Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Leikhús fáránleikans

Þegar sú tíð kemur að nútímasagan verður sögð með augum sagnfræðinnar spái ég því að fátt verði jafn óskiljanlegt eins og hið fráleita kvótakerfi. Þá verður kannski hlegið að fáránleikanum í  því að láta sjávarbyggðir landsins blæða út vegna þess að fólkið mátti ekki lengur leita sér fanga í sameiginlegri auðlind landsins,- auðlindinni sem var ein helsta forsendan fyrir byggð í landinu og tilheyrði öllum Íslendingum að nýta. Þetta er ekkert aðhlátursefni íbúa þessara byggðarlaga, hvorki þeirra sem eru að flosna upp frá verðlausum eignum sínum eða þeim sem þegar eru flúnir. Þetta er ekkert aðhlátursefni öllum Íslendingum sem líða fyrir þessa vitleysu.

Nú er talað um að líflínu hafi verið kastað til íbúa Flateyrar vegna þess að sjávarútvegsráðherrann ætlar náðugsamlegast að auka kvótann til byggðarlagsins úr 150 tonnum í 300 tonn. Það er álíka mikið af þorski eins og kæmist fyrir í lítilli sveitarlaug.  Fyrir daga kvótakerfisins veiddust samkvæmt aflaskýrslum 4-500 þúsund tonn af þorski árlega á Íslandsmiðum, áratugum saman  fyrir utan þann hluta aflans sem ekki var gefinn upp og hefur alltaf verið einhver. Heilaraflinn var kannski 7-800 þúsund tonn á ári.

Gjafakvótastýriringin hefur leitt af sér að þorskaflinn er nú kominn niður í ca 150 þúsund á ári og talað um það sem sérstaklega merkileg tíðindi að úthluta eigi 12 þúsund tonn til smærri byggðarlaga svo þau leggist ekki endanlega á hliðina. Þetta væri sprenghlægilegt ef það væri bara ekki svo grátlegt að svona skuli vera komið fyrir okkur. Og Sjálfstæðismenn í stað þess að heimta vitglóru í málin á þeim alvörutímum, sem við lifum nú sem þjóð, eru að tala um 35 þúsund aukinn kvóta í þorski eða álíka og kæmist ca tíu sinnum í Laugardalslaugina.

Hvenær fær þjóðin að vakna upp frá þeim vonda draum sem kvótakerfið er? Hvenær fær þjóðin og njóta þess ríkidæmis sem hún á í hafinu umhverfis landið og hefur ekki verið nýtt nema að litlu leyti udanfarna þrjá aratugi?

 Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur raunar skrifað prýðilega grein hvernig best væri að komast úr þessari matröð sem kvótakerfið er.

Sjá hér:  http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/880349/

Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276

 


Hverjir vilja ekki eitt kjördæmi?

 Krafa um að gera Ísland að einu kjördæmi hefur legið í loftinu um áratugi en hefur ekki fengið hljómgrunn hjá stjórnmálaflokkunum. Hvers vegna? Hverjir eru það sem í raun hafa hindrað svo augljósa sanngirniskröfu t.d. að jafna atkvæðarétt allra Íslendinga?

 

Ég trúði lengi þeirri staðhæfingu sumra stjórnmálamanna að íbúar hinna dreifðu byggða óttuðust að þeir hefðu ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema ef þeir ættu sína fulltrúa á alþingi. Ég varð því  undrandi og glaður þegar ég varð vitni að því fyrir tæpum tveimur áratugum á fjölmennum fundi á Ísafirði og ég hélt því fram að það væri í raun hagsmunir Vestfirðinga að landið væri eitt kjördæmi að allir Vestfirðingar sem tóku til máls lýstu því yfir að þeir væru sammála fulluyrðingu minni. Rökin voru og eru mjög ljós. Það eru hagsmunir Vestfirðinga að allir þingmenn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti en ekki aðeins „þeirra“ þingmenn,  sem sumir hafa talað dátt en hugsað flátt.

Kjördæmarígur eins og hrepparígur er af hinu illa. Íslendingar eru fámenn þjóð og henni ríður á að standa sameinuð að hagsmunamálum sínum en láta ekki sundra sér. Það eru hagsmunir mínir sem bý í Mosfellsbæ að kostir landsins alls séu nýttir af skynsemi og að öflugt og gott mannlíf þrífist sem víðast um land.  Við eigum að líta á okkur sem samherja í fallegu og yndislegu landi, sem býður upp á fjölda valkosti til góðs mannlífs bara ef við berum gæfu til þess að nýta tækifærin vel.

Ég hygg að ástæðan fyrir því að kjördæmaskipun landsins og stjórnskipan hafi ekki verið breytt til augljós hagsbóta fyrir þjóðina séu þröngir hagsmunir stjórnmálaflokka og  stjórnmálamanna.  Margir þeirra óttast um sinn hag við breytingar og þeir geta ekki lengur unnið á því lága kjördæmarígsplani sem þeir hafa tileinkað sér. Menn gætu t.d. ekki barið sér á brjóst á kosningafundum á t.d. Ólafsfirði og Siglufirði að haldið blákalt þeirra staðhæfingu fram að engin opnber framkvæmd væri eins arðbær að gerð Siglufjarða- og Héðinsfjarðarganga. Þetta gerði frambjóðandi og enginn hinna frambjóðenda mótmælti nema ég enda mun ég ekki hafa fengið eitt einasta atkvæði hjá staðarmönnum, sem vildu trúa bullinu.

Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276

 


Hvað kæmi í staðinn?

Vörslumenn ranglætisins í gjafakvótakerfinu tönnlast endalaust á því að andstæðingar kvótakerfisins bendi ekki á aðra möguleika til fiskveiðistjórnunar. Slíkt er alrangt.  Margar færar leiðir hafa verið ræddar opinberlega. Bent hefur verið á uppboð á kvótum, færeyska kerfið með breytingum, aflagjald á lönduðum afla ( hvetja má eða letja sókn með breytilegu aflagjaldi) og stýringu með takmörkunum á veiðarfærum, veiðitíma, veiðisvæðum o.s.fr. eða sambland af einu eða fleiru af þessu öllu.

Ein af mörgum hugsanlegum fiskveiðistefnum 

1.  Allir sem búsettir eru á Íslandi mega róa til fiskjar með handfæri með hugsanlegri takmörkun á fjölda handfærarúlla á hvern einstakling. Sömuleiðis er hverjum manni heimilt að veiða fisk í gildrur og önnur sértæk veiðarfæri samkvæmt nánari reglum. 

2.      Uppsjávarveiðum skal stjórnað með aflamarksreglum eins og verið hefur en fyrna skal aflaheimildir á 10 árum. Ríkisvaldið skal bjóða út aflaheimildir í síld, loðnu, makríl og kolmunna um leið og þær hverfa frá núverandi vörslumönnum þeirra.  

3.      Breyta skal öllum aflaheimildum togaranna í sóknareiningar, sem fyrndar verða á 10 árum. Ríkisvaldið skal bjóða út sóknareiningarnar eftir því sem þær heimtast inn. 

4.      Netaveiðum, línuveiðum, úthafsrækjuveiðum og veiðum með dragnót verði stjórnað með lokuðu veiðileyfikerfi með óframseljanlegum veiðiréttindum. Allir sem nú ráða yfir bátum sem henta til þessara veiða fái veiðileyfi sem er gefið til persónu og ber að skila því inn þegar það er ekki lengur nýtt. Því verður úthlutað til einstaklings sem áunnið hefur sér rétt til þess með störfum í sjávarútvegi og menntun til þeirra starfa eftir ákveðnum reglum. 

5.      Skilja skal að rekstur í fiskveiðum og fiskvinnslu.  

6.      Allan afla skal selja á fiskmarkaði  

7.      Aflagjald skal innheimt af lönduðum afla.  

8.      Stjórn sértækra veiða svo sem rækjuveiða innfjarða, skel og heimaveiðar verði meðhöndluð í hverjum flokki sérstaklega eftir því sem við á í samráði við aðila á hverjum stað hverjum , sveitarfélög,fiskverkunaraðila, sjómenn og útgerðarmenn.  

Greinagerð: Gera verður þær kröfur til kerfisins að leiðin frá núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé sæmilega greiðfær en það virðist einmitt vera tilfellið. Einnig verður að meta hversu auðvelt væri að fá almenning og sérstaklega þá sem eiga að búa við kerfið til þess að skilja að hagsmunir þeirra gætu legið í því að taka þetta kerfi upp ( núverandi kvótaeigendur munu að sjálfsögðu sjá þessu allt til foráttu).

Helstu kröfur sem gera verður til kerfisins eru eftirfarandi: 

1. Félagslegt réttlæti

2. Standist stjórnarskrána 

3. Þjóðhagsleg hagkvæmni 

4. Verndun lífríkis sjávar og fiskstofna 

5. Byggðaþróun 

6. Almenn lífsgæði 

7. Aðlögunarhæfni frá núverandi kerfi 

8. Möguleikar til að breyta í nýtt kerfi ef það reynist ófullkomið 

Hafa verður í huga fyrir hverja fiskveiðistjórnunin er hagkvæm. Arður allra Íslendinga af fiskimiðunum skiptir máli. Tryggja verður að hann dreifist sem best. Jafnvel þó að sýnt yrði fram á að arður fiskveiðifyrirtækjanna væri mestur með lágmarkstengingu við íslenskt efnahags- og atvinnulíf er það í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Eins og horfir í kvótastýrðum fiskveiðum Íslendinga gæti sú staða hæglega komið upp fljótlega að handhafar kvótanna sjái sér mestan hag af því að láta erlent láglaunafólk manna verksmiðjuskipin og að viðhald þeirra færi fram erlendis sem og önnur þjónusta við þau. Aflinn yrði fluttur til vinnslu þar sem vinnuaflið er ódýrast. Veiðiskipin kæmu lítið í íslenska höfn. Þá skiptu heimsins bestu fiskveiðimið þjóðina orðið litlu máli og lífskjörin yrðu að sama skapi verri.

Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276


Hvað kæmi í staðinn?

Vörslumenn ranglætisins í gjafakvótakerfinu tönnlast endalaust á því að andstæðingar kvótakerfisins bendi ekki á aðra möguleika til fiskveiðistjórnunar. Slíkt er alrangt.  Margar færar leiðir hafa verið ræddar opinberlega. Bent hefur verið á uppboð á kvótum, færeyska kerfið með breytingum, aflagjald á lönduðum afla ( hvetja má eða letja sókn með breytilegu aflagjaldi) og stýringu með takmörkunum á veiðarfærum, veiðitíma, veiðisvæðum o.s.fr. eða sambland af einu eða fleiru af þessu öllu.

Fiskveiðistefna  Valdimars 

1.      Allir sem búsettir eru á Íslandi mega róa til fiskjar með handfæri með hugsanlegri takmörkun á fjölda handfærarúlla á hvern einstakling. Sömuleiðis er hverjum manni heimilt að veiða fisk í gildrur og önnur sértæk veiðarfæri samkvæmt nánari reglum. 

2.      Uppsjávarveiðum skal stjórnað með aflamarksreglum eins og verið hefur en fyrna skal aflaheimildir á 10 árum. Ríkisvaldið skal bjóða út aflaheimildir í síld, loðnu, makríl og kolmunna um leið og þær hverfa frá núverandi vörslumönnum þeirra.  

3.      Breyta skal öllum aflaheimildum togaranna í sóknareiningar, sem fyrndar verða á 10 árum. Ríkisvaldið skal bjóða út sóknareiningarnar eftir því sem þær heimtast inn. 

4.      Netaveiðum, línuveiðum, úthafsrækjuveiðum og veiðum með dragnót verði stjórnað með lokuðu veiðileyfikerfi með óframseljanlegum veiðiréttindum. Allir sem nú ráða yfir bátum sem henta til þessara veiða fái veiðileyfi sem er gefið til persónu og ber að skila því inn þegar það er ekki lengur nýtt. Því verður úthlutað til einstaklings sem áunnið hefur sér rétt til þess með störfum í sjávarútvegi og menntun til þeirra starfa eftir ákveðnum reglum. 

5.      Skilja skal að rekstur í fiskveiðum og fiskvinnslu.  

6.      Allan afla skal selja á fiskmarkaði  

7.      Aflagjald skal innheimt af lönduðum afla.  

8.      Stjórn sértækra veiða svo sem rækjuveiða innfjarða, skel og heimaveiðar verði meðhöndluð í hverjum flokki sérstaklega eftir því sem við á í samráði við aðila á hverjum stað hverjum , sveitarfélög,fiskverkunaraðila, sjómenn og útgerðarmenn  

Greinagerð:Gera verður þær kröfur til kerfisins að leiðin frá núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé sæmilega greiðfær en það virðist einmitt vera tilfellið. Einnig verður að meta hversu auðvelt væri að fá almenning og sérstaklega þá sem eiga að búa við kerfið til þess að skilja að hagsmunir þeirra gætu legið í því að taka þetta kerfi upp. Helstu kröfur sem gera verður til kerfisins eru eftirfarandi: 

1. Félagslegt réttlæti 

2. Standist stjórnarskrána 

3. Þjóðhagsleg hagkvæmni 

4. Verndun lífríkis sjávar og fiskstofna 

5. Byggðaþróun 

6. Almenn lífsgæði 

7. Aðlögunarhæfni frá núverandi kerfi 

8. Möguleikar til að breyta í nýtt kerfi ef það reynist ófullkomið 

Hafa verður í huga fyrir hverja fiskveiðistjórnunin er hagkvæm. Arður allra Íslendinga af fiskimiðunum skiptir máli. Tryggja verður að hann dreifist sem best. Jafnvel þó að sýnt yrði fram á að arður fiskveiðifyrirtækjanna væri mestur með lágmarkstengingu við íslenskt efnahags- og atvinnulíf er það í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Eins og horfir í kvótastýrðum fiskveiðum Íslendinga gæti sú staða hæglega komið upp fljótlega að handhafar kvótanna sjái sér mestan hag af því að láta erlent láglaunafólk manna verksmiðjuskipin og að viðhald þeirra færi fram erlendis sem og önnur þjónusta við þau. Aflinn yrði fluttur til vinnslu þar sem vinnuaflið er ódýrast. Veiðiskipin kæmu lítið í íslenska höfn. Þá skiptu heimsins bestu fiskveiðimið þjóðina orðið litlu máli og lífskjörin yrðu að sama skapi verri.


Stjórnlagaþing

Um árabil hef ég talið nauðsynlegt að íslenska stjórnarskráin yrði endurskoðuð og ákveðnum atriðum breytt sem nauðsynlegt er að breyta. 

Ég tel í fyrsta lagi að við eigum að breyta æðstu stjórn ríkisins þannig að forseti verði kosinn sérstaklega og varaforseti og myndi ríkisstjórn og fari með framkvæmdavaldið. Alþingi verði kosið sérstaklega þar sem landið allt væri eitt kjördæmi og Alþingismaður megi ekki vera ráðherra. Með því er tryggður nauðsynlegur aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds.  Þetta er í grunninn sami háttur og er í Bandaríkjunum.

Þá tel ég nauðsynlegt að þjóðinni verði tryggð yfirráð yfir auðlindum landsins. Ég hef í mörg ár barist gegn óréttlátu kvótakerfi og lagt mikið i sölurnar til að fá því breytt þannig að þjóðin njóti arðsins af kvótanum og jafnræði borgaranna og eðlileg samkeppni verði tryggð varðandi fiskveiðar við Ísland

Þá finnst mér nauðsynlegt að fólkið, þjóðin fái að segja hug sín til mikilvægra mála og þess vegna tel ég nauðsyn að binda í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og að 10% þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðis um mál. Hvort heldur þau eru til meðferðar hjá Alþingi eða ekki.

Þetta og ýmislegt fleira tel ég brennandi að sett verði ákvæði um í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Af þeim ástæðum hef ég tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér á stjórnlagaþing sem kosið verður þ. 27. nóvember n.k. 

Ég vona að við eigum samleið.

Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276.


« Fyrri síða

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 192426

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband