðina án allrar takmörkunar á rétti kaupanda vegna ítaka, óskipts lands eða annarra gæða.
Af ofangreindu sést að ríkið og Skógrækt ríkisins voru orðin eigendur Haukadalstorfunnar ásamt með Haukadalskirkju og öllum gæðum árið 1940 ef utan eru skildar smáspildur.
Árið 1990 tekst eigendum þeirra spildna sem var haldið eftir við sölu jarðanna til Kristians Kirk 1938 með grunsamlegu tómlæti ráðamanna að ná undir sig ca. 700 ha lands úr óskiptri sameign Haukadalstorfunnar en ekkert kom í hlut Skógræktar ríkisins sem er eigandi býlanna þriggja og Haukadalskirkju. Augljóst er af gögnum málsins að hvorki skógræktin né landbúnaðarráðuneytið (hvort tveggja undir stjórn þáverandi landbúnaðarráðherra, Steingríms J. Sigfússonar) gættu hagsmuna ríkisins við landskiptagerðina sem gerð var að kröfu sona Sigurðar Greipssonar á grundvelli laga um landskipti nr 46/1941.
Núverandi umboðsmaður Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, þá hæstaréttarlögmaður gerði mjög alvarlegar athugasemdir við landskiptagerðina í álitsgerð til fjármálaráðuneytisins 1992. Hann gerði ítarlega könnun á málinu og komst að þeirri niðurstöðu að fullt tilefni væri til þess af hálfu ríkisins að fá landskiptagerðinni frá 1990 hnekkt, jafnvel með málsókn.
Í álitsgerðinni er farið ítarlega í alla þætti málsins og ekki unnt hér að gera grein fyrir smáatriðum. Tryggvi segir hugsanlegt, að Kristian Kirk hafi keypt öll jarðhitaréttindi jarðanna þriggja og eigi því ríkið öll jarðhitaréttindi í Haukadalstorfunni. Hæstaréttarlögmaðurinn gerði fræðilega ráð fyrir að 5% af réttindum til jarðhita gætu verið hjá eigendum spildnanna sem undanskildar voru við sölu jarðanna þannig að annaðhvort á ríkið öll jarðhitaréttindi eða 95% af þeim (auk þess að eiga hverina fjóra sem áður getur).
Gera verður kröfu til handhafa ríkisvaldins að þeir gæti hagsmuna almennings. Það hefur ekki verið gert í Haukadal. Af óskiljanlegum ástæðum hafa erfingjar manna sem höfðu selt jarðir sínar komist upp með það að ráðskast með þær eins og þeir séu enn eigendur þeirra. Ríkisvaldið hefur öll tök á því að leiðrétta sinn hlut. Raunar er ekkert sjálfsagt að þeir verslunaraðilar sem nú njóta einstakrar aðstöðu til að nýta ferðamannastraum sem liggur á Geysissvæðið, geri það áfram einir né að þeir nýti jarðhita fyrir hús sín án þess að semja um það við eigandann. En fyrst og fremst verður ríkið að endurheimta verðmætt land sem ranglega hefur verið tekið frá því og staðfesta yfirráð sín yfir hverasvæðinu í Haukadal.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.1.2014 | 12:18
Er Mannréttindaskrifstofa Íslands andvíg mannréttindum?
Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur verið í auglýsingarherferð til þess að fá almenning til að fagna fjölbreytileikanum. Ein auglýsingin hvetur til að hvers kyns trúfrelsi sé virt og "vera ekkert að efast um vinnumóralinn þó að fólk geti bara lagst niður í tíma og ótíma og farið að biðja... eins og það er orðað.
Hvaða nauður rekur MÍ til að eyða almannafé í yfirlætislegar auglýsingar með ég-er-betri-en-þú-viðmóti? Er ástæða til þess að fagna fjölbreytileikanum vegna aukinna umsvifa íslam? Auglýsingin á augljóslega við einmitt það. Ekkert annað þekkt hugmynda- eða trúarkerfi ástundar tilbeiðslu með því að leggjast niður í tíma og ótíma og taka umhverfi sitt í gíslingu.
Ein af helstu grunnstoðum MÍ er Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna árið 1948 sem Ísland á aðild að eins og vel flest lönd innan SÞ. Undanskilin eru 56 ríki innan OIC, Samvinnustofnunar íslamskra ríkja. Þau hafa neitað að skrifa undir mannréttindayfirlýsinguna en undirrituðu í þess stað árið 1990 Kaíróyfirlýsinguna um mannréttindi innan íslam.
Með þessu undirstrikuðu múslímsku ríkin óánægju sína með Mannréttindayfirlýsingu SÞ og að þau gætu ekki átt aðild að henni. Þau mótmæla inngangsorðum hennar sem segir m.a.: .. viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum,..
Og þeir mótmæltu fyrstu grein: Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.
Báðar ofangreindar staðhæfingar eru í algjörri mótsögn við grundvallarreglur íslam, sem fellst ekki á, að almennt séu menn bornir til virðingar hvað þá að mannkyni öllu sé ætlað að njóta óafsalanlegra réttinda. Þeir sem ekki eru múslímar hafa ekki slík réttindi hvað þá að þau geti verið undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum!
Í íslam er Allah grundvöllur allra mannréttinda. Þau eru öll háð skilyrðislausri hlýðni á lögum Allah eins og þau koma fram í sharíalögum, Kóraninum og hadíðum. Þessi skilningur fór ekkert framhjá leiðtogum múslíma hjá SÞ 1948 en þá gátu þeir ekki látið til sín taka. Þeir töldu Mannréttindasáttmála SÞ byggja á kristnum og gyðinglegum gildum sem múslimar myndu aldrei fallast á.
Fræðimenn íslam segja yfirlýsingarnar alls ólíkar en þeir segja frið aðeins getað ríkt meðal múslíma en ekki við þá, sem ekki eru múslímar. Hinir trúlausu geta aðeins öðlast frið í samskiptum við múslíma með því að taka íslamstrú eða með uppgjöf og hlýðni (fá stöðu dhimma, 3. flokks borgararéttindi í samfélagi undir stjórn múslíma).
Múslímar sem streða á vegum Allah við að koma heiminum undir íslam eru að sinna helgri, trúarlegri skyldu (Jihad). Þar af leiðandi eru það ekki þeir, sem eru árásaraðilarnir heldur hinir trúlausu sem hindra þá í jihad. Sá sem vill halda í sið sinn eða trú er sekur um glæp með því að meðtaka ekki hina sönnu trú, íslam, og er réttlaus.
Þarft er að rifja upp fáein atriði í sharíalögum sem Kaíróyfirlýsingin byggir á: Konur hafa ekki sömu réttindi eins og karlar. Múslímar hafa meiri réttindi en aðrir. Dauðasök er að ganga af trúnni. Vitnisburður manns sem ekki er múslími er ógildur fyrir sharíadómsstóli. Höggva skal hendur af þjófum, grýta ótrúar konur og aflífa samkynhneigða. Kona, sem er nauðgað, er sek nema hún geti leitt fram fjóra múslímska menn, sem vitna um verknaðinn. Öll lög verða að byggja á kóraninum, hadíðum og sirah (opinberri ævisögu Múhammed). Allar efasemdir um íslam er dauðasök. Múhammed er hin fullkomna fyrirmynd sem öllum múslímum ber að fylgja. Saga hans er vægast sagt ófögur.
Auglýsing MÍ býður tvo kosti. Annað hvort vill MÍ vinna gegn Mannréttindasáttmála SÞ með því að stuðla að framgangi íslam hér á landi eða hitt sem er miklu líklegra, að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera og vita nær ekkert un íslam. Einu má gilda hvor skýringin á við. Afleiðingin er sú sama og boðið upp á vandamál til framtíðar á kostnað þess almennings sem mun líða fyrir delluverkið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.12.2013 | 16:32
Bréf Geerts á erindi við íslensku kirkjuna
Opið bréf Geert Wilders, þingmanns í Hollandi og leiðtoga Frelsisflokksins, til páfans í Róm á ekki síður erindi við íslensku kirkjuna, sem hefur alveg brugðist skyldu sinni í að snúast til varnar við hættum, sem stafa frá innrás íslams til landsins.
Íslenska kirkjan, eins og allar aðrar stofnanir á Íslandi, býr við algjöra fáfræði um sögu og eðli íslams í 14 aldir og tekur jafnvel þátt í því að þagga niður í röddum, sem eru að reyna af veikum mætti að vara Íslendinga við þeirri vá, sem þjóðfélagi þeirra er búin vegna jihad.
Ég hef sjálfur lauslega kannað þekkingu presta á íslam og ég hef aðeins talað við einn prest, sem nýlega hefur aflað sér upplýsinga um þessa heimsvaldastefnu, sem nú sækir að landinu undir því yfirskini að hér sé aðeins um mildileg trúarbrögð að ræða, sem ætlar sér að lifa í sátt og samlyndi við önnur trúarbrögð.
Þeir, sem kynna sér íslam af einhverju viti, sögu þess og eðli, vita betur. Þeir vita hvaða hörmungar geta komið yfir þjóðina eins og hvarvetna þar sem íslam hefur náð að rústa fyrri menningu og hefur leitt óhamingju yfir fórnarlömb sín. Allir múslímar heimsins eru ekki hvað síst fórnarlömb íslam eins og sjá má hvað gleggsta dæmið um í Sýrlandi nú um stundir þó að nóg sé að taka af hörmungum af völdum íslam víða um heim. Fyrir 14 öldum var Sýrlandi eitt af háborgum heimsins í menningarlegu tilliti þar sem kristin og gyðingleg hámenning réði ríkjum.
Hér kemur bréf Geert Wilders:
"Opið bréf til hans heilagleika Fransis páfa
Yðar heilagleiki
í nýlegu áminningarbréfi yðar, Evangelii Gaudium (greinum 247-248), vekjið þér athygli heimsins á þakkarskuld kristninnar við gyðinga og trúarbrögð þeirra. Í áminningarbréfinu er einnig hvöss fordæming á ofsóknum, sem gyðingar harfa mátt þola af hálfu kristinna manna í fortíðinni.
Orð yðar geta orðið mörgum innblástur.
Því miður eru þessi orð í mikill mótsögn við hatursfullar yfirlýsingar andlegs leiðtoga Sunní íslams, Ahmad Al-Tayeb, æðsta imams Al-Azhar stofnunarinnar í Kaíró, í október síðastliðnum.
Í viðtali í egypska sjónvarpinu 25. október sl staðfesti æðsti imam Ahmad Al-Tayeb aftur mikilvægi vers 5:82 í Kóraninum, sem segir að kristnir séu nánastir múslímum af öllu fólki en gyðingar séu í mestum fjandskap. Þetta vers hefur verið hvati til haturs íslam á gyðingum um aldir.
Særingarþula Al-Tayeb með kóransku gyðingahatri er í samræmi við 14 alda kennisetninga íslam. Forveri Al-Tayeb í stöðu æðsta imams Al-Azhar, Muhammad Sayyid Tantawi, skrifaði jafnvel bók sem bar nafnið Börn Israel í Kóraninumn og Sunnah til varnar gyðingahatri, sem er grundvallað á kennisetningum Kóransins.
Þjáningar kristinna manna í samtímanum vegna ofsókna íslam í Sýrlandi, Írak, Egyptalandi, Súdan, Nígeríu, Pakisitan, Indónesíu og svo mörgum öðrum löndum er ljós vitnisburður um hvað kristnir menn þurfa að þola af hálfu fylgjanda Kóransins. Það sem trúleysingjar og gyðingar ,sem eru taldir verstu óvinirnir, þurfa að þola af hálfu íslam, er jafnvel enn verra.
Í áminningarbréfi yðar, Evangelii Gaudium (greinum 247-248), staðhæfið þér að ósvikið íslam og réttur lestur á Kórainum andmæli hvers kyns ofbeldi.
Raunveruleikinn staðfestir ekki þessa staðhæfinu.
Kóraninn er fullur af herskáum og hatursfullum versum gagnvart ekki-múslímum. Yðar heilagleiki getur fundið þessi vers við lestur Kóransins, en ég nefni hér aðeins nokkur þeirra:
2:191-193: | Og drepið þá hvar sem þér komið að þeim, [ ] Ráðist á þá þar til engin er mótstaða og trúin tilheyrir Allah |
4:89: | Ef þeir snúa aftur takið þá og drepið hvar sem þið finnið þá; takið engan þeirra til yðar sem vin eða aðstoðarmann |
5:33: | Þetta er umbun þeirra sem berjast gegn Allah og sendiboða hans, [ ] þeim verður slátrað, eða krossfestir, eða hendur þeirra og fætur skulu á víxl höggnar af; eða þeir skulu hraktir frá landinu. |
8:60: | Gerið tilbúna hvaða liðsafnað og hestahóp sem tiltækur til að skelfa óvini Allah og óvnini yðar |
9:5: | Að helgu mánuðunum liðnum drepið þá skurðgoðadýrkendur hvar sem í þá næst og takið þá og lokið þá inni og sitjið fyrir þeim hvarvetna sem gera má fyrirsát. |
9:29: | Berjist við þá sem ekki trúa á Allah |
9:30: | Kristnir segja Krist vera son Guðs. Þeir taka sér það í munn; þeir herma eftir það sem trúleysingar sögðu áður. Formæling Allah sé á þeim. |
9:123: | Ó þér trúaðir, berjist við nærstadda trúleysingja; og lát þá finna hjá yður harðneskju og að þeir viti að Allh stendur með þeim guðhræddu. |
47:4: | Þegar þér hittið trúleysingja höggvið þá á háls þeirra. (Hér þarf að koma fram að allir sem ekki eru múslímar eða jafnvel tilheyra ekki "réttum" flokki múslíma eru kallaðir trúleysingjar, - þýðandi)
|
Ég vona að heilagur faðir muni hjálpa okkur að verja gyðinglegu-kristnu og mannúðar menningu Vesturlanda, sem jafnvel trúleysingjar og efasemdarmenn geta þakkað frelsi sitt og lýðræðisréttindi.
Ekkert vinnst með því að hafna raunveruleikanum.
Við verðum að segja sannleikann um íslam stærstu ógn við mannkyn á okkar dögum.
Með fullri virðingu,
Geert Wilders
Þingmaður Þjóðþings Hollands
Formaður Frelsisflokksins (PVV)"
Bloggar | Breytt 9.12.2013 kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir