Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.11.2010 | 13:02
Ég á mér draum
Ég var í Bandaríkjunum í apríl 1968 þegar Martin Luther King var myrtur og man nánast jafnvel eftir þeirri stundu þegar ég heyrði fréttirnar og þegar Kennedy var myrtur. Fyrir fjórum árum þegar ég var staddur í Atlanta gerði ég mér ferð til þess að heimsækja kirkju hans. Ég fékk hjartanlegur móttökur hjá söfnuðinum sem reyndist jafn litblindur og Martin Luther King hafði dreymt um að heimurinn yrði. Ég sá engan annan hvítan mann í krikjunni en ég var tekinn eins og kær vinur og jafningi.
Ég vil deila drauminum með þessum glæsilega baráttumanni fyrir frelsi og jafnrétti um litblindan heim í þeim skilningi að litarháttur manna skipti engu máli þegar við skilgreinum hverjir þeir eru. Það er ekkert að því að viðurkenna mismunandi hörundslit. Hann er staðreynd en hann segir nákvæmlega ekkert um hvaða manneskju við höfum að geyma. Þess vegna er engin niðrandi merking í því að segja um mann að hann sé indíáni, eskimói, inúíti, svertingi, frumbyggi Ástralíu, kínverji, mongóli, hvítingi eða hvað sem er og skilgreinir lit eða uppruna.
Við eigum hins vegar ekki að hika við að skilgreina menn á grundvelli þess hvernig þeir koma fram við meðbræður sína og hver hugmyndafræði þeirra er.
Og ég vil einnig leyfa mér að hafa draum um fleira eins og virkt frelsi, alvöru jafnrétti og kærleiksríkan heim. Ég vil vinna með öllum sem geta látið þennan draum rætast og gegn öllum sem hindra það að draumur minn geti ræst. Ég vildi gjarnan sjá í íslensku stjórnarskránni texta sem svipar til einnar frægustu setningar á enskri tungu. Hann er ritaður í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og hljómar svona á ensku:
We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness.
Háleitir draumar eru mikilvægir vegna þess að draumar hafa tilhneigingu til þess að rætast. Þegar Martin Luther King dreymdi um litblindan heim horfði ekki vænlega í þeim efnum. Nú 40 árum seinna situr blökkumaður á forsetastóli í Bandaríkjunum og leitun er að litblindara samfélagi. Litblindan sem kannski náði fluginu þar hefur verið að dreifast út um heiminn. Draumurinn mun rætast að fullu fyrr en varir.
Þetta sýnir hvað áríðandi er að Íslendingar láti sig nú dreyma um betra samfélag og að við megum læra af mistökum okkar. Ég held því fram að textinn í sjálfstæðisyfirlýsingunni hafi haft mikil áhrif til góðs ekki eingöngu á bandarískt þjóðlíf heldur einnig á hugmyndir víða um hinn vestræna heim um fagurt og gott mannlíf. Orð eru dýr. Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2010 | 11:24
Hvað kostar að missa unga fólkið og hæfa fólkið?
Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu aðstöðu meðal vestrænna þjóða að aldursdreifing þjóðarinnar er heilbrigð. Fæðingartíðnin hefur verið ofar þeim mörkum sem þarf til til þess að viðhalda íbúafjölda landsins og tryggja endurnýjun þjóðarinnar. Svo það megi vera þarf 2.11 fæðingar á hverja konu að meðaltali. Hér mun fæðingartíðnin hafa verið 2.14 árið 2008. Samt hefur meðalaldur þjóðarinnar verið að aukast vegna aukna aukinnar lífslengdar. Alla 20. öldina var ungt, framsækið og öflugt samfélag á Íslandi vegna þess að fæðingartíðnin var ennþá mjög há og ungbarnadauði síminnkandi og afar lágur.
Svona er ástandið ekki víðast á vesturlöndum. Fæðingarhlutfallið er nær alls staðar fallið langt undir viðhaldsþörfinni. Sum þeirra horfa fram til þess að velferðarkerfi þeirra muni hrynja til grunna. Þar sem fæðingartíðnin er rétt yfir 1 að meðaltali á konu mun íbúafjöldinn helmingast á ca 35 ára fresti eins og t.d. á Spáni nema fyrir tilverknað innflytjenda. Öll þess lönd standa frammi fyrir þeim vanda að sífelt færri munu þurfa að standa undir velferðarkerfinu. Aldraðir íbúar Evrópu mun verða sívaxandi vandamál og ómenntaðir, atvinnulausir innflytjendur.
Þessar þjóðir munu í vaxandi mæli leggja net sín fyrir ungt og hæft fólk m.a. hér. Því mun í vaxandi mæli standa allar dyr opnar. Þetta er fólkið sem við megum alls ekki missa úr landi því að í hæfileikum þeirra og menntum liggja möguleikar okkar sem þjóðar til að vaxa og dafna til betra mannlífs, - betri lífskjara.
M.a. með þetta í huga er hörmulegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnvalda við að taka á skuldavanda heimilanna. Hér varð algjör forsendubrestur í öllum húsnæðislánum fyrir tveimur árum. Þá varð strax ljóst að fasteignaverð myndi hrynja um leið og verðtryggð lán og gengistryggð lán færu langt upp úr þakinu á fasteignum. Fyrir tugþúsundum heimila lág augljóslega gjaldþrot. Lánastofnanir áttu ekki að velkjast í neinum vafa um að mjög stór hluti þessara lána væri glataður og þeim mun fleiri sem fasteignaverð hryndi meira.
Það hefði átt að vera forgangsverkefni lánastofnana og ríkisvalds að stöðva þennan óheppilega spíral niður á við. Það var og er aðeins unnt að gera með almennum ráðstöfunum, niðurfærslu lánanna og sanngjörnum vöxtum. Aðilum á að vera ljóst að sókn almennings í gengistryggðu lánin var flótti frá íslensku vaxtarokri sem hvergi í heiminum þekkist viðlíka.
Ef þetta verður ekki leiðrétt missum við frá okkar unga hæfa fólkið. Þeim standa allar dyr opnar. Vill einhver kannski reikna út hvað það kostaði okkur í hundruðum eða þúsundum milljörðum að missa hæfasta fólkið sem sættir sig ekki lengur við vandræðaganginn hérna.
Þegar unga, kraftmikla fólkið fer, fellur einnig fæðingartíðnin og fyrr en varir munu lífskjörin og lífsgæðin falla.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2010 kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2010 | 11:29
Ekki einu sinni 5% réttlæti
Margir, sem hefur sviðið óréttlætið í gjafakvótakerfinu, hafa trúað því að réttlætið muni fást með því að fyrna veiðiheimildir núverandi kvótahafa þannig að þjóðin fái til baka réttmæta eign sína í sjávarauðlindinni á tilteknum árafjölda. Þessari leið hefur nú verið hampað í 10-15 ár sem leið út úr hina sjúka fiskveiðistjórnarkerfi. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu kjósendum sínum að hefja fyrningu aflaheimilda 1. sepember 2010 um 5% árlega. Þeir buðu sem sagt 5% réttlæti á fyrsta ári en að réttlætið myndi nást á 20 árum ef þeir héldu völdum svo lengi.
Flestum þótti smátt vera boðið þó að það væri svo sem kannski betra en ekkert. Þannig fannst mér heldur líttið til þess koma að þeir sem á annað borð bjóða fram réttlæti skuli telja við hæfi að reiða fram svo litla skammta af réttlætinu. Sem sagt fyrst árið: 5% réttlæti; 95 % óréttlæti.
Ekki var þetta stórmannlegt þegar haft er í huga að tvívegis er búið að dæma kerfið ósamrýmanlegt stjórnarskránni og alþjóðlegum skuldbindinum okkar gagnvart mannréttindasáttmála SÞ, í Hæstarétti og hjá mannréttindanefndinni.
Ríkisstjórnin sveik svo auðvitað þetta loforð og virðist nú vera með þær hugmyndir að ríkisvaldið þurfi að semja við kvótahafana! Það var ekki einu sinni hægt að standa við 5% réttlæti, sem kom mér ekki á óvart enda ljóst að kvótaeigendur eiga hönk upp í bakið á stjórnarflokkunum með einum eða öðrum hætti. Þeir hafa ausið fé í alla flokka. Staðreyndin er sú að engin ástæða væri til þess að mjatla réttlætið inn á áratugum nema fyrir þá sem eru í þjónustu við kvótagreifa. Þjóðin á þessa auðlind og hún á að fá hana strax og alla. Allt annað er fráleitt.
Núverandi stjórnmálaflokkar munu aldrei hafa kjark eða getu til leggja niður gjafakvótakerfið. Þjóðin verður því að grípa til sinna ráða. Eitt ráðið er að kjósa fulltrúa sína inn á stjórnlagaþing til þess að taka af ölll tvímæli um þjóðareign sjávarauðlindarinnar. Ekki myndi saka ef þjóðin hefði líka tök á því að nota rétt sinn til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu ef slíkur réttur væri kominn inn í stjôrnarskránna. Þetta væri ólíkt betri leið en ef þjóðin þarf að gera uppreisn til að ná fram rétti sínum með því að varpa af sér með valdi óhæfri stjórnmálastétt sem hefur haft vilja þjóðarinnar að engu um áratugaskeið.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2010 | 17:39
Nauðsynlegt að takmarka valdið
Eitt af veigamestu atriðum sem hafa verður í huga við samningu nýrrar stjórnarskrár er takmörkun valdsins. Öllum sem öðlast mikil völd hættir til að misnota þau. Fræg er setningin: Til hvers er að hafa völd ef maður ætlar ekki að misnota þau?
Allir þekkja misnotkun valdsins á Íslandi. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið helstu valdastofnanir landsins og sterkir stjórnmálamenn hafa næstum fengið alræðisvald í gegnum meirihluta stöðu á alþingi og þar af leiðandi getað ráðið yfir ríkisstjórninni einnig. Framkvæmdavaldið og löggjafavaldið hefur því oftast verið í vasanum á 2-3 mönnum hvað sem öllum þingræðishugmyndum líður. Almennir þingmenn sitja gjarnan og standa eins og flokksforingjarnir ákveða enda eins gott að vera ekki með eitthvert múður og komast í ónáð. Vinur minn sem sat á þingi og lét einnig mikið að sér kveða í háskólasamfélaginu sagði mér að þingmennskan væri eitt leiðinlegasta starf sem hann hefði stundað. Dagar og vikur hefðu farið í það að bíða eftir því að ákvarðanir væru teknar af hagsmunaaðilum úti í bæ.
Í þokkabót hafa stjórnmálaflokkarnir misneytt aðstöðu sína til að velja menn til dómsstóla landsins úr sínum röðum og er það auðvitað alltaf bagalegt en sérlega alvarlegt þegar Hæstiréttur á í hlut. Hæstiréttur þarf að vera hafinn yfir allan grun um hlutdrægni. Hæstiréttur skilgreinir réttarreglur landsins og er síðasta vörn borgaranna gagn rangsleitni af ýmsu tagi.
Í raun er það sérhagsmunasamtökin sem hafa ráðið allt of miklu í stjórnsýslu landsins og á alþingi. Hrunskýrslur hafa flett ofan af því sem raunar allir vissu áður að stjórnmálalífið hefur verið meira eða minna í vasanum á peningaöflunum. Alþingi hefur ekki skirrst við að brjóta stjórnarskránna til þess að þjóna þessum öflum. Gjafakvótakerfið er eitt gleggst dæmið um slíkt.
Nú er búið að stafa tvisvar sinnum fyrir Alþingi að gjafakvótakerfið stríðir gegn stjórnarskránni. Fyrst með dómi í máli mínu 1998, svokölluðum Valdimarsdómi og síðan aftur með úrskurði mannréttindanefndar SÞ. Þessar tveir mjög svo afgerandi dómar hafa ekki hreyft svo við Alþingi að kvótakerfinu hafi verið breytt. Enda stafar valdið í raun frá sérhagsmunaöflunum en ekki frá þjóðinni eins og ætti að vera.
Við þekkjum mörg svona dæmi. Gagnagrunnsfrumvarpið var eitt. Það var samið af hagsmunaaðila utan þingsins og sent þinginu til samþykkt og stimplunar þó að það stríddi m.a. gegn mannréttindaákvæðum í íslenskum lögum, lögum um sjúkling og alþjóðlegum skuldbindingum. Við þekkjum eftirlaunalög sérgæðinga stjórnmálaflokkanna og margt, margt fleira af sama taginu.
Ein helsta hugsun þeirra afburðarmanna sem sömdu stjórnarská Bandaríkjanna var einmitt þessi: Hvernig er unnt að tryggja takmörkun valdsins? Nú er liðið á þriðju öld síðan hún var samin og getur hún því skiljanlega ekki verið algjör fyrirmynd okkar við gerð nýrrar stjórnarskrár. En andinn sem réði vinnunni við gerð stjórnarskrár Bandaríkjanna mætti vera okkur fyrirmynd, - a.m. k. hvað varðar þá hugsun að takmarka valdið, því valdið spillir. Það er eðli þess.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276.Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2010 kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.11.2010 | 12:14
Leikhús fáránleikans
Þegar sú tíð kemur að nútímasagan verður sögð með augum sagnfræðinnar spái ég því að fátt verði jafn óskiljanlegt eins og hið fráleita kvótakerfi. Þá verður kannski hlegið að fáránleikanum í því að láta sjávarbyggðir landsins blæða út vegna þess að fólkið mátti ekki lengur leita sér fanga í sameiginlegri auðlind landsins,- auðlindinni sem var ein helsta forsendan fyrir byggð í landinu og tilheyrði öllum Íslendingum að nýta. Þetta er ekkert aðhlátursefni íbúa þessara byggðarlaga, hvorki þeirra sem eru að flosna upp frá verðlausum eignum sínum eða þeim sem þegar eru flúnir. Þetta er ekkert aðhlátursefni öllum Íslendingum sem líða fyrir þessa vitleysu.
Nú er talað um að líflínu hafi verið kastað til íbúa Flateyrar vegna þess að sjávarútvegsráðherrann ætlar náðugsamlegast að auka kvótann til byggðarlagsins úr 150 tonnum í 300 tonn. Það er álíka mikið af þorski eins og kæmist fyrir í lítilli sveitarlaug. Fyrir daga kvótakerfisins veiddust samkvæmt aflaskýrslum 4-500 þúsund tonn af þorski árlega á Íslandsmiðum, áratugum saman fyrir utan þann hluta aflans sem ekki var gefinn upp og hefur alltaf verið einhver. Heilaraflinn var kannski 7-800 þúsund tonn á ári.
Gjafakvótastýriringin hefur leitt af sér að þorskaflinn er nú kominn niður í ca 150 þúsund á ári og talað um það sem sérstaklega merkileg tíðindi að úthluta eigi 12 þúsund tonn til smærri byggðarlaga svo þau leggist ekki endanlega á hliðina. Þetta væri sprenghlægilegt ef það væri bara ekki svo grátlegt að svona skuli vera komið fyrir okkur. Og Sjálfstæðismenn í stað þess að heimta vitglóru í málin á þeim alvörutímum, sem við lifum nú sem þjóð, eru að tala um 35 þúsund aukinn kvóta í þorski eða álíka og kæmist ca tíu sinnum í Laugardalslaugina.
Hvenær fær þjóðin að vakna upp frá þeim vonda draum sem kvótakerfið er? Hvenær fær þjóðin og njóta þess ríkidæmis sem hún á í hafinu umhverfis landið og hefur ekki verið nýtt nema að litlu leyti udanfarna þrjá aratugi?
Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur raunar skrifað prýðilega grein hvernig best væri að komast úr þessari matröð sem kvótakerfið er.
Sjá hér: http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/880349/
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2010 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.11.2010 | 13:10
Hverjir vilja ekki eitt kjördæmi?
Ég trúði lengi þeirri staðhæfingu sumra stjórnmálamanna að íbúar hinna dreifðu byggða óttuðust að þeir hefðu ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema ef þeir ættu sína fulltrúa á alþingi. Ég varð því undrandi og glaður þegar ég varð vitni að því fyrir tæpum tveimur áratugum á fjölmennum fundi á Ísafirði og ég hélt því fram að það væri í raun hagsmunir Vestfirðinga að landið væri eitt kjördæmi að allir Vestfirðingar sem tóku til máls lýstu því yfir að þeir væru sammála fulluyrðingu minni. Rökin voru og eru mjög ljós. Það eru hagsmunir Vestfirðinga að allir þingmenn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti en ekki aðeins þeirra þingmenn, sem sumir hafa talað dátt en hugsað flátt.
Kjördæmarígur eins og hrepparígur er af hinu illa. Íslendingar eru fámenn þjóð og henni ríður á að standa sameinuð að hagsmunamálum sínum en láta ekki sundra sér. Það eru hagsmunir mínir sem bý í Mosfellsbæ að kostir landsins alls séu nýttir af skynsemi og að öflugt og gott mannlíf þrífist sem víðast um land. Við eigum að líta á okkur sem samherja í fallegu og yndislegu landi, sem býður upp á fjölda valkosti til góðs mannlífs bara ef við berum gæfu til þess að nýta tækifærin vel.
Ég hygg að ástæðan fyrir því að kjördæmaskipun landsins og stjórnskipan hafi ekki verið breytt til augljós hagsbóta fyrir þjóðina séu þröngir hagsmunir stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. Margir þeirra óttast um sinn hag við breytingar og þeir geta ekki lengur unnið á því lága kjördæmarígsplani sem þeir hafa tileinkað sér. Menn gætu t.d. ekki barið sér á brjóst á kosningafundum á t.d. Ólafsfirði og Siglufirði að haldið blákalt þeirra staðhæfingu fram að engin opnber framkvæmd væri eins arðbær að gerð Siglufjarða- og Héðinsfjarðarganga. Þetta gerði frambjóðandi og enginn hinna frambjóðenda mótmælti nema ég enda mun ég ekki hafa fengið eitt einasta atkvæði hjá staðarmönnum, sem vildu trúa bullinu.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2010 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.11.2010 | 12:09
Hvað kæmi í staðinn?
Vörslumenn ranglætisins í gjafakvótakerfinu tönnlast endalaust á því að andstæðingar kvótakerfisins bendi ekki á aðra möguleika til fiskveiðistjórnunar. Slíkt er alrangt. Margar færar leiðir hafa verið ræddar opinberlega. Bent hefur verið á uppboð á kvótum, færeyska kerfið með breytingum, aflagjald á lönduðum afla ( hvetja má eða letja sókn með breytilegu aflagjaldi) og stýringu með takmörkunum á veiðarfærum, veiðitíma, veiðisvæðum o.s.fr. eða sambland af einu eða fleiru af þessu öllu.
Ein af mörgum hugsanlegum fiskveiðistefnum
1. Allir sem búsettir eru á Íslandi mega róa til fiskjar með handfæri með hugsanlegri takmörkun á fjölda handfærarúlla á hvern einstakling. Sömuleiðis er hverjum manni heimilt að veiða fisk í gildrur og önnur sértæk veiðarfæri samkvæmt nánari reglum.
2. Uppsjávarveiðum skal stjórnað með aflamarksreglum eins og verið hefur en fyrna skal aflaheimildir á 10 árum. Ríkisvaldið skal bjóða út aflaheimildir í síld, loðnu, makríl og kolmunna um leið og þær hverfa frá núverandi vörslumönnum þeirra.
3. Breyta skal öllum aflaheimildum togaranna í sóknareiningar, sem fyrndar verða á 10 árum. Ríkisvaldið skal bjóða út sóknareiningarnar eftir því sem þær heimtast inn.
4. Netaveiðum, línuveiðum, úthafsrækjuveiðum og veiðum með dragnót verði stjórnað með lokuðu veiðileyfikerfi með óframseljanlegum veiðiréttindum. Allir sem nú ráða yfir bátum sem henta til þessara veiða fái veiðileyfi sem er gefið til persónu og ber að skila því inn þegar það er ekki lengur nýtt. Því verður úthlutað til einstaklings sem áunnið hefur sér rétt til þess með störfum í sjávarútvegi og menntun til þeirra starfa eftir ákveðnum reglum.
5. Skilja skal að rekstur í fiskveiðum og fiskvinnslu.
6. Allan afla skal selja á fiskmarkaði
7. Aflagjald skal innheimt af lönduðum afla.
8. Stjórn sértækra veiða svo sem rækjuveiða innfjarða, skel og heimaveiðar verði meðhöndluð í hverjum flokki sérstaklega eftir því sem við á í samráði við aðila á hverjum stað hverjum , sveitarfélög,fiskverkunaraðila, sjómenn og útgerðarmenn.
Greinagerð: Gera verður þær kröfur til kerfisins að leiðin frá núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé sæmilega greiðfær en það virðist einmitt vera tilfellið. Einnig verður að meta hversu auðvelt væri að fá almenning og sérstaklega þá sem eiga að búa við kerfið til þess að skilja að hagsmunir þeirra gætu legið í því að taka þetta kerfi upp ( núverandi kvótaeigendur munu að sjálfsögðu sjá þessu allt til foráttu).
Helstu kröfur sem gera verður til kerfisins eru eftirfarandi:
1. Félagslegt réttlæti
2. Standist stjórnarskrána
3. Þjóðhagsleg hagkvæmni
4. Verndun lífríkis sjávar og fiskstofna
5. Byggðaþróun
6. Almenn lífsgæði
7. Aðlögunarhæfni frá núverandi kerfi
8. Möguleikar til að breyta í nýtt kerfi ef það reynist ófullkomið
Hafa verður í huga fyrir hverja fiskveiðistjórnunin er hagkvæm. Arður allra Íslendinga af fiskimiðunum skiptir máli. Tryggja verður að hann dreifist sem best. Jafnvel þó að sýnt yrði fram á að arður fiskveiðifyrirtækjanna væri mestur með lágmarkstengingu við íslenskt efnahags- og atvinnulíf er það í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Eins og horfir í kvótastýrðum fiskveiðum Íslendinga gæti sú staða hæglega komið upp fljótlega að handhafar kvótanna sjái sér mestan hag af því að láta erlent láglaunafólk manna verksmiðjuskipin og að viðhald þeirra færi fram erlendis sem og önnur þjónusta við þau. Aflinn yrði fluttur til vinnslu þar sem vinnuaflið er ódýrast. Veiðiskipin kæmu lítið í íslenska höfn. Þá skiptu heimsins bestu fiskveiðimið þjóðina orðið litlu máli og lífskjörin yrðu að sama skapi verri.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
1.11.2010 | 22:15
Hvað kæmi í staðinn?
Vörslumenn ranglætisins í gjafakvótakerfinu tönnlast endalaust á því að andstæðingar kvótakerfisins bendi ekki á aðra möguleika til fiskveiðistjórnunar. Slíkt er alrangt. Margar færar leiðir hafa verið ræddar opinberlega. Bent hefur verið á uppboð á kvótum, færeyska kerfið með breytingum, aflagjald á lönduðum afla ( hvetja má eða letja sókn með breytilegu aflagjaldi) og stýringu með takmörkunum á veiðarfærum, veiðitíma, veiðisvæðum o.s.fr. eða sambland af einu eða fleiru af þessu öllu.
Fiskveiðistefna Valdimars
1. Allir sem búsettir eru á Íslandi mega róa til fiskjar með handfæri með hugsanlegri takmörkun á fjölda handfærarúlla á hvern einstakling. Sömuleiðis er hverjum manni heimilt að veiða fisk í gildrur og önnur sértæk veiðarfæri samkvæmt nánari reglum.
2. Uppsjávarveiðum skal stjórnað með aflamarksreglum eins og verið hefur en fyrna skal aflaheimildir á 10 árum. Ríkisvaldið skal bjóða út aflaheimildir í síld, loðnu, makríl og kolmunna um leið og þær hverfa frá núverandi vörslumönnum þeirra.
3. Breyta skal öllum aflaheimildum togaranna í sóknareiningar, sem fyrndar verða á 10 árum. Ríkisvaldið skal bjóða út sóknareiningarnar eftir því sem þær heimtast inn.
4. Netaveiðum, línuveiðum, úthafsrækjuveiðum og veiðum með dragnót verði stjórnað með lokuðu veiðileyfikerfi með óframseljanlegum veiðiréttindum. Allir sem nú ráða yfir bátum sem henta til þessara veiða fái veiðileyfi sem er gefið til persónu og ber að skila því inn þegar það er ekki lengur nýtt. Því verður úthlutað til einstaklings sem áunnið hefur sér rétt til þess með störfum í sjávarútvegi og menntun til þeirra starfa eftir ákveðnum reglum.
5. Skilja skal að rekstur í fiskveiðum og fiskvinnslu.
6. Allan afla skal selja á fiskmarkaði
7. Aflagjald skal innheimt af lönduðum afla.
8. Stjórn sértækra veiða svo sem rækjuveiða innfjarða, skel og heimaveiðar verði meðhöndluð í hverjum flokki sérstaklega eftir því sem við á í samráði við aðila á hverjum stað hverjum , sveitarfélög,fiskverkunaraðila, sjómenn og útgerðarmenn
Greinagerð:Gera verður þær kröfur til kerfisins að leiðin frá núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé sæmilega greiðfær en það virðist einmitt vera tilfellið. Einnig verður að meta hversu auðvelt væri að fá almenning og sérstaklega þá sem eiga að búa við kerfið til þess að skilja að hagsmunir þeirra gætu legið í því að taka þetta kerfi upp. Helstu kröfur sem gera verður til kerfisins eru eftirfarandi:
1. Félagslegt réttlæti
2. Standist stjórnarskrána
3. Þjóðhagsleg hagkvæmni
4. Verndun lífríkis sjávar og fiskstofna
5. Byggðaþróun
6. Almenn lífsgæði
7. Aðlögunarhæfni frá núverandi kerfi
8. Möguleikar til að breyta í nýtt kerfi ef það reynist ófullkomið
Hafa verður í huga fyrir hverja fiskveiðistjórnunin er hagkvæm. Arður allra Íslendinga af fiskimiðunum skiptir máli. Tryggja verður að hann dreifist sem best. Jafnvel þó að sýnt yrði fram á að arður fiskveiðifyrirtækjanna væri mestur með lágmarkstengingu við íslenskt efnahags- og atvinnulíf er það í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Eins og horfir í kvótastýrðum fiskveiðum Íslendinga gæti sú staða hæglega komið upp fljótlega að handhafar kvótanna sjái sér mestan hag af því að láta erlent láglaunafólk manna verksmiðjuskipin og að viðhald þeirra færi fram erlendis sem og önnur þjónusta við þau. Aflinn yrði fluttur til vinnslu þar sem vinnuaflið er ódýrast. Veiðiskipin kæmu lítið í íslenska höfn. Þá skiptu heimsins bestu fiskveiðimið þjóðina orðið litlu máli og lífskjörin yrðu að sama skapi verri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.11.2010 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2010 | 13:27
Stjórnlagaþing
Um árabil hef ég talið nauðsynlegt að íslenska stjórnarskráin yrði endurskoðuð og ákveðnum atriðum breytt sem nauðsynlegt er að breyta.
Ég tel í fyrsta lagi að við eigum að breyta æðstu stjórn ríkisins þannig að forseti verði kosinn sérstaklega og varaforseti og myndi ríkisstjórn og fari með framkvæmdavaldið. Alþingi verði kosið sérstaklega þar sem landið allt væri eitt kjördæmi og Alþingismaður megi ekki vera ráðherra. Með því er tryggður nauðsynlegur aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Þetta er í grunninn sami háttur og er í Bandaríkjunum.
Þá tel ég nauðsynlegt að þjóðinni verði tryggð yfirráð yfir auðlindum landsins. Ég hef í mörg ár barist gegn óréttlátu kvótakerfi og lagt mikið i sölurnar til að fá því breytt þannig að þjóðin njóti arðsins af kvótanum og jafnræði borgaranna og eðlileg samkeppni verði tryggð varðandi fiskveiðar við Ísland
Þá finnst mér nauðsynlegt að fólkið, þjóðin fái að segja hug sín til mikilvægra mála og þess vegna tel ég nauðsyn að binda í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og að 10% þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðis um mál. Hvort heldur þau eru til meðferðar hjá Alþingi eða ekki.
Þetta og ýmislegt fleira tel ég brennandi að sett verði ákvæði um í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Af þeim ástæðum hef ég tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér á stjórnlagaþing sem kosið verður þ. 27. nóvember n.k.
Ég vona að við eigum samleið.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir